Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, fjármála- og stjórnsýslusviði, kom inn á fundinn kl. 13:25.
Á 325. fundi sveitarstjórnar þann 12. maí 2020 voru endurskoðuð skipurit Dalvíkurbyggðar, samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréf fagráða tekin til fyrri umræðu.
Sveitarstjórn samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindu til byggðaráðs á milli umræðna og síðan til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Farið yfir breytingar á skipuritum frá fyrri umræðu, aðrar breytingar hafa ekki verið gerðar á fyrirliggjandi gögnum.