Sveitarstjórn

380. fundur 13. maí 2025 kl. 16:15 - 17:09 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kristinn Bogi Antonsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Engar athugasemdir bárust við fundarboð eða fundarboðun

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1145; frá 30.04.2025

Málsnúmer 2504007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 20 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202410056.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202407047.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202504095.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202402137.
Liður 13 er sér mál á dagskrá; mál 202504093.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1146; frá 08.05.2025

Málsnúmer 2505004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 14 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202504094.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202504088.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202502139.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202505029.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202411016.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202505022.
Liður 13 er sér mál á dagskrá; mál 202403027.
Liður 14 er sér mál á dagskrá; mál 202504073.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

3.Íþrótta- og æskulýðsráð - 173; frá 06.05.2025

Málsnúmer 2505001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202504073.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202502114.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202505028.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

4.Skipulagsráð - 34; frá 06.05.2025

Málsnúmer 2505002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 15 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202504091.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202410032.
Liður 3 er sér mál á dagskrá: mál 202302121.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202402088.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202303040.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202505012.
Liður 12 er sér mál á dagskrá; mál 202409056.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

5.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 147; frá 07.05.2025

Málsnúmer 2505003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 15 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202503146.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202409121.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202501060.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202505014 - breyting á fjárhagsáætlun ? Hér vantar mögulega frekari bókun / gögn / viðaukabeiðni.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202504096.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

6.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2024. Síðari umræða.

Málsnúmer 202411016Vakta málsnúmer

Á 379. fundi sveitarstjórnar þann 15.04.2025 var eftirfarandi bókað:
"Á 1144.fundi byggðaráðs þann 10.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi frá KPMG, sviðsstjórarnir Eyrún Rafnsdóttir og Gísli Bjarnason, og aðalmenn í Gunnar Kristinn Guðmundsson, Monika Margrét Stefánsdóttir og Freyr Antonsson sem tók þátt í fundinum í gegnum TEAMS, kl. 13:15.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ársreikningur Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2024. Þorsteinn G. Þorsteinsson, endurskoðandi fór yfir helstu niðurstöður ársreikningsins.
Til umræðu ofangreint.
Þorsteinn, Eyrún, Gunnar Kristinn, Monika viku af fundi kl. 14:09.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2024 til fyrri umræðu í sveitarstjórn."
Helstu niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B- hluta er jákvæð um kr. 282.220.000.
Rekstrarniðurstaða A-hluta (Aðalsjóður og Eignasjóður) er jákvæð um kr. 163.567.000.
Fjárfestingar samstæðu A- og B-hluta voru kr. 563.476.000.
Lántaka var kr. 0 og afborganir langtímalána samstæðu A- og B- hluta voru kr. 104.890.000.
Handbært fé frá rekstri samstæðu A- og B- hluta var kr. 486.234.000 og veltufé frá rekstri fyrir samstæðuna var kr. 536.076.000.
Niðurstaða : Til máls tóku:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum.
Freyr Antonsson.
Lilja Guðnadóttir.
Gunnar Kristinn Guðmundsson.
Fleiri tóku ekki til máls:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar 2024 til síðari umræðu í sveitarstjórn þriðjudaginn 13.maí nk."

Á 1146. fundi byggðaráðs þann 8. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu að gerð verði leiðrétting inn á árið 2025 með millifærslu vegna bókunar launa á milli vatnsveitu og hitaveitu í samræmi við skiptingu launa skv. launa- og fjárhagsáætlun 2024."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi jafnframt skýrsla um stjórnsýsluskoðun, endurskoðunarskýrsla og ábyrgða- og skuldbindingayfirlit.

Til máls tóku:

Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og staðgengill sveitarstjóra, sem gerði grein fyrir að engar breytingar hafa verið gerðar á ársreikningi á milli umræðna, og vakti jafnframt athygli á meðfylgjandi skýrslum endurskoðanda og ábyrgða- og skuldbindingayfirliti.

Freyr Antonsson.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ársreikning Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2024 eins og hann liggur fyrir ásamt skýrslu endurskoðanda og ábyrgða- og skuldabindingayfirliti 2024 og staðfestir það með áritun sinni.

