Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202502139

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 108. fundur - 11.03.2025

Tekin fyrir umsókn frá Leikfélagi Dalvíkur til að fjármagna endurnýjun á ljósabúnaði í Ungó sem er komin til ára sinna. Leikfélag Dalvíkur sækir um 2.600.000 kr. styrk til að mæta kostnaði við endurnýjun.
Menningarráð hafnar erindinu vegna sjóðurinn hefur ekki burði til að veita svona háan styrk. Menningarráð vísar málinu til Byggðaráðs og óskar eftir því að Byggðaráð taki jákvætt í erindið.

Byggðaráð - 1144. fundur - 10.04.2025

Á 108. fundi menningarráðs þann 11. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir umsókn frá Leikfélagi Dalvíkur til að fjármagna endurnýjun á ljósabúnaði í Ungó sem er komin til ára sinna. Leikfélag Dalvíkur sækir um 2.600.000 kr. styrk til að mæta kostnaði við endurnýjun.
Niðurstaða : Menningarráð hafnar erindinu vegna þess að sjóðurinn hefur ekki burði til að veita svona háan styrk. Menningarráð vísar málinu til Byggðaráðs og óskar eftir því að Byggðaráð taki jákvætt í erindið."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá forsvarsmenn Leikfélagsins á fund ásamt sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar.
Byggðaráð óskar eftir að fá ársreikning félagsins fyrir árið 2024 og 2023.

Byggðaráð - 1146. fundur - 08.05.2025

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Benedikt Snær Magnússon, gjaldkeri Leikfélags Dalvíkur, og Jóhanna Sólveig Hallgrímsdóttir, formaður félagsins ,kl. 14:07. Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar hafði ekki tök á að mæta vegna annarra starfa.

Á 1144. fundi byggðaráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Á 108. fundi menningarráðs þann 11. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir umsókn frá Leikfélagi Dalvíkur til að fjármagna endurnýjun á ljósabúnaði í Ungó sem er komin til ára sinna. Leikfélag Dalvíkur sækir um 2.600.000 kr. styrk til að mæta kostnaði við endurnýjun.
Niðurstaða : Menningarráð hafnar erindinu vegna þess að sjóðurinn hefur ekki burði til að veita svona háan styrk.
Menningarráð vísar málinu til Byggðaráðs og óskar eftir því að Byggðaráð taki jákvætt í erindið."
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá forsvarsmenn Leikfélagsins á fund ásamt sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar.
Byggðaráð óskar eftir að fá ársreikning félagsins fyrir árið 2024 og 2023."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ársreikningar Leikfélags Dalvíkur fyrir árin 2023 og 2024.

Til umræðu ofangreint.

Benedikt, Sólveig og Gísli viku af fundi kl. 14:21.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að veita Leikfélagi Dalvíkur styrk allt að kr. 2.600.000 vegna kaupa á ljósabúnaði í Ungó.
Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að senda inn viðaukabeiðni fyrir ofangreindu fyrir fund sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 380. fundur - 13.05.2025

Á 1146. fundi byggðaráðs þann 8. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Benedikt Snær Magnússon, gjaldkeri Leikfélags Dalvíkur, og Jóhanna Sólveig Hallgrímsdóttir, formaður félagsins ,kl. 14:07.
Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar hafði ekki tök á að mæta vegna annarra starfa.
Á 1144. fundi byggðaráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Á 108. fundi menningarráðs þann 11. mars sl. var eftirfarandi bókað:
Tekin fyrir umsókn frá Leikfélagi Dalvíkur til að fjármagna endurnýjun á ljósabúnaði í Ungó sem er komin til ára sinna. Leikfélag Dalvíkur sækir um 2.600.000 kr. styrk til að mæta kostnaði við endurnýjun.
Niðurstaða : Menningarráð hafnar erindinu vegna þess að sjóðurinn hefur ekki burði til að veita svona háan styrk. Menningarráð vísar málinu til Byggðaráðs og óskar eftir því að Byggðaráð taki jákvætt í erindið."
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá forsvarsmenn Leikfélagsins á fund ásamt sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar.
Byggðaráð óskar eftir að fá ársreikning félagsins fyrir árið 2024 og 2023."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ársreikningar Leikfélags Dalvíkur fyrir árin 2023 og 2024.
Til umræðu ofangreint.
Benedikt, Sólveig og Gísli viku af fundi kl. 14:21.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að veita Leikfélagi Dalvíkur styrk allt að kr. 2.600.000 vegna kaupa á ljósabúnaði í Ungó.
Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að senda inn viðaukabeiðni fyrir ofangreindu fyrir fund sveitarstjórnar."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi viðaukabeiðni frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 9. maí sl., þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.600.000 vegna kaupa á ljósabúnaði í Ungó þannig að liður 05810-9145 hækki um kr. 2.600.000.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 20 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 2.600.000 á lið 05810-9145 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.