Tillaga að skipan notendaráðs fatlaðs fólks

Málsnúmer 201905123

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 230. fundur - 23.05.2019

Lögð fram tillaga þjónustuteymis fatlaðra, Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggar um sameiginlegt notendaráð fatlaðs fólks á þjónustusvæði Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar.
Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga segir í 2.mgr.42.gr.að í hverju sveitarfélagi eða í sveitarfélögum sem eigi samstarf um þjónustu við fatlað fólk, skuli starfa formlegur samráðsvettvangur er nefnist samráðshópur um málefni fatlaðs fólks þar sem fjallað er um þjónustu við fatlað fólk og framkvæmd og þróun þjónustunnar. Í samráðshópnum skulu að lágmarki sitja þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn og þrír fulltrúar tilnefndir af hagsmunasamtökum fatlaðs fólks.
Fundurinn samþykkir einróma að leggja til við sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar og bæjarstjórn Fjallabyggðar að sveitarfélögin standi sameiginlega að myndun notendaráðs fyrir fatlað fólk á þjónustusvæði sveitarfélaganna, sbr. 2.mgr.42.gr. laga nr. 40/1991. Tillaga fundarins er að hvort sveitarfélag fyrir sig skipi tvo kjörna fulltrúa í ráðið og auglýst verði eftir einstaklingum í setu í notendaráði, tveimur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi. Alls yrðu þá 8 einstaklingar í notendaráðinu.

Sveitarstjórn - 315. fundur - 18.06.2019

Á 230. fundi félagsmálaráðs þann 23. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga þjónustuteymis fatlaðra, Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggar um sameiginlegt notendaráð fatlaðs fólks á þjónustusvæði Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga segir í 2. mgr. 42. gr. að í hverju sveitarfélagi eða í sveitarfélögum sem eigi samstarf um þjónustu við fatlað fólk, skuli starfa formlegur samráðsvettvangur er nefnist samráðshópur um málefni fatlaðs fólks þar sem fjallað er um þjónustu við fatlað fólk og framkvæmd og þróun þjónustunnar. Í samráðshópnum skulu að lágmarki sitja þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn og þrír fulltrúar tilnefndir af hagsmunasamtökum fatlaðs fólks.
Fundurinn samþykkir einróma að leggja til við sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar og bæjarstjórn Fjallabyggðar að sveitarfélögin standi sameiginlega að myndun notendaráðs fyrir fatlað fólk á þjónustusvæði sveitarfélaganna, sbr. 2. mgr. 42. gr. laga nr. 40/1991. Tillaga fundarins er að hvort sveitarfélag fyrir sig skipi tvo kjörna fulltrúa í ráðið og auglýst verði eftir einstaklingum í setu í notendaráði, tveimur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi. Alls yrðu þá 8 einstaklingar í notendaráðinu. "

Til máls tók:
Þórhalla Karlsdóttir sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun kl. 16:47.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu félagsmálaráðs, Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Félagsmálaráð - 238. fundur - 10.03.2020

Lögð voru fram drög að erindisbréfi fyrir notendaráð fatlaðs fólks
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 937. fundur - 12.03.2020

Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kom á fundinn kl. 13:06.

Með fundarboði fylgdi tillaga að erindisbréfi fyrir notendaráð fatlaðs fólks í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð. Samkvæmt erindisbréfinu skipar Dalvíkurbyggð fjóra fulltrúa, tvo fulltrúa kjörna af Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar, tvo úr röðum fatlaðs fólks og jafn marga til vara.
Auglýst var eftir þátttakendum í notendaráðið án árangurs og er því niðurstaðan að félagsþjónustan tilnefnir eftirtalda einstaklinga úr röðum fatlaðs fólks til þátttöku í notendaráðinu:
Aðalmenn:
Andri Mar Flosason kt. 100696-3209
Sigrún Ósk Árnadóttir kt. 190698-3279

Til vara:
Hallgrímur Sambhu Stefánsson kt. 091296-2849
Jana Sól Ísleifsdóttir kt. 101001-4580

Einnig eru tilnefndir fulltrúar sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar í notendaráðið:
Lilja Guðnadóttir kt. 200668-3759
Magni Þór Óskarsson kt. 110687-2739

Eyrún vék af fundi kl. 13:12.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu félagsþjónustunnar að einstaklingum í notendaráð.

Byggðaráð vísar erindisbréfinu til umfjöllunar í félagsmálaráði.

Sveitarstjórn - 322. fundur - 17.03.2020

Á 937. fundi byggðaráðs þann 12. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kom á fundinn kl. 13:06.

Með fundarboði fylgdi tillaga að erindisbréfi fyrir notendaráð fatlaðs fólks í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð. Samkvæmt erindisbréfinu skipar Dalvíkurbyggð fjóra fulltrúa, tvo fulltrúa kjörna af Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar, tvo úr röðum fatlaðs fólks og jafn marga til vara.
Auglýst var eftir þátttakendum í notendaráðið án árangurs og er því niðurstaðan að félagsþjónustan tilnefnir eftirtalda einstaklinga úr röðum fatlaðs fólks til þátttöku í notendaráðinu:
Aðalmenn:
Andri Mar Flosason kt. 100696-3209
Sigrún Ósk Árnadóttir kt. 190698-3279

Til vara:
Hallgrímur Sambhu Stefánsson kt. 091296-2849
Jana Sól Ísleifsdóttir kt. 101001-4580

Einnig eru tilnefndir fulltrúar sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar í notendaráðið:
Lilja Guðnadóttir kt. 200668-3759
Magni Þór Óskarsson kt. 110687-2739

Eyrún vék af fundi kl. 13:12.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu félagsþjónustunnar að einstaklingum í notendaráð.

Byggðaráð vísar erindisbréfinu til umfjöllunar í félagsmálaráði."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

Félagsmálaráð - 239. fundur - 21.04.2020

Á 937. fundi byggðaráðs þann 12. mars 2020 vísaði byggðaráð tillögu að erindisbréfi fyrir notendaráð fatlaðs fólks í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð til umfjöllunar í félagsmálaráði.
Félagsmálaráð samþykkir með 5 atkvæðum erindisbréf fyrir notendaráð fatlaðs fólks í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.

Byggðaráð - 944. fundur - 14.05.2020

Á 937. fundi byggðaráðs þann 12. mars 2020 vísaði byggðaráð tillögu að erindisbréfi fyrir notendaráð fatlaðs fólks í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð til umfjöllunar í félagsmálaráði.

Á 239. fundi félagsmálaráðs þann 21. apríl 2020 samþykkti félagsmálaráð með 5 atkvæðum erindisbréf fyrir notendaráð fatlaðs fólks í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi erindisbréf fyrir notendaráð fatlaðs fólks.

Sveitarstjórn - 326. fundur - 16.06.2020

Á 944. fundi byggðaráðs þann 14. maí var eftirfarandi bókað:
"Á 239. fundi félagsmálaráðs þann 21. apríl 2020 samþykkti félagsmálaráð með 5 atkvæðum erindisbréf fyrir notendaráð fatlaðs fólks í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.

Byggðaráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi erindisbréf fyrir notendaráð fatlaðs fólks."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bggðaráðs og fyrirliggjandi erindisbréf fyrir notendaráð fatlaðs fólks.