7.Frá 1145. fundi byggðaráðs þann 30.04.2025; Vinnuhópur tækjabúnaðar Dalvíkurbyggðar - viðauki #16

Málsnúmer 202410056Vakta málsnúmer

Á 1145. fundi bygðgaráðs þann 30. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri, kl. 13:17.
a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi þar sem fram kemur að í fjárhagsáætlun 2025 er heimild fyrir kaupum á vaktbíl fyrir veitur að upphæð kr. 11.900.000. Vinnuhópur tækjabúnaðar Dalvíkurbyggðar telur tvo kosti í stöðinni.
Fyrri kosturinn er að kaupa nýjan, óbreyttan bíl og láta breyta honum eða kaupa notaðan breyttan bíl og bæta við búnaði sem þörf er á, en hvort heldur sem er þá nægir ekki sú upphæð sem gert er ráð fyrir á fjárfestingaáætlun.
Veitustjóri óskar eftir að fá að selja núverandi vaktbíl og nota söluandvirðið í að breyta nýjum, tilvoandi vaktbíl eða kaupa notaðan breyttan bíl og nota hluta að sölu núverandi vaktbíls til breytinga. Áætlað söluandvirði eru kr.5.000.000.
Einnig fylgdi með fundarboði byggðaráðs rökstuðningur starfsmanns veitna fyrir hönd vinnuhóps um tækjabúnað Dalvíkurbyggðar, dagsettur þann 5. apríl sl.
b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi beiðni frá vinnuhópi um tækjabúnað Dalvíkurbyggðar varðandi skráningu bifreiða, dagsett þann 3. apríl sl. Vinnuhópurinn óskar eftir heimild til að breyta skráningu á milli deilda á nýjum RAV4 og Outlander þannig að RAV4 bifreiðin verði skráð á og rekin af félagsmálasviði og Outlander verði skráð á og rekinn af fræðslu- og menningarsviði. Jafnframt er þess óskað að nýr vaktbíll veitna verði skráður á almenn skáningarnúmer en ekki á vsknúmer.
Niðurstaða : a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2024, viðauka nr. 16, allt að kr. 1.900.000 og að viðaukanum verði mætt með söluandvirði af eldri vaktbíl. Liður 48200-11506 hækkar því úr kr. 11.900.000 og í kr. 13.400.000 og liður 47310-0711 verði kr. -5.000.000 í stað 0 vegna sölu á eldri vaktbíl. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu vinnuhópsins um skráningu bifreiða en bendir á að gera þarf viðauka við fjárhagsáætlun 2025 (tilfærsla) vegna flutnings á rekstrarkostnði umræddrar bifreiðar sem er nú á deild 09210 og fer yfir á deild 04010. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka við fjárhagsáætlun 2024, viðauka nr. 16, allt að kr. 1.900.000 og að viðaukanum verði mætt með söluandvirði af eldri vaktbíl. Liður 48200-11506 hækkar því úr kr. 11.900.000 og í kr. 13.400.000 og liður 47310-0711 verði kr. -5.000.000 í stað 0 vegna sölu á eldri vaktbíl.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu vinnuhóps um tækjabúnað Dalvíkurbyggðar um breytingar á skráningu bifreiða.

8.Frá 1146, fundi byggðaráðs þann 08.05.2025; Tölvu- og netöryggisvarnir sveitarfélagsins - endurskoðun - viðauki #17

