Frá Innviðaráðuneytinu; Þátttakendur í minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa - 16. nóvember 2025

Málsnúmer 202510015

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1160. fundur - 09.10.2025

Tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu, dagsett þann 2. október sl., þar sem fram kemur að alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn sunnudaginn 16. nóvember nk. Að þessu sinni verður kastljósi dagsins beint að mikilvægi öryggisbeltanotkunar. Í erindinu er farið yfir þá viðburði sem fara fram í tengslum við minningardaginn með þeirri ósk að fá góðan stuðning við skipulagningu dagsins.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 38. fundur - 07.11.2025

Tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu dags. 2. október 2025 til að vekja athygli á alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa sem verður sunnudaginn 16. nóvember nk.
Umhverfis- og dreifbýlisráð vill nýta tækifærið og vekja athygli íbúa á því að hámarksumferðarhraði innanbæjar á Dalvík, Árskógssandi og Hauganesi er 30 km/klst. Að gefnu tilefni vill ráðið einnig biðja foreldra um að brýna fyrir börnum sínum að gera sér það ekki að leik að renna sér yfir götur, eins og dæmi eru um við Kirkjubrekku og Böggvisbraut. Mikilvægt er að börn læri snemma að fara varlega í umferðinni, sérstaklega þegar farið er yfir götur. Sérstaklega hættulegt er að gera sér að leik að hjóla eða hlaupa yfir götur.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.