Málsnúmer 202511158Vakta málsnúmer
Þann 25.september sl., var auglýst eftir umsóknum um styrki til fráveituframkvæmda, umsóknarfrestur var til og með 30.nóvember sl.
Styrkhæfar fráveituframkvæmdir eru framkvæmdir við safnkerfi fráveitna, hreinsivirki, dælustöðvar og útrásir. Einnig framkvæmdir við hreinsun ofanvatns, svo sem til að draga úr mengun af völdum örplasts en rannsóknir hafa sýnt að megnið af örplastmengun berst til sjávar með ofanvatni. Meðal skilyrða fyrir að fráveituframkvæmd teljist styrkhæf er að kostnaður hafi fallið til eftir 1. janúar 2020.
Kostnaður við útboð, fjármagns- og lántökukostnaður og kaup á löndum og lóðum vegna framkvæmda í fráveitumálum teljast ekki styrkhæf. Sama gildir um hefðbundið viðhald og endurbætur á eldri fráveitukerfum. Þó eru endurbætur á eldri kerfum styrkhæfar ef tilgangurinn með endurbótunum er að kerfin standist gildandi kröfur laga og reglugerða.
Dalvíkurbyggð sendi ekki inn umsókn.
Fundinn situr Stefán H. Steindórsson frá Norðurorku.
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að bæta máli á dagskrá, mál nr. 202512018, Fundaáætlun veitu- og hafnaráðs 2026 og taka mál nr. 202501021, Fjárfestingar, framkvæmdir, viðhald og skipulagsmál 2025 skv. fjárhagsáætlun, af dagskrá.
Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.