Málsnúmer 202504088Vakta málsnúmer

Á 1146. fundi byggðaráðs þann 8. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá kerfisstjóra Dalvíkurbyggðar fyrir hönd UT -teymis Dalvíkurbyggðar, móttekið þann 7. maí sl., um högun netöryggismála hjá sveitarfélaginu. Í minnisblaðinu er rifjað upp viðbrögð sveitarfélagsins vegna netárásar í maí 2023 og farið yfir þær lausnir ogþjónustu sem sveitarfélagið er með. Lagt er til að samið verði áfram við SecureIT með SOC vöktunarþjónustu en í gegnum Black Point í stað Clone eins og nú er með þeim rökum að netvarnir munu aukast enn frekar en jafnframt mun kostnaður hvað varðar þennan þátt lækka.
Einnig eru lagðar til nokkrar einskiptisaðgerðir sem að hluta til eru á fjárhagsáætlun 2025 sem allar lúta að því að auka enn varnir og forvarnir Dalvíkurbyggðar og byggja upp vitund og þekkingu meðal starfsmanna sveitarfélagsins í netöryggismálum. Jafnframt er þetta liður í að bregðast við athugasemdum Persónuverndar varðandi áhættumat sveitarfélagsins.
Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 3.780.266 á lið 21400-4133 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Um þjónustur er að ræða þannig að sveitarfélagi á að fá vsk endurgreiddan.
Niðurstaða : a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur UT-teymis Dalvíkurbyggðar varðandi breytingar á þjónustu, samninga og kaup á þjónustu sem lagðar eru til. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu
sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2025, viðauki nr. 17, að upphæð kr. 3.780.266 á lið 21400-4133 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar"
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir ofangreindar tillögur UT-teymis Dalvíkurbyggðar varðandi breytingar á þjónustu, samninga og kaup á þjónustu sem lagðar eru til.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 17 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 3.780.266 á lið 21400-4133 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

9.Frá 1146. fundi byggðaráðs þann 08.05.2025; Íþróttamiðstöð - beiðni um viðauka. Viðauki #18

Málsnúmer 202403027Vakta málsnúmer

Á 1146. fundi byggðaráðs þann 8. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmadeildar, dagsett þann 7. maí sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 4.000.000 vegna nauðsynlegarar endurnýjunar á varmaskiptum í Sundlaug Dalvíkur.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni að upphæð kr. 4.000.000 á lið 31210- 4610, viðauki nr. 18 við fjárhagsáætlun 2025, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 18 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 4.000.000 á lið 31240- 4610, (leiðrétting á deild) og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

10.Frá 1146. fundi byggðaráðs þann 08.05.2025; Heildarviðauki við launa 2025 skv. kjarasamningum - viðauki 19

Málsnúmer 202504094Vakta málsnúmer

Á 1146. fundi byggðaráðs þann 8. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs lagði fram og fór yfir heildarviðaukalauna 2025 vegna nýrra kjarasamninga sem lágu ekki fyrir þegar launa- og fjárhagsáætlun 2025 var samþykkt.
Í forsendum með launaáætlun 2025 var gert ráð fyrir hækkun á launakostnaði á bilinu 8,98 - 9,95 þar sem gildandi kjarasamningum sleppti á árinu 2024.
Einnig var í forsendum áætlað fyrir eingreiðslum / viðbótarlaunum ofan á lægstu laun og ákveðin starfsheiti skv. kjarasamningum.
Heilt yfir sýnir samanburður á milli upprunalegrar áætlunar og viðaukaáætlunar að launaáætlunin stendur undir sér og rúmlega það nema í málaflokki 04; uppeldis- og fræðslumálum. Aukningin er um 38,3 m.kr. eða 3,52%
Heildarviðaukinn nettó fyrir alla málaflokka er hækkun um kr. 30.445.468. Inni í þessum útreikningi er búið að gera ráð fyrir breytingum/ hækkun á launakjörum kjörinna fulltrúa sem er um 10,63% á milli áranna 2024 og 2025, m.a. vegna leiðréttingar á þingfararkaupi sem laun kjörinna fulltrúa taka mið af.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka vegna launa 2025 eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar alls kr. 30.445.468 niður á deildir með þeirri sundurliðun sem fylgir með fundarboði.""
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og heildarviðauka vegna launa við fjárhagsáætlun 2025, viðauki nr. 19, að upphæð kr. 27.946.449 með þeirri sundurliðun niður á deildir og lykla sem liggur fyrir í fundarboði. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Mismunur á fjárhæð í bókun byggðaráðs og afgreiðslu sveitarstjórnar, kr. 2.499.049, eru vegna launaviðauka sem afgreiddir hafa verið fyrr á árinu.

