Byggðaráð

1169. fundur 04. desember 2025 kl. 13:15 - 14:31 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Formaður óskar eftir að bæta máli nr. 202501059, Vatnstankur Upsa - Nýr tankur, á dagskrá. Samþykkt samhljóða með 2 atkvæðum.
Formaður óskar eftir að bæta máli nr. 202512006 - viðaukabeiðni frá skipulagsfulltrúa- á dagskrá. Samþykkt samhljóða með 2 atkvæðum.

1.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar; breytingar á nefndaskipan

Málsnúmer 202509061Vakta málsnúmer

Á 1168. fundi byggðaráðs þann 27. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 384. fundi sveitarstjórnar þann 18. nóvember voru drög að breytingum um Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar ásamt erindisbréfum byggðaráðs, Fjöldskylduráðs og Framkvæmdaráðs tekin til fyrri umræðu í sveitarstjórn og vísað til byggðaráðs á milli umræðna.
Til umræðu ofnagreint.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 að leggja til að byggðaráð fái fullnaðarheimild til að afgreiða umsagnir frá Sýslumanni varðandi leyfisveitingar.
Afgreiðslu frestað til næstu fundar."

Með fundarboði fylgdu drög að viðauka við Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar vegna heimildar til fullnaðarafgreðslu byggðaráðs.

Monika kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 13:20.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að framkvæmdastjórn fjalli um umsóknir um styrki úr Menningarsjóði og leggi fyrir byggðaráð tillögu að afgreiðslu. Einnig er lagt til að byggðaráð fái fullnaðarheimild til afgreiðslu umsókna úr Menningarsjóðnum. Gera þarf viðeigandi breytingar á reglum sjóðsins.

Byggðaráð vísar breytingu á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar til ásamt tillögum að erindisbréfum og viðauka til síðari umræðu í sveitarstjórn með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á milli umræðna.

2.Samþykkt um starfskjör, laun og þóknanir kjörinna fulltrúa

Málsnúmer 202401035Vakta málsnúmer

Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundaboði byggðaráðs fylgdi gildandi Samþykkt um starfskjör, laun og þóknana kjörinna fulltrúa til yfirferðar og endurskoðunar.
Til umræðu ofangreint.
Niðurstaða : AFgreiðslu frestað og unnið áfram að ofangreindu á fundum byggðaráðs."

Á fundinum var unnið að tillögum að breytingum á launakjörum kjörinna fulltrúa miðað við fyrirhugaðar breytingar á nefndaskipan skv. 1. lið hér að ofan.
Byggðaráð felur sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að stilla upp launum og fundaþóknunum kjörinna fulltrúa í samræmi við ofangreint.
Frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað til næsta fundar.

3.Samband íslenskra sveitarfélaga tekur við söfnun fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2026

Málsnúmer 202511151Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, bréf dagsett þann 26. nóvember sl., þar sem fram kemur að Samband íslenskra sveitarfélaga hefur í samstarfi við Hagstofu Íslands, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið unnið að endurhönnun Upplýsingaveitu sveitarfélaga til að styðja enn frekar við sveitarfélög landsins við að standa við fjárhagsleg markmið sín.
Fyrsta skrefið í endurhönnuninni er stigið nú strax með því að Samband íslenskra sveitarfélaga taki yfir söfnun fjárhagsáætlana sveitarfélaga fyrir árið 2026, næstu þriggja ára þar á eftir sem og útgönguspá fyrir 2025.
Nánari leiðbeiningar verða sendar sveitarfélögum innan skamms.
Lagt fram til kynningar.

4.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Viðauki vegna framkvæmda 2025

Málsnúmer 202512007Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 1. desember sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna framkvæmda Eignasjóðs. Um er að ræða lækkun á áætluðu fjármagni til fjögurra framkvæmdaverkefna sem verða ekki framkvæmda á árinu.

Óskað er eftir heildarlækkun að upphæð kr. 55.550.000 á lið 32200-11900 skv. eftirfarandi sundurliðun:
Göngu- og hjólastígur með Dalvíkurlínu II (E2209) - lækkað um kr. 16.400.000.
Böggvisbraut - endurnýjun götu (E2310) lækkað um kr. 34.500.000.
Árskógssandur - Sjávargata gangstétt (E2510) lækkað um kr. 1.850.000.
Árskógssandur - Ægisgata gangstétt (E2509) lækkað um kr. 2.800.000.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 58 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 55.500.000 til lækkunar á framkvæmdum Eignasjóðs á lið 32200-11900 skv. ofangreindri sundurliðun.
Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar og heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025.

