Sveitarstjórn

308. fundur 18. desember 2018 kl. 16:15 - 17:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
 • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Í upphafi óskaði forseti eftir því að bæta máli 201812080 á dagskrá og var það samþykkt samhljóða.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 888; frá 29.11.2018

Málsnúmer 1811012FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður; sér liður á dagskrá.
2. liður; sér liður á dagskrá.
3. liður.
4. liður; sér liður á dagskrá.
6. liður.
7. liður.
9. liður; sér liður á dagskrá.
 • Á 80.fundi veitu-og hafnaráðs þann 9.nóvember 2018 var eftirfarandi bókað:

  "Í fjárhagsáætlun Hitaveitu Dalvíkur þessa árs er gert ráð fyrir kaupum á færanlegum varaaflstöðvum.
  Fyrir fundinum liggur tilboð frá Merkúr ehf í tvær stöðvar 10 kw og 20 kw ásamt vagni undir hvorri stöð. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir kr. 1.500.000,- til kaupanna en tilboðið hljóðar uppá kr. 2.800.000,- án vsk en með flutningi. Sviðsstjóri leggur til að gengið verði að þessu tilboði og kr. 1.300.000,- verði teknar af lóðarfrágangi við dælustöðvar hitaveitu, en gert var ráð fyrir kr. 2.000.000,- til þess verkefnis á yfirstandandi ári.
  Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum tillögu sviðsstjóra og leggur til við byggðarráð að kr. 1.300.000,- verði teknar af lóðarfrágangi við dælustöðvar hitaveitu, en gert var ráð fyrir kr. 2.000.000,- til þess verkefnis á þessu ári."


  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 888 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs um viðauka nr. 41 við fjárhagsáætlun 2018 þannig:
  Málaflokkur 48200-11504 Verknúmer KD005 lagfæring á lóðum lækki um 1.300.000 kr.
  Málaflokkur 48200-11504 Verknúmer KD002 varaafl hækki um 1.300.000 kr. Um tilfærslu er að ræða á milli liða í fjárfestingum og því ekki þörf á ákvörðun hvernig skal mæta viðaukanum.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Lögð fyrir beiðni frá sviðsstjóra félagsmálasviðs dags.19. nóvember 2018, óskað er eftir viðauka á eftirfarandi liði:
  02-11-9150 fjárhagsaðstoð. Lækkun kr. 3.500.000,-
  02-18-9165 sérstakar húsaleigubætur. Lækkun kr. 2.000.000,-
  02-30-4970 vistun. Lækkun 1.000.000
  Alls er óskað eftir lækkun á ramma félagsmálasviðs fyrir árið 2018 um kr. 6.500.000,-

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 888 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 42 við fjárhagsáætlun 2018 og kemur hann til hækkunar á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Á 223.fundi félagsmálaráðs þann 13.11.2018 var eftirfarandi bókað:
  "Tekið var fyrir erindi frá Aflinu, Samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldis dags. 15.10 2018. Aflið óskar eftir stuðningi við starf sitt fyrir rekstrarárið 2019. Aflið hefur starfað frá árinu 2002. Þjónusta Aflsins er fyrir öll þau sem beitt hafa verið kynferðis - og/eða heimilisofbeldi í sinni víðustu mynd auk þess sem til Aflsins hafa leitað margir þolendur eineltis og vanrækslu. Aflið býður einnig upp á ráðgjöf fyrir aðstandendur. Starfsemi Aflsins gagnvart skjólstæðingum sínum byggir á einkaviðtölum, hópavinnu og forvörnum. Aflið sinnir forvörnum í fræðslu í grunn- og framhaldsskólum, Háskólanum á Akureyri og öðrum stofnunum og fyrirtækjum. Þjónusta Aflsins er veitt brotaþolum og aðstandendum að kostnaðarlausu. Alls voru veitt 1403 viðtöl á árinu 2017. Á yfirstandandi ári lækkaði framlag til samtakanna frá ríkissjóði um rúm 30% eða 4,5 milljónir. Hefur rekstur Aflsins og starfsemi því dregist saman og áherslan hefur verið lögð á grunnþjónustu við þolendur. Öll framlög til Aflsins eru vel þegin.
  Félagsmálaráð tekur jákvætt í erindið og telur mikilvægt að styðja við slíka starfsemi á Norðurlandi. Þar sem ekki er gert ráð fyrir styrkveitinum á fjárhagsáætlun félagsmálasvið leggur félagsmálaráð til við byggðarráð að styrkja samtökin um sömu upphæð og á síðasta ári eða alls kr. 100.000,-"

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 888 Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2019 var samþykkt við síðari umræðu í sveitarstjórn 20. nóvember s.l. Þar var ekki gert ráð fyrir styrk til Aflsins.

  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að styrkja Aflið um kr. 100.000 vegna rekstrar á árinu 2019 og verði það tekið af lið 02-80-9145, rekstrarstyrkir til félagasamtaka.

  Byggðaráð beinir því til Aflsins að umsóknir um styrki berist fyrr að haustinu svo hægt sé að taka erindið til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar hvers árs.

  Byggðaráð beinir því til félagsmálaráðs að gera ráðstafanir við næstu fjárhagsáætlunargerð til að mæta slíkum umsóknum sem það telur að séu í forgangi.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar að styrkja Aflið um kr. 100.000 vegna rekstrar á árinu 2019 og verði tekið af lið 02-80-9145. Sveitarstjórn tekur undir með byggðaráði hvað varðar tilmæli til Aflsins um að umsóknir um styrki berist fyrr að haustinu svo hægt sé að taka erindi til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar hvers árs. Sveitarstjórn tekur jafnframt undir með byggðaráði tilmæli til félagsmálaráðs um að gera ráðstafanir við næstu fjárhagsáætlunargerð til að mæta slíkum umsóknum sem það telur að séu í forgangi.
 • Á 885. fundi byggðaráðs þann 25. október 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Á 884. fundi byggðaráðs þann 18. október 2018 var eftirfarandi bókað: "Á 882. fundi byggðaráðs þann 4. október s.l. voru til umfjöllunar og skoðunar tillögur fagráða að gjaldskrám 2019. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt yfir allar gjaldskrár sem hlotið hafa umfjöllun. Samantektin sýnir tillögur að breytingum á milli áranna 2018 og 2019."
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fyrirliggjandi gjaldskrár verði uppfærðar eftir því sem við á miðað við uppfærða útreikninga í ofangreindri samantekt yfir gjaldskrár.
  Gjaldskrár 2019 komi síðan í heild sinni í endanlegri tillögu fyrir byggðaráð áður en þær fara til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."

  Með fundarboði fylgdu uppfærðar gjaldskrár 2019 fyrir:
  a) Vatnsveitu Dalvíkur
  b) Útleigu verbúða
  c) Hafnasjóð
  d) Fráveitu Dalvíkurbyggðar
  e) Búfjárhald og lausaganga búfjár
  f) Slökkvilið Dalvíkur
  g) Sorphirðu
  h) Byggingarfulltrúa
  i) Upprekstur á búfé
  j) Leigulönd
  k) Refaveiðar
  l) Kattahald
  m) Fjallskil
  o) Hundahald

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 888 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar gjaldskrár eins og þær liggja fyrir og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • 1.5 201811021 Trúnaðarmál
  Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 888
 • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 26.11.2018, beiðni um umsögn vegna umsóknar Agnesar Önnu Sigurðardóttur fyrir hönd Bruggsmiðjunnar Kalda, Öldugötu 22, 621 Dalvík um rekstrarleyfi í Flokki II - umfangslitlir áfengisveitingastaðir. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 888 Byggðaráð gerir ekki athugasemd við umsóknina en með fyrirvara um umsagnir frá byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • Lögð fram drög að almennum reglum um birtingu gagna með fundargerðum í ráðum og nefndum Dalvíkurbyggðar.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 888 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að reglum um birtingu gagna og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að reglum um birtingu gagna með fundargerðum í ráðum og nefndum Dalvíkurbyggðar.
 • Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 09:10 vegna vanhæfis og tók ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu.

  Tekið fyrir bréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 23. nóvember 2018, þar sem vísað er til umsóknar sveitarfélagsins um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019. Niðurstaða úthlutunar er eftirfarandi:

  Hauganes 19 þorskígildistonn
  Árskógssandur 240 þorskígildistonn.

  Athygli bæjar- og sveitarstjórna er vakin á því að engar efnislegar breytingar hafa verið gerðar frá reglugerð síðasta fiskveiðiárs, aðrar en magntölur og dagsetningar hafa breyst.
  Engar efnislegar breytingar hafa verið gerðar á reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa aðrar en dagsetningar hafa breyst.

  Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 21. desember 2018.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 888 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til atvinnumála-og kynningaráðs, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

 • Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 09:14.

  Þann 22.nóvember 2018 barst tilboð í eignina Árskóg lóð 1, að upphæð kr. 30.000.000,-. Tilboðið er gert með fyrirvara um sölu tilboðsgjafa á eign á Akureyri. Verði sú eign ekki seld innan 30 daga frá samþykki kauptilboðs þessa fellur tilboðið sjálfkrafa úr gildi.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 888 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint kauptilboð í eignina Árskóg lóð 1. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Tekið fyrir erindi frá Varasjóði húsnæðismála dags. 14.11.2018 þar sem fram koma niðurstöður úr könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2017.
  Varasjóður húsnæðismála, í samvinnu við velferðarráðuneytið og forvera þess, hefur frá árinu 2004 gert árlega könnun á stöðu leiguíbúða hjá sveitarfélögum. Könnunin hefur tekið miklum breytingum frá því að henni var fyrst ýtt úr vör t.d. hefur spurningum fjölgað úr tíu í tæplega 60.
  Tilgangur könnunarinnar hefur verið að fylgjast með framvindu og breytingum á stöðu leiguíbúða en upplýsingar hafa meðal annars komið að notum við stefnumótun stjórnvalda í húsnæðismálum.
  Könnun vegna ársins 2017 var gerð í maí síðastliðnum. Alls bárust svör frá 44 sveitarfélögum, eða 59,5% þeirra. Í þessum sveitarfélögum bjuggu 89,8% landsmanna, sem er nokkru lægra hlutfall en raunin var í könnun ársins 2016, sem náði til 98,2% landsmanna.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 888 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri könnun til félagsmálaráðs sem og til vinnuhóps um húsnæðismál sveitarfélagsins til yfirferðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Þjóðskrá Íslands dagsett 26.nóvember 2018 þar sem fram kemur að frá áramótum mun Þjóðskrá hætta að taka á móti flutningstilkynningum frá sveitarfélögum landsins, hvort sem þær eru á pappír eða rafrænar í gegnum vef ytri-Soffíu. Þetta er gert á grundvelli nýrra laga um lögheimili og aðsetur sem taka gildi þann 1.janúar. Í 1. mgr. 13. gr. laganna segir: "Tilkynning um breytingu á lögheimili innan lands og aðsetri skal gerð rafrænt eða á starfs­stöðvum Þjóðskrár Íslands í samræmi við reglugerð sem ráðherra er heimilt að setja." Í greinargerð kemur fram að meginreglan verði sú að tilkynningar um lögheimilisskráningar skuli berast með rafrænum hætti.
  Í rafbréfinu leggur Þjóðskrá Íslands til lausnir fyrir sveitarfélög. Það er hagur allra, og þar með talið sveitarfélaganna, að lögheimilisskráning einstaklinga sé rétt og því mikilvægt að aðstoða og leiðbeina einstaklingum um hvernig skrá eigi nýtt lögheimili.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 888 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá nefndasviði Alþingis dags.15.11.2018. Til umsagnar frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefnum aldraðra (búseturéttur aldraðra, öryggisíbúðir), 40. mál.

  Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 6. desember nk.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 888 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá nefndasviði Alþingis dags. 8.nóvember 2018, þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í húsnæðismálum, 5. mál.

  Þess er óskað að umsögn berist eigi síðar en 29. nóvember nk.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 888 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá nefndasviði Alþingis dagsett 27.nóvember 2018, þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðisbætur (réttur námsmanna og fatlaðs fólk), 140. mál.

  Þess er óskað að umsögn berist eigi síðar en 18. desember nk.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 888 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá nefndasviði Alþingis dagsett 15.nóvember 2018, þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 45 mál.

  Þess er óskað að umsögn berist eigi síðar en 29. nóvember nk.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 888 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 1.16 201811146 Trúnaðarmál
  Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 888 Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 889, frá 06.12.2018

Málsnúmer 1812003FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður.
4. liður; sér liður á dagskrá.
5. liður; sér liður á dagskrá.
8. liður.
 • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.

  Á 305. fundi umhverfisráðs þann 11. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Til umræðu framkvæmdir sumarsins.
  Undir þessum lið kom á fund ráðsins Valur Þór Hilmarsson kl. 10:40.
  Valur Þór vék af fundi kl. 11:38.
  Umhverfisráði líst vel á framlagðar hugmyndir umhverfisstjóra til að draga úr snjósöfnun við Hringtún. Ráðið felur umhverfisstjóra að kynna þessar hugmyndir fyrir hagsmunaaðilum.
  Ráðið leggur til að þeir fjármunir sem áætlaðir eru í viðgerðir á kantsteinum og gangstéttum verði að hluta nýttir til frágangs við Kirkjuveg 1-8, Dalvík.
  Ráðið leggur til að vinna við deiliskipulag Laugahlíðarhverfis verði hafin sem fyrst.
  Ráðið leggur til að skipulagsráðgjafi verði fenginn á næsta fund ráðsins vegna skipulagslýsingar Fólkvangsins. Í framhaldinu verði síðan haldinn íbúafundur vegna deiliskipulags Fólkvangsins.
  Samþykkt með fjórum atkvæðum."

  Á 303. fundi sveitarstjórnar þann 15. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Til máls tóku:
  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem leggur til að 11. lið a) verði vísað til byggðaráðs.
  Guðmundur St. Jónsson.

  a) Ráðið leggur til að þeir fjármunir sem áætlaðir eru í viðgerðir á kantsteinum og gangstéttum verði að hluta nýttir til frágangs við
  Kirkjuveg 1-8, Dalvík.

  Til máls tóku:
  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem leggur til að 11. lið a) verði vísað til byggðaráðs.
  Guðmundur St. Jónsson.

  Afgreiðsla sveitarstjórnar:
  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Gunnþórs Eyfjörðs Gunnþórssonar um að vísa þessum lið til byggðaráðs.

  b) Ráðið leggur til að vinna við deiliskipulag Laugahlíðarhverfis verði hafin sem fyrst.

  Bókun sveitarstjórnar:
  Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og tæknisvið þá er deiliskipulagið á starfs- og fjárhagsáætlun 2018. Lagt fram til kynningar.

  c) Ráðið leggur til að skipulagsráðgjafi verði fenginn á næsta fund ráðsins vegna skipulagslýsingar Fólkvangsins. Í framhaldinu verði síðan haldin íbúafundur vegna deiliskipulags Fólkvangsins.

  Bókun sveitarstjórnar:
  Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og tæknisviði þá er deiliskipulagið á starfs- og fjárhagsáætlun 2018. Lagt fram til kynningar."


  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs varðandi stöðu framkvæmda samkvæmt fjárhagsáætlun málaflokks 32, dagsett þann 05.12.2018. Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 889 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til kynningar meðfylgjandi sameiginleg greinargerð og árangursmat um samstarf Dalvíkurbyggðar og Eldvarnarbandalagsins um auknar eldvarnir, dagsett í nóvember 2018. Það er sameiginleg niðurstaða að undirbúningur verkefnisins hafi gengið vel, báðir aðilar hafa staðið við sinn hluta samkomulagsins og samskipti samstarfsaðilanna hafa verið með ágætum. Fram kemur að það er eindreginn vilji slökkviliðsstjóra að halda verkefninu áfram, það hafi gengið vel fyrir og sig og skili tilætluðum árangri. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 889 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Hafnshóli ehf., rafbréf dagsett þann 28.11.2018, þar sem óskað er eftir samstarfi við Dalvíkurbyggð um uppbyggingu íbúðahúsnæðis, eða annars húsnæðis, sem þörf er á í sveitarfélaginu.

  Til umræðu ofangreint.

  Börkur vék af fundi kl.14:00.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 889 Byggðaráð getur ekki orðið við erindi frá Hrafnshóli ehf. þar sem ekki eru nú á döfinni áform hjá sveitarfélaginu að koma að uppbyggingu á íbúðahúsnæði. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Á 885. fundi byggðaráðs þann 25.10.2018 var eftirfarandi bókað:
  "Sveitarstjóri kynnti og lagði fram tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2019.

  Lagt er til að álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt á milli ára og álagning fasteignagjalda verði samkvæmt fyrirliggjandi tillögum að gjaldskrám vatnsveitu og fráveitu. Gjaldskrár vegna sorphirðu er í vinnslu.

  Lagt er til að fjöldi gjalddaga verði áfram 10.

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."

  Á 306. fundi sveitarstjórnar þann 30.10.2018 var samþykkt að fresta afgreiðslu á ofangreindri tillögu.

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga þar sem búið er að bæta inn gjaldskrá vegna sorphirðu.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 889 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Á 888. fundi byggðaráðs þann 29.11.2018 voru gjaldskrár veitu- og hafnasviðs og umhverfis- og tæknisviðs teknar fyrir til umfjöllunar og afgreiðslu.

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur að gjaldskrám frá fræðslu- og menningarsviði og félagsmálasviði:
  a) Árskógur félagsheimili.
  b) Bóka- og héraðsskjalasafn.
  c) Byggðasafnið Hvoll.
  d) Dalvíkurskóli.
  e) Frístund.
  f) Skólamatur.
  g) Mjólkuráskrift.
  h) Leikskólar.
  i) Tónlistarskólinn á Tröllaskaga.
  j) Íþróttamiðstöð.
  k) Félagsmiðstöðin Týr.
  l) Reglur um útleigu á Íþróttamiðstöð fyrir aðra starfsemi en íþróttaviðburði ásamt gjaldskrá.
  m) Heimilsþjónustu.
  n) Lengd viðvera.
  o) Dagmæður, leiðbeinandi gjaldskrá.

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 889 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur að gjaldskrám a) - o) eins og þær liggja fyrir og vísar þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðumat stjórnenda vegna janúar - september 2018, þ.e. staða bókhalds í samanburði við gildandi fjárhagsáætlun 2018 með viðaukum.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 889 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafbréf dagsett þann 4. desember 2018, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið fari yfir og endurnýji kjarasamningsumboð sitt til samræmis við núverandi stöðu og sendi kjarasviði Sambandsins fyrir 20. janúar 2019.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 889 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela ráðningarnefnd að yfirfara kjarasamningsumboðið og leggja fyrir byggðaráð til afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 306. fundi sveitarstjórnar þann 30. október 2018 var samþykkt stefna Dalvíkurbyggðar gegn einelti, áreitni og ofbeldi.

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að erindisbréfi fyrir eineltisteymi Dalvíkurbyggðar.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 889 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindisbréf eins og það liggur fyrir og vísar því til sveitarstjórnar til afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að erindisbréfi fyrir eineltisteymi Dalvíkurbyggðar.
 • Á 874. fundi byggðaráðs þann 23. ágúst 2018 var samþykkt að fela KPMG áframhaldandi vinnu við skipulagsskrá fyrir Dalbæ og skráningu þannig að KPMG annist allt ferlið hvað varðar skráningu á Dalbæ sem sjálfseignarstofnun, m.a. alla skjalagerð, og gerð nýrra samþykkta fyrir Dalbæ.

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar og yfirferðar gögn er varðar ofangreint. Upplýst var á fundinum að næsti fundur stjórnar Dalbæjar er á mánudaginn og verður þetta mál þá tekið fyrir þar. Markmiðið er að hægt sé að taka tillögu að skipulagsskrá Dalbæjar fyrir á fundi sveitarstjórnar þann 18. desember n.k.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 889 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að rýna í meðfylgjandi gögn. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 30.11.2018, þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að reglugerð um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins um málefni sveitarfélaga. Í reglugerðinni er kveðið á um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra leggi fram tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga fyrir Alþingi, að minnsta kosti á þriggja ára fresti til fimmtán ára í senn. Í stefnumótandi áætlun skal jafnframt mörkuð aðgerðaáætlun til næstu fimm ára.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 889 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 341 frá 23.11.2018. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 889 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 2.12 201811146 Trúnaðarmál
  Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 889 Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 890, frá 13.12.2018

Málsnúmer 1812008FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður, sér liður á dagskrá.
3. liður, sér liður á dagskrá.
4. liður, sér liður á dagskrá.

 • Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 13:01 vegna vanhæfis.

  Á 39. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 5. desember 2018 var óskað eftir að sveitarstjóri óskaði eftir aðgengi að upplýsingum um úthlutun byggðakvóta og nýtingu í Dalvíkurbyggð.

  Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem bárust frá Fiskistofu.

  Fiskiveiðiárið 2015/2016 var heildarúthlutun 330 þorskígildistonn og eftirstöðvar 19,415 tonn.
  Fiskveiðiárið 2016/2017 var heildarúthlutun 374 þorskígildistonn og eftirstöðvar 32,788.
  Fiskveiðiárið 2017/2018 var heildarúthlutun 401 þorskiígildistonn og eftirstöðvar 82,792 tonn.

  Á fundinum var einnig upplýst að samkvæmt rafbréfi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þann 12. desember 2018 þá er leiðrétting á útreikningi byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019 þannig að úthlutun á Hauganes lækkar um 4 tonn.

  Úthlutun á Hauganes verður því 15 þorskígildistonn og óbreytt á Árskógssandi eða 240 þorskiígildistonn.

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 890 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 13:18.

  Á 889. fundi byggðaráðs þann 6. desember 2018 voru gjaldskrár vegna 2019 til umfjöllunar og afgreiðslu.

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi leiðrétt gjaldskrá vegna Vatnsveitu Dalvíkur 2019 vegna orðalags í 1. gr., þannig að það ákvæði verði áfram eins og gildir nú árið 2018.

  Fyrsta málsgrein í 1. gr. verði þá svohljóðandi:
  Vatnsgjald
  "Hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign ber að greiða af henni árlegt vatnsgjald til Vatnsveitu Dalvíkur og skal það vera eftirfarandi:"

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 890 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda breytingartillögu á gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkur 2019 og vísar henni til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti samantekt í samræmi við upplýsingar af vef Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna úthlutunar framlaga 2018 til Dalvíkurbyggðar.

  Gera má því ráð fyrir að áætlað framlag í fjárhagsáætlun 2018 hækki um 38.645.764 nettó, aðallega vegna hækkunar á þjónustuframlagi og framlagi vegna málefna fatlaðra.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 890 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 44 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 38.645.764 við deild 00100,áætluð hækkun tekna er mætt með hækkun á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2018 þar sem búið er að bæta við viðaukum samkvæmt málum 201811072, 201811071, 201811141, 20181142, 201812040 og leiðrétting á 201809107. Um er að ræða viðauka nr. 39-44 ásamt leiðréttingu á viðauka nr. 34.

  Áætluð niðurstaða Samantekið A- og B-hluta er fyrir árið 2018 kr. 158.127.000 og þar af A-hluti samtals kr. 114.658.000. Áætluð lántaka að upphæð 70 m.kr. vegna Eignasjóðs er tekin út og áætlaðar fjárfestingar eru kr. 291.690.000 og hafa lækkað um 6,4 m.kr. frá heildarviðauka III.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 890 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2018 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Á 887. fundi byggðaráðs þann 15. nóvember 2018 var meðal annars bókað:
  "Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir framvindu málsins og þeim breytingum sem hafa verið gerðar á starfslýsingum og verkefnum annars vegar hvað varðar íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og hins vegar hvað varðar umsjónarmann Íþróttamiðstöðvar. Markmiðið með þessum breytingum er að auka hlutverk og vægi íþrótta- og æskulýðsfulltrúa hvað varðar starf með ungmennum og verkefni félagsmiðstöðvar. Á móti mun umsjónarmaður Íþróttamiðstöðvar sjá um daglegan rekstur Íþróttamiðstöðvar. Á fundinum var kynnt starfslýsing Umsjónarmanns Íþróttamiðstöðvar.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að í framhaldi að ofangreindum breytingum að fá uppfærða starfslýsingu fyrir starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa."

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs uppfærð starfslýsing fyrir starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

  Til umræðu ofangreint.


  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 890 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 889. fundi byggðaráðs þann 6. desember s.l. var eftirfarandi bókað:

  "Á 874. fundi byggðaráðs þann 23. ágúst 2018 var samþykkt að fela KPMG áframhaldandi vinnu við skipulagsskrá fyrir Dalbæ og skráningu þannig að KPMG annist allt ferlið hvað varðar skráningu á Dalbæ sem sjálfseignarstofnun, m.a. alla skjalagerð, og gerð nýrra samþykkta fyrir Dalbæ. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar og yfirferðar gögn er varðar ofangreint. Upplýst var á fundinum að næsti fundur stjórnar Dalbæjar er á mánudaginn og verður þetta mál þá tekið fyrir þar. Markmiðið er að hægt sé að taka tillögu að skipulagsskrá Dalbæjar fyrir á fundi sveitarstjórnar þann 18. desember n.k.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að rýna í meðfylgjandi gögn. "

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi
  a) Tillaga að skipulagsskrá fyrir Dalbæ eftir yfirferð stjórnar Dalbæjar á fundi þann 10. desember s.l. með þeim ábendingum sem fram komu á fundinum.
  b) Tillaga að skipulagsskrá fyrir Dalbæ eftir yfirferð sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs með ábendingum sviðsstjóra.

  Ofangreindum ábendingum hefur verið komið á framfæri við KPMG til skoðunar.

  Stjórn Dalbæjar tók einnig fyrir á fundi sínum þann 10. desember s.l. önnur gögn í tengslum við skráningu Dalbæjar sem stjórnin þarf að ganga frá og fóru hjúkrunarframkvæmdastjóri og sviðsstjóri yfir þau skjöl á vinnufundi í gær.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 890 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir fundum ráðningarnefndar fyrir tímabilið 13. nóvember til 11. desember 2018 og þeim verkefnum sem unnið hefur verið að.

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 890 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 3.8 201812044 Trúnaðarmál
  Bókað í trúnaðarmálabók.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 890
 • 3.9 201811146 Trúnaðarmál
  Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 890
 • 3.10 201811021 Trúnaðarmál

  Bókað í trúnaðarmálabók.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 890
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 7. desember 2018, þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til umsagnar tillögu til þingsályktunar um áætlun fyrir árin 2019--2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess, 409. mál.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 890 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu er því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

4.Atvinnumála- og kynningarráð - 39, frá 05.12.2018

Málsnúmer 1811014FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður.
 • Undir þessum lið kom á fund Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, kl. 8.15.

  Á 888. fundi byggðaráðs þann 29.11.2018 var eftirfarandi bókað:
  "Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 09:10 vegna vanhæfis og tók ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu. Tekið fyrir bréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 23. nóvember 2018, þar sem vísað er til umsóknar sveitarfélagsins um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019. Niðurstaða úthlutunar er eftirfarandi: Hauganes 19 þorskígildistonn Árskógssandur 240 þorskígildistonn. Athygli bæjar- og sveitarstjórna er vakin á því að engar efnislegar breytingar hafa verið gerðar frá reglugerð síðasta fiskveiðiárs, aðrar en magntölur og dagsetningar hafa breyst. Engar efnislegar breytingar hafa verið gerðar á reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa aðrar en dagsetningar hafa breyst. Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 21. desember 2018. Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til atvinnumála-og kynningaráðs, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis. "

  Til umfjöllunar ofangreint og hvort leggja eigi til að gerð verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga.

  Atvinnumála- og kynningarráð - 39 Tryggvi Kristjánsson kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 8:52.
  Katrín vék af fundi kl. 8:52.

  Eftir að hafa farið yfir málið eru niðurstöður atvinnumála- og kynningarráðs um tillögur Dalvíkurbyggðar um breytingar á reglugerð nr.685/2018 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2018/2019 eftirfarandi:

  1. Viðmiðanir um úthlutun aflamarks.

  4. gr. breytist þannig að í stað þess að miðað sé við landaðan afla innan viðkomandi byggðarlags á tímabilinu 1. sep. 2017 til 31. ágúst 2018 verði miðað við landaðan afla innan sveitarfélags á sama tímabili.

  Rökstuðningur:
  Þessi ósk um breytingu á reglugerðinni byggir á því að bátar skráðir í byggðarlögum Dalvíkurbyggðar hafa þurft að landa afla til vinnslu í sveitarfélaginu til að uppfylla ákvæði um úthlutun byggðakvóta. Í einhverjum tilfellum hafa bátar landað þeim afla í því byggðarlagi þar sem vinnslan er, þó þeir séu ekki þar skráðir. Ekki er talið rétt að það vinni síðan gegn aðilum þegar kemur að úthlutun á byggðakvóta að nýju.


  2. Annað viðmið um úthlutun.

  Auk þeirrar breytingar sem fram kemur hér að ofan um 4. gr. breytist reglugerðin einnig þannig:
  30% af úthlutuðum byggðakvóta skiptist jafnt á alla þá báta úr viðkomandi byggðarlagi sem sækja byggðakvóta og uppfylla að öðru leyti ákvæði 1. gr.
  Ef einhver óskar eftir tilteknu magni kvóta, sem er minna en hann á rétt á samkvæmt þessu ákvæði, þá skiptast eftirstöðvar þess hluta byggðakvótans jafnt á milli hinna umsækjendanna.
  70% af því sem eftir stendur að þeirri úthlutun lokinni verði síðan úthlutað miðað við landaðan afla í sveitarfélaginu, þó ekki hærra en 35% af kvótaúthlutun miðað við landaðan afla hvers báts.

  Rökstuðningur:
  Rökin fyrir þessari breytingu eru einkum þau að löndunarreynsla báta í Dalvíkurbyggð er mjög mismunandi, m.a. vegna þess að að jafnaði hefur ekki komið byggðakvóti til Dalvíkur. Það þótti því rétt, að þessu sinni, að reyna að tryggja það að allir þeir sem sækja um byggðakvóta fái eitthvað í sinn hlut þó niðurstaðan verði sú að þeir sem eru með mestu löndunarreynslu fái meira á grundvelli þess.


  3. Vinnsluskylda í sveitarfélagi.

  Upphaf 6. gr. reglugerðar nr.685/2018 breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitafélagsins (í stað byggðarlaga). . . o.s.frv.

  Rökstuðningur:
  Þessi ósk um breytingu er sama efnis og undanfarin ár, þ.e. að í stað þess að fiskiskipum í Dalvíkurbyggð sé skylt að landa afla til vinnslu í því byggðarlagi sem þau eru skráð, þá sé þeim skylt að landa þessum afla til vinnslu í sveitarfélaginu. Þetta er vegna þess að ekki er fiskvinnsla í öllum byggðarlögum sveitarfélagsins þó þar sé úthlutað byggðakvóta og er til þess að byggðakvótinn nýtist sem best til að efla atvinnu í sveitarfélaginu.


  4. Undanþága frá tvöföldunarskyldu.

  Óskað er undanþágu frá tvöföldunarskyldunni, samkvæmt 6.grein reglugerðar, fyrir þau 30% sem úthlutað er jafnt samkvæmt 2. lið og 2. mgr. hér að ofan.

  Rökstuðningur:
  Þetta ákvæði er sett inn til að koma til móts við kvótalitlar útgerðir og til að efla nýliðun í greininni.


  5. Jöfn skipti verði heimil.

  Næsta ákvæði 6. gr. um skriflegan samning við fiskkaupanda um magn sem landað verður hjá viðkomandi vinnsluaðila, þar sem fram komi að vinnsluaðili skuldbindi sig til að vinna aflann, með áritun bæjar- eða sveitarstjórnar, breytist þannig að eftir þá setningu komi ný setning svohljóðandi: Þó eru vinnsluaðila heimil jöfn skipti á tegundum við annan vinnsluaðila og komi þá slík fyrirætlan fram í þeim samningi sem eigandi fiskiskips gerir við fiskkaupanda.

  Rökstuðningur:
  Þetta ákvæði hefur verið til umfjöllunar í atvinnumála- og kynningarráði. Fiskvinnslum hefur fækkað undanfarin ár. Eftir standa sérhæfðari fiskvinnslur og vinnsla Samherja sem er bundin stærðartakmörkunum og tegundatakmörkunum. Einnig smávinnsla á Hauganesi sem hefur takmarkaða vinnslu. Nefndarmenn sjá fyrir sér mikil tormerki á að vinnsla geti í öllum tilfellum tekið við blönduðum byggðakvótaafla án þess að eiga þess kost að skipta á tegundum við annan vinnsluaðila. Ekki hvað síst á þetta við um litlar vinnslur sem hafa sérhæft sig. Jöfn skipti hljóta því að stuðla að því að auðveldara verði að halda úti vinnslu í byggðarlaginu í stað þess að útgerðir þurfi að horfa til þess að selja aflann á fiskmarkaði sem væri þá eina leiðin til að losna við aflann ef jöfn skipti verða ekki leyfð.


  Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir ofangreint samhljóða með 5 atkvæðum.

  Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela sveitarstjóra að óska eftir aðgengi að upplýsingum um úthlutun byggðakvóta og nýtingu.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Guðmundur St. Jónsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu við umfjöllun og afgreiðslu á þessum lið og vék af fundi kl. 16:21..

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu Atvinnumála- og kynningarráðs að sérreglum Dalvíkurbyggðar hvað varðar úthlutun byggðakvóta, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
 • Á 38. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs þann 7. nóvember 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Upplýsingafulltrúi fór yfir stöðu verkefnsins. Þann 16. og 17. október fóru fram upptökur vegna kynningarmyndbandsins. Alls komu 11 aðilar í upptökur. Stefnt er að því að myndböndin verði tilbúin undir mánaðarmót nóvember/desember.
  Til kynningar. "

  Með fundarboði ráðsins fylgdi drög að fyrsta myndbandinu.

  Þjónustu- og upplýsingafulltrúi upplýsti á fundinum að gert er ráð fyrir að myndböndin verði öll tilbúin til sýningar í næstu viku. Gert er ráð fyrir frumsýningu þann 16. desember n.k. í 20 ára afmæliskaffi Dalvíkurbyggðar.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 39 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:22.

  Lagt fram til kynningar.
 • Á 38. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs þann 7. nóvember 2018 var samþykkt að stefna að því að halda 20 ára afmæliskaffi Dalvíkurbyggðar sunnudaginn 9. desember 2018 kl. 14-16 og upplýsingafulltrúa var falið að kanna hvort að salurinn í Bergi sé laus.

  Þjónustu- og upplýsingafulltrúi gerði grein fyrir að niðurstaðan er sunnudagurinn 16. desember n.k. vegna annarra viðburða í sveitarfélaginu frá kl. 14:30 - kl. 16:30.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 39 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 38. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs þann 7. nóvember 2018 var samþykkt að halda opinn vinnufund um aðgerðahluta Atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar og var sá fundur haldinn þriðjudaginn 27. nóvember s.l. frá kl. 14 - 16. Þátttaka fulltrúa úr atvinnulífinu var með ágætum og er þeim sem höfðu færi á að mæta og leggja lóð á vogarskálarnar þakkað fyrir mætinguna.

  Með fundarboði ráðsins fylgdi samantekt tveggja vinnuhópa um drög að aðgerðaáætluninni og á fundinum var farið yfir þær samantektir.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 39 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela Þjónustu- og upplýsingafulltrúa að vinna áfram að aðgerðaáætluninni að teknu tilliti til niðurstaðna vinnuhópanna ásamt tillögum ráðsins að afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

5.Félagsmálaráð - 224, frá 11.12.2018

Málsnúmer 1812006FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður.
 • 5.1 201812036 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál - 201812036 Félagsmálaráð - 224 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 5.2 201812022 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál - 201812022
  Bókað í trúnaðarmálabók
  Félagsmálaráð - 224 Bókað í trúnaðarmálabók
 • Tekið var fyrir rafbréf frá Fjölskylduhjálp Íslands dags. 6.desember 2018 þar sem óskað er eftir fjárstuðningi Dalvíkurbyggðar vegna jólasöfnunar fyrir Fjölskylduhjálp Íslands 2018. FÍ eru hjálparsamtök sem hafa að leiðarljósi að hjálpa þeim sem minna mega sín og eru skjólstæðingar FÍ öryrkjar, einstæðir foreldrar, fjölskyldur með lágar tekjur, eldri borgarar, fólk án atvinnu og heimilislaust fólk. Veitt er neyðaraðstoð (mataraðstoð) alla virka daga í Reykjavík og Reykjanesbæ. Einnig úthluta þau fatnaði á börn og fullorðna, búsáhöldum og notuðum leikföngum. Fjölskylduhjálp leitar eftir frjálsu framlagi til kaupa á matvælum fyrir skjólstæðinga sína. Félagsmálaráð - 224 Félagsmálaráð sér ekki ástæðu til að styrkja Fjölskylduhjálp Íslands þar sem búið er að styrkja Mæðrastyrksnefnd á Akureyri. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs.
 • 5.4 201812031 Fyrstu skrefin
  Tekið var fyrir rafbréf frá Fjölmenningarsetrinu og Velferðaráðuneytinu í umboði innflytjendaráðs dags. 6.desember sl. varðandi útgáfu bæklingsins "Fyrstu skrefin" sem fjallar um helstu atriði sem fólk þarf að hafa í huga þegar sest er að á Íslandi, eins og heilsugæslu, hátíðar- og frídaga, akstur, lögheimilisskráningu og kennitölur, dvalar- og atvinnuleyfi utan EES auk réttinda á vinnumarkaði svo eitthvað sé nefnt. Bæklingurinn er komin út og er á 9 tungumálum. Hægt er að fá prentuð eintök sem og rafræn á vefsíðu Fjölmenningarseturs. Bæklingurinn er gjaldfrjáls. Félagsmálaráð - 224 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekin voru fyrir drög að endurskoðun á stefnu Dalvíkurbyggðar um málefni aldraðra. Félagsmálaráð - 224 Félagsmálaráð vísar drögum um málefni aldraða til umsagnar félags aldraðra í Dalvíkurbyggð og stjórnenda Dalbæjar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi sem vísað er úr Byggðarráði, 888. fundi dags 4.12.2018.

  Bókun byggðarráðs er eftirfarandi: Tekið fyrir erindi frá Varasjóði húsnæðismála dags. 14.11.2018 þar sem fram koma niðurstöður úr könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2017.
  Varasjóður húsnæðismála, í samvinnu við velferðarráðuneytið og forvera þess, hefur frá árinu 2004 gert árlega könnun á stöðu leiguíbúða hjá sveitarfélögum. Könnunin hefur tekið miklum breytingum frá því að henni var fyrst ýtt úr vör t.d. hefur spurningum fjölgað úr tíu í tæplega 60.
  Tilgangur könnunarinnar hefur verið að fylgjast með framvindu og breytingum á stöðu leiguíbúða en upplýsingar hafa meðal annars komið að notum við stefnumótun stjórnvalda í húsnæðismálum.
  Könnun vegna ársins 2017 var gerð í maí síðastliðnum. Alls bárust svör frá 44 sveitarfélögum, eða 59,5% þeirra. Í þessum sveitarfélögum bjuggu 89,8% landsmanna, sem er nokkru lægra hlutfall en raunin var í könnun ársins 2016, sem náði til 98,2% landsmanna.

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri könnun til félagsmálaráðs sem og til vinnuhóps um húsnæðismál sveitarfélagsins til yfirferðar.


  Félagsmálaráð - 224 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar.

6.Fræðsluráð - 232, frá 12.12.2018

Málsnúmer 1812007FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður.
 • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, lagði fram fjárhagslegt stöðumat á málaflokk 04 - janúar til og með nóvember 2018. Einnig lagði hann fram hugmyndir um að fjárhagslegt stöðumat á málaflokk 04- verði framvegis kynnt ársfjórðungslega. Fræðsluráð - 232 Lagt fram til kynningar og umræðu.
  Fræðsluráð samþykkir að fjárhagslegt stöðumat á málaflokk 04 verði lagt fram ársfjórðungslega hér eftir.
  Niðurstaða þessa fundar Hafnað Bókun fundar Til máls tóku:
  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
  Katrín Sigurjónsdóttir.

  Sveitarstjórn hafnar ofangreindri tillögu fræðsluráðs með 7 atkvæðum.
  Í samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar sem staðfest var síðast af sveitarstjórn þann 21.03.2017 kemur fram að staða starfs- og fjárhagsáætlana skal vera reglulega til umfjöllunar á fundum fagráða og nefnda, helst mánaðarlega og/eða á hverjum fundi.


 • Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir og Arna Arngrímsdóttir mættu til fundar kl.08:20.

  Niðurstöður úr könnun Vinnuverndar sem lögð var fyrir starfsfólk í nóvember 2018 fylgdu fundarboði.
  Fræðsluráð - 232 Lagt fram til kynningar og umræðu.
  Fræðsluráð óskar eftir að málið verði tekið aftur upp þegar að greiningu á niðurstöðum er lokið.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 6.3 201812026 Trúnaðarmál
  Fræðsluráð - 232 Bókað í trúnaðarmálabók.
 • 6.4 201812027 Trúnaðarmál
  Fræðsluráð - 232 Bókað í trúnaðarmálabók.
 • 6.5 201812028 Trúnaðarmál
  Fræðsluráð - 232 Bókað í trúnaðarmálabók.

  Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir og Arna Arngrímsdóttir fóru af fundi kl. 9:00
 • Gísli Bjarnason, Guðríður Sveinsdóttir og Jónína Garðarsdóttir mættu til fundar kl. 9:00,

  Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla fór yfir fundargerðir fagráðs frá 12/11 og 26/11.
  Fræðsluráð - 232 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Farið yfir drög að viðbrögðum við ófullnægjandi skólasókn sem fylgdu fundarboði ásamt samantekt frá kennurum varðandi ábendingar og athugasemdir. Fræðsluráð - 232 Lagt fram til kynningar og umræðu.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Ósk um ráðningu vegna stuðnings/sérkennslu í 62,5% stöðu við Kötlukot. Með fundarboði fylgdi minnisblað frá Jónínu Garðarsdóttur skólastjóra Árskógarskóla, niðurstaða ráðningarnefndar og fylgiskjal með minnisblaði bókað í trúnaðarmálabók. Fræðsluráð - 232 Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að vísa málinu til byggðaráðs í byrjun janúar 2019.
  Fræðsluráð þakkar öllum aðilum máls fyrir góða vinnu.
  Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Til máls tóku:
  Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs strax til umfjöllunar.

  Þórhalla Karlsdóttir.
  Guðmundur St. Jónsson.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindu máli til byggðaráðs inn á næsta fund.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar.

7.Íþrótta- og æskulýðsráð - 105, frá 04.12.2018

Málsnúmer 1811015FVakta málsnúmer

 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 105 Tekið fyrir rafpóstur frá foreldraráði Árskógarskóla, þar sem það óskar eftir því að koma því á framfæri við Íþrótta og æskulýðsráð að þegar verið er að skipuleggja æfingatíma í öllum tómstundum ásamt þeim skemmtunum sem félagsmiðstöðin býður uppá fyrir börnin í sveitarfélaginu að passað sé upp á að horfa á allt sveitarfélagið í heild en ekki bara miða við Dalvíkurskóla.
  Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hafði þegar svarað erindinu og er honum falið að vinna þetta áfram í samvinnu við foreldrafélagið.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:
  Þórhalla Karlsdóttir varðandi fundargerðina í heild sinni.

  Lagt fram til kynningar.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 105 Farið yfir stöðuna á verkefninu Heilsueflandi samfélag. Það er skilningur Embætti Landlæknis að ekki þurfi að gera nýjan samning. Eldri samningur framlengist á meðan samningsaðilar segja honum ekki upp. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 105 Teknar voru fyrir umsóknir í afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs Dalvíkurbyggðar vegna ársins 2018. Styrkirnir verða afhentir á hátíðarfundi ráðsins 17. janúar næstkomandi.

  a) Harpa Hrönn Sigurðardóttir
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Hörpu Hrönn um kr. 75.000.- og vísar því á lið 06-80.

  b) Rebekka Lind Aðalsteinsdóttir
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Rebekku Lind um kr. 30.000.- og vísar því á lið 06-80.

  c) Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Lovísu Rut um kr. 30.000.- og vísar því á lið 06-80.

  d) Hjörleifur H Sveinbjarnarson
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Hjörleif um kr. 30.000.- og vísar því á lið 06-80.

  e) Amalía Nanna Júlíusdóttir
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Amelíu Nönnu um kr. 30.000.- og vísar því á lið 06-80.

  f) Arnór Snær Guðmundsson
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Arnór Snæ um kr. 75.000.- og vísar því á lið 06-80.

  g) Agnes Fjóla Flosadóttir
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Agnesi Fjólu um kr. 30.000.- og vísar því á lið 06-80.

  h) Gunnlaugur Rafn Ingvarsson
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Gunnlaug Rafn um kr. 75.000.- og vísar því á lið 06-80.

  i) Svavar Örn Hreiðarsson
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Svavar Örn um kr. 30.000.- og vísar því á lið 06-80.

  j) Guðni Berg Einarsson
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Guðna Berg um kr. 75.000.- og vísar því á lið 06-80.

  k) Ingvi Örn Friðriksson
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Ingva Örn um kr. 150.000.- og vísar því á lið 06-80.

  l) Amanda Guðrún Bjarnadóttir
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Amöndu Guðrúnu um kr. 150.000.- og vísar því á lið 06-80.

  m) Viktor Hugi Júlíusson
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Viktor Huga um kr. 75.000.- og vísar því á lið 06-80.

  n) Skíðafélag Dalvíkur - Allir læra skíði
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja skíðafélagið um kr. 100.000.- og vísar því á lið 06-80.

  o) Skíðafélag Dalvíkur - Snjór um víða veröld
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Skíðafélagið um kr. 45.000.- og vísar því á lið 06-80.

  p) Hestamannafélagið Hringur
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Hestamannafélagið um kr. 250.000.- og vísar því á lið 06-80.

  r) Knattspyrnudeild Dalvík/Reynir
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Knattspyrnudeildina um kr. 250.000.- og vísar því á lið 06-80.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. Eru því allir liðir hennar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

8.Landbúnaðarráð - 123, frá 13.12.2018

Málsnúmer 1812002FVakta málsnúmer

Til afgreiðlu:
1. liður.
 • Með innsendu erindi dags. 26. nóvember 2018 óskar Freydís Dana Sigurðardóttir eftir búfjárleyfi fyrir 12. hross samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Landbúnaðarráð - 123 Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að ganga frá búfjárleyfi fyrir 12 hross.
  Samþykkt með fjórum atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs um búfjárleyfi.
 • Til umræðu endurskoðun á samþykkt um hundahald í Dalvíkurbyggð frá 2013 Landbúnaðarráð - 123 Ráðið felur sviðsstjóra að útbúa drög að breytingum á samþykktinni fyrir næsta fund ráðsins. Ráðið leggur áherslu á að húsnæði sem ekki tilheyrir búrekstri og er til útleigu falli undir sömu kvaðir og húsnæði í þéttbýli, þar sem fram kemur í gr. 2 að hámarksfjöldi hunda eru tveir. Sama á við um íbúðahúsalóðir í dreifbýli. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lögð fram til kynningar fundargerð fjallskilanefndar Svarfdæladeildar frá 21. ágúst 2018.
  Tekin til umræðu fundargerð fjallskiladeildar Dalvíkurdeildar frá 29. ágúst 2018. Undir þessum lið kom inn á fundinn kl. 10:05 fjallskilastjóri Dalvíkurdeildar Sigurbjörg Einarsdóttir.
  Landbúnaðarráð - 123 Sigurbjörg vék af fundi kl. 11:38
  Ráðið gerir ekki athugasemdir við fundargerð Svarfdæladeildar.
  Ráðið þakkar Sigurbjörgu fyrir umræðurnar og leggur áherslu á að klára samkomulag um fyrirkomulag gangaskila í Dalvíkurdeild.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til umræðu samantekt á kostnaði við endurnýjun fjallgirðingar. Landbúnaðarráð - 123 Umræðu frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

9.Menningarráð - 70, frá 06.12.2018

Málsnúmer 1811013FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður.
 • Styrkveiting menningarráðs til sóknarnefndar Dalvíkurkirkju 2019 Menningarráð - 70 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti greinargerðir frá Leikfélagi Dalvíkur og Gísla,Eirík,Helga um afnot á Ungó 2018 til 2019. Menningarráð - 70 Lagt fram til kynningar. Sviðsstjóra falið að framlengja leigusamninga við Leikfélag Dalvíkur og Gísla,Eirík,Helga ehf. til eins árs. Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Til máls tóku:
  Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að ofangreindu máli verði vísað til umfjöllunar byggðaráðs.

  Guðmundur St. Jónsson.
  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar.
 • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að kanna möguleika á styrkjum til þess að vinna og safna saman heimildum um sögu sjávarútvegs í Dalvíkurbyggð, bæði skriflegar og munnlegar heimildir.
  Menningarráð - 70 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Erindi frá Írisi Hauksdóttur um breytingu á styrk frá menningar- og viðurkenningarsjóði vegna söngnámskeiðs fyrir börn sumarið 2018. Menningarráð - 70 Í 5.gr. vinnureglna Menningarráðs vegna úthlutunar styrkja af framlagi til menningarmála segir "Verkefni/atburðir skulu eiga sér stað á almannaksárinu sem stykrveiting fer fram." í ljósi þessa er beiðni um að færa námskeið í söng fyrir börn fram á árið 2019 hafnað og umsækjanda bent á að hann getur sótt um að nýju þegar opnað verður fyrir styrkumsóknir í febrúar 2019. Styrkveiting til jólatónleikahalds er óbreytt svo fremi sem jólatónleikar verða haldnir. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti fjármálastöðu málaflokks 05 eins og hún var 31. nóvember 2018. Menningarráð - 70 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Staðan á gamla skólanum. Menningarráð - 70 Menningarráð fór yfir hugmyndir um nýtingu gamla skólans og útkomuna úr íbúakönnun um framtíðarnýtingu á húsnæðinu og telur nauðsynlegt að dagsetning á íbúafundi verði ákveðin sem fyrst og auglýst. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tóku:
  Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að fært verði eftirfarandi til bókar:

  Sveitarstjórn upplýsir að byggðaráð samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 17. október s.l. að stefnt verði að íbúafundurinn um Gamla skóla verði í febrúar 2019.

  Þórhalla Karlsdóttir.
  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

  Lagt fram til kynningar.


  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar.