11.Frá 1146. fundi byggðaráðs þann 08.05.2025;Leikfélag Dalvíkur- styrkbeiðni- viðaukabeiðni - viðauki 20

Málsnúmer 202502139Vakta málsnúmer

Á 1146. fundi byggðaráðs þann 8. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Benedikt Snær Magnússon, gjaldkeri Leikfélags Dalvíkur, og Jóhanna Sólveig Hallgrímsdóttir, formaður félagsins ,kl. 14:07.
Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar hafði ekki tök á að mæta vegna annarra starfa.
Á 1144. fundi byggðaráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Á 108. fundi menningarráðs þann 11. mars sl. var eftirfarandi bókað:
Tekin fyrir umsókn frá Leikfélagi Dalvíkur til að fjármagna endurnýjun á ljósabúnaði í Ungó sem er komin til ára sinna. Leikfélag Dalvíkur sækir um 2.600.000 kr. styrk til að mæta kostnaði við endurnýjun.
Niðurstaða : Menningarráð hafnar erindinu vegna þess að sjóðurinn hefur ekki burði til að veita svona háan styrk. Menningarráð vísar málinu til Byggðaráðs og óskar eftir því að Byggðaráð taki jákvætt í erindið."
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá forsvarsmenn Leikfélagsins á fund ásamt sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar.
Byggðaráð óskar eftir að fá ársreikning félagsins fyrir árið 2024 og 2023."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ársreikningar Leikfélags Dalvíkur fyrir árin 2023 og 2024.
Til umræðu ofangreint.
Benedikt, Sólveig og Gísli viku af fundi kl. 14:21.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að veita Leikfélagi Dalvíkur styrk allt að kr. 2.600.000 vegna kaupa á ljósabúnaði í Ungó.
Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að senda inn viðaukabeiðni fyrir ofangreindu fyrir fund sveitarstjórnar."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi viðaukabeiðni frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 9. maí sl., þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.600.000 vegna kaupa á ljósabúnaði í Ungó þannig að liður 05810-9145 hækki um kr. 2.600.000.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 20 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 2.600.000 á lið 05810-9145 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

12.Frá 147. fundi veitu- og hafnaráðs þann 07.05.2025; Hitastigulsrannsóknir Þorvaldsdal- viðauki 21

Málsnúmer 202501060Vakta málsnúmer

Á 147. fundi veitu- og hafnaráðs þann 7. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Veitustjóri óskar eftir niðurstöðu varðandi samstarf Norðurorku varðandi frekari rannsóknir í Þorvaldsdal.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela veitustjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 11.000.000 á deild 48200 - lykil 11860, sérfræðiþjónusta v/nýframkv. m/vsk og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
Veitu- og hafnaráð óskar eftir fundi með Norðurorku um umrætt verkefni sem allra fyrst. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum meðfylgjandi og ofangreinda viðaukabeiðni, dagsett þann 7. maí sl, viðauki nr. 20 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að liður 48200-11806 hækki um kr. 11.000.000 vegna rannsókna í Þorvaldsdal í samstarfi við Norðurorku.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

13.Frá 1146. fundi byggðaráðs þann 08.05.2025; Styrkumsókn vegna markakaupa - viðaukabeiðni- viðauki 22

Málsnúmer 202504073Vakta málsnúmer

Á 1146. fundi byggðaráðs þann 8. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá íþróttafulltrúa, dagsettur þann 8. maí sl, þar sem fram kemur að fyrir íþrótta og æskulýðsráði sl. þriðjudag lág fyrir umsókn um styrk frá Ungmennafélagi Svarfæla vegna kaupa á mörkum á gervigrasvöllinn. Ráðið tók vel í umsóknina en vegna vorfundar með íþróttafélögum þá náðist ekki að klára afgreiðsluna. Einnig óskaði íþrótta- og æskulýðsráð eftir að fá staðfestingu um að þetta væru fullnægjandi gæði á mörkum og að þetta væri sá fjöldi marka sem þyrfti til. Íþróttafulltrúi hefur nú fengið bæði þessi atriði staðfest og metur fjöldan og gæðin fullnægjandi.
Samkvæmt meðfylgjandi erindi Ungmennafélags Svarfdæla , dagsett þann 22. apríl 2025, þá er óskað eftir styrk að upphæð kr. 2.262.840,
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að veita Ungmennafélagi Svarfdæla styrk að upphæð kr. 2.262.840 vegna kaupa mörkum á gervigrasvöllinn.
Byggðaráð felur íþróttafulltrúa að senda inn viðaukabeiðni fyrir fund sveitarstjórnar vegna þessa."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni frá íþróttafulltrúa, dagsett þann 9. maí sl., þar sem lagt er til að styrkur á deild 06800-9145 verði hækkaður sem nemur upphæð kr. 2.262.840 vegna kaupa á mörkum á Dalvíkurvöll.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 22 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 2.262.840 á lið 06800-9145. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

14.Frá 1145. fundi byggðaráðs þann 30.04.2025; Djúpdæla - viðaukabeiðni

Málsnúmer 202407047Vakta málsnúmer

Á 1145. fundi byggðaráðs þann 30. april sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboðii byggðaráðs fylgdi erindi frá veitustjóra, dagsett þann 7. apríl sl., þar sem óskað er eftir viðauka vegna kaupa á djúpdælu að upphæð kr. 12.578.855. Lagt er til að kr. 5.000.000 sem eru á áætlun ársins 2025 vegna dælunnar sé notað upp í lokagreiðsluna fyrir dælunni þannig að nettó viðauki verði kr. 7.578.855 á lið 48200- 11606 og að niðursetning hennar verði færð til ársins 2026.
Halla Dögg vék af fundi kl. 13:38.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna ofangreindri viðaukabeiðni þar sem um er að ræða kaup á dælu frá árinu 2024 sem og að búið var að skuldbinda sveitarfélagið fyrir kaupunum og ganga frá greiðslu á
lokareikningi á árinu 2025. Ekki er heimilt að gera viðauka við fjárhagsáætlun eftir á.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og hafnar beiðni um viðauka vegna kaupa á djúpdælu.

15.Frá 147. fundi veitu- og hafnaráðs þann 07.05.2025; Birnunesborgir - mælingar

Málsnúmer 202505014Vakta málsnúmer

Á 147. fundi veitu- og hafnaráðs þann 7. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Veitustjóri óskar eftir niðurstöðu varðandi áframhaldandi skoðun á niðursetningu djúpdælu í ÁRS-32 til að flýta fyrir rannsóknum á niðurdrætti.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að falla frá einhverjum af minni verkefnum ársins 2025 til þess að hægt verði að setja niður djúpdælu í ÁRS-32 á þessu ári."
Til máls tók:

Forseti sveitarstjórnar sem leggur til að þessum lið verði vísað til veitustjóra og henni falið að sækja um viðauka við fjárhagsáætlun 2025 í samræmi við bókun veitu- og hafnaráðs, með þeim fyrirvara að verkefni sé ekki hafið.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

16.Frá 147. fundi veitu- og hafnaráðs þann 07.05.2025; Styrkur til kaupa á varmadælum vegna húshitunar.

Málsnúmer 202503146Vakta málsnúmer

Á 147. fundi veitu- og hafnaráðs þann 7. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Yfirferð á reglum.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum hjálagðar reglur um styrk til kaupa á varmadælum og vísar málinu til afgreiðslu og umfjöllunar í sveitarstjórn."
Til máls tók:
Gunnar Kristinn Guðmundsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu undir lið þessum og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:34.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og fyrirliggjandi tillögu að reglum um styrki til kaupa á varmadælum. Gunnar Kristinn Guðmundsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu og umfjöllun vegna vanhæfis.

17.Frá 1145. fundi byggðaráðs þann 30.04.2025; Samþykkt um fjárhagsáætunarferli Dalvíkurbyggðar - endurskoðun

Málsnúmer 202504095Vakta málsnúmer

Gunnar Kristinn Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:36.

Á 1145. fundi byggðaráðs þann 30. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögur að breytingum á Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar. Í grunninn er ekki um efnislegar breytingar að ræða á ferlinu heldur tæknilegar breytingar.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum fyirliggjandi tillögu að Samþykkt um fjárhagsáætlunarferliDalvíkurbyggðar með áorðnum breytingum.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögur að breytingum á Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.

18.Frá 34. fundi skipulagsráðs þann 06.05.2025; Reglur Dalvíkurbyggðar um bílastæði og úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 202409056Vakta málsnúmer

Á 34. fundi skipulagsráðs þann 6. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram endanleg tillaga að reglum um bílastæði og úrtak úr kantsteini í Dalvíkurbyggð.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9.apríl sl.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að reglum um bílastæði og úrtak úr kantsteini í Dalvíkurbyggð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að reglum um bílastæði og úrtak úr kantsteini í Dalvíkurbyggð.

19.Frá 1146. fundi byggðaráðs þann 08.05.2025; Samningur um Áfangastofu 2025-2027

Málsnúmer 202505029Vakta málsnúmer

Á 1146. fundi byggðaráðs þann 8. mai sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 29. apríl sl, þar sem fram kemur að meðfylgjandi eru drög að endurnýjuðum þjónustusamningi milli SSNE og Dalvíkurbyggðar um framlög reksturs Áfangasstaðastofu Norðurlands. Samningurinn er til þriggja ára en er að öðru leiti nánast óbreyttur frá fyrri samningi sem var til eins árs. Gjald fyrir þjónustuna er kr. 500 á hvern íbúa og miðast greiðsla svið íbúafjölda 1. desember árið á undan.
Gert er ráð fyrir framlagi til Áfangastofu í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2025.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan og meðfylgjandi drög að þjónustusamningi á milli SSNE og Dalvíkurbyggðar um Áfangastaðastofu til þriggja ára, 2025-2027, og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að þjónustusamningi á milli SSNE og Dalvíkurbyggðar um Áfangastaðastofu til þriggja ára.

20.Frá 147. fundi veitu- og hafnaráðs þann 07.05.2025; Framtíðasýn - Hauganes - Árskógsandur - Dalvík - Verksamningur

Málsnúmer 202409121Vakta málsnúmer

Á 147. fundi veitu- og hafnaráðs þann 7. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Veitustjóri fór yfir verksamning vegna myndunar fráveitulagna á Dalvík (1.áfangi) ásamt stöðu verkefnisins í heild.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum framlagðan verksamning við Verkval ehf."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að verksamningi við Verkval ehf. Verktími er til og með 07.06.2025.

21.Frá 173. fundi íþrótta- og æskuýðsráðs þann 06.05.2025; Endurskoðun rekstrarsamnings UMFS vegna ÍB-korta - breyting á gjaldskrá.

Málsnúmer 202502114Vakta málsnúmer

Á 173. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 6. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Íþróttafulltrúi fer yfir greinagerð vegna óska Knattspyrnudeildar UMFS um að hægt sé að kaupa klippikort í nafni félags.
Niðurstaða : Tillaga Íþróttafulltrúa um að bjóða upp á ÍB-klippikort á kr. 4.650 sem félög geti keypt í sínu nafni, lögð fram. Freyr Antonsson (D) lagði til að breyting yrði gerð á tillögunni í þá veru að kortin kosti 9.000 kr en ekki 4.650 kr. Íþrótta- og
æskulýðsráð samþykkir tillöguna með breytingartillögu Freys Antonssonar með fimm atkvæðum. Málinu er vísað áfram til sveitastjórnar til umfjöllunar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs og fyrirliggjandi tillögu að breytingum á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar.

22.Frá 147. fundi veitu- og hafnaráðs þann 07.05.2025; Hafnafundur 2025 - gisting

Málsnúmer 202504096Vakta málsnúmer

Á 147. fundi veitu- og hafnaráðs þann 7. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Benedikt Snær Magnússon og Björgvin Páll Hauksson verði fulltrúar Dalvíkurhafna á fundinum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um að formaður veitu- og hafnaráðs og Yfirhafnavörður sæki Hafnafund 2025.

23.Frá 1146. fundi byggðaráðs þann 08.05.2025; Ársfundur Símey 2025

Málsnúmer 202505022Vakta málsnúmer

Á 1146. fundi byggðaráðs þann 8. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir rafpóstur frá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, dagsettur þann 5. maí sl., þar sem fram kemur að ársfundur SÍMEY fyrir árið 2025 verður haldinn fimmtudaginn 22. maí kl. 13:00 - kl. 13:50 í húsnæði SÍMEY að Þórsstíg 4. Fram kemur að ársfundi loknum kl. 14:00 hefst 25 ára afmæli SÍMEY:
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar."
Enginn tók til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sæki ársfund SÍMEY fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

24.Frá 173. fundi íþrótta- og æskulýðsráði þann 06.05.2025;Sumarvinna ungmenna

Málsnúmer 202505028Vakta málsnúmer

Á 173. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 6. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Staða 17 ára ungmenna er varðar sumarvinnu á vegum sveitarfélagsins rædd. En sem stendur virðist ekki vera sem að sveitarfélagið bjóði upp á vinnu fyrir 17 ára ungmenni.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum að boðið verði upp á sumarvinnu fyrir 17 ára börn í sveitarfélaginu. Ráðið felur Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að skila tillögu um málið til sveitastjórnar. Vísað áfram."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 8. maí sl., þar sem lagt er til að ungmenni sem ekki fá sumarvinnu hjá fyrirtækjum í Dalvíkurbyggð fái tækifæri að vinna í Vinnuskóla hjá Dalvíkurbyggð.
Til máls tók:

Forseti sveitarstjórnar sem leggur til að ofangreindu máli verði vísað til umfjöllunar í umhverfis- og dreifbýlisráði.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

25.Frá 1145. fundi byggðaráðs þann 30.04.2025; Samstarfsverkefni í kjölfar kynningar; Leigufélagið Bríet

Málsnúmer 202402137Vakta málsnúmer

Á 1145. fundi byggðaráðs þann 30. apríl sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð vinnuskjal yfir íbúðir Dalvíkurbyggðar frá Leigufélaginu Bríeti þar sem fram kemur að með sölu leiguíbúða sveitarfélagsins þá eignast Dalvíkurbyggð kr. 115.958.378 í félaginu sem er nettó verð að teknu tilliti til uppgreiðslu áhvílandi lána og viðhaldsþörf út frá matsvirði eignanna. Matsverðið er byggt á fasteignamati og leiguverði. Kaupverðið samtals er kr. 174.166.772.
Í rafpósti frá fjármálastjóra Leigufélagsins Bríet frá 23. apríl sl. þá er gert ráð fyrir að félagið kaupi eignir af sveitarfélögum og greiði fyrir það með hlutfé.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að umræddar 9 íbúðir verði seldar Leigufélaginu Bríet á þeim forsendum sem koma fram hér að ofan og í meðfylgjandi gögnum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að taka upp viðræður við félagið um að Leigufélagið Bríet fari í uppbyggingu á leiguhúsnæði í sveitarfélaginu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir þá tillögur að umræddar 9 íbúðir í eigu Dalvíkurbyggðar verði seldar Leigufélaginu Bríet á þeim forsendum sem koma fram í bókun byggðaráðs og meðfylgjandi gögnum.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fela sveitarstjóra að taka upp viðræður við félagið um að Leigufélagið Bríet fari í uppbyggingu á leiguhúsnæði í sveitarfélaginu.

26.Frá 1145. fundi byggðaráðs þann 30.04.2025; Drög að áskorun vegna Flugklasans Air 66N

Málsnúmer 202504093Vakta málsnúmer

Á 1145. fundi byggðaráðs þann 30. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsett þann 28. apríl sl., þar sem fram kemur að Markaðsstofan átti nýverið fundi um málefni Flugklasans með fulltrúum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra annar vegar og Norðurlandi eystra hins vegar.
Á fundunum kom fram vilji sveitarfélaganna til að þrýsta á stjórnvöld að standa betur að uppbyggingu og markaðssetningu millilandaflugs um Akureyrarflugvöll. Rætt var um að öll sveitarfélögin myndu setja fram sameiginlega áskorun til stjórnvalda um þessi mál.
Í viðhengi eru drög að áskorun frá sveitarfélögum á Norðurlandi til stjórnvalda, byggð á umræðum á áðurnefndum fundum og ýmsum staðreyndum málsins. Markaðsstofa óskar eftir viðbrögðum frá öllum sveitarfélögum við þessum drögum.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrir sitt leiti ofangreind drög að áskorun.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

27.Frá 34. fundi skipulagsráðs þann 06.05.2025; Landeldi og vinnsla norðan Hauganess - breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202504091Vakta málsnúmer

Á 34. fundi skipulagsráðs þann 6. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram skipulagslýsing, unnin af Teikna - teiknistofu arkitekta, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og nýtt deiliskipulag fyrir athafnasvæði landeldisstöðvar norðan Hauganess.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að lýsingin verði kynnt skv. 1.mgr. 30.gr. og 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu skipulagsráðs og samþykkir að lýsingin fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og nýtt deiliskipulag fyrir athafnasvæði landeldisstöðvar norðan Hauganess verði kynnt skv. 1.mgr. 30.gr. og 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

28.Frá 34. fundi skipulagsráðs þann 06.05.2025; Nýtt íbúðasvæði við Böggvisbraut - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202410032Vakta málsnúmer

Á 34. fundi skipulagsráðs þann 6. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga á vinnslustigi, unnin af Teikna - teiknistofu arkitekta, að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar íbúðarsvæðis 202-ÍB. Stækkunin felur í sér áform um uppbyggingu íbúðarbyggðar sunnan vegslóða frá Böggvisbraut að Böggvisdal, auk þess sem svæði 202-ÍB er stækkað lítillega til norðurs og vesturs.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu og að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar íbúðarsvæðis 202-ÍB og að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Stækkunin felur í sér áform um uppbyggingu íbúðarbyggðar sunnan vegslóða frá Böggvisbraut að Böggvisdal, auk þess sem svæði 202-ÍB er stækkað lítillega til norðurs og vestur

29.Frá 34. fundi skipulagsráðs þann 30.04.2025; Böggvisbraut - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202302121Vakta málsnúmer

Á 34. fundi skipulagsráðs þann 30. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga á vinnslustigi, unnin af teiknistofunni Landmótun, að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð við Böggvisbraut.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að tillagan verði kynnt skv. 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu á aðalskipulagsbreytingu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir að tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð við Böggvisbraut verði kynnt skv. 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu á aðalskipulagsbreytingu.

30.Frá 34. fundi skipulagsráðs þann 06.05.2025; Árskógssandur - breyting á aðalskipulagi vegna nýrrar íbúðabyggðar

Málsnúmer 202402088Vakta málsnúmer

Á 34. fundi skipulagsráðs þann 6. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Breytingin felur í sér stækkun á íbúðarsvæðum 706-ÍB og 707-ÍB, auk þess sem þéttbýlismörk eru útvíkkuð þannig að núverandi byggð sunnan Aðalbrautar verði öll innan þéttbýlismarka og íbúðarsvæðis.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu og að tillagan verði kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum"
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér stækkun á íbúðarsvæðum 706-ÍB og 707-ÍB, auk þess sem þéttbýlismörk eru útvíkkuð þannig að núverandi byggð sunnan Aðalbrautar verði öll innan þéttbýlismarka og íbúðarsvæðis.

31.Frá 34. fundi skipulagsráðs þann 06.05.2025; Árskógssandur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202303040Vakta málsnúmer

Á 34. fundi skipulagsráðs þann 6. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga á vinnslustigi, unnin af Cowi verkfræðistofu, að deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð á Árskógssandi.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu og að tillagan verði kynnt skv. 4.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og fyrirliggjandi tillögu á vinnslustigi að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð á Árskógssandi. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að tillagan verði kynnt skv. 4.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.

32.Frá 34. fundi skipulagsráðs þann 06.05.2025; Lokahús við Brimnesá - umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 202505012Vakta málsnúmer

Á 34. fundi skipulagsráðs þann 6. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 5.maí 2025 þar sem Halla Dögg Káradóttir f.h. vatnsveitu Dalvíkurbyggðar sækir um stofnun lóðar fyrir lokahús við Brimnesá.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem umrædd lóð verði merkt sem iðnaðarsvæði / athafnasvæði. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu á aðalskipulagi að ræða skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Er skipulagsfulltrúa falið að stofna lóðina þegar aðalskipulagsbreyting hefur verið staðfest með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs um að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem lóð fyrir lokahús við Brimnesá verði merkt sem iðnaðarsvæði / athafnasvæði. Sveitarstjórn samþykkir mat skipulagsráðs að óverulega breytingu á aðalskipulagi er að ræða skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er skipulagsfulltrúa falið að stofna lóðina þegar aðalskipulagsbreyting hefur verið staðfest með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Næsti fundur sveitarstjórnar verður fimmtudaginn 19. júní nk.

Fundi slitið - kl. 17:09.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kristinn Bogi Antonsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs