Styrkbeiðni frá Kvennaathvarfi Norðurlands eystra

Málsnúmer 202509148

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1160. fundur - 09.10.2025

Tekið fyrir erindi frá Kvennaathvarfinu á Norðurlandi, dagsett þann 26. september sl., þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélögum á Norðurlandi eystra til að mæta húsnæðiskostnaði athvarfsins fyrir árið 2026. Hlutdeild Dalvíkurbyggðar miðað við íbúafjölda væri kr. 256.398.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til sviðsstjóra félagsmálasviðs og gerðar fjárhagsáætlunar 2026.

Félagsmálaráð - 290. fundur - 14.10.2025

Tekið fyrir erindi frá Kvennaathvarfinu á Norðurlandi dags. 26.09.2025 en óskað er eftir styrk til sveitarfélaga á Norðurlandi til að standa undir kostnaði vegna húsnæðis kvennaathvarfsins á Akureyri. Heildarkostnaður vegna reksturs athvarfsins á Akureyri er í heildina 42.3 mkr. Óskað er eftir styrk frá Dalvíkurbyggð að upphæð 256.398 kr.
Erindið var einnig tekið fyrir á fundi Byggðaráðs, 1.160 fundi og þar var bókað: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til sviðsstjóra félagsmálasviðs og gerðar fjárhagsáætlunar 2026".
Félagsmálaráð samþykkir erindið með fimm greiddum atkvæðum og felur sviðsstjóra að hækka fjárhagsramma ársins 2026 sem því nemur.