Samningur um afnot, umráð og útleigu á menningarhúsinu Ungó

Málsnúmer 201906083

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 946. fundur - 04.06.2020

Samningur við Gísla, Eirík, Helga ehf. um afnot, umráð og útleigu á Ungó rann út þann 31.05.2020.

Með fundarboði fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs þar sem dregnir eru fram kostir í stöðunni.

Gísli Bjarnason vék af fundi kl. 09:22.
Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sveitarstjóra að ræða við samningsaðila um framhald máls.

Byggðaráð - 947. fundur - 11.06.2020

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kom inn á fundinn kl. 13:07.

Á 946. fundi byggðaráðs þann 4. júní 2020 var til umræðu samningur við Gísla, Eirík, Helga ehf. um afnot, umráð og útleigu á Ungó en hann rann út þann 31.05.2020.

Byggðaráð fól sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sveitarstjóra að ræða við samningsaðila um framhald máls.

Með fundarboði fylgdu drög að samningi við Gísla, Eirík, Helga ehf. um áframhaldandi leigu á Ungó.

Gísli vék af fundi kl. 13:22.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að framlengja leigusamning um leigu á Ungó til Gísla Eiríks Helga ehf. til eins árs, til loka maí 2021.

Sveitarstjórn - 326. fundur - 16.06.2020

Á 947. fundi byggðaráðs þann 11. júní 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á 946. fundi byggðaráðs þann 4. júní 2020 var til umræðu samningur við Gísla, Eirík, Helga ehf. um afnot, umráð og útleigu á Ungó en hann rann út þann 31.05.2020.

Byggðaráð fól sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sveitarstjóra að ræða við samningsaðila um framhald máls.

Með fundarboði fylgdu drög að samningi við Gísla, Eirík, Helga ehf. um áframhaldandi leigu á Ungó.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að framlengja leigusamning um leigu á Ungó til Gísla Eiríks Helga ehf. til eins árs, til loka maí 2021."
Til máls tók:
Guðmundur St. Jónsson.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi leigusamning við Gísla, Eirík, Helga ehf. til loka maí 2021.