5.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Viðauki vegna launa og reksturs

Málsnúmer 202512005Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 1. desember sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna launa og reksturs.

a) Óskað er eftir launaviðauka við deild 06270- vinnuskóla - til lækkunar að upphæð kr. 18.419.502, þar sem ekki voru ráðnir inn jafnmargir starfsmann sem og starfstíminn var ekki jafn langur og var lagt upp með.
b) Óskað er eftir launaviðauka við deild 09510 - Eigna- og framkvæmdadeild - til lækkunar að upphæð kr. 5.422.711, þar sem ekki tókst að ráða sumarstarfsmenn.
c) óskað er eftir viðauka við eftirfarandi deildir til lækkunar þar sem ekki mun koma til þess að allt fjármagnið verði notað á árinu:
Liður 08240-4947; gatna- og lóðahreinsun, lækki um kr. 3.769.061.
Liður 11030-4396; útivistarsvæði, lækki um kr. 2.235.480.
Liður 11410-4991; opin svæði, lækki um kr. 1.208.700.
Samtals kr. 7.213.241.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum launaviðauka við deild 06270 með fyrirvara, viðauki nr. 59 við fjárhagsáætlun 2025, þar sem eftir er að reikna launaviðaukann í launaáætlunarkerfi. Vísað til gerðar heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum launaviðauka við deild 09510 með fyrirvara, viðauki nr. 60 við fjárhagsáætun 2025, þar sem eftir er að reikna lauanviðaukann í launaáætlunarkerfi. Vísað til gerðar heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr 7.213.241 samkvæmt ofangreindri sundurliðun, viðauki nr. 61 við fjárhagsáætlun 2025, og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til gerðar heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025.

6.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Ósk um leyfi til framlengingar á verksamningi um snjómokstur og hálkuvarnir á Hauganesi og Árskógssandi

Málsnúmer 202509121Vakta málsnúmer

Á 383. fundi sveitarstjórnar þann 4. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir að leitað verði samninga við G. Hjálmarsson hf. tímabundið veturinn 2025-2026 eða til 15. maí nk. á grundvelli eldri þjónustusamnings.
Sveitarstjórn felur deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að leggja sem fyrst samningsdrög fyrir byggðaráð í samræmi við ofangreint."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og G. Hjálmarssonar hf. um framlengingu á þjónustusamningi um snjómokstur og hálkurvarnir á Árskógssandi og Hauganesi 2019-2022.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind og fyrirliggjandi samningsdrög um tímabundinn þjónustusamning til og með 15. maí 2026 með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Hluthafafundur Leigufélagsins Bríetar ehf.

Málsnúmer 202512016Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu gögn frá Leigufélaginu Briet ehf., dagsett þann 1. desember sl., vegna hluthafafundar sem var 2. desember sl.
a) Fundargerð stjórnar nr. 82 frá 27.11.2025.
b) Skiptingaráætlun.
c) Skiptingarreikningur.
d) Skýrsla endurskoðanda.
Lagt fram til kynningar.

8.BOÐSKORT - 40 ÁRA AFMÆLI SAMFÉS

Málsnúmer 202512017Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur, dagsettur þann 2. desember sl., þar sem Samfés, landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa, fagna 40 ára afmæli á þessu ári og býður sveitarstjóra á afmælishátíð sem haldin verður í Höfuðstöðinni, Rafstöðvarvegi 1a, 110 Reykjavík,þriðjudaginn 9. desember kl. 18:00 - 21:00.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202502019Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 989 frá 14. nóvemer sl.
Lagt fram til kynningar.

10.Vatnstankur Upsa - Nýr tankur

Málsnúmer 202501059Vakta málsnúmer

Á 381. fundi sveitarstjórnar þann 19. júní sl. var samþykkt tillaga um stofnun og skipan vinnuhóps um nýjan vatnstank í Upsa.
Vegna breytinga í röðum kjörinna fulltrúa og starfsmanna þarf að endurskipa í vinnuhópinn ef vinnuhópurinn á að starfa áfram vegna þessa verkefnis.
Meðfylgjandi er erindisbréfið eins og það var staðfest.
Formaður leggur til að Óðinn Steinsson, verkefnastjóri þvert á svið, taki sæti veitustjóra í vinnuhópnum og Freyr Antonsson taki sæti fulltrúa byggðaráðs í stað Lilju Guðnadóttur.
Óðni Steinssyni er falið að halda utan um vinnuhópinn.

11.Frá skipulagsfulltrúa; Viðauki - málaflokkur 09 - skipulagsmál

Málsnúmer 202512026Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá skipulagsfulltrúa, erindi dagsett þann 4. desember 2025, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 18.470.062 til lækkunar samkvæmt eftirfarandi sundurliðun:
Liður 09110-4320 lækki um kr. 3.500.000; ekki hefur náðst að ljúka vinnu við gerð merkjalýsinga og uppmælinga á lóðum á árinu.
Liður 09110-4338 lækki um kr. 2.500.000; ekkert sem kemur hér til framkvæmda.
Liður 09220-4320 lækki um kr. 8.970.062; aðalskipulagsvinna heldur áfram á næsta ári.
Liður 09230-4320 lækki um kr. 3.500.000; deiliskipulag.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, viðauki nr. 62 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 18.470.062 til lækkunar skv. ofangreindri sundurliðun.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn og til heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025.

Fundi slitið - kl. 14:31.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs