Frá launafulltrúa, vegna ákvæða í nýjum kjarasamningum.

Málsnúmer 202006058

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 947. fundur - 11.06.2020

Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi, kom inn á fundinn kl. 14:40.

Tekið fyrir erindi frá launafulltrúa, kynning á nýju heimildarákvæði í kjarasamningum þar sem sveitarfélög hafa heimild til að meta persónuálag vegna háskólaprófs, ef um er að ræða ófaglærðan einstakling og ekki er krafist menntunar.

Rúna vék af fundi kl. 14:47.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að sveitarfélagið nýti ofangreint heimildarákvæði við mat á launum.

Sveitarstjórn - 326. fundur - 16.06.2020

Á 947. fundi byggðaráðs þann 11. júní 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá launafulltrúa, kynning á nýju heimildarákvæði í kjarasamningum þar sem sveitarfélög hafa heimild til að meta persónuálag vegna háskólaprófs, ef um er að ræða ófaglærðan einstakling og ekki er krafist menntunar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að sveitarfélagið nýti ofangreint heimildarákvæði við mat á launum."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að Dalvíkurbyggð muni nýta sér heimild í kjarasamningum að meta persónuálag vegna háskólaprófs, þótt ekki sé krafist menntunar og/eða ef um ófaglærðan einstakling er að ræða.