Á 146.fundi veitu- og hafnaráðs þann 2.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Veitu- og hafnaráð samþykkir með þremur atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að veittur verði 500.000kr styrkur vegna framkvæmda við varmadælur á lögbýlum þar sem föst búseta hefur verið í 6 mánuði. Styrkur er veittur vegna framkvæmda frá áramótum 2024/2025. Nánar er kveðið á um skilyrði í reglum um styrki vegna varmadæla í Dalvíkurbyggð. Styrkir verða greiddir af kostnaðarliði 47310-9110.
Veitustjóra er falið að halda íbúafund sem fyrst fyrir íbúa Dalvíkurbyggðar. Yfirskrift fundarins verður „varmadælur á mannamáli“. Á þeim fundi verður erindi sem útskýrir hvernig varmadælur virka, hvaða dælur henta best og við hvaða aðstæður, auk þess sem útskýrt verður hvaða styrkir eru í boði við framkvæmdir á varmadælum.
Veitu og hafnaráð samþykkir með þremur atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að styrkur vegna jöfnunar húshitunarkostnaðar sem hefur verið greiddur út í desember undanfarin ár, verði greiddur til lögbýla í síðasta skipti fyrir árið 2025 og styrkur vegna uppsetningu varmadælna komi í staðinn.
Gunnar Kristinn Guðmundsson kemur aftur inn á fund kl: 09:21"