Vinnuskólaumsóknir 2020

Málsnúmer 202004096

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 946. fundur - 04.06.2020

Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, komu inn á fundinn kl. 08:02.

Til umræðu staða á vinnuskólanum í upphafi sumars. Með fundarboði fylgdi minnisblað frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa vegna vinnu 17 ára ungmenna í vinnuskóla 2020 en alls hafa 8 ungmenni sótt um sumarvinnu. Fyrir liggja drög að samkomulagi við Kjöl stéttarfélag um launagreiðslur á grundvelli greinar 1.3.4 í kjarasamningi og að laun verði 82% af launaflokki 117. Áætlaður heildarkostnaður Dalvíkurbyggðar af verkefninu miðað við 8 manns í 10 vikur eru 5.261.377 kr.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fara í ofangreint átak upp á 5,2 miljónir króna og er sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að koma með viðauka vegna þess á næsta fund byggðaráðs.

Byggðaráð - 947. fundur - 11.06.2020

Á 946. fundi byggðaráðs þann 4. júní samþykkti byggðaráð samhljóða að fara í átak vegna vinnu 17 ára ungmenna í vinnuskóla 2020, áætlað um 5,2 miljónir króna og fól sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með viðauka vegna þess á næsta fund byggðaráðs.

Með fundarboði fylgdi, frá starfandi sviðsstjóra FS sviðs, útreikningar á viðauka nr. 21 við fjárhagsáætlun 2020 vegna vinnuskóla fyrir 17 ára.

Katrín Dóra vék af fundi kl. 13:50.
Byggðaráð samþykkir samhljóða beiðni um launaviðauka nr. 21 við fjárhagsáætlun 2020, deild 06270 vinnuskóli, vegna launakostnaðar vinnuskóla 17 ára kr. 5.261.377 og að kostnaði sé mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 326. fundur - 16.06.2020

Á 947. fundi byggðaráðs þann 11. júní 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á 946. fundi byggðaráðs þann 4. júní samþykkti byggðaráð samhljóða að fara í átak vegna vinnu 17 ára ungmenna í vinnuskóla 2020, áætlað um 5,2 miljónir króna og fól sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með viðauka vegna þess á næsta fund byggðaráðs.

Með fundarboði fylgdi, frá starfandi sviðsstjóra FS sviðs, útreikningar á viðauka nr. 21 við fjárhagsáætlun 2020 vegna vinnuskóla fyrir 17 ára.

Byggðaráð samþykkir samhljóða beiðni um launaviðauka nr. 21 við fjárhagsáætlun 2020, deild 06270 vinnuskóli, vegna launakostnaðar vinnuskóla 17 ára kr. 5.261.377 og að kostnaði sé mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu að viðauka nr. 21/2020 vegna launa við deild 06270 að upphæð kr. 5.261.377 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.