Tekið fyrir erindi frá stjórn Slysavarnardeildar Dalvíkur, dagsett þann 30. september sl., þar sem alvarlegum áhyggjum er komið á framværi vegna mikillar slysahættu sem skapast hefur við neðanverðan Mímisveg, í kringum leiksvæði á skólalóð Dalvíkurskóla og við Víkurröst. Fram kemur að það sé eindregin ósk deildarinnar að sveitarstjórn setji fjármagn í grindverk sem myndi ná frá fótboltavellinum að Víkurröst, með tveimur vel staðsettum útgönguleiðum.
Erindið var tekið fyrir í umhverfis- og dreifbýlisráði á fundi í morgun, 9. október, og var samþykkt að vísa erindinu til vinnuhóps um skólalóðir Dalvíkurskóla og Árskógaskóla sem er að hefja störf.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.