Frá Kvenréttindafélagi Íslands; Kvennaverkfall 50 ára

Málsnúmer 202510023

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1160. fundur - 09.10.2025

Tekið fyrir erindi frá Kvenréttindafélagi Íslands, dagsett þann 6. október sl., þar sem fram kemur að þann 24. október 2025 verða 50 ár liðin frá sögulegum Kvennafrídegi þar sem 90% íslenskra kvenna lögðu niður störf sín, launuð og ólaunuð til að mótmæla kynbundnum launamun og ólaunaðri vinnu kvenna. Að þessu tilefni hafa á sjötta tug samtaka kvenna, femínista, hinsegin fólks og fatlaðs fólks lýst árið 2025 Kvennaár. Kröfurgerð var send á stjórnvöld þann 24. október í fyrra og má lesa kröfurnar á síðunni Kvennaar.is
Sveitarfélagið er hvatt til að leggja sitt af mörkum til að minnast 50 ára afmælis kvennafrídagsins og styðja við þá viðburði sem eru í gangi að þessu tilefni í sveitarfélaginu sem og að gera konum og kvárum sem starfa hjá sveitafélaginu kleift að taka þátt í Kvennaverkfalli þann 24. október 2025.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til Framkvæmdastjórnar og Starfs- og kjaranefndar til skoðunar og útfærslu.

Félagsmálaráð - 290. fundur - 14.10.2025

Tekið fyrir erindi frá Kvenréttindafélagi Íslands dags. 06.10.2025. Í erindi þeirra kemur fram að þann 24. október nk. verða 50 ár liðin frá sögulegum Kvennafrídegi þar sem 90% íslenskra kvenna lögðu niður störf sín, launuð og ólaunuð til að mótmæla kynbundum launamun og ólaunaðri vinnu kvenna. Á kvennaári hafa ótal margir aðilar staðið fyrir viðburðum til að minna á að jafnrétti hefur ekki verið náð. Á næstu vikum verður mikið um dýrðir og margt að gerast um land allt. Hægt er að sjá viðburði á vefsíðu Kvennaárs. Hvatning er frá framkvæmdastýru Kvenréttindafélags Íslands um að sveitarfélagið leggi sitt af mörkum til að minnast 50 ára afmælis kvennafrídagsins og styðja við þá viðburði sem í gangi eru í okkar sveitarfélagi. Einnig er óskað eftir að sveitarfélagið geri konum og kvárum sem starfa hjá sveitarfélaginu kleift að taka þátt í Kvennaverkfalli þann 24. október 2025.
Lagt fram til kynningar.