Menningarráð - 70, frá 06.12.2018

Málsnúmer 1811013F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 308. fundur - 18.12.2018

Til afgreiðslu:
2. liður.
  • Styrkveiting menningarráðs til sóknarnefndar Dalvíkurkirkju 2019 Menningarráð - 70 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti greinargerðir frá Leikfélagi Dalvíkur og Gísla,Eirík,Helga um afnot á Ungó 2018 til 2019. Menningarráð - 70 Lagt fram til kynningar. Sviðsstjóra falið að framlengja leigusamninga við Leikfélag Dalvíkur og Gísla,Eirík,Helga ehf. til eins árs. Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Til máls tóku:
    Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að ofangreindu máli verði vísað til umfjöllunar byggðaráðs.

    Guðmundur St. Jónsson.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar.
  • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 886
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að kanna möguleika á styrkjum til þess að vinna og safna saman heimildum um sögu sjávarútvegs í Dalvíkurbyggð, bæði skriflegar og munnlegar heimildir.
    Menningarráð - 70 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Erindi frá Írisi Hauksdóttur um breytingu á styrk frá menningar- og viðurkenningarsjóði vegna söngnámskeiðs fyrir börn sumarið 2018. Menningarráð - 70 Í 5.gr. vinnureglna Menningarráðs vegna úthlutunar styrkja af framlagi til menningarmála segir "Verkefni/atburðir skulu eiga sér stað á almannaksárinu sem stykrveiting fer fram." í ljósi þessa er beiðni um að færa námskeið í söng fyrir börn fram á árið 2019 hafnað og umsækjanda bent á að hann getur sótt um að nýju þegar opnað verður fyrir styrkumsóknir í febrúar 2019. Styrkveiting til jólatónleikahalds er óbreytt svo fremi sem jólatónleikar verða haldnir. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti fjármálastöðu málaflokks 05 eins og hún var 31. nóvember 2018. Menningarráð - 70 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Staðan á gamla skólanum. Menningarráð - 70 Menningarráð fór yfir hugmyndir um nýtingu gamla skólans og útkomuna úr íbúakönnun um framtíðarnýtingu á húsnæðinu og telur nauðsynlegt að dagsetning á íbúafundi verði ákveðin sem fyrst og auglýst. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tóku:
    Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að fært verði eftirfarandi til bókar:

    Sveitarstjórn upplýsir að byggðaráð samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 17. október s.l. að stefnt verði að íbúafundurinn um Gamla skóla verði í febrúar 2019.

    Þórhalla Karlsdóttir.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

    Lagt fram til kynningar.


    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar.