Byggðaráð

1152. fundur 17. júlí 2025 kl. 13:15 - 15:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson, aðalmaður boðaði forföll og Katrín Sif Ingvarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Vatnstankur Upsa - Nýr tankur

Málsnúmer 202501059Vakta málsnúmer

Á 381. fundi sveitarstjórnar þann 19. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 148. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12. maí sl. var eftirfarandi bókað:
Fyrir fundinum liggur tillöguteikning og afstöðumynd, auk þess verður lögð fram á fundinum frumkostnaðaráætlun.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráðs samþykkir með 4 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að skipaður verði vinnuhópur til að halda utan um þetta verkefni og í honum eigi sæti:
Benedikt Snær Magnússon, formaður veitu- og hafnaráðs.
Gunnar Kristinn Guðmundsson, varaformaður.
Veitustjóri.
Fulltrúi úr byggðaráði."
Niðurstaða : Til máls tók:
Freyr Antonsson sem leggur til að Lilja Guðnadóttir verði fulltrúi byggðaráðs í vinnuhópnum.
Fleiri tóku ekki til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs um að stofnaður verði vinnuhópur um nýjan vatnstank í Upsa með þeirri skipan sem lögð er til.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar um að Lilja Guðnadóttir taki sæti í vinnuhópnum og felur veitustjóra að útbúa erindisbréf fyrir vinnuhópinn og leggja fyrir byggðaráð. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að veitustjóri boði til fundar og haldi utan um störf
vinnuhópsins."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu útboðsgögn vegna vatnstanksins við Upsa og voru þau kynnt á fundinum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til vinnuhópsins að koma saman sem fyrst, rýna útboðsgögnin og auglýsa útboðið.

2.Skógræktarfélag Eyfirðinga, styrktarsamningur endurnýjun

Málsnúmer 202410085Vakta málsnúmer

Á 378. fundi sveitarstjórnar þann 18. mar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1142. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
Drög að samningi vegna styrks til umhirðu og uppbyggingar á skógræktar- og útvistarsvæði í Hánefsstaðaskógi þar sem gert er ráð fyrir kr. 2.000.000 í styrk til félagsins árlega með uppfærslu skv. NVT. Gildistími samningsins er frá 1. janúar 2025 til og með 31. desember 2027. Í samningnum er 3ja mánaða uppsagnarákvæði . Í fjárhagsáætlun 2025 er gert ráð fyrir kr. 1.000.000 vegna samningsins.
Drög að þjónustusamningi um skipulag og uppbyggingu skógræktarsvæða í Brúarhvammi við Árskógsströnd og Bögg á Dalvík ásamt fylgiskjölum. Gert er ráð fyrir að Dalvíkurbyggð greiði Skógræktarfélaginu kr. 1.500.000 þegar skógræktarskipulagi hefur verið skilað (miðað við fyrir 1. júlí nk.) og kr. 1.500.000 að lokinni eftirfylgni og úttekt á vinnunni.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að styrkarsamningi við Skógræktarfélag Eyfirðinga vegna Hánefsstaðaskógs. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðu fyrirliggandi drög að þjónustusamningi við Skógræktarfélag Eyfirðinga vegna Brúarhvamms og Böggs. Visað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Niðurstaða : Enginn tók til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að styrktarsamningi við Skógræktarfélag Eyfirðinga vegna Hánefnsstaðaskógs.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að þjónustusamningi við Skógræktarfélag Eyfirðinga um Brúarhvammsreit og Bögg."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
Skógræktaráætlun fyrir Brúarhvammsreit.
Skógræktaráætlun fyrir Bögg.



Byggðaráð felur sveitarstjóra að kanna hvenær Skógræktarfélagið gæti haldið íbúafundi í Brúarhvammsreit og Bögg þar sem farið yrði yfir ofangreindar skógræktaráætlanir, reitirnir kynntir og íbúum yrði gefinn kostur á að koma með sínar hugmyndir.
Skógræktaráætlunum er vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í umhverfis- og dreifbýlisráði.

3.Söfnun fyrir hljóðkerfi á Dalbæ

Málsnúmer 202504079Vakta málsnúmer

Á 1152. fundi byggðaráðs þann 10. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1145.fundi byggðaráðs þann 30.apríl sl., var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá formanni stjórnar Dalbæjar, dagsett þann 21. apríl sl., þar sem óskað er eftir styrkveitingu vegna söfnunar fyrir nýju hljóðkerfi á Dalbæ.Fram kemur að ákveðið hefur verið að hrinda af stað söfnun fyrir umræddum búnaði og ætla Hollvinasamtök Dalbæjar að aðstoða Dalbæ með söfnunina. Niðurstaða á þeim fundi var eftirfarandi:
Til umræðu og afgreiðslu frestað.
Erindið tekið fyrir að nýju og samkvæmt upplýsingum frá Hollvinafélagi Dalbæjar þá er búið að safna um 2,7 m.kr. en heildarkostnaður við nýtt hljóðkerfi er um 4,5 - 5,0 milljónir króna.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að veita styrk til verkefnisins að fjárhæð kr. 1.500.000 sveitarstjóra er falið að útbúa viðauka og leggja fyrir næsta fund byggðaráðs."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni frá sveitarstjóra, dagsett þann 15. júlí sl, þa sem óskað er eftir viðauka við fjárhagáætlun 2025 að upphæð kr. 1.500.000 í samræmi við bókun og afgreiðslu byggðaráðs frá síðasta fundi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 33 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 1.500.000 á lið 02400-9145, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

4.Beiðni um launaviðauka vegna starfs byggingafulltrúa

Málsnúmer 202507027Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra, dagsett þann 15. júlí sl, þar sem óskað er eftir viðauka vegna ráðningu byggingafulltrúa. Við gerð fjárhagsáætlunar 2025 var gert ráð fyrir áframhaldandi þjónustusamningi um starf byggingafulltrúa en frá 1.1.2025 er byggingarfulltrúi búinn að vera í hlutastarfi hjá Dalvíkurbyggð. Óskað er eftir launaviðauka frá 1. júlí og til og með 31. desember nk. vegna þessa og á móti lækki aðkeypt sérfræðiþjónusta.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 32 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að deild 09210-laun hækki um kr. 3.443.004 og liður 09210-4391 lækki á móti um sömu fjárhæð.

5.Innviðaþing 28. ágúst - taktu daginn frá!

Málsnúmer 202506114Vakta málsnúmer

Á 1150. fundi byggðaráðs þann 26. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Innviðaráðuneytinu, dagsettur þann 23. júní nk., þar sem boðað er til Innviðaþings fimmtudaginn 28. júni nk. í Reykjavík.Innviðaráðuneytið stendur að þinginu og verður sjónum beint að uppbyggingu og öryggi innviða í samgöngum og fjarskiptum, þ.á m. fjárfestingum í innviðum og samfélagslegum ávinningi þeirra.
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 14.júlí sl, þar sem fram kemur að Innviðaráðherra hyggst halda samráðs/íbúafund á Akureyri þann 12. ágúst nk. í aðdraganda Innviðaþingsins. SSNE vekur athygli á þessum fundi svo hægt sé að taka tímann frá.
Lagt fram til kynningar.

6.Erindi vegna netárása á sveitarfélög í Noregi

Málsnúmer 202507026Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 10. júlí sl, þar sem kemur fram að nokkur norsk sveitarfélög hafa orðið fyrir netárásum undanfarið. Upplýsingum hefur verið stolið og skv. frétt á vef NRK er jafnvel búist við að þær verði birtar á næstu vikum.
Embætti ríkislögreglustjóra vill í þessu samhengi vekja athygli sveitarfélaga á stöðunni í Noregi og hvetur sveitarfélög til að fara yfir sín kerfi.
Byggðaráð vísar ofangreindu til kerfisstjóra Dalvíkurbyggðar ásamt UT-teymis sveitarfélagsins.

7.Íþrótta- og æskulýðsráð - 175

Málsnúmer 2507002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.
Liður 1 þarfnast afgreiðslu.
Liður 2 þarfnast afgreiðslu.
Liður 3 þarfnast afgreiðslu.
Fundargerðin er í 4 liðum.Liður 1, 2 og 3 eru sér mál á dagskrá
  • Íþróttafulltrúi Dalvíkurbyggðar og forstöðumaður íþróttamannvirkja í Fjallabyggð leggja til ótímabundið samstarf sveitafélagana sem feli í sér að korthafar á hvorum stað fyrir sig hafi aðgang að hinum staðnum án auka gjalds. Íþrótta- og æskulýðsráð - 175 Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar erindinu með 5 atkvæðum. Ráðið leggur til að samstarf um gagnkvæma nýtingu sundkorta verði tekið upp. Líkamsræktarkort falli ekki undir gildissviðið. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu íþrótta- og æsækulýðsráðs og samþykkir samstarf á milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um gagnkvæma nýtingu sundkorta.
  • Skíðafélag Dalvíkur óskar eftir á bilinu 25-46 milljónum króna til að ljúka við framkvæmdir á Troðarahúsi/áhaldageymslu á svæðinu. Kostnaður við verkið er kominn fram úr þeirri áætlun sem upphaflega var lagt upp með af mismunandi ástæðum. Íþrótta- og æskulýðsráð - 175 Í ljósi þess að óskað var eftir kr.46.000.000 til að fullklára bygginguna leggur íþrótta- og æskulýðsráð til að Skíðafélagi Dalvíkur verði veittur framkvæmdastyrkur að upphæð kr. 23.000.000. Með þessari upphæð verði verkið fullklárað með mótframlagi skíðafélagsins upp á sömu upphæð.
    Upphæðin verði greidd út í samræmi við framvindu verksins.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs um viðbótarstyrk að upphæð kr. 23.000.000 til Skíðafélags Dalvíkur þannig að hægt verði að klára troðarahúsið með mótframlagi Skíðafélagsins upp á sömu upphæð.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 23.000.000, viðauki nr. 34 við fjárhagsáætlun 2025, á lið 32200-11603, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
  • Skíðafélag Dalvíkur óskar eftir 10 milljónum króna í hækkun á rekstrarstyrk á árinu 2025 vegna erfiðrar afkomu eftir veturinn. Reksturinn var þungur þar sem veðurfarsaðstæður reyndust með eindæmum erfiðar með tilliti til opnunardaga á skíðasvæðinu. Íþrótta- og æskulýðsráð - 175 Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar erindinu með fimm atkvæðum. Ráðið leggur til að kr.10.000.000 verði fyrirframgreiddar af rekstrarstyrk ársins 2026. Brýnt er að skíðafélagið yfirfari rekstur félagsins og leiðir til hagræðingar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs og samþykkir að Skíðafélag Dalvíkur fái kr. 10.000.000 fyrirfram greitt af styrktarsamningi ársins 2026. Jafnframt tekur byggðaráð undir bókun íþrótta- og æskulýðsráðs um að Skíðafélagið yfirfari rekstur félagsins og leiðir til hagræðingar.
  • Aðalstjórn UMFS óskar eftir fimm milljón króna styrk á árinu 2025 og til lengri tíma vegna ráðningar starfsmanns í 50% stöðu við félagið í heild sinni. Starfsmaður yrði einnig í 50% vinnu hjá UMSE og hefði að megninu til aðstöðu á Dalvík en hefði einnig viðverðuskyldu á Akureyri. Íþrótta- og æskulýðsráð - 175 Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar aðalstjórn UMFS fyrir erindið. Ráðið óskar eftir því að fulltrúar UMSE og aðalstjórnar UMFS komi á næsta fund ráðsins og kynni hugmyndirnar um starfið ítarlega fyrir ráðinu. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs varðandi erindi frá aðalstjórn UMFS um ósk um styrk til þess að ráða starfsmann á móti UMSE.

Fundi slitið - kl. 15:40.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson, aðalmaður boðaði forföll og Katrín Sif Ingvarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs