Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsagnarbeiðni - Hestamannfélagið Hringur - umsagnarbeiðni tækifærisleyfi vegna stóðréttardansleikjar að Rimum

Málsnúmer 202509147

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1160. fundur - 09.10.2025

Tekin fyrir umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 26. september sl., þar sem óskar er umsagnar vegna umsóknar um tækifærisleyfi frá Hestamannafélaginu Hringi vegna Stóðréttadansleikjar í Rimum Húsabakka sem fram fór 4. október/5. október sl.

Fyrir liggja jákvæðar umsagnir Slökkviliðsstjóra og Byggingarfulltrúa ásamt rafpóstur sveitarstjóra frá 1. október sl., þar sem fram kemur að ekki eru gerðar athugasemdir við að leyfið sé veitt, að þvi gefnu að jákvæð umsögn HNE liggi jafnframt fyrir.
Lagt fram til kynningar.