Frá HMS; Endurskoðun húsnæðisáætlana 2026

Málsnúmer 202510025

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1160. fundur - 09.10.2025

Tekið fyrir erindi frá HMS, dagsett þann 6. október sl., þar sem minnt er á að nú er komið að því að endurskoða húsnæðisáætlanir fyrir árið 2026 og er HMS búið að opna fyrir næstu útgáfu í áætlanakerfinu. Fram kemur að það er mat HMS að áætlanirnar eru orðnar mikilvægar upplýsingar í stefnumótun og ákvarðanatöku stjórnvalda í húsnæðismálum. Líkt og áður þá eiga sveitarstjórnir að vera búnar að staðfesta endurskoðun á húsnæðisáætlun sinni fyrir 20. janúar ár hvert.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til vinnuhóps Dalvíkurbyggðar um húsnæðisáætlanir.