Á 1146. fundi byggðaráðs þann 8. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá kerfisstjóra Dalvíkurbyggðar fyrir hönd UT -teymis Dalvíkurbyggðar, móttekið þann 7. maí sl., um högun netöryggismála hjá sveitarfélaginu. Í minnisblaðinu er rifjað upp viðbrögð sveitarfélagsins vegna netárásar í maí 2023 og farið yfir þær lausnir ogþjónustu sem sveitarfélagið er með. Lagt er til að samið verði áfram við SecureIT með SOC vöktunarþjónustu en í gegnum Black Point í stað Clone eins og nú er með þeim rökum að netvarnir munu aukast enn frekar en jafnframt mun kostnaður hvað varðar þennan þátt lækka.
Einnig eru lagðar til nokkrar einskiptisaðgerðir sem að hluta til eru á fjárhagsáætlun 2025 sem allar lúta að því að auka enn varnir og forvarnir Dalvíkurbyggðar og byggja upp vitund og þekkingu meðal starfsmanna sveitarfélagsins í netöryggismálum. Jafnframt er þetta liður í að bregðast við athugasemdum Persónuverndar varðandi áhættumat sveitarfélagsins.
Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 3.780.266 á lið 21400-4133 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Um þjónustur er að ræða þannig að sveitarfélagi á að fá vsk endurgreiddan.
Niðurstaða : a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur UT-teymis Dalvíkurbyggðar varðandi breytingar á þjónustu, samninga og kaup á þjónustu sem lagðar eru til. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu
sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2025, viðauki nr. 17, að upphæð kr. 3.780.266 á lið 21400-4133 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar"
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2025, viðauki nr. 17, að upphæð kr. 3.780.266 á lið 21400-4133 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.