Sumarátaksstarf námsmanna 2020

Málsnúmer 202005039

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 28. fundur - 12.05.2020

Rætt um atvinnu fyrir ungt fólk í sumar. Búið er að sækja um ýmis átaksverkefni þar sem reiknað er með því að margt ungt fólk fái ekki vinnu í sumar.

Byggðaráð - 944. fundur - 14.05.2020

Tekinn fyrir tölvupóstur frá Vinnumálastofnun dagsettur 12. maí 2020, svar við umsókn Dalvíkurbyggðar um átaksverkefni, sumarstörf fyrir námsmenn á vegum ríkis og sveitarfélaga.

Dalvíkurbyggð sótti um 20 störf og fær úthlutað 8 störfum sem verða styrkt af Vinnumálastofnun að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Samkvæmt könnun íþrótta- og æskulýðsfulltrúa meðal ungmenna í aldurshópnum 18 er mikil eftirspurn eftir sumarstörfum.

Með fundarboði fylgdi minnisblað frá starfandi sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, þrjár tillögur að útfærslum á sumarátaksverkefninu með mismunandi mikilli kostnaðarþátttöku af hendi Dalvíkurbyggðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum að vinna áfram að tillögu 2. Sú tillaga felur í sér að Dalvíkurbyggð leggur til 5 sumarstörf til viðbótar við þau 8 sem eru styrkt af Vinnumálastofnun. Þannig verði 13 sumarstörf auglýst á næstu dögum fyrir námsmenn í aldurshópnum 18 ára og eldri.

Áætlaður kostnaður fyrir Dalvíkurbyggð af þeirri tillögu er um 10,4 milj króna og er sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að koma með viðauka vegna þess á næsta fund byggðaráðs.

Byggðaráð - 946. fundur - 04.06.2020

Á 944. fundi byggðaráðs þann 14. maí samþykkti byggðaráð að fela starfsmönnum að vinna áfram að tillögu sem felur í sér að Dalvíkurbyggð leggi til 5 sumarstörf til viðbótar við þau 8 sem eru styrkt af Vinnumálastofnun. Þannig verði 13 sumarstörf auglýst á næstu dögum fyrir námsmenn í aldurshópnum 18 ára og eldri.

Gísli Rúnar fór yfir stöðuna á átaksverkefninu sumarstörf 18-25 ára. Alls sóttu 13 manns um störf, 8 sóttu um í umhverfishóp og 5 í lista og leikjanámskeiðshóp. Búið er að móta verkefnin og ungmennin hafa hafið störf. Yfirumsjón með vinnuhópunum er í höndum deildarstjóra EF-deildar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og forstöðumanns safna.

Gísli Rúnar vék af fundi kl. 08:28.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð þakkar íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins sem komu að því að setja verkefnið á laggirnar, undir mikilli tímapressu, fyrir mjög góð störf.

Byggðaráð - 947. fundur - 11.06.2020

Á 944. fundi byggðaráðs þann 14. maí var eftirfarandi samþykkt:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum að vinna áfram að tillögu 2. Sú tillaga felur í sér að Dalvíkurbyggð leggur til 5 sumarstörf til viðbótar við þau 8 sem eru styrkt af Vinnumálastofnun. Þannig verði 13 sumarstörf auglýst á næstu dögum fyrir námsmenn í aldurshópnum 18 ára og eldri.

Áætlaður kostnaður fyrir Dalvíkurbyggð af þeirri tillögu er um 10,4 millj króna og er sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að koma með viðauka vegna þess á næsta fund byggðaráðs."

Með fundarboði fylgdi, frá starfandi sviðsstjóra FS sviðs, beiðni um viðauka nr. 20 við fjárhagsáætlun 2020 vegna átaksverkefnisins sumarstörf námsmanna. Um er að ræða launaviðauka upp á rúmlega 7 miljónir en gjöld vegna efnis og áhalda rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða beiðni um launaviðauka nr. 20 við fjárhagsáætlun 2020, deild 06260, sumarnámskeið, kr. 1.799.920 og deild 11410, opin svæði, kr. 5.245.140. Viðaukanum, samtals kr. 7.045.060 sé mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 326. fundur - 16.06.2020

Á 947. fundi byggðaráðs þann 11. júní 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á 944. fundi byggðaráðs þann 14. maí var eftirfarandi samþykkt:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum að vinna áfram að tillögu 2. Sú tillaga felur í sér að Dalvíkurbyggð leggur til 5 sumarstörf til viðbótar við þau 8 sem eru styrkt af Vinnumálastofnun. Þannig verði 13 sumarstörf auglýst á næstu dögum fyrir námsmenn í aldurshópnum 18 ára og eldri.

Áætlaður kostnaður fyrir Dalvíkurbyggð af þeirri tillögu er um 10,4 millj króna og er sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að koma með viðauka vegna þess á næsta fund byggðaráðs."

Með fundarboði fylgdi, frá starfandi sviðsstjóra FS sviðs, beiðni um viðauka nr. 20 við fjárhagsáætlun 2020 vegna átaksverkefnisins sumarstörf námsmanna. Um er að ræða launaviðauka upp á rúmlega 7 miljónir en gjöld vegna efnis og áhalda rúmast innan fjárhagsáætlunar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða beiðni um launaviðauka nr. 20 við fjárhagsáætlun 2020, deild 06260, sumarnámskeið, kr. 1.799.920 og deild 11410, opin svæði, kr. 5.245.140. Viðaukanum, samtals kr. 7.045.060 sé mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tók:
Guðmundur St. Jónsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu að viðauka nr. 20/2020 vegna launa við deild 06260 að upphæð kr. 7.045.060 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð - 950. fundur - 21.07.2020

Á 947. fundi byggðaráðs þann 11. júní 2020 var samþykktur viðauki nr. 20 að upphæð kr. 7.045.060 við deild 06260 og deild 11410 vegna sumarátaksstarfa námsmanna 2020. Samkvæmt áætluðum viðauka í launaáætlunarkerfi þá er viðaukinn kr. 234.790 hærri en gert var ráð fyrir. Óskað er því eftir leiðréttingu á viðauknum sem þessu nemur og að viðbótinni sem mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda leiðréttingu á launaviðauka nr. 20 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 234.790, þannig að deild 11410 hækki nettó um kr. 162.934 og að deild 06260 hækki nettó um kr. 71.856 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.