Á 1145. fundi bygðgaráðs þann 30. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri, kl. 13:17.
a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi þar sem fram kemur að í fjárhagsáætlun 2025 er heimild fyrir kaupum á vaktbíl fyrir veitur að upphæð kr. 11.900.000. Vinnuhópur tækjabúnaðar Dalvíkurbyggðar telur tvo kosti í stöðinni.
Fyrri kosturinn er að kaupa nýjan, óbreyttan bíl og láta breyta honum eða kaupa notaðan breyttan bíl og bæta við búnaði sem þörf er á, en hvort heldur sem er þá nægir ekki sú upphæð sem gert er ráð fyrir á fjárfestingaáætlun.
Veitustjóri óskar eftir að fá að selja núverandi vaktbíl og nota söluandvirðið í að breyta nýjum, tilvoandi vaktbíl eða kaupa notaðan breyttan bíl og nota hluta að sölu núverandi vaktbíls til breytinga. Áætlað söluandvirði eru kr.5.000.000.
Einnig fylgdi með fundarboði byggðaráðs rökstuðningur starfsmanns veitna fyrir hönd vinnuhóps um tækjabúnað Dalvíkurbyggðar, dagsettur þann 5. apríl sl.
b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi beiðni frá vinnuhópi um tækjabúnað Dalvíkurbyggðar varðandi skráningu bifreiða, dagsett þann 3. apríl sl. Vinnuhópurinn óskar eftir heimild til að breyta skráningu á milli deilda á nýjum RAV4 og Outlander þannig að RAV4 bifreiðin verði skráð á og rekin af félagsmálasviði og Outlander verði skráð á og rekinn af fræðslu- og menningarsviði. Jafnframt er þess óskað að nýr vaktbíll veitna verði skráður á almenn skáningarnúmer en ekki á vsknúmer.
Niðurstaða : a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2024, viðauka nr. 16, allt að kr. 1.900.000 og að viðaukanum verði mætt með söluandvirði af eldri vaktbíl. Liður 48200-11506 hækkar því úr kr. 11.900.000 og í kr. 13.400.000 og liður 47310-0711 verði kr. -5.000.000 í stað 0 vegna sölu á eldri vaktbíl. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu vinnuhópsins um skráningu bifreiða en bendir á að gera þarf viðauka við fjárhagsáætlun 2025 (tilfærsla) vegna flutnings á rekstrarkostnði umræddrar bifreiðar sem er nú á deild 09210 og fer yfir á deild 04010. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.