Fasteignaálagning 2019

Málsnúmer 201806121

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 873. fundur - 09.08.2018

Teknar fyrir upplýsingar frá sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs. Samtölur fasteignamats 2007-2019 og samtölur fasteignaálagningar 2019 miðað við óbreyttar forsendur frá fyrra ári.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 876. fundur - 06.09.2018

Á 873. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:
"Teknar fyrir upplýsingar frá sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs. Samtölur fasteignamats 2007-2019 og samtölur fasteignaálagningar 2019 miðað við óbreyttar forsendur frá fyrra ári. Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar."

Til umræðu forsendur vegna álagningu fasteignagjalda 2019.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 882. fundur - 04.10.2018

Til umræðu forsendur vegna ákvörðunar um álagningu fasteignagjalda 2019, sbr. fundir byggðaráðs nr. 873 og nr. 876.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 883. fundur - 17.10.2018

Frestað til næsta fundar.

Byggðaráð - 884. fundur - 18.10.2018

Á 876. fundi byggðaráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:

"Á 873. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:
Teknar fyrir upplýsingar frá sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs. Samtölur fasteignamats 2007-2019 og samtölur fasteignaálagningar 2019 miðað við óbreyttar forsendur frá fyrra ári. Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.
Til umræðu forsendur vegna álagningu fasteignagjalda 2019.
Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sveitarstjóra um að viðmið tekjuteningar hjá einstaklingi verði kr. 230.000 á mánuði og hámarks afsláttur verði kr. 70.000. Áætluð hækkun á niðurgreiðslu til elli- og örorkulífeyrisþega verði því um 4 m.kr. en er bókað árið 2018 um 2,6 m.kr.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu.

Byggðaráð - 885. fundur - 25.10.2018

Sveitarstjóri kynnti og lagði fram tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2019.

Lagt er til að álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt á milli ára og álagning fasteignagjalda verði samkvæmt fyrirliggjandi tillögum að gjaldskrám vatnsveitu og fráveitu. Gjaldskrár vegna sorphirðu er í vinnslu.

Lagt er til að fjöldi gjalddaga verði áfram 10.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 306. fundur - 30.10.2018

Á 885. fundi byggðaráðs þann 25.10.2018 var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjóri kynnti og lagði fram tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2019. Lagt er til að álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt á milli ára og álagning fasteignagjalda verði samkvæmt fyrirliggjandi tillögum að gjaldskrám vatnsveitu og fráveitu. Gjaldskrár vegna sorphirðu er í vinnslu. Lagt er til að fjöldi gjalddaga verði áfram 10. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem leggur til að umfjöllun og afgreiðslu á þessum lið verði frestað þar sem ekki er búið að afgreiða gjaldskrár vegna fráveitu og vatnsveitu. Einnig er ekki komið tillaga að gjaldskrá vegna sorphirðu.
Guðmundur St. Jónsson.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra um frestun.

Byggðaráð - 889. fundur - 06.12.2018

Á 885. fundi byggðaráðs þann 25.10.2018 var eftirfarandi bókað:

"Sveitarstjóri kynnti og lagði fram tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2019.



Lagt er til að álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt á milli ára og álagning fasteignagjalda verði samkvæmt fyrirliggjandi tillögum að gjaldskrám vatnsveitu og fráveitu. Gjaldskrár vegna sorphirðu er í vinnslu.



Lagt er til að fjöldi gjalddaga verði áfram 10.



Til umræðu ofangreint.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."



Á 306. fundi sveitarstjórnar þann 30.10.2018 var samþykkt að fresta afgreiðslu á ofangreindri tillögu.



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga þar sem búið er að bæta inn gjaldskrá vegna sorphirðu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 308. fundur - 18.12.2018

Á 889. fundi byggðaráðs þann 06.12.2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 885. fundi byggðaráðs þann 25.10.2018 var eftirfarandi bókað: "Sveitarstjóri kynnti og lagði fram tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2019. Lagt er til að álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt á milli ára og álagning fasteignagjalda verði samkvæmt fyrirliggjandi tillögum að gjaldskrám vatnsveitu og fráveitu. Gjaldskrár vegna sorphirðu er í vinnslu. Lagt er til að fjöldi gjalddaga verði áfram 10. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar." Á 306. fundi sveitarstjórnar þann 30.10.2018 var samþykkt að fresta afgreiðslu á ofangreindri tillögu. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga þar sem búið er að bæta inn gjaldskrá vegna sorphirðu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi eftirfarandi tillaga um álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2019:

Fasteignaskattur A 0,50% af fasteignamati húss og lóðar (var 0,50% árið 2018).
Vatnsgjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).
Fráveitugjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá.)
Sorphirðugjald kr. 43.852 ,- á íbúð (var kr. 42.443 á íbúð).


Fasteignagjöld stofnana: B-skattflokkur
Fasteignaskattur B 1,32% af fasteignamati húss og lóðar (óbreytt á milli ára).
Vatnsgjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).
Fráveitugjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).

Fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis: C-skattflokkur
Fasteignaskattur C 1,65% af fasteignamati húss og lóðar (óbreytt á milli ára).
Vatnsgjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).
Fráveitugjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).

Lóðarleiga
Lóðarleiga íbúðahúsalóða 1,28% af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).
Lóðarleiga atvinnulóða 2,90 % af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).
Lóðarleiga ræktarlands 3,00% af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).

Vatnsgjald
Hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign ber að greiða af henni árlegt vatnsgjald til Vatnsveitu Dalvíkur og skal það vera eftirfarandi:
a) Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 4.798,66- kr. pr. íbúð og 176,12- kr. pr. fermetra húss. (óbreytt á milli ára.)
b)
Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald 14.690,73- kr. pr. eign og 194,22 kr. pr. fermetra húss. (óbreytt á milli ára)
c)
Árleg vatnsgjöld fyrir sveitabýli, eitt íbúðarhús og útihús á sömu kennitölu skulu vera eitt fastagjald og fullt fermetragjald af íbúðarhúsinu og 1/2 fermetragjald af öðrum húsum. (óbreytt)
d)
Álagning skv. a, b. og c. málsl. skal þó aldrei vera hærri en 0,4% eða lægra en 0,1% af fasteignarmati allra húsa og lóða. (var 0,2% árið 2018).

Fráveitugjald
Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins.
a)
Fráveitugjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 16.281,29- kr. pr. íbúð og 339,76 kr. pr. fermetra húss. (var gjald 15.839,05- kr. pr. íbúð og 330,53- kr. pr. fermetra húss)
b)
Fráveitugjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald 37.513,99 kr. pr. eign og 339,76 kr. pr. fermