Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Samþykkt um fjárhagsáætunarferli Dalvíkurbyggðar - endurskoðun

Málsnúmer 202504095

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1145. fundur - 30.04.2025

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögur að breytingum á Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar. Í grunninn er ekki um efnislegar breytingar að ræða á ferlinu heldur tæknilegar breytingar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum fyirliggjandi tillögu að Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar með áorðnum breytingum.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 380. fundur - 13.05.2025

Gunnar Kristinn Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:36.

Á 1145. fundi byggðaráðs þann 30. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögur að breytingum á Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar. Í grunninn er ekki um efnislegar breytingar að ræða á ferlinu heldur tæknilegar breytingar.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum fyirliggjandi tillögu að Samþykkt um fjárhagsáætlunarferliDalvíkurbyggðar með áorðnum breytingum.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögur að breytingum á Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.