Málsnúmer 202411016Vakta málsnúmer
Á 379. fundi sveitarstjórnar þann 15.04.2025 var eftirfarandi bókað:
"Á 1144.fundi byggðaráðs þann 10.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi frá KPMG, sviðsstjórarnir Eyrún Rafnsdóttir og Gísli Bjarnason, og aðalmenn í Gunnar Kristinn Guðmundsson, Monika Margrét Stefánsdóttir og Freyr Antonsson sem tók þátt í fundinum í gegnum TEAMS, kl. 13:15.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ársreikningur Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2024. Þorsteinn G. Þorsteinsson, endurskoðandi fór yfir helstu niðurstöður ársreikningsins.
Til umræðu ofangreint.
Þorsteinn, Eyrún, Gunnar Kristinn, Monika viku af fundi kl. 14:09.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2024 til fyrri umræðu í sveitarstjórn."
Helstu niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B- hluta er jákvæð um kr. 282.220.000.
Rekstrarniðurstaða A-hluta (Aðalsjóður og Eignasjóður) er jákvæð um kr. 163.567.000.
Fjárfestingar samstæðu A- og B-hluta voru kr. 563.476.000.
Lántaka var kr. 0 og afborganir langtímalána samstæðu A- og B- hluta voru kr. 104.890.000.
Handbært fé frá rekstri samstæðu A- og B- hluta var kr. 486.234.000 og veltufé frá rekstri fyrir samstæðuna var kr. 536.076.000.
Niðurstaða : Til máls tóku:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum.
Freyr Antonsson.
Lilja Guðnadóttir.
Gunnar Kristinn Guðmundsson.
Fleiri tóku ekki til máls:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar 2024 til síðari umræðu í sveitarstjórn þriðjudaginn 13.maí nk."
Á 1146. fundi byggðaráðs þann 8. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu að gerð verði leiðrétting inn á árið 2025 með millifærslu vegna bókunar launa á milli vatnsveitu og hitaveitu í samræmi við skiptingu launa skv. launa- og fjárhagsáætlun 2024."
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi jafnframt skýrsla um stjórnsýsluskoðun, endurskoðunarskýrsla og ábyrgða- og skuldbindingayfirlit.