Veitu- og hafnaráð

152. fundur 03. desember 2025 kl. 08:15 - 09:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Benedikt Snær Magnússon formaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson, aðalmaður boðaði forföll og Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Sigvaldi Gunnlaugsson boðaði forföll og hafði varamaður ekki tök á því að mæta.

Fundinn situr Stefán H. Steindórsson frá Norðurorku.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að bæta máli á dagskrá, mál nr. 202512018, Fundaáætlun veitu- og hafnaráðs 2026 og taka mál nr. 202501021, Fjárfestingar, framkvæmdir, viðhald og skipulagsmál 2025 skv. fjárhagsáætlun, af dagskrá.
Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

1.Vatnstankur Upsa - Nýr tankur

Málsnúmer 202501059Vakta málsnúmer

Á 382.fundi sveitarstjórnar þann 16.september sl., var eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir þá tillögu að þeim tveimur tilboðum sem bárust vegna útboðs á vatnstanki Upsa verði hafnað þar sem tilboðin eru langt yfir kostnaðaráætlun.
Einnig samþykkir sveitarstjórn samhljóða að verkefnið verði boðið út að nýju og að vinnuhópurinn yfirfari útboðslýsinguna.
Lagt fram til kynningar.

2.Djúpdælur HA-11 og ÁRS-32

Málsnúmer 202510062Vakta málsnúmer

Á 384.fundi sveitarstjórnar þann 18.nóvember sl., var eftirfarandi bókað:
Til máls tók:
Freyr Antonsson, sem leggur til að sveitarstjórn samþykki einnig að taka tilboði í djúpdælu og niðursetningu hennar í ÁRS-32 á sama tíma.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um að taka tilboði frá HD ehf. hvað varðar niðursetningu á djúpdælu á Hamri og að taka tilboði í djúpdælu og niðursetningu hennar í ÁRS-32 á sama tíma.
Lagt fram til kynningar.

3.Framtíðasýn - Hauganes - Árskógsandur - Dalvík

Málsnúmer 202409121Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu mála á þessu verkefni. Búið er að mynda fráveitukerfi á Hauganesi, Árskógssandi og 1.áfanga á Dalvík.
Lagt fram til kynningar.

4.Jöfnun húshitunarkostnaðar 2025

Málsnúmer 202501037Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur útreikningur á jöfnun húshitunarkostnaðar fyrir árið 2025. Í honum er tekið tillit til breytinga á gjaldskrám Orkusölunnar, Rarik og Hitaveitu Dalvíkur og er gjaldið nú 429 kr/m3 húss. Bréf til útsendingar lögð fyrir og er heildargreiðsla ársins 2025 kr. 4.333.155.-
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi útreikning á jöfnun húshitunarkostnaðar árið 2025, vísað á lið 47310-9110.

5.Umsókn um styrk til fráveituframkvæmda

Málsnúmer 202511158Vakta málsnúmer

Þann 25.september sl., var auglýst eftir umsóknum um styrki til fráveituframkvæmda, umsóknarfrestur var til og með 30.nóvember sl.

Styrkhæfar fráveituframkvæmdir eru framkvæmdir við safnkerfi fráveitna, hreinsivirki, dælustöðvar og útrásir. Einnig framkvæmdir við hreinsun ofanvatns, svo sem til að draga úr mengun af völdum örplasts en rannsóknir hafa sýnt að megnið af örplastmengun berst til sjávar með ofanvatni. Meðal skilyrða fyrir að fráveituframkvæmd teljist styrkhæf er að kostnaður hafi fallið til eftir 1. janúar 2020.

Kostnaður við útboð, fjármagns- og lántökukostnaður og kaup á löndum og lóðum vegna framkvæmda í fráveitumálum teljast ekki styrkhæf. Sama gildir um hefðbundið viðhald og endurbætur á eldri fráveitukerfum. Þó eru endurbætur á eldri kerfum styrkhæfar ef tilgangurinn með endurbótunum er að kerfin standist gildandi kröfur laga og reglugerða.

Dalvíkurbyggð sendi ekki inn umsókn.
Lagt fram til kynningar.

6.Mánaðarlegar skýrslur 2025

Málsnúmer 202502075Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir stöðu á rekstri veitna og hafna frá janúar til október 2025.
Lagt fram til kynningar.

7.Aðgangur tollayfirvalda af rafrænu eftirliti hafna

Málsnúmer 202511118Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi tölvupóstur frá Hafnasambandi Íslands þar sem vakin er athygli því að vegna nýlegra lagabreytinga hafa tollyfirvöld verið að óska eftir tæknilegum upplýsingum um rafrænt eftirlit í höfnum og í sumum tilfellum óskað eftir beintengingu í rafrænt eftirlit. Stjórn Hafnasambandsins hefur fjallað um málið og með tölvupósti frá þeim fylgdi minnisblað um nýlegar lagabreytingar varðandi rafrænt eftirlit í höfnum og aðgang að því. Einnig fylgjdi með leiðbeiningar varðandi fyrirspurnir um aðgang tollyfirvalda að rafrænu eftirliti hafna.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundur með efnahags- og viðskiptanefnd og minnisblað um tollfrelsi

Málsnúmer 202511036Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja upplýsingar um fund sem Hafnasamband Íslands átti með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þann 4.nóvember sl. og minnisblað sem Hafnasambandið fékk Lex lögmannsstofu til að vinna um tollafrelsi fyrir erlend farþegaskip á Ísland.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundaáætlun veitu- og hafnaráðs 2026

Málsnúmer 202512018Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fundaáætlun veitu- og hafnaráðs fyrir árið 2026.
Fundaáætlun lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Nefndarmenn
  • Benedikt Snær Magnússon formaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson, aðalmaður boðaði forföll og Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri