Reglur Dalvíkurbyggðar um bílastæði og úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 202409056

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 31. fundur - 12.02.2025

Lögð fram til umræðu drög að reglum um bílastæði og úrtak úr kantsteini í Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.

Skipulagsráð - 33. fundur - 09.04.2025

Lögð fram drög að reglum um bílastæði og úrtak úr kantsteini í Dalvíkurbyggð.
Málið var áður á dagskrá þann 12.febrúar sl.
Skipulagsráð samþykkir framlögð drög að reglum um bílastæði og úrtak úr kantsteini í Dalvíkurbyggð og felur skipulagsfulltrúa að leggja fram endanlega tillögu á næsta fundi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 34. fundur - 06.05.2025

Lögð fram endanleg tillaga að reglum um bílastæði og úrtak úr kantsteini í Dalvíkurbyggð.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9.apríl sl.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að reglum um bílastæði og úrtak úr kantsteini í Dalvíkurbyggð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Sveitarstjórn - 380. fundur - 13.05.2025

Á 34. fundi skipulagsráðs þann 6. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram endanleg tillaga að reglum um bílastæði og úrtak úr kantsteini í Dalvíkurbyggð.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9.apríl sl.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að reglum um bílastæði og úrtak úr kantsteini í Dalvíkurbyggð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að reglum um bílastæði og úrtak úr kantsteini í Dalvíkurbyggð.