Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 202003065

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 938. fundur - 19.03.2020

Tekinn fyrir rafpóstur frá Unicef á Íslandi, dagsettur 25. febrúar 2020, tilboð um þátttöku í verkefninu barnvæn sveitarfélög. Um er að ræða verkefni sem styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem var lögfestur hér á landi árið 2013.
Byggðaráð vísar erindinu til umsagnar í fræðsluráði, ungmennaráði og félagsmálaráði.

Fræðsluráð - 248. fundur - 08.04.2020

Á 938. fundi byggðaráðs var tekinn fyrir rafpóstur frá Unicef á Íslandi, dagsettur 25. febrúar 2020, tilboð um þátttöku í verkefninu barnvæn sveitarfélög. Um er að ræða verkefni sem styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem var lögfestur hér á landi árið 2013.

Byggðaráð vísaði erindinu til umsagnar í fræðsluráði, ungmennaráði og félagsmálaráði.
Fræðsluráð leggur til að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu Barnvæn sveitarfélög enda fellur það að og styður við starfsemi skólanna.

Félagsmálaráð - 239. fundur - 21.04.2020

Á 938. fundi byggðaráðs var tekinn fyrir rafpóstur frá Unicef á Íslandi, dagsettur 25. febrúar 2020, tilboð um þátttöku í verkefninu barnvæn sveitarfélög. Um er að ræða verkefni sem styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem var lögfestur hér á landi árið 2013.

Byggðaráð vísaði erindinu til umsagnar í fræðsluráði, ungmennaráði og félagsmálaráði.

Tekinn fyrir fyrrgreindur póstur en þar kemur fram að í kjölfar lögfestingar Barnasáttmálans á Íslandi árið 2013 varð aukning í eftirspurn eftir fræðsluefni og stuðningi við innleiðingu sáttmálans. UNICEF á Íslandi hefur þróað verkefni fyrir innleiðingu Barnasáttmálans innan sveitarfélaga - verkefnið barnvæn sveitarfélög. Að sveitarfélög innleiði Barnasáttmálann þýðir samþykki að nota sáttmálann sem viðmið í sínu starfi og að forsendur hans gangi sem rauður þráður gegnum starfsemi þess.
Félagsmálaráð leggur til að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu Barnvæn samfélög.

Ungmennaráð - 28. fundur - 12.05.2020

Á 938. fundi byggðaráðs var tekinn fyrir rafpóstur frá Unicef á Íslandi, dagsettur 25. febrúar 2020, tilboð um þátttöku í verkefninu barnvæn sveitarfélög. Um er að ræða verkefni sem styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem var lögfestur hér á landi árið 2013. Byggðaráð vísaði erindinu til umsagnar í fræðsluráði, ungmennaráði og félagsmálaráði. Tekinn fyrir fyrrgreindur póstur en þar kemur fram að í kjölfar lögfestingar Barnasáttmálans á Íslandi árið 2013 varð aukning í eftirspurn eftir fræðsluefni og stuðningi við innleiðingu sáttmálans. UNICEF á Íslandi hefur þróað verkefni fyrir innleiðingu Barnasáttmálans innan sveitarfélaga - verkefnið barnvæn sveitarfélög. Að sveitarfélög innleiði Barnasáttmálann þýðir samþykki að nota sáttmálann sem viðmið í sínu starfi og að forsendur hans gangi sem rauður þráður gegnum starfsemi þess.

Ungmennaráð leggur til að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu Barnvæn samfélög.

Byggðaráð - 946. fundur - 04.06.2020

Jón Ingi Sveinsson kom aftur inn á fundinn kl. 10:29.

Á 938. fundi byggðaráðs þann 19. mars 2020 var tekinn fyrir rafpóstur frá Unicef á Íslandi, tilboð um þátttöku í verkefninu barnvæn sveitarfélög. Um er að ræða verkefni sem styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem var lögfestur hér á landi árið 2013.
Byggðaráð vísaði erindinu til umsagnar í fræðsluráði, ungmennaráði og félagsmálaráði.

Ofangreind ráð hafa öll tekið erindið fyrir á fundum sínum í apríl og maí og leggja til að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu um barnvæn samfélög.

Samkvæmt upplýsingum frá Unicef er orðið fullbókað hjá þeim í verkefnið árið 2020 en möguleiki fyrir Dalvíkurbyggð að komast inn á árinu 2021.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að sækja um að Dalvíkurbyggð verði þátttakandi í verkefninu barnvænt sveitarfélag.

Sveitarstjórn - 326. fundur - 16.06.2020

Á 946. fundi byggðaráðs þann 4. júní 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á 938. fundi byggðaráðs þann 19. mars 2020 var tekinn fyrir rafpóstur frá Unicef á Íslandi, tilboð um þátttöku í verkefninu barnvæn sveitarfélög. Um er að ræða verkefni sem styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem var lögfestur hér á landi árið 2013.
Byggðaráð vísaði erindinu til umsagnar í fræðsluráði, ungmennaráði og félagsmálaráði.

Ofangreind ráð hafa öll tekið erindið fyrir á fundum sínum í apríl og maí og leggja til að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu um barnvæn samfélög.

Samkvæmt upplýsingum frá Unicef er orðið fullbókað hjá þeim í verkefnið árið 2020 en möguleiki fyrir Dalvíkurbyggð að komast inn á árinu 2021.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að sækja um að Dalvíkurbyggð verði þátttakandi í verkefninu barnvænt sveitarfélag."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að Dalvíkurbyggð sæki um að verða þátttakandi í verkefninu barnvænt sveitarfélag fyrir árið 2021.

Ungmennaráð - 29. fundur - 15.10.2020

Samkvæmt upplýsingum frá Unicef er orðið fullbókað hjá þeim í verkefnið árið 2020 en möguleiki fyrir Dalvíkurbyggð að komast inn á árinu 2021.
Byggðaráð hefur samþykkt að sækja um að Dalvíkurbyggð verði þátttakandi í verkefninu barnvænt sveitarfélag.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 965. fundur - 12.11.2020

Á 326. fundi sveitarstjórnar þann 16. júní 2020 var eftirfarandi bókað:
946. fundi byggðaráðs þann 4. júní 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á 938. fundi byggðaráðs þann 19. mars 2020 var tekinn fyrir rafpóstur frá Unicef á Íslandi, tilboð um þátttöku í verkefninu barnvæn sveitarfélög. Um er að ræða verkefni sem styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem var lögfestur hér á landi árið 2013.
Byggðaráð vísaði erindinu til umsagnar í fræðsluráði, ungmennaráði og félagsmálaráði.

Ofangreind ráð hafa öll tekið erindið fyrir á fundum sínum í apríl og maí og leggja til að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu um barnvæn samfélög.

Samkvæmt upplýsingum frá Unicef er orðið fullbókað hjá þeim í verkefnið árið 2020 en möguleiki fyrir Dalvíkurbyggð að komast inn á árinu 2021.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að sækja um að Dalvíkurbyggð verði þátttakandi í verkefninu barnvænt sveitarfélag."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að Dalvíkurbyggð sæki um að verða þátttakandi í verkefninu barnvænt sveitarfélag fyrir árið 2021.


Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá UNICEF, dagsettur þann 5. nóvember 2020, kannað er hvort enn sé áhugi fyrir því að taka þátt í verkefninu barnvæn sveitarfélög 2021. Eins og fram kom á sínum tíma þá greiðir sveitarfélagið 500.000kr skráningargjald en fræðsla og ráðgjöf er niðurgreidd af Félagsmálaráðuneytinu. Það þarf að tilnefna umsjónarmann með verkefninu og þar hefur 30% starfshlutfall gefið góða raun. Innleiðingarferlið tekur að meðaltali 2 ár.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að fresta þátttöku í ofangreindu verkefni og kannað verði með þátttöku á árinu 2022. Árið 2021 yrði þá notað til að kynna sér hvernig aðkoma sveitarfélagsins yrði að verkefninu.

Byggðaráð - 997. fundur - 30.09.2021

Á 329. fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember sl. var m.a. bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá UNICEF, dagsettur þann 5. nóvember 2020, kannað er hvort enn sé áhugi fyrir því að taka þátt í verkefninu barnvæn sveitarfélög 2021. Eins og fram kom á sínum tíma þá greiðir sveitarfélagið 500.000kr skráningargjald en fræðsla og ráðgjöf er niðurgreidd af Félagsmálaráðuneytinu. Það þarf að tilnefna umsjónarmann með verkefninu og þar hefur 30% starfshlutfall gefið góða raun. Innleiðingarferlið tekur að meðaltali 2 ár. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um frestun þátttöku í verkefninu og að kannað verði með þátttöku á árinu 2022."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá samskiptastjóra innanlandsdeildar UNICEF, dagsettur þann 14. september sl, þar sem innt er eftir áhuga Dalvíkurbyggðar að taka þátt í verkefninu árið 2022.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til skoðunar hjá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálasviðs og meta hver yrði ávinningur Dalvíkurbyggðar að taka þátt í þessu verkefni.

Byggðaráð - 1009. fundur - 09.12.2021

Á 997. fundi byggðaráðs þann 30. september 2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 329. fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember sl. var m.a. bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá UNICEF, dagsettur þann 5. nóvember 2020, kannað er hvort enn sé áhugi fyrir því að taka þátt í verkefninu barnvæn sveitarfélög 2021. Eins og fram kom á sínum tíma þá greiðir sveitarfélagið 500.000kr skráningargjald en fræðsla og ráðgjöf er niðurgreidd af Félagsmálaráðuneytinu. Það þarf að tilnefna umsjónarmann með verkefninu og þar hefur 30% starfshlutfall gefið góða raun. Innleiðingarferlið tekur að meðaltali 2 ár. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um frestun þátttöku í verkefninu og að kannað verði með þátttöku á árinu 2022." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá samskiptastjóra innanlandsdeildar UNICEF, dagsettur þann 14. september sl, þar sem innt er eftir áhuga Dalvíkurbyggðar að taka þátt í verkefninu árið 2022.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til skoðunar hjá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálasviðs og meta hver yrði ávinningur Dalvíkurbyggðar að taka þátt í þessu verkefni."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað, dagsett þann 30.11.2021, þar sem samandregið kemur fram að það er mat sviðsstjóra félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs að verkefnið er mjög áhugavert en hins vegar er lagt til að bíða átektar og taka ekki þátt í því að þessu sinni. Gert er grein fyrir þeim ástæðum í minnisblaðinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sviðstjóranna um að Dalvíkurbyggð taki ekki þátt í þessu verkefni að svo stöddu en heldur verði áhersla lögð á önnur verkefni í sama málaflokki og þá haft ofangreint verkefni áfram til hliðsjónar.

Sveitarstjórn - 341. fundur - 14.12.2021

Á 1009. fundi byggðaráðs þann 09.12.2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 997. fundi byggðaráðs þann 30. september 2021 var eftirfarandi bókað: "Á 329. fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember sl. var m.a. bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá UNICEF, dagsettur þann 5. nóvember 2020, kannað er hvort enn sé áhugi fyrir því að taka þátt í verkefninu barnvæn sveitarfélög 2021. Eins og fram kom á sínum tíma þá greiðir sveitarfélagið 500.000kr skráningargjald en fræðsla og ráðgjöf er niðurgreidd af Félagsmálaráðuneytinu. Það þarf að tilnefna umsjónarmann með verkefninu og þar hefur 30% starfshlutfall gefið góða raun. Innleiðingarferlið tekur að meðaltali 2 ár. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um frestun þátttöku í verkefninu og að kannað verði með þátttöku á árinu 2022." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá samskiptastjóra innanlandsdeildar UNICEF, dagsettur þann 14. september sl, þar sem innt er eftir áhuga Dalvíkurbyggðar að taka þátt í verkefninu árið 2022. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til skoðunar hjá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálasviðs og meta hver yrði ávinningur Dalvíkurbyggðar að taka þátt í þessu verkefni." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað, dagsett þann 30.11.2021, þar sem samandregið kemur fram að það er mat sviðsstjóra félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs að verkefnið er mjög áhugavert en hins vegar er lagt til að bíða átektar og taka ekki þátt í því að þessu sinni. Gert er grein fyrir þeim ástæðum í minnisblaðinu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sviðstjóranna um að Dalvíkurbyggð taki ekki þátt í þessu verkefni að svo stöddu en heldur verði áhersla lögð á önnur verkefni í sama málaflokki og þá haft ofangreint verkefni áfram til hliðsjónar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að Dalvíkurbyggð taki ekki þátt í verkefninu Barnvæn sveitarfélög 2021 að svo stöddu heldur verði áhersla lögð á önnur verkefni í sama málaflokki og þá haft verkefnið um Barnvæn sveitarfélög til hliðsjónar.