Frá veitustjóra; Djúpdæla - viðaukabeiðni

Málsnúmer 202407047

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1145. fundur - 30.04.2025

Með fundarboðii byggðaráðs fylgdi erindi frá veitustjóra, dagsett þann 7. apríl sl., þar sem óskað er eftir viðauka vegna kaupa á djúpdælu að upphæð kr. 12.578.855. Lagt er til að kr. 5.000.000 sem eru á áætlun ársins 2025 vegna dælunnar sé notað upp í lokagreiðsluna fyrir dælunni þannig að nettó viðauki verði kr. 7.578.855 á lið 48200-11606 og að niðursetning hennar verði færð til ársins 2026.

Halla Dögg vék af fundi kl. 13:38.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna ofangreindri viðaukabeiðni þar sem um er að ræða kaup á dælu frá árinu 2024 sem og að búið var að skuldbinda sveitarfélagið fyrir kaupunum og ganga frá greiðslu á lokareikningi á árinu 2025. Ekki er heimilt að gera viðauka við fjárhagsáætlun eftir á.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Veitu- og hafnaráð - 147. fundur - 07.05.2025

Staða kynnt á verkefni varðandi niðursetningu á djúpdælu í holu HA-11, Hamri.
Lagt fram til kynningar.
Björgvin Páll mætti til fundar kl. 9:48

Sveitarstjórn - 380. fundur - 13.05.2025

Á 1145. fundi byggðaráðs þann 30. april sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboðii byggðaráðs fylgdi erindi frá veitustjóra, dagsett þann 7. apríl sl., þar sem óskað er eftir viðauka vegna kaupa á djúpdælu að upphæð kr. 12.578.855. Lagt er til að kr. 5.000.000 sem eru á áætlun ársins 2025 vegna dælunnar sé notað upp í lokagreiðsluna fyrir dælunni þannig að nettó viðauki verði kr. 7.578.855 á lið 48200- 11606 og að niðursetning hennar verði færð til ársins 2026.
Halla Dögg vék af fundi kl. 13:38.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna ofangreindri viðaukabeiðni þar sem um er að ræða kaup á dælu frá árinu 2024 sem og að búið var að skuldbinda sveitarfélagið fyrir kaupunum og ganga frá greiðslu á
lokareikningi á árinu 2025. Ekki er heimilt að gera viðauka við fjárhagsáætlun eftir á.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og hafnar beiðni um viðauka vegna kaupa á djúpdælu.