10.Umhverfisráð - 313; frá 14.12.2018

Málsnúmer 1812005FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
7. liður; sér liður á dagskrá.
12. liður.
 • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingu á byggingarreglugerð. Megintilefnið eru orkuskipti í samgöngum og þær breytingar sem samþykktar voru síðastliðið vor á lögum um mannvirki hvað varðar stjórnsýslu mannvirkjamála. Umhverfisráð - 313 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tl umræðu innsent erindi frá Birni Má Björnssyni og Níelsi Kristni Benjamínssyni dags. 4. desember 2018 þar sem skorað er á skipulagsyfirvöld að taka til endurskoðunar gildandi skipulag við Mýrargötu. Umhverfisráð - 313 Ráðið vísar erindinu til endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem hefst á árinu 2019. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til kynningar fundargerð frá samráðsfundi með umdæmisskrifstofu Vegagerðarinnar þann 23. nóvember síðastliðinn. Umhverfisráð - 313 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til kynninga og umræðu klippikort og kynningargögn vegna breytinga á móttöku á sorpi á móttökustöðinni við Sandskeið. Umhverfisráð - 313 Ráðið gerir ekki athugasemdir við að kynningargögn verði send út með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
  Lögð er áhersla á að ásamt dreifibréfi verði auglýst í staðarblaði, samfélagsmiðlum og heimasíðu.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til kynningar fundargerð almannavarnarnefndar Eyjafjarðar frá 1. nóvember 2018 Umhverfisráð - 313 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 10.6 201811065 Fundargerðir stjórnar
  Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar flokkunar Eyjafjarðar frá 7. nóvember 2018 Umhverfisráð - 313 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til kynningar og umræðu gjaldskrá slökkviliðs Dalvíkur 2019 Umhverfisráð - 313 Ráðið gerir ekki athugasemdir við framlagða gjaldskrá slökkviliðs Dalvíkur.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Á 311. fundi umhverfisráðs þann 19. október 2018 var eftirfarandi bókað " Umhverfisráð óskar eftir lista frá umhverfisstjóra yfir forgangsröðun verkefna fyrir árið 2019 miðað við þá fjármuni sem ætlaðir eru í Friðlandið. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum." Umhverfisráð - 313 Frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Landsnet vinnur að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar fyrir tímabilið 2019-2028, sem er ætlað að gefa heildarsýn yfir þróun flutningskerfis raforku á næstu árum. Landsnet mun vinna umhverfismat fyrir kerfisáætlun í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Landsnet kynnir hér með verkefnis- og matslýsingu áætlunarinnar með von um að sem flestir kynni sér efni hennar. Í verkefnis- og matslýsingu er m.a. gerð grein fyrir:

  - Meginforsendum kerfisáætlunar.
  - Efnistökum umhverfisskýrslu.
  - Hverjir eru helstu áhrifaþættir áætlunarinnar.
  - Hverjir eru helstu umhverfisþættir sem kunna að verða fyrir áhrifum.
  - Valkostum til skoðunar.
  - Gögnum sem lögð verða til grundvallar.
  - Matsspurningum og viðmiðum við mat á
  vægi og umfangi umhverfisáhrifa.

  Verkefnis- og matslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Landsnets www.landsnet.is. Ábendingar og athugasemdir við verkefnis- og matslýsinguna skal senda til Landsnets á póstfangið landsnet@landsnet.is eða á heimilisfangið Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, merkt athugasemdir við verkefnis- og matslýsingu kerfisáætlunar.

  Landsnet vonar að sem flestir kynni sér matslýsinguna. Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við matslýsinguna er til og með 19. desember 2018.
  Umhverfisráð - 313 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Með innsendu erindi dags. 29. nóvember 2018 ósk þeir Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson og Haukur Bermann Gunnarsson eftir lóð fyrir verbúð á Hauganesi samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 313 Ráðið getur að svo stöddu ekki afgreitt umsóknina þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu. Á starfsáætlun 2019 er gert ráð fyrir að deiliskipuleggja svæðið og er því erindinu vísað áfram til þeirrar vinnu.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til umræðu staða hreinsunarátaks ofl. Undir þessum lið kom inn á fundinn Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri kl.09:40 Umhverfisráð - 313 Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri kom inn á fundinn kl. 10:15 og vék af fundi 10:25
  Valur vék af fundi k. 10:34.
  Valur upplýsti um stöðu verkefnisins og hvað aðilar fengu ítrekunarbréf.
  Ákveðið að Valur hafi samband við þá aðila sem ekki hafa brugðist við ábendingum á fullnægjandi hátt.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til afgreiðslu umsókn dags. 12. desember 2018 frá Friðrik Þórarinssyni um framkvæmdarleyfi vegna 4.000 m3 malartöku í landi Grundar, Svarfaðardal Umhverfisráð - 313 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Ráðið felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn Fiskistofu.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um framkvæmdaleyfi vegna malartöku í landi Grundar, Svarfaðardal.
 • Til umræðu innsent erindi frá íbúasamtökunum á Árskógssandi frá 12. desember 2018. Umhverfisráð - 313 Ráðið þakkar íbúasamtökunum fyrir ábendinguna og ráðið felur umhverfisstjóra að ræða moksturinn við verktakann og ítreka hvernig honum skal háttað.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar.

11.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 81, frá 05.12.2018

Málsnúmer 1812001FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
7. liður.
 • Fyrir fundinum lá fundargerð 407. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var miðvikudaginn 24. október 2018 kl. 12:00. Fundurinn var haldinn í Hlaðbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 81 Lögð fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Fyrir fundinum lá fundargerð 408. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var föstudaginn 23. nóvember 2018 kl. 11:00. Fundurinn var haldinn í Hlaðbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 81 Lögð fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Sveitarstjóri sendi bréf sem dagsett er 12. september 2018, til Samgönguráðs og ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnar en efni þess var "Beiðni um leiðréttingu á mótframlagi vegna hafnaframkvæmda á Dalvík".

  Í inngangi bréfsins segir „Þann 26.apríl 2016 ritaði Dalvíkurbyggð Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis bréf og óskaði eftir að framkvæmdir vegna gerðar nýs viðlegukants í Dalvíkurhöfn kæmust á samgönguáætlun. Í bréfinu var mynd af framkvæmdunum og kostnaðargreining verkþátta upp á 469,1 milj.kr., af því 60% þátttaka ríkisins um 227 milj.kr. Framkvæmdinni var skipt upp á 3 ár, 2016-2018.

  Í samgönguáætlun fyrir árin 2016-2018 í kafla um hafnarframkvæmdir kemur fram að nefndin leggur til að framkvæmdir við höfnina á Dalvík verði í áætluninni en fyrir nefndinni kom fram að úthlutað yrði lóð undir fiskvinnsluhús við höfnina sem muni hafa mikil áhrif á atvinnumál bæjarins.

  Í samantekt á breytingartillögum nefndarinnar var lagt til að til hafnarinnar á Dalvík yrði veitt 4,4 millj. kr. árið 2016, 132,6 millj. kr. árið 2017 og 90 millj. kr. árið 2018. Samtals voru þetta 227 miljónir eða 60% af heildaráætlun framkvæmdanna, samhljóða ósk Dalvíkurbyggðar.“ Ennfremur segir:

  "Framkvæmdir við verkið fóru fram samkvæmt áætlunum og undir eftirliti og stjórn Siglingasviðs Vegagerðarinnar. Löngu eftir að verk var hafið kom fyrst fram af hendi Siglingasviðsins að Vegagerðin myndi ekki taka þátt í endurgreiðslu vegna verkþátts „Tilflutningur á brimvörn, ytri mannvirkjum“. Rökin væru þau að verið væri að flytja til varnargarð sem þegar væri til staðar. Þetta koma aldrei fram í ferlinu fram að því og enginn fyrirvari af hendi ríkisins að það stæði ekki við sinn hlut verksins að fullu. Þetta hefur sett fjárhagsáætlun vegna verksins á hliðina og jafnframt fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins og lántökuþörf.

  Dalvíkurbyggð óskar hér með eftir leiðréttingu á mótframlagi vegna hafnaframkvæmda á Dalvík. Óskað er eftir því að Vegagerðin standi við sitt fjárframlag í verkið eins og gert var ráð fyrir í upphafi, þ.e. 60% af kostnaði við verkþætti 1 og 2 skv. framlögðum reikningum samþykktum af Vegagerð. Samtals kr. 42.642.969 sbr. sundurliðun hér að ofan.“

  Ráðherra framsendi framangreint bréf til Vegagerðar ríkisins sem svarar því með bréfi sem er dagsett 2. október 2018 en ber móttökustimpil 11. nóvember 2018.

  Í framangreindu bréfi frá Vegagerðinni er lagt til að fundað verði um viðbótarkröfu verktaka.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 81 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að fela formanni, sveitarstjóra og sviðsstjóra að fylgja málinu eftir hjá viðeigandi stjórnvaldi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur tekið saman yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga, skv. 1. mgr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Yfirlitinu er ætlað til leiðbeiningar fyrir sveitarfélög við stefnumótun og áætlanagerð ásamt því að auðvelda umræðu og yfirsýn yfir skyldur og hlutverk sveitarfélaga. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 81 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Landsnet vinnur að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar fyrir tímabilið 2019-2028, sem er ætlað að gefa heildarsýn yfir þróun flutningskerfis raforku á næstu árum. Landsnet mun vinna umhverfismat fyrir kerfisáætlun í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Landsnet kynnir hér með verkefnis- og matslýsingu áætlunarinnar með von um að sem flestir kynni sér efni hennar. Í verkefnis- og matslýsingu er m.a. gerð grein fyrir:

  - Meginforsendum kerfisáætlunar.
  - Efnistökum umhverfisskýrslu.
  - Hverjir eru helstu áhrifaþættir áætlunarinnar.
  - Hverjir eru helstu umhverfisþættir sem kunna að verða fyrir áhrifum.
  - Valkostum til skoðunar.
  - Gögnum sem lögð verða til grundvallar.
  - Matsspurningum og viðmiðum við mat á
  vægi og umfangi umhverfisáhrifa.

  Verkefnis- og matslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Landsnets www.landsnet.is. Ábendingar og athugasemdir við verkefnis- og matslýsinguna skal senda til Landsnets á póstfangið landsnet@landsnet.is eða á heimilisfangið Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, merkt athugasemdir við verkefnis- og matslýsingu kerfisáætlunar.

  Landsnet vonar að sem flestir kynni sér matslýsinguna. Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við matslýsinguna er til og með 19. desember 2018.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 81 Lögð fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á stjónarfundi hafnasambandsins sem haldinn var 23. nóvember sl. var fjallað um ályktun hafnasambandsþings um umhverfsmál og landtengingar. Á fundinum lagði Gísli Gíslason formaður hafnasambandsins fram minnisblað um stöðu landtenginga sem ákveðið var að senda á aðildarhafnir til upplýsingar.

  Þessu minnisblaði er hér með komið á framfæri.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 81 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Fyrir fundinum liggur útreikningur á jöfnun húshitunarkostnaðar fyrir árið 2018. Í honum er tekið tillit til breytinga á gjaldskrám veitufyrirtækja og er gjaldið nú 229,19 kr/m3 húss. Heildarkostnaður Hitaveitu Dalvíkur er því um kr. 2.474.330,-. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 81 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagðan útreikning. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tóku:
  Katrín Sigurjónsdóttir.
  Guðmundur St. Jónsson.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um jöfnun húshitunarkostnað 2018 og felur sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að yfirfara úthlutunina í samræmi við reglur sveitarfélagsins.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru lagðir fram til kynningar.

12.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 17

Málsnúmer 1811011FVakta málsnúmer

Til kynningar.
 • 12.1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
  Á 16. fundi stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses þann 29. október 2018 var meðal annars bókað eftirfarandi:
  "Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Ágústi Hafsteinssyni hjá Form ráðgjöf áframhaldandi vinnu að samningagerð við Kötlu ehf. með því markmiði að stjórnin taki til umfjöllunar á næsta fundi drög að samningi við Kötlu ehf. um verkið."

  Á fundinum var farið yfir stöðu mála hvað varðar ofangreint og upplýsingar frá Form ráðgjöf ásamt samningsdrögum við Kötlu ehf.

  Ágúst Hafsteinsson kom inn á fundinn kl. 10:17 í gegnum síma þar sem til umræðu var ofangreint. Ágúst vék af fundi kl. 10:30.

  Jón Ingi Sveinsson frá Kötlu ehf. kom inn á fundinn kl. 10:57 þar sem farið var yfir nokkur útistandandi atriði í tengslum við verkið og samningagerðina.

  Jón Ingi vék af fundi kl. 11:20.


  Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 17 a) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Berki Þór Ottóssyni að senda minnispunkta af fundinum eftir fund með Jóni Inga Sveinssyni frá Kötlu ehf. og senda á Ágúst Hafsteinsson hjá Form Ráðgjöf ehf. til upplýsingar og skoðunar.
  b) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir við Kötlu ehf. að það muni liggja fyrir svar frá Kötlu ehf varðandi verksamning fyrir mánudaginn 3. desember 2018 þannig að það liggi sem fyrst fyrir niðurstaða um hvort að samningar muni nást.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:
  Jóni Ingi Sveinsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað varðar 12. og 13. lið á dagskrá og vék af fundi kl. 16:44.

  Lagt fram til kynningar.
 • 12.2 201810099 Fjármögnun framkvæmda og rekstrarform
  Á 16. fundi stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses þann 29. október s.l. var framkvæmdastjóra félagsins falið að fylgja eftir möguleikum á lánveitingum til dæmis frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.

  Guðrún Pálína gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað á milli funda frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

  Til umræðu ofangreint.
  Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 17 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra að senda erindi til Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem óskað verði eftir svari frá sjóðnum um hvort að félagið eigi möguleika á lánafyrirgreiðslu þar sem um er að ræða húsnæðisjálfseignarstofnun en félagið starfi samt í umboði sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina.

13.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 18

Málsnúmer 1812004FVakta málsnúmer

Til kynningar.
 • 13.1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
  Á 17. fundi stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses þann 22.11.2018 var eftirfarandi bókað:
  "Á 16. fundi stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses þann 29. október 2018 var meðal annars bókað eftirfarandi:
  "Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Ágústi Hafsteinssyni hjá Form ráðgjöf áframhaldandi vinnu að samningagerð við Kötlu ehf. með því markmiði að stjórnin taki til umfjöllunar á næsta fundi drög að samningi við Kötlu ehf. um verkið."

  Á fundinum var farið yfir stöðu mála hvað varðar ofangreint og upplýsingar frá Form ráðgjöf ásamt samningsdrögum við Kötlu ehf.

  Ágúst Hafsteinsson kom inn á fundinn kl. 10:17 í gegnum síma þar sem til umræðu var ofangreint. Ágúst vék af fundi kl. 10:30.

  Jón Ingi Sveinsson frá Kötlu ehf. kom inn á fundinn kl. 10:57 þar sem farið var yfir nokkur útistandandi atriði í tengslum við verkið og samningagerðina.

  Jón Ingi vék af fundi kl. 11:20.

  a) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Berki Þór Ottóssyni að senda minnispunkta af fundinum eftir fund með Jóni Inga Sveinssyni frá Kötlu ehf. og senda á Ágúst Hafsteinsson hjá Form Ráðgjöf ehf. til upplýsingar og skoðunar.
  b) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir við Kötlu ehf. að það muni liggja fyrir svar frá Kötlu ehf varðandi verksamning fyrir mánudaginn 3. desember 2018 þannig að það liggi sem fyrst fyrir niðurstaða um hvort að samningar muni nást."

  Til umfjöllunar ofangreint og þær upplýsingar og gögn sem hafa borist á milli funda.
  Rætt var við Árna Pálsson, lögmann hjá PACTA, annars vegar og hins vegar Ágúst Hafsteinsson, hjá Form Ráðgjöf ehf., í gegnum síma vegna ráðgjafar við samningagerð.


  Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 18 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum drög að minnispunktum til að senda Kötlu ehf. og að óska svara innan ákveðins tímafrests við þeim spurningum sem lagðar fram af stjórn í samvinnu við From Ráðgjöf ehf. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina.

14.Frá stjórn Dalbæjar; fundargerð stjórnar frá 10.12.2018

Málsnúmer 201806017Vakta málsnúmer

Jóni Ingi Sveinsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:45.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

15.Gjaldskrár Dalvíkurbyggðar 2019

Málsnúmer 201808068Vakta málsnúmer

1) Á 889. fundi byggðaráðs þann 29.11.2018 voru eftirtaldar tillögur að gjaldskrám til umfjöllunar og afgreiðslu og byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi gjaldskrár og vísaði þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar:

a) Vatnsveitu Dalvíkur b) Útleigu verbúða c) Hafnasjóð d) Fráveitu Dalvíkurbyggðar e) Búfjárhald og lausaganga búfjár f) Slökkvilið Dalvíkur g) Sorphirðu h) Byggingarfulltrúa i) Upprekstur á búfé j) Leigulönd k) Refaveiðar l) Kattahald m) Fjallskil o) Hundahald

2) Á 890. fundi byggðaráðs þann 06.12.2018 voru eftirtaldar tillögur að gjaldskrám til umfjöllunar og afgreiðslu og byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi gjaldskrár og vísaði þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar:

a) Árskógur félagsheimili. b) Bóka- og héraðsskjalasafn. c) Byggðasafnið Hvoll. d) Dalvíkurskóli. e) Frístund. f) Skólamatur. g) Mjólkuráskrift. h) Leikskólar. i) Tónlistarskólinn á Tröllaskaga. j) Íþróttamiðstöð. k) Félagsmiðstöðin Týr. l) Reglur um útleigu á Íþróttamiðstöð fyrir aðra starfsemi en íþróttaviðburði ásamt gjaldskrá. m) Heimilsþjónustu. n) Lengd viðvera. o) Dagmæður, leiðbeinandi gjaldskrá.

3) Á 891. fundi byggðaráðs þann 13.12.2018 var eftirtalin tillaga að gjaldskrá til umfjöllunar og afgreiðslu og samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá og vísaði henni til afgreiðslu sveitarstjórnar:

a) Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkur, leiðrétting á orðalagi í 1. gr. og verði svo hljóðandi:
"Vatnsgjald "Hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign ber að greiða af henni árlegt vatnsgjald til Vatnsveitu Dalvíkur og skal það vera eftirfarandi."

4) Á 313. fundi umhverfisráðs þann 14.12.2018 var gjaldskrá Slökkviliðs Dalvíkur samþykkt með 5 atkvæðum.

Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson, sem leggur fram eftirfarandi breytingu á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar er varðar 5.fl.: Aflagjald.
Fellt út: Heimilt er að semja sérstaklega við stórnotendur.
Inn komi í staðinn: Þeir viðskiptavinir Hafnasjóðs Dalvíkur sem landa meira en 15.000 tonnum á ári greiða 1,27% aflagjald af ferskum fiski. Miðað er við heildarafla ársins á undan.

Katrín Sigurjónsdóttir.
Jón Ingi Sveinsson.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar tillögur að gjaldskrám Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2019 eins og þær liggja fyrir með breytingartillögu Guðmundur St. Jónssonar hvað varðar gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar.

16.Fasteignaálagning 2019; tillaga

Málsnúmer 201806121Vakta málsnúmer

Á 889. fundi byggðaráðs þann 06.12.2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 885. fundi byggðaráðs þann 25.10.2018 var eftirfarandi bókað: "Sveitarstjóri kynnti og lagði fram tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2019. Lagt er til að álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt á milli ára og álagning fasteignagjalda verði samkvæmt fyrirliggjandi tillögum að gjaldskrám vatnsveitu og fráveitu. Gjaldskrár vegna sorphirðu er í vinnslu. Lagt er til að fjöldi gjalddaga verði áfram 10. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar." Á 306. fundi sveitarstjórnar þann 30.10.2018 var samþykkt að fresta afgreiðslu á ofangreindri tillögu. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga þar sem búið er að bæta inn gjaldskrá vegna sorphirðu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi eftirfarandi tillaga um álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2019:

Fasteignaskattur A 0,50% af fasteignamati húss og lóðar (var 0,50% árið 2018).
Vatnsgjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).
Fráveitugjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá.)
Sorphirðugjald kr. 43.852 ,- á íbúð (var kr. 42.443 á íbúð).


Fasteignagjöld stofnana: B-skattflokkur
Fasteignaskattur B 1,32% af fasteignamati húss og lóðar (óbreytt á milli ára).
Vatnsgjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).
Fráveitugjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).

Fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis: C-skattflokkur
Fasteignaskattur C 1,65% af fasteignamati húss og lóðar (óbreytt á milli ára).
Vatnsgjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).
Fráveitugjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).

Lóðarleiga
Lóðarleiga íbúðahúsalóða 1,28% af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).
Lóðarleiga atvinnulóða 2,90 % af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).
Lóðarleiga ræktarlands 3,00% af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).

Vatnsgjald
Hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign ber að greiða af henni árlegt vatnsgjald til Vatnsveitu Dalvíkur og skal það vera eftirfarandi:
a) Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 4.798,66- kr. pr. íbúð og 176,12- kr. pr. fermetra húss. (óbreytt á milli ára.)
b)
Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald 14.690,73- kr. pr. eign og 194,22 kr. pr. fermetra húss. (óbreytt á milli ára)
c)
Árleg vatnsgjöld fyrir sveitabýli, eitt íbúðarhús og útihús á sömu kennitölu skulu vera eitt fastagjald og fullt fermetragjald af íbúðarhúsinu og 1/2 fermetragjald af öðrum húsum. (óbreytt)
d)
Álagning skv. a, b. og c. málsl. skal þó aldrei vera hærri en 0,4% eða lægra en 0,1% af fasteignarmati allra húsa og lóða. (var 0,2% árið 2018).

Fráveitugjald
Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins.
a)
Fráveitugjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 16.281,29- kr. pr. íbúð og 339,76 kr. pr. fermetra húss. (var gjald 15.839,05- kr. pr. íbúð og 330,53- kr. pr. fermetra húss)
b)
Fráveitugjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald 37.513,99 kr. pr. eign og 339,76 kr. pr. fermetra húss. (var fast gjald 36.495,03- kr. pr. eign og 330,53 - kr. pr. fermetra húss.)
c)
Árlegt rotþróargjald verði, fast gjald kr. 16.270,66 kr. pr. losunarstað og þar sem tæming á sér stað þriðja hvert ár er kr. 12.621,72 (var kr. 15.828,71 og kr. 12.278,89).
d)
Álagning skv. a og b. málsl. skal þó aldrei vera hærri en 0,47% eða lægra en 0,25% af fasteignarmati allra húsa og lóða (var 0,47% og 0,25%).

Gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda
Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu talsins og eru gjöldin innheimt frá 5. febrúar til 5. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er 30 dögum eftir gjalddaga.

Enginn tók til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda 2019.

17.Frá 888. fundi byggðaráðs þann 29.11.2018. Beiðni um viðauka vegna varaafls;

Málsnúmer 201811141Vakta málsnúmer

Á 888. fundi byggðaráðs þann 29.11.2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 80.fundi veitu-og hafnaráðs þann 9.nóvember 2018 var eftirfarandi bókað: "Í fjárhagsáætlun Hitaveitu Dalvíkur þessa árs er gert ráð fyrir kaupum á færanlegum varaaflstöðvum. Fyrir fundinum liggur tilboð frá Merkúr ehf í tvær stöðvar 10 kw og 20 kw ásamt vagni undir hvorri stöð. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir kr. 1.500.000,- til kaupanna en tilboðið hljóðar uppá kr. 2.800.000,- án vsk en með flutningi. Sviðsstjóri leggur til að gengið verði að þessu tilboði og kr. 1.300.000,- verði teknar af lóðarfrágangi við dælustöðvar hitaveitu, en gert var ráð fyrir kr. 2.000.000,- til þess verkefnis á yfirstandandi ári. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum tillögu sviðsstjóra og leggur til við byggðaráð að kr. 1.300.000,- verði teknar af lóðarfrágangi við dælustöðvar hitaveitu, en gert var ráð fyrir kr. 2.000.000,- til þess verkefnis á þessu ári." Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs um viðauka nr. 41 við fjárhagsáætlun 2018 þannig: Málaflokkur 48200-11504 Verknúmer KD005 lagfæring á lóðum lækki um 1.300.000 kr. Málaflokkur 48200-11504 Verknúmer KD002 varaafl hækki um 1.300.000 kr. Um tilfærslu er að ræða á milli liða í fjárfestingum og því ekki þörf á ákvörðun hvernig skal mæta viðaukanum.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 41 við málaflokk 48 í fjárhagsáætlun 2018 og er eftirfarandi: Liður 48200-11504 Verknúmer KD005 lagfæring á lóðum lækki um 1.300.000 kr. Liður 48200-11504 Verknúmer KD002 varaafl hækki um 1.300.000 kr. Um tilfærslu er að ræða á milli liða í fjárfestingum og því ekki þörf á ákvörðun hvernig skal mæta viðaukanum.

18.Frá 888. fundi byggðaráðs þann 29.11.2018; Beiðni um viðauka vegna félagsþjónustu - lækkun á deildum

Málsnúmer 201811142Vakta málsnúmer

Á 888. fundi byggðaráðs þann 29.11.2018 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fyrir beiðni frá sviðsstjóra félagsmálasviðs dags.19. nóvember 2018, óskað er eftir viðauka á eftirfarandi liði: 02-11-9150 fjárhagsaðstoð. Lækkun kr. 3.500.000,- 02-18-9165 sérstakar húsaleigubætur. Lækkun kr. 2.000.000,- 02-30-4970 vistun. Lækkun 1.000.000 Alls er óskað eftir lækkun á ramma félagsmálasviðs fyrir árið 2018 um kr. 6.500.000,- Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 42 við fjárhagsáætlun 2018 og kemur hann til hækkunar á handbæru fé."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 42 við fjárhagsáætlun 2018 og er hann eftirfarandi:Liður 02-11-9150 fjárhagsaðstoð, lækkun kr. 3.500.000. liður 02-18-9165 sérstakar húsaleigubætur, lækkun kr. 2.000.000. Liður 02-30-4970 vistun, lækkun 1.000.000. Alls er samþykkt lækkun á ramma félagsmálasviðs fyrir árið 2018 um kr. 6.500.000 og kemur hann til hækkunar á handbæru fé.

19.Frá 890. fundi byggðaráðs 13.12.2018; Framlög Jöfnunarsjóðs 2018 - viðauki

Málsnúmer 201812040Vakta málsnúmer

Á 890. fundi byggðaráðs þann 13.12.2018 var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti samantekt í samræmi við upplýsingar af vef Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna úthlutunar framlaga 2018 til Dalvíkurbyggðar. Gera má því ráð fyrir að áætlað framlag í fjárhagsáætlun 2018 hækki um 38.645.764 nettó, aðallega vegna hækkunar á þjónustuframlagi og framlagi vegna málefna fatlaðra. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 44 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 38.645.764 við deild 00100, áætluð hækkun tekna er mætt með hækkun á handbæru fé."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs á viðauka nr. 44 við fjárhagsáætlun 2018 sem er svo hljóðandi: Hækkun á áætluði framlagi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að upphæð kr. 38.645.764 við deild 00100 samkvæmt fyrirliggjandi sundurliðun,áætluð hækkun tekna er mætt með hækkun á handbæru fé.

20.Frá 890. fundi byggðaráðs 13.12.2018; Fjárhagsáætlun 2018; heildarviðauki IV

Málsnúmer 201812039Vakta málsnúmer

Á 890. fundi byggðaráðs þann 13.12.2018 var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2018 þar sem búið er að bæta við viðaukum samkvæmt málum 201811072, 201811071, 201811141, 20181142, 201812040 og leiðrétting á 201809107. Um er að ræða viðauka nr. 39-44 ásamt leiðréttingu á viðauka nr. 34. Áætluð niðurstaða Samantekið A- og B-hluta er fyrir árið 2018 kr. 158.127.000 og þar af A-hluti samtals kr. 114.658.000. Áætluð lántaka að upphæð 70 m.kr. vegna Eignasjóðs er tekin út og áætlaðar fjárfestingar eru kr. 291.690.000 og hafa lækkað um 6,4 m.kr. frá heildarviðauka III. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2018 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhjóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2018 eins og hann liggur fyrir.

21.Frá 888. fundi byggðaráðs þann 29.11.2018; Árskógur lóð 1, húsnæði á söluskrá

Málsnúmer 201810080Vakta málsnúmer

Á 888. fundi byggðaráðs þann 29.11.2018 var eftirfarandi bókað:
"Þann 22.nóvember 2018 barst tilboð í eignina Árskóg lóð 1, að upphæð kr. 30.000.000,-. Tilboðið er gert með fyrirvara um sölu tilboðsgjafa á eign á Akureyri. Verði sú eign ekki seld innan 30 daga frá samþykki kauptilboðs þessa fellur tilboðið sjálfkrafa úr gildi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint kauptilboð í eignina Árskóg lóð 1."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreint kauptilboð í eignina Árskóg lóð 1.

22.Frá Valdemar Þór Viðarssyni; Beiðni um lausn frá störfum sem formaður Atvinnumála- og kynningarráðs

Málsnúmer 201811143Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Valdemar Þór Viðarssyni, rafbréf dagsett þann 27.11.2018, þar sem hann óskar lausnar úr Atvinnumála- og kynningarráði sem aðalmaður og formaður.

Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Valdemar Þór Viðarssyni lausn frá störfum sem aðalmaður og formaður Atvinnumála- og kynningarráðs.

23.Frá Eydísi Örnu Hilmarsdóttur; Beiðni um leyfi frá nefndarstörfum vegna fæðingarorlofs

Málsnúmer 201812080Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafbréf frá Eydísi Örnu Hilmarsdóttur, dagsett þann 17.12.2018, þar sem hún óskar eftir leyfi frá Íþrótta- og æskulýðsráði frá og með 20. desember 2018 og til og með 1. október 2019 vegna fæðingarorlofs.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Eydís Örnu leyfi frá störfum í Íþrótta- og æskulýðsráði skv. ofangreindri beiðni.

24.Kosning í nefndir og ráð skv. Samþykk um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201812064Vakta málsnúmer

a) Formaður Atvinnumála- og kynningarráðs.

Til máls tók forseti sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir verði formaður í stað Valdemars og inn sem aðalmaður kemur Júlíus Magnússon kt. 071262-5109, Böggvisbraut 6 620 Dalvík.

b) Aðalmaður í Íþrótta- og æskulýðsráðs vegna fæðingarorlofs.

Til máls tók forseti sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
Aðalmaður á meðan að á leyfi stendur verður Jónína Guðrún Jónsdóttir (B) kt. 051276-4269, núverandi varamaður í Íþr-og æskul.ráði.
Varamaður í hennar stað fyrir sama tímabil verður Íris Hauksdóttir (B) kt. 010587-3449

Fleiri tóku ekki til máls og ekki komu fram aðrar tillögur.

a) Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því Sigríður Jódís og Júlíus réttkjörin.
b) Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því Jónína Guðrún og íris réttkjörin.

25.Sveitarstjórn - 307; frá 20.11.2018

Málsnúmer 1811010FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar og enginn tók til máls.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Nefndarmenn
 • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
 • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs