Tekið fyrir erindi frá Kvenréttindafélagi Íslands, dagsett þann 6. október sl., þar sem fram kemur að þann 24. október 2025 verða 50 ár liðin frá sögulegum Kvennafrídegi þar sem 90% íslenskra kvenna lögðu niður störf sín, launuð og ólaunuð til að mótmæla kynbundnum launamun og ólaunaðri vinnu kvenna. Að þessu tilefni hafa á sjötta tug samtaka kvenna, femínista, hinsegin fólks og fatlaðs fólks lýst árið 2025 Kvennaár. Kröfurgerð var send á stjórnvöld þann 24. október í fyrra og má lesa kröfurnar á síðunni Kvennaar.is
Sveitarfélagið er hvatt til að leggja sitt af mörkum til að minnast 50 ára afmælis kvennafrídagsins og styðja við þá viðburði sem eru í gangi að þessu tilefni í sveitarfélaginu sem og að gera konum og kvárum sem starfa hjá sveitafélaginu kleift að taka þátt í Kvennaverkfalli þann 24. október 2025.