Veitu- og hafnaráð

151. fundur 05. nóvember 2025 kl. 08:15 - 10:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Benedikt Snær Magnússon formaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson varaformaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Sigvaldi Gunnlaugsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Formaður óskar eftir því að bæta máli á dagskrá fundar, mál nr. 202510062, Djúpdælur HA-11 og ÁRS-32.

1.Hitastigulsrannsóknir Þorvaldsdal

Málsnúmer 202501060Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá Norðurorku um stöðu jarðhitarannsókna í Þorvaldsdal í lok september sl., dags. 8.október 2025.
Veitu- og hafnaráð minnir á bókun ráðsins frá 6.febrúar sl., þar sem óskað var eftir því að fá drög að samningi við Norðurorku vegna þessa verkefnis og leggur áherslu á að ljúka þarf samningi sem fyrst. Jafnframt samþykkir veitu- og hafnaráð samhljóða með 5 atkvæðum að veita Auði Öglu Óladóttur, hjá ÍSOR, formlegt umboð til þess að gæta hagsmuna sveitarfélagsins í þessu verkefni.

2.ISOR kynning á stöðu jarðhitarannsókna Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202304061Vakta málsnúmer

Á 131.fundi veitu- og hafnaráðs þann 10.janúar 2024 var eftirfarandi bókað:
Í þriggja ára fjárhagsáætlun 2025-2027 er á árinu 2026 áætlað að bora vinnsluholu, staðsetning hefur ekki verið ákveðin. Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela veitustjóra að fá ÍSOR til þess að hefja þá vinnu að rannsaka hvar skynsamlegast er að bora fyrirhugaða vinnsluholu. Þessi bókun veitu- og hafnaráðs var staðfest á 365.fundi sveitarstjórnar þann 23.janúar 2024.

Auður Agla Óladóttir, jarðfræðingur hjá ÍSOR kom til fundar á TEAMS kl. 8:30 og fór yfir stöðu jarðhitarannsókna í Dalvíkurbyggð.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að mikilvægast er fyrir Hitaveitu Dalvíkur að svera upp lögnina frá Birnunesborgum að Hamri, ráðið telur mikilvægt að fara í þessa framkvæmd áður en farið verði í að bora vinnsluholu. Erindinu er vísað til byggðaráðs og fjárhagsáætlunar 2026 til umræðu og afgreiðslu.

Auður Agla vék af fundi kl. 9:05

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202401127Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri upplýsir um stöðu mála.
Lagt fram til kynningar.

4.Djúpdælur HA-11 og ÁRS-32

Málsnúmer 202510062Vakta málsnúmer

Tekin fyrir kaup á djúpdælu til þess að setja niður í holu á Brimnesborgum ÁRS-32 og kostnaðaráætlun fyrir niðursetningu á henni sem og kostnaði við niðursetningu á djúpdælu í HA-11. Setja á báðar djúpdælur niður næsta vor/sumar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að taka tilboði í niðursetningu á djúpdælu á Hamri en vísar ákvörðun um kaup á djúpdælu ásamt kostnaði við niðursetningu á Birnunesborgum til byggðaráðs. Veitu- og hafnaráð felur sveitarstjóra að kanna hvort gert er ráð fyrir kostnaði við að taka upp dælu á Birnunesborgum ásamt því að setja niður djúpdælu.

5.Vatnstankur Upsa - Nýr tankur

Málsnúmer 202501059Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar staða á útboði á nýjum vatnstank.
Lagt fram til kynningar.

6.Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045

Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar um tillögu á vinnslustigi að nýju aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar sem er í kynningu til 11.nóvember nk.
Gögn málsins má nálgast hér:
https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1264
Veitu- og hafnaráð fór yfir tillögu á vinnslustigi að nýju aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar og er sveitarstjóra falið að senda þær ábendingar sem fram komu til skipulagsfulltrúa. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

7.Mánaðarlegar skýrslur 2025

Málsnúmer 202502075Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir stöðu á rekstri veitna og hafna frá janúar til september 2025.
Lagt fram til kynningar.

8.Fjárfestingar, framkvæmdir, viðhald og skipulagsmál 2025 skv. fjárhagsáætlun

Málsnúmer 202501021Vakta málsnúmer

Lagt fram og farið yfir á fundinum.
Lagt fram til kynningar.

9.Niðurrif á vigtarskúr

Málsnúmer 202504090Vakta málsnúmer

Á 150. fundi veitu- og hafnaráðs þann 19. september sl. var eftirfarandi bókað: "Fyrir fundinum liggja tvö verðtilboð í niðurrif ásamt förgun og að fjarlægja allt efni. Eitt verðtilboð í niðurrif. Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að taka tilboði Dalverks sem hljóðar upp á kr. 980.000.- án vsk. í niðurrif, förgun og allt efni verði fjarlægt, fært á lið 41210 - 4650. Verkinu skal vera lokið fyrir 1.desember."

Málið var tekið fyrir á 383.fundi sveitarstjórnar þann 4.nóvember sl., og var eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og samþykkir að taka tilboði Dalverks að upphæð kr. 980.000 án vsk. Kostnaði vísað á lið 41210-4650.

Tekið fyrir minnisblað frá hafnastarfsmönnum varðandi seinkun á niðurrifi á vigtarskúr.


Leifur Kristinn Harðarson, hafnavörður, kom til fundar undir þessum lið kl. 10:30.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela hafnastarfsmönnum að ljúka niðurrifi á hafnaskúr skv. tilboði Dalverks ehf. og því verði lokið fyrir 1.desember nk.

Leifur Kristinn vék af fundi kl. 10:40

10.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2025

Málsnúmer 202502012Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands, af 475 fundi þann 10.september sl.
Formaður vekur athygli veitu- og hafnaráðs á 5.tl. fundargerðarinnar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Benedikt Snær Magnússon formaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson varaformaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Sigvaldi Gunnlaugsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri