Lokahús við Brimnesá - umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 202505012

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 34. fundur - 06.05.2025

Erindi dagsett 5.maí 2025 þar sem Halla Dögg Káradóttir f.h. vatnsveitu Dalvíkurbyggðar sækir um stofnun lóðar fyrir lokahús við Brimnesá.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem umrædd lóð verði merkt sem iðnaðarsvæði / athafnasvæði. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu á aðalskipulagi að ræða skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Er skipulagsfulltrúa falið að stofna lóðina þegar aðalskipulagsbreyting hefur verið staðfest með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 380. fundur - 13.05.2025

Á 34. fundi skipulagsráðs þann 6. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 5.maí 2025 þar sem Halla Dögg Káradóttir f.h. vatnsveitu Dalvíkurbyggðar sækir um stofnun lóðar fyrir lokahús við Brimnesá.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem umrædd lóð verði merkt sem iðnaðarsvæði / athafnasvæði. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu á aðalskipulagi að ræða skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Er skipulagsfulltrúa falið að stofna lóðina þegar aðalskipulagsbreyting hefur verið staðfest með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs um að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem lóð fyrir lokahús við Brimnesá verði merkt sem iðnaðarsvæði / athafnasvæði. Sveitarstjórn samþykkir mat skipulagsráðs að óverulega breytingu á aðalskipulagi er að ræða skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er skipulagsfulltrúa falið að stofna lóðina þegar aðalskipulagsbreyting hefur verið staðfest með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.