Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020

Málsnúmer 201910144

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 926. fundur - 24.10.2019

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:40.

Á heimasíðu Fiskistofu kemur fram að innan tíðar má vænta þess að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsi hvernig byggðakvóti fiskveiðiársins 2019/2020 skiptist milli byggðarlaga og þá verður auglýst eftir umsóknum um úthlutun til einstakra skipa eftir því sem reglur einstakra byggðarlaga verða samþykktar. Fiskistofa vekur athygli útgerða á því að stofnunin hyggst fylgja reglum um byggðakvótann eftir með öðrum hætti framvegis en áður hefur tíðkast. Það er því mikilvægt að kynna sér leiðbeiningar um breytta framkvæmd.

Farið yfir málið og mikilvægi þess að aðlaga reglur Dalvíkurbyggðar að breyttri framkvæmd.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu máli til Atvinnumála- og kynningarráðs.

Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir kvótaárið 2019-2020 þegar auglýst verður eftir umsóknum.

Atvinnumála- og kynningarráð - 49. fundur - 06.12.2019

Til umfjöllunar staða mála varðandi byggðakvóta fiskveiðiársins 2019-2020, vísað til ráðsins frá byggðaráði.

Búið er að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2019-2020 en ekki er enn komin úthlutun fyrir byggðarlögin í sveitarfélaginu.
Búið er að boða hagsmunaaðila vegna byggðakvótans á umræðufund, þriðjudaginn 10. desember á 3. hæð ráðhúss kl. 16.00.
Fundurinn var auglýstur á heimasíðu sveitarfélagsins og samfélagsmiðlum í vikunni.

Atvinnumála- og kynningarráð - 50. fundur - 15.01.2020

Tekið fyrir erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu dagsett 30. desember 2019, úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2019 til 2020.
Í hlut Dalvíkurbyggðar falla alls 310 þorskígildislestir og skiptast sem hér segir:
Árskógssandur 225 þorskígildislestir
Dalvík 70 þorskígildislestir
Hauganes 15 þorskígildislestir.

Tillögur um sérstök skilyrði sveitarstjórnar varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal skila til ráðuneytisins eigi síðar en 27. janúar 2020.

Til umræðu tillaga að sérreglum Dalvíkurbyggðar varðandi úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2019/2020.
Unnið með drög að sérreglum Dalvíkurbyggðar varðandi úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2019/2020. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir sérreglurnar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til byggðaráðs til yfirferðar.

Byggðaráð - 931. fundur - 17.01.2020

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi vegna vanhæfis kl. 11:15.

Undir þessum lið mætti Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi á fundinn kl. 11:15.

Til umræðu drög að sérreglum Dalvíkurbyggðar um byggðakvóta sem Atvinnumála- og kynningarráð samþykkti á fundi sínum 15. janúar sl. og vísaði til kynningar og umræðu í byggðaráði. Reglurnar eru unnar upp eftir samráð við hagsmunaaðila í sjávarútvegi í Dalvíkurbyggð í desember.

Íris vék af fundi kl. 11:30.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við drögin að sérreglum Dalvíkurbyggðar og vísar þeim með 2 atkvæðum til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 320. fundur - 21.01.2020

Á 931. fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 17. janúar 2020 var þetta bókað:

"Guðmundur St. Jónsson vék af fundi vegna vanhæfis kl. 11:15.

Undir þessum lið mætti Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi á fundinn kl. 11:15.

Til umræðu drög að sérreglum Dalvíkurbyggðar um byggðakvóta sem Atvinnumála- og kynningarráð samþykkti á fundi sínum 15. janúar sl. og vísaði til kynningar og umræðu í byggðaráði. Reglurnar eru unnar upp eftir samráð við hagsmunaaðila í sjávarútvegi í Dalvíkurbyggð í desember.

Íris vék af fundi kl. 11:30.

Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við drögin að sérreglum Dalvíkurbyggðar og vísar þeim með 2 atkvæðum til afgreiðslu í sveitarstjórn."

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 16:31 vegna vanhæfis.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að sérreglum Dalvíkurbyggðar um byggðakvóta 2019 til 2020.

Atvinnumála- og kynningarráð - 51. fundur - 04.03.2020

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi fer yfir stöðu mála.
Enn hefur ekki borist svar vegna tillagna Dalvíkurbyggðar að sérreglum varðandi byggðakvóta.

Atvinnumála- og kynningarráð - 52. fundur - 07.04.2020

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi upplýsti ráðið um stöðu mála í tengslum við umsókn Dalvíkurbyggðar um byggðakvóta.

Enn hefur ekki verið tekin afstaða í Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu til sérreglna Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 945. fundur - 28.05.2020

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 09:00.

Undir þessum lið mættu á fundinn kl. 09:05 Jón Þrándur Stefánsson og Jóhann Guðmundsson frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, í síma, og Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi.

Í janúar samþykkti sveitarstjórn sérreglur Dalvíkurbyggðar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2019-2020.

Þann 20. maí auglýsti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið staðfestingu reglna sveitarfélagsins eingöngu að hluta.

Dalvíkurbyggð hefur gert athugasemdir við að skipti í gegnum fiskmarkað skulu ekki leyfð í sérreglum Dalvíkurbyggðar, þar sem að í öðrum reglum í sömu auglýsingu IV eru landanir á fiskmarkað viðurkenndar sem löndun til vinnslu. Einnig gerir sveitarfélagið athugasemdir við að sérreglurnar séu auglýstar breyttar 4 mánuðum eftir að þær hljóta samþykki í sveitarstjórn og einungis 3 mánuðir eru eftir af fiskveiðiárinu.

Farið yfir málin og stöðu sveitarfélagsins hvað varðar sérreglur um byggðakvóta.

Jón Þrándur og Jóhann viku af fundi kl. 09:36.
Íris vék af fundi kl. 09:41.
Byggðaráð vísar áframhaldandi umræðu til atvinnumála- og kynningarráðs.

Atvinnumála- og kynningarráð - 54. fundur - 05.06.2020

Á 945. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:

"Í janúar samþykkti sveitarstjórn sérreglur Dalvíkurbyggðar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2019-2020.

Þann 20. maí auglýsti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið staðfestingu reglna sveitarfélagsins eingöngu að hluta.

Dalvíkurbyggð hefur gert athugasemdir við að skipti í gegnum fiskmarkað skulu ekki leyfð í sérreglum Dalvíkurbyggðar, þar sem að í öðrum reglum í sömu auglýsingu IV eru landanir á fiskmarkað viðurkenndar sem löndun til vinnslu. Einnig gerir sveitarfélagið athugasemdir við að sérreglurnar séu auglýstar breyttar 4 mánuðum eftir að þær hljóta samþykki í sveitarstjórn og einungis 3 mánuðir eru eftir af fiskveiðiárinu.

Farið yfir málin og stöðu sveitarfélagsins hvað varðar sérreglur um byggðakvóta.

Byggðaráð vísar áframhaldandi umræðu til atvinnumála- og kynningarráðs."

Farið yfir stöðu mála en þjónustu- og upplýsingafulltrúi sendi inn erindi til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis vegna úrvinnslu ráðuneytisins á sérreglum Dalvíkurbyggðar. Verið er að vinna í erindinu en ljóst var að ekki næðist að klára það áður en umsóknarfrestur rann út þann 4. júní.

Undir þessum lið kom á fundinn kl. 08:30, Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri.
Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum eftirfarandi viðauka við áður sendar tillögur að úthlutunarreglum:

Í ljósi þess að aðeins helmingur þeirra sérreglna sem Dalvíkurbyggð sendi frá sér í janúar voru samþykktar óskar sveitarfélagið eftir því að fá að falla frá löndunar- og vinnsluskyldu vegna byggðakvóta 2019/2020.

Til vara vísar sveitarfélagið í nýgerða breytingu á reglugerð nr. 676/2019, vegna breytinga/stöðvunar á vinnslu vegna Covid-19. Í ljósi þeirra aðstæðna sem sköpuðust í kjölfar Covid með lokun leiða og sölu, er fallið frá löndunar-/vinnsluskyldu í Dalvíkurbyggð vegna byggðakvóta 2019/2020.

Atvinnumála- og kynningaráð boðar til fundar, föstudaginn 19. júní kl. 9.00, með hagsmunaaðilum í sveitarfélaginu vegna sérreglna byggðakvóta næsta fiskveiðiárs.

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, vék af fundi kl. 08:50.

Sveitarstjórn - 326. fundur - 16.06.2020

Á 54. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 5. júní 2020 var eftirfarandi bókað:
"Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum eftirfarandi viðauka við áður sendar tillögur að úthlutunarreglum:

Í ljósi þess að aðeins helmingur þeirra sérreglna sem Dalvíkurbyggð sendi frá sér í janúar voru samþykktar óskar sveitarfélagið eftir því að fá að falla frá löndunar- og vinnsluskyldu vegna byggðakvóta 2019/2020.

Til vara vísar sveitarfélagið í nýgerða breytingu á reglugerð nr. 676/2019, vegna breytinga/stöðvunar á vinnslu vegna Covid-19. Í ljósi þeirra aðstæðna sem sköpuðust í kjölfar Covid með lokun leiða og sölu, er fallið frá löndunar-/vinnsluskyldu í Dalvíkurbyggð vegna byggðakvóta 2019/2020."
Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi kl. 16:55. 2. varaforseti, Þórhalla Karlsdóttir, tók við fundarstjórn.
Katrín Sigurjónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu atvinnumála- og kynningarráðs, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Atvinnumála- og kynningarráð - 55. fundur - 19.06.2020

Hagsmunaaðilar byggðakvóta í Dalvíkurbyggð voru boðaðir á aukafund Atvinnumála- og kynningaráðs til að ræða stöðu mála í tengslum við umsókn um byggðakvóta á yfirstandandi fiskveiðiári.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi upplýsti fundarmenn um stöðu mála og framvinduna. Í kjölfar þess sköpuðust umræður um nýtingu úthlutaðs kvóta og áhyggjur yfir því hve stutt er eftir að fiskveiðiárinu.
Atvinnumála- og kynningaráð þakkar hagsmunaaðilum byggðakvóta fyrir góðan og upplýsandi fund.