Styrkumsókn vegna markakaupa

Málsnúmer 202504073

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 173. fundur - 06.05.2025

Sigríður Jódís Gunnarsdóttir (D) boðaði forföll á fundinn. Í stað hennar kom Freyr Antonsson, varamaður D. Elísa Rún Gunnlaugsdóttir (D) er fæðingarorlofi. Í stað hennar kom Jóhann Már Kristinsson, varamaður D.
Aðalstjórn UMFS óskar eftir styrk að upphæð 2.264.840 kr til kaupa á sex mörkum á Dalvíkurvöll. Nokkur eldri mörk eru úr sér genginn og búnaðurinn mikilvægur til knattspyrnuiðkunar eins og gefur að skilja. Íþróttafulltrúi hefur gengið úr skugga um að gæði markanna og fjöldi er samkvæmt þörfum.
Iþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu áfram til Byggðaráðs.

Byggðaráð - 1146. fundur - 08.05.2025

Tekinn fyrir rafpóstur frá íþróttafulltrúa, dagsettur þann 8. maí sl, þar sem fram kemur að fyrir íþrótta og æskulýðsráði sl. þriðjudag lág fyrir umsókn um styrk frá Ungmennafélagi Svarfæla vegna kaupa á mörkum á gervigrasvöllinn. Ráðið tók vel í umsóknina en vegna vorfundar með íþróttafélögum þá náðist ekki að klára afgreiðsluna. Einnig óskaði íþrótta- og æskulýðsráð eftir að fá staðfestingu um að þetta væru fullnægjandi gæði á mörkum og að þetta væri sá fjöldi marka sem þyrfti til. Íþróttafulltrúi hefur nú fengið bæði þessi atriði staðfest og metur fjöldan og gæðin fullnægjandi.


Samkvæmt meðfylgjandi erindi Ungmennafélags Svarfdæla , dagsett þann 22. apríl 2025, þá er óskað eftir styrk að upphæð kr. 2.262.840,
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að veita Ungmennafélagi Svarfdæla styrk að upphæð kr. 2.262.840 vegna kaupa mörkum á gervigrasvöllinn.
Byggðaráð felur íþróttafulltrúa að senda inn viðaukabeiðni fyrir fund sveitarstjórnar vegna þessa.

Sveitarstjórn - 380. fundur - 13.05.2025

Á 1146. fundi byggðaráðs þann 8. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá íþróttafulltrúa, dagsettur þann 8. maí sl, þar sem fram kemur að fyrir íþrótta og æskulýðsráði sl. þriðjudag lág fyrir umsókn um styrk frá Ungmennafélagi Svarfæla vegna kaupa á mörkum á gervigrasvöllinn. Ráðið tók vel í umsóknina en vegna vorfundar með íþróttafélögum þá náðist ekki að klára afgreiðsluna. Einnig óskaði íþrótta- og æskulýðsráð eftir að fá staðfestingu um að þetta væru fullnægjandi gæði á mörkum og að þetta væri sá fjöldi marka sem þyrfti til. Íþróttafulltrúi hefur nú fengið bæði þessi atriði staðfest og metur fjöldan og gæðin fullnægjandi.
Samkvæmt meðfylgjandi erindi Ungmennafélags Svarfdæla , dagsett þann 22. apríl 2025, þá er óskað eftir styrk að upphæð kr. 2.262.840,
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að veita Ungmennafélagi Svarfdæla styrk að upphæð kr. 2.262.840 vegna kaupa mörkum á gervigrasvöllinn.
Byggðaráð felur íþróttafulltrúa að senda inn viðaukabeiðni fyrir fund sveitarstjórnar vegna þessa."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni frá íþróttafulltrúa, dagsett þann 9. maí sl., þar sem lagt er til að styrkur á deild 06800-9145 verði hækkaður sem nemur upphæð kr. 2.262.840 vegna kaupa á mörkum á Dalvíkurvöll.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 22 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 2.262.840 á lið 06800-9145. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.