Dýpkun á holu á Birnunesborgum

Málsnúmer 202303181

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 123. fundur - 05.04.2023

Tekið fyrir tilboð frá Vatnsborunum ehf., dagsett 21. mars 2023, um dýpkun á borholu við Birnunesborgir vegna vatnsborðsmælinga.
Veitu- og hafnaráð ákveður að fá Bjarna Gautason á fund ráðsins 14. apríl næstkomandi, og ræða þær rannsóknir sem Hitaveita Dalvíkur er að gera, og þarf að gera. Sveitarstjórn verður boðið á fundinn.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

Veitu- og hafnaráð - 124. fundur - 03.05.2023

Veitu- og hafnaráð, samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fylgja ráðgjöf frá Bjarna Gautasyni hjá ÍSOR og leggur til að holan við Birnunesborgir verði ekki dýpkuð að svo stöddu.
Bjarni Gautason, Freyr Antonsson og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir véku af fundi kl. 9:45

Sveitarstjórn - 359. fundur - 06.06.2023

Á 124.fundi veitu- og hafnaráðs þann 3.maí sl. var eftirfarandi bókað: "Bjarni Gautason fór yfir stöðu jarðhitarannsókna hjá Dalvíkurbyggð, kynning hans náði yfir dagskrárliði 1-4 á fundinum. Niðurstaða: Veitu- og hafnaráð, samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fylgja ráðgjöf frá Bjarna Gautasyni hjá ÍSOR og leggur til að holan við Birnunesborgir verði ekki dýpkuð að svo stöddu."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs varðandi dýpkun á holu á Birnunesborgum.