Byggðaráð

1153. fundur 31. júlí 2025 kl. 13:15 - 14:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Vatnstankur Upsa - Nýr tankur

Málsnúmer 202501059Vakta málsnúmer

Á 1152.fundi byggðaráðs þann 17.júlí sl., var bókað eftirfarandi:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til vinnuhópsins að koma saman sem fyrst, rýna útboðsgögnin og auglýsa útboðið.

Með fundarboði byggðaráðs voru eftirfarandi fylgiskjöl:
a) Erindisbréf fyrir vinnuhóp um nýjan vatnstank við Upsa.
b) Útboðsgögn vegna vatnstanksins við Upsa, auglýsa á útboð strax að lokinni Verslunarmannahelgi eða þann 5.ágúst nk.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrir liggjandi erindisbréf vinnuhóps um nýjan vatnstank við Upsa.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi útboðsgögn og að útboð verði auglýst strax eftir Verslunarmannahelgi og frestur til þess að skila tilboðum verði til kl. 11:00 föstudaginn 22.ágúst nk.

2.Endurbygging Norðurgarðs, fjárveiting 2022-2025 - HD017

Málsnúmer 202110045Vakta málsnúmer

Á 381.fundi sveitarstjórnar þann 19.júní sl. var eftirfarandi bókað:
Á 148. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Snjóbræðsla undir þekju við endurbyggingu Norðurgarðs er ekki styrkhæf af Hafnabótasjóði, taka þarf ákvörðun um hvort fara eigi í verkið. Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að setja snjóbræðslu undir 5,6 metra af nýju þekjunni á Norðurgarði. Verkefnið rúmast innan fjárhagsáætlunar og er vísað á lið 11551 - 42200."

Niðurstaða: Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og breytingu á framkvæmdaáætlun 2025. Vísað á lið 42200-11551.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
a) Tölvupóstur frá Siglingasviði Vegagerðarinnar þar sem fram kemur að á verkfundi sem haldinn var þann 24.júlí sl. kom fram ábending þess efnis að óráðlegt sé að sleppa helming snjóbræðslukerfis eins og ákveðið var á Veitu- og hafnaráðsfundi heldur leggja kerfið eins og fram kom í útboði. Við það myndi bætast við kostnaður að fjárhæð kr. 5.095.736.
b) Fenderar fyrir liggur að Vegagerðin pantaði of fáa fendera og taka þarf afstöðu til þess hvort hraða á afgreiðslu. Afgreiðslutími er 12 - 14 vikur en hægt að hraða afgreiðslunni niður í 8 - 10 vikur það þýðir að kostnaður eykst um ca. 500 þús. Fyrir liggur álit Vegagerðarinnar sem telur ekki ástæðu til þess að hraða afgreiðslu með auknum kostnaði.
a) Byggðaráð tekur undir bókun veitu- og hafnaráðs á 148.fundi þann 12.júní sl. og bókun sveitarstjórnar á 381.fundi þann 19.júní og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að þær bókanir standi, þannig að snjóbræðsla verði sett undir 5,6 metra af nýju þekjunni á Norðurgarði.
b) Byggðaráð telur enga ástæðu til þess að hraða afgreiðslu á fenderum með auknum tilkostnaði. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum

3.Staðfesting á stofnframlagi vegna byggingu íbúða við Dalbæ

Málsnúmer 202503044Vakta málsnúmer

Á 381.fundi sveitarstjórnar þann 19.júní sl. var eftirfarandi bókað: Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum stofnframlag til byggingar á 12 leiguíbúðum í samvinnu við Brák og vísar útfærslu á stofnframlaginu og gerð viðaukabeiðni vegna þessa til byggðaráðs til umfjöllunar og afgreiðslu. Farið yfir útfærslu á stofnframlagi Dalvíkurbyggðar.

Málið var lagt fram til kynningar á 1151.fundi byggðaráðs þann 3.júlí sl.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi sundurliðun á stofnframlagi Dalvikurbyggðar vegna verkefnisins.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi útreikning á stofnframlagi sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að senda samþykkta sundurliðun til Húsnæðis- og mannvirkjastöfnunar.

4.Samskipti við Vegagerðina vegna verkefna

Málsnúmer 202507055Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fer yfir fund sem hún átti með starfsfólki Vegagerðarinnar þann 16.júlí sl.

Með fundarboð fylgdi bréf sveitarstjóra til Vegagerðarinnar sem var afhent á fundinum, minnispunktar sveitarstjóra eftir fund og fundargerð Vegagerðarinnar.

Á fundi sveitarstjóra með Vegagerðinni þann 16.júlí sl., kom m.a. fram að búið er að fresta framkvæmdum á Svarfaðardalsvegi (805) frá Tunguvegi að Göngustöðum. Gert er ráð fyrir rannsóknum á og í kringum veginn í ár og hönnun fari fram árið 2027. Framkvæmdir eru fyrirhugaðar á árunum 2028-2029, með fyrirvara um fjárveitingar.
Byggðaráð lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá tilkynningu Vegagerðarinnar, að framkvæmdir við Svarfaðardalsveg sem áttu að hefjast á næsta ári seinnki um tvö ár. Það er hörmulegt að standa frammi fyrir þessari ákvörðun, þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir á undanförnum árum á skorti á viðhaldi á þessum vegi, skorti á bundnu slitlagi sem og lélegum gæðum á því efni sem notað er við viðhald. Í október 2023 gaf SSNE út Samgöngu- og innviðastefnu Norðurlands eystra, þar kemur fram að Svarfaðardalsvegur er einn umferðarmesti malarvegurinn í landshlutanum. Í Svarfaðardal eru öflug bú sem þurfa þjónustu, það vinna margir utan býlis, íbúar þurfa að sækja þjónustu s.s. leik- og grunnskóla til Dalvíkur ásamt því að ferðaþjónustan fer vaxandi. Allt þetta hefur kallað á vegabætur í mörg undanfarin ár.

Fulltrúar Dalvíkurbyggðar verða á samráðsþingi með Innviðaráðherra 12.ágúst nk. á Múlabergi, Akureyri, sem haldið er í aðdraganda Innviðaþings sem haldið verður á Hilton Nordica í Reykjavík 28.ágúst nk.
Byggðaráð bendir á að samráðsþingið á Akureyri er öllum opið og hvetur áhugasama til þess að mæta.

5.Karlsrauðatorg 11 - umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi gistingar

Málsnúmer 202503142Vakta málsnúmer

Á 1144.fundi byggðaráðs þann 10.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 26. mars sl. þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Gísla, Eiríki og Helga ehf. vegna leyfis til reksturs gististaðar í Flokki II - G íbúðir í Steinholti við Karlsrauðatorg 11. Fyrir liggur neikvæð umsögn skipulagsfulltrúa um erindið þar sem skipulagsfulltrúi getur ekki gefið jákvæða umsögn um erindið fyrr en aðalskipulagsbreyting hefur tekið gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Niðurstaða: Byggðaráð frestar afgreiðslu.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi jákvæð umsögn skipulagsfulltrúa.
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við að leyfið sé veitt með fyrirvara um jákvæðar umsagnir Slökkviliðsstjóra og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.

6.Víðihólmi Svarfaðardalsá - framtíð svæðis

Málsnúmer 202506085Vakta málsnúmer

Á 1150.fundi byggðaráðs þann 26.júní sl., var eftirfarandi bókað: Tekið fyrir erindi frá Orra Kristni Jóhannssyni, dagsett þann 16. júní sl., er varðar fyrirspurn f.h. dánarbús Jóhanns Tryggvasonar um hvort Dalvíkurbyggð hafi áhuga á að eignast landspilduna Víðihólma í Svarfaðardalsá, en landeigendur hafa hug á að selja umrætt svæði. Niðurstaða fundarins var eftirfarandi: Byggðaráð felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsingar um ofangreint erindi. Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað varðandi Víðihólma í Svarfaðardalsá.

Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera eigendum tilboð upp á 400 þús. krónur í landspilduna Víðihólma í Svarfaðardalsá.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi svar eigenda Víðihólma þess efnis að tilboði Dalvíkurbyggðar er hafnað.
Málinu er þar með lokið af hálfu Dalvíkurbyggðar, samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.

7.Starfs- og kjaranefnd 2025 - fundargerðir, erindi og samskipti

Málsnúmer 202501027Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 3.júlí sl. og 30.júlí sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:40.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri