Veitu- og hafnaráð

147. fundur 07. maí 2025 kl. 08:15 - 10:55 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Benedikt Snær Magnússon formaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson, aðalmaður boðaði forföll og Helgi Einarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
  • Halla Dögg Káradóttir veitustjóri
  • Björgvin Páll Hauksson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Formaður óskar eftir því að taka 8.tl. af dagskrá mál nr. 202406129, Hafnaskúr, könnun á húsnæði.

Formaður óskar eftir því að bæta máli á dagskrá fundar, mál nr. 202505023, Verksamningur um þjónustu og ráðgjöf.

Formaður óskar eftir því að bæta máli á dagskrá fundar, mál nr.202505027, Samgönguáætlun 2026-2030, endurskoðun áætlunar.

Formaður óskar eftir því að bæta máli á dagskrá fundar, mál nr. 202505033, Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2025.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum að taka eitt mál af dagskrá og bæta þremur ofangreindum málum við.

1.Bakkavörn - vatnslögn í á - Bakki

Málsnúmer 202503019Vakta málsnúmer

Veitustjóri kynnir niðurstöður mælinga og óskar eftir áframhaldandi vinnslu verkefnis.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að áfram verði unnið og kostnaðaráætlun fyrir verkinu verður lögð fram þegar hún liggur fyrir.

2.Styrkur til kaupa á varmadælum vegna húshitunar.

Málsnúmer 202503146Vakta málsnúmer

Yfirferð á reglum.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum hjálagðar reglur um styrk til kaupa á varmadælum og vísar málinu til afgreiðslu og umfjöllunar í sveitarstjórn.

3.Framtíðasýn - Hauganes - Árskógsandur - Dalvík

Málsnúmer 202409121Vakta málsnúmer

Veitustjóri fór yfir verksamning vegna myndunar fráveitulagna á Dalvík (1.áfangi) ásamt stöðu verkefnisins í heild.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum framlagðan verksamning við Verkval ehf.

4.Vatnstankur Upsa - Nýr tankur

Málsnúmer 202501059Vakta málsnúmer

Veitustjóri kynnir stöðu verkefnis.
Lagt fram til kynningar.

5.Hitastigulsrannsóknir Þorvaldsdal

Málsnúmer 202501060Vakta málsnúmer

Veitustjóri óskar eftir niðurstöðu varðandi samstarf Norðurorku varðandi frekari rannsóknir í Þorvaldsdal.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela veitustjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 11.000.000 á deild 48200 - lykil 11860, sérfræðiþjónusta v/nýframkv. m/vsk og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Veitu- og hafnaráð óskar eftir fundi með Norðurorku um umrætt verkefni sem allra fyrst. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

6.Djúpdæla

Málsnúmer 202407047Vakta málsnúmer

Staða kynnt á verkefni varðandi niðursetningu á djúpdælu í holu HA-11, Hamri.
Lagt fram til kynningar.
Björgvin Páll mætti til fundar kl. 9:48

7.Birnunesborgir - mælingar

Málsnúmer 202505014Vakta málsnúmer

Veitustjóri óskar eftir niðurstöðu varðandi áframhaldandi skoðun á niðursetningu djúpdælu í ÁRS-32 til að flýta fyrir rannsóknum á niðurdrætti.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að falla frá einhverjum af minni verkefnum ársins 2025 til þess að hægt verði að setja niður djúpdælu í ÁRS-32 á þessu ári.

8.Yfirlit Siglingaverndar

Málsnúmer 202504060Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit siglingaverndar á Íslandi. Yfirlitið er ætlað Samgöngustofu, verndarfulltrúum eftirlitsskyldra aðila og öðrum þeim sem skyldur hafa vegna siglingaverndar á Íslandi.
Lagt fram til kynningar.

9.Hafnafundur 2025 - gisting

Málsnúmer 202504096Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Benedikt Snær Magnússon og Björgvin Páll Hauksson verði fulltrúar Dalvíkurhafna á fundinum.

10.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2025

Málsnúmer 202502012Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands, af 470.fundi þann 19.febrúar sl., 471.fundi þann 28.mars sl. og 472.fundi þann 28.apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

11.Mánaðarlegar skýrslur 2025

Málsnúmer 202502075Vakta málsnúmer

Sveitastjóri og veitustjóri fara yfir mánaðarlegar skýrslur.

Lagt fram til kynningar.

12.Fjárfestingar, framkvæmdir, viðhald og skipulagsmál 2025 skv. fjárhagsáætlun

Málsnúmer 202501021Vakta málsnúmer

Veitustjóri fer yfir stöðu framkvæmda veitna.
Veitustjóri og yfirhafnavörður fóru yfir stöðu á fjárfestingum og framkvæmdum ársins.

Lagt fram til kynningar.
Helgi Einarsson vék af fundi kl. 10:24

13.Samgönguáætlun 2026-2030, endurskoðun áætlunar - Hafnaframkvæmdir og sjóvarnir.

Málsnúmer 202505027Vakta málsnúmer

Vegagerðin skal samkvæmt hafnalögum nr. 61/2003 og lögum um sjóvarnir nr.28/1997 vinna tillögu að áætlun um hafnarframkvæmdir og sjóvarnir með kostnaðarþátttöku ríkissjóðs sbr. lög nr. 33/2008 um samgönguáætlun. Nú er komið að því að hefja undirbúning að næstu fimm ára áætlun, þ.e.samgönguáætlun 2026 - 2030.

Umsókn um ríkisframlög til verkefna á næsta áætlunartímabili, sem talin eru upp í bréfi Vegagerðarinnar, skal senda til Vegagerðarinnar fyrir 20. júní 2025.
Lagt fram til kynningar.

14.Verksamningur um þjónustu og ráðgjöf 2025

Málsnúmer 202505023Vakta málsnúmer

Veitustjóri kynnir verksamning um þjónustu og ráðgjöf á árinu 2025.
Veitustjóra er falið að uppfæra fyrirliggjandi samning og leggja fyrir næsta fund veitu- og hafnaráðs. Samþykkt með 4 atkvæðum.

15.Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2024

Málsnúmer 202505030Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2024.
Samkvæmt 5. mgr. 5. gr. laga Hafnasambands Íslands skal stjórn samþykkja ársreikninga eftir að þeir hafa verið kynntir aðildarhöfnunum og yfirfarnir að skoðunarmönnum.

Athugasemdir, ef einhverjar eru, sendist vinsamlega til undirritaðs fyrir 22. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:55.

Nefndarmenn
  • Benedikt Snær Magnússon formaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson, aðalmaður boðaði forföll og Helgi Einarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
  • Halla Dögg Káradóttir veitustjóri
  • Björgvin Páll Hauksson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri