Umsókn um beitiland

Málsnúmer 202305043

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 9. fundur - 11.05.2023

Með innsendu erind dags. 8. maí 2023 óskar Kristinn Ingi Valsson eftir leyfi til að girða hólf fyrir hesta norðan Brimnesbrautar 31 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina svo framarlega sem svæðis sé girt tryggilega á kostnað umsækjanda og að umsækjandi leggi fram samþykki eigenda Brimnesbrautar 23-39 áður en gengið er frá leigusamningi.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 359. fundur - 06.06.2023

Á 9.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 11.maí sl. var eftirfarandi bókað: "Með innsendu erind dags. 8. maí 2023 óskar Kristinn Ingi Valsson eftir leyfi til að girða hólf fyrir hesta norðan Brimnesbrautar 31 samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Niðurstaða: Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina svo framarlega sem svæðis sé girt tryggilega á kostnað umsækjanda og að umsækjandi leggi fram samþykki eigenda Brimnesbrautar 23-39 áður en gengið er frá leigusamningi. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Felix Rafn Felixson
Gunnar Kristinn Guðmundsson
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir
Helgi Einarsson
Monika Margrét Stefánsdóttir
Freyr Antonsson

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um leyfi til að girða hólf fyrir hesta norðan Brimnesbrautar 31 út árið 2023. Sveitarstjórn beinir því til umhverfis- og dreifbýlisráðs að útbúa leiðbeinandi reglur um beitihólf fyrir búfénað nærri þéttbýli.