Umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við Hólshús

Málsnúmer 202006060

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 338. fundur - 12.06.2020

Með innsendu erindi dags. 9. júní 2020 óskar Kristján E Hjartarsson fyrir hönd Sólrúnar Láru Reynisdóttur eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Hólshús samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð getur ekki veitt umbeðið byggingarleyfi þar sem í gildandi deiliskipulagi svæðisins er hámarksstærð húsa 60 m2. Umsækjanda er bent á að breyta þurfi skilmálum deiliskipulags áður en sótt er um byggingarleyfi.

Sveitarstjórn - 326. fundur - 16.06.2020

Með innsendu erindi dags. 9. júní 2020 óskar Kristján E Hjartarsson fyrir hönd Sólrúnar Láru Reynisdóttur eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Hólshús samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð getur ekki veitt umbeðið byggingarleyfi þar sem í gildandi deiliskipulagi svæðisins er hámarksstærð húsa 60 m2. Umsækjanda er bent á að breyta þurfi skilmálum deiliskipulags áður en sótt er um byggingarleyfi.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs varðandi höfnun á byggingaleyfi fyrir viðbyggingu við Hólshús.