Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Heildarviðauki við launa 2025 skv. kjarasamningum

Málsnúmer 202504094

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1145. fundur - 30.04.2025

a) Heildarlaunaviðauka 2025 frestað til næsta fundar.

b) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að uppfært skjal er komið á heimasíðuna varðandi launakjör kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2025; https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/240815.samthykkt-um-starfsljor.-laun-og-thoknanir-kjorinna-fulltrua2222-merged.pdf


Frestað.

Byggðaráð - 1146. fundur - 08.05.2025

Sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs lagði fram og fór yfir heildarviðaukalauna 2025 vegna nýrra kjarasamninga sem lágu ekki fyrir þegar launa- og fjárhagsáætlun 2025 var samþykkt.

Í forsendum með launaáætlun 2025 var gert ráð fyrir hækkun á launakostnaði á bilinu 8,98 - 9,95 þar sem gildandi kjarasamningum sleppti á árinu 2024.
Einnig var í forsendum áætlað fyrir eingreiðslum / viðbótarlaunum ofan á lægstu laun og ákveðin starfsheiti skv. kjarasamningum.

Heilt yfir sýnir samanburður á milli upprunalegrar áætlunar og viðaukaáætlunar að launaáætlunin stendur undir sér og rúmlega það nema í málaflokki 04; uppeldis- og fræðslumálum. Aukningin er um 38,3 m.kr. eða 3,52%
Heildarviðaukinn nettó fyrir alla málaflokka er hækkun um kr. 30.445.468. Inni í þessum útreikningi er búið að gera ráð fyrir breytingum/ hækkun á launakjörum kjörinna fulltrúa sem er um 10,63% á milli áranna 2024 og 2025, m.a. vegna leiðréttingar á þingfararkaupi sem laun kjörinna fulltrúa taka mið af.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka vegna launa 2025 eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar alls kr. 30.445.468 niður á deildir með þeirri sundurliðun sem fylgir með fundarboði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Sveitarstjórn - 380. fundur - 13.05.2025

Á 1146. fundi byggðaráðs þann 8. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs lagði fram og fór yfir heildarviðaukalauna 2025 vegna nýrra kjarasamninga sem lágu ekki fyrir þegar launa- og fjárhagsáætlun 2025 var samþykkt.
Í forsendum með launaáætlun 2025 var gert ráð fyrir hækkun á launakostnaði á bilinu 8,98 - 9,95 þar sem gildandi kjarasamningum sleppti á árinu 2024.
Einnig var í forsendum áætlað fyrir eingreiðslum / viðbótarlaunum ofan á lægstu laun og ákveðin starfsheiti skv. kjarasamningum.
Heilt yfir sýnir samanburður á milli upprunalegrar áætlunar og viðaukaáætlunar að launaáætlunin stendur undir sér og rúmlega það nema í málaflokki 04; uppeldis- og fræðslumálum. Aukningin er um 38,3 m.kr. eða 3,52%
Heildarviðaukinn nettó fyrir alla málaflokka er hækkun um kr. 30.445.468. Inni í þessum útreikningi er búið að gera ráð fyrir breytingum/ hækkun á launakjörum kjörinna fulltrúa sem er um 10,63% á milli áranna 2024 og 2025, m.a. vegna leiðréttingar á þingfararkaupi sem laun kjörinna fulltrúa taka mið af.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka vegna launa 2025 eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar alls kr. 30.445.468 niður á deildir með þeirri sundurliðun sem fylgir með fundarboði.""
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og heildarviðauka vegna launa við fjárhagsáætlun 2025, viðauki nr. 19, að upphæð kr. 27.946.449 með þeirri sundurliðun niður á deildir og lykla sem liggur fyrir í fundarboði. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Mismunur á fjárhæð í bókun byggðaráðs og afgreiðslu sveitarstjórnar, kr. 2.499.049, eru vegna launaviðauka sem afgreiddir hafa verið fyrr á árinu.