Frá SSNE; Samningur um Áfangastofu 2025-2027

Málsnúmer 202505029

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1146. fundur - 08.05.2025

Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 29. apríl sl, þar sem fram kemur að meðfylgjandi eru drög að endurnýjuðum þjónustusamningi milli SSNE og Dalvíkurbyggðar um framlög reksturs Áfangasstaðastofu Norðurlands. Samningurinn er til þriggja ára en er að öðru leiti nánast óbreyttur frá fyrri samningi sem var til eins árs. Gjald fyrir þjónustuna er kr. 500 á hvern íbúa og miðast greiðsla svið íbúafjölda 1. desember árið á undan.

Gert er ráð fyrir framlagi til Áfangastofu í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2025.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan og meðfylgjandi drög að þjónustusamningi á milli SSNE og Dalvíkurbyggðar um Áfangastaðastofu til þriggja ára, 2025-2027, og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 380. fundur - 13.05.2025

Á 1146. fundi byggðaráðs þann 8. mai sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 29. apríl sl, þar sem fram kemur að meðfylgjandi eru drög að endurnýjuðum þjónustusamningi milli SSNE og Dalvíkurbyggðar um framlög reksturs Áfangasstaðastofu Norðurlands. Samningurinn er til þriggja ára en er að öðru leiti nánast óbreyttur frá fyrri samningi sem var til eins árs. Gjald fyrir þjónustuna er kr. 500 á hvern íbúa og miðast greiðsla svið íbúafjölda 1. desember árið á undan.
Gert er ráð fyrir framlagi til Áfangastofu í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2025.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan og meðfylgjandi drög að þjónustusamningi á milli SSNE og Dalvíkurbyggðar um Áfangastaðastofu til þriggja ára, 2025-2027, og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að þjónustusamningi á milli SSNE og Dalvíkurbyggðar um Áfangastaðastofu til þriggja ára.