Útboð á rekstri á kaffihúsi í Bergi

Málsnúmer 202303050

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 95. fundur - 31.03.2023

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á útboði vegna kaffihússins í Menningarhúsinu Bergi.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1064. fundur - 13.04.2023

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, kl. 14:20.

Á 95. fundi menningarráðs þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á útboði vegna kaffihússins í Menningarhúsinu Bergi.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir ofangreindu útboði og meðfylgjandi minnisblaði hans og forstöðumanns safna. Eitt tilboð barst í rekstur kaffihússins í Bergi frá Ingunni Hafdísi Júlíusdóttur. Fram kemur í minnisblaði sviðsstjóra og forstöðumanns safna að þau leggja til að gengið verði til samninga við Ingunni Hafdísi á grundvelli tilboðsins með endurskoðunarákvæði á leigu eftir eitt ár.

Björk vék af fundi kl. 14:49.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að ganga til samninga við Ingunni Hafdísi.

Byggðaráð - 1066. fundur - 27.04.2023

Á 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, kl. 14:20. Á 95. fundi menningarráðs þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á útboði vegna kaffihússins í Menningarhúsinu Bergi.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar." Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir ofangreindu útboði og meðfylgjandi minnisblaði hans og forstöðumanns safna. Eitt tilboð barst í rekstur kaffihússins í Bergi frá Ingunni Hafdísi Júlíusdóttur. Fram kemur í minnisblaði sviðsstjóra og forstöðumanns safna að þau leggja til að gengið verði til samninga við Ingunni Hafdísi á grundvelli tilboðsins með endurskoðunarákvæði á leigu eftir eitt ár. Björk vék af fundi kl. 14:49.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að ganga til samninga við Ingunni Hafdísi."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að húsaleigusamningi við Ingunni Hafdísi Júlíusdóttur.
Til umræðu ofangreint.

Gísli vék af fundi kl. 13:59.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 359. fundur - 06.06.2023

Á 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, kl. 14:20. Á 95. fundi menningarráðs þann 31. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á útboði vegna kaffihússins í Menningarhúsinu Bergi.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar." Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir ofangreindu útboði og meðfylgjandi minnisblaði hans og forstöðumanns safna. Eitt tilboð barst í rekstur kaffihússins í Bergi frá Ingunni Hafdísi Júlíusdóttur. Fram kemur í minnisblaði sviðsstjóra og forstöðumanns safna að þau leggja til að gengið verði til samninga við Ingunni Hafdísi á grundvelli tilboðsins með endurskoðunarákvæði á leigu eftir eitt ár. Björk vék af fundi kl. 14:49.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að ganga til samninga við Ingunni Hafdísi."
"Á 1066. fundi byggðaráðs þann 27.apríl sl. var eftirfarandi bókað: Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að húsaleigusamningi við Ingunni Hafdísi Júlíusdóttur. Til umræðu ofangreint. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu til sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreindan húsaleigusamning við Ingunni Hafdísi Júlíusdóttur og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.