Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsett þann 28. apríl sl., þar sem fram kemur að Markaðsstofan átti nýverið fundi um málefni Flugklasans með fulltrúum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra annar vegar og Norðurlandi eystra hins vegar.
Á fundunum kom fram vilji sveitarfélaganna til að þrýsta á stjórnvöld að standa betur að uppbyggingu og markaðssetningu millilandaflugs um Akureyrarflugvöll. Rætt var um að öll sveitarfélögin myndu setja fram sameiginlega áskorun til stjórnvalda um þessi mál.
Í viðhengi eru drög að áskorun frá sveitarfélögum á Norðurlandi til stjórnvalda, byggð á umræðum á áðurnefndum fundum og ýmsum staðreyndum málsins. Markaðsstofa óskar eftir viðbrögðum frá öllum sveitarfélögum við þessum drögum.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.