Sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs lagði fram og fór yfir heildarviðaukalauna 2025 vegna nýrra kjarasamninga sem lágu ekki fyrir þegar launa- og fjárhagsáætlun 2025 var samþykkt.
Í forsendum með launaáætlun 2025 var gert ráð fyrir hækkun á launakostnaði á bilinu 8,98 - 9,95 þar sem gildandi kjarasamningum sleppti á árinu 2024.
Einnig var í forsendum áætlað fyrir eingreiðslum / viðbótarlaunum ofan á lægstu laun og ákveðin starfsheiti skv. kjarasamningum.
Heilt yfir sýnir samanburður á milli upprunalegrar áætlunar og viðaukaáætlunar að launaáætlunin stendur undir sér og rúmlega það nema í málaflokki 04; uppeldis- og fræðslumálum. Aukningin er um 38,3 m.kr. eða 3,52%
Heildarviðaukinn nettó fyrir alla málaflokka er hækkun um kr. 30.445.468. Inni í þessum útreikningi er búið að gera ráð fyrir breytingum/ hækkun á launakjörum kjörinna fulltrúa sem er um 10,63% á milli áranna 2024 og 2025, m.a. vegna leiðréttingar á þingfararkaupi sem laun kjörinna fulltrúa taka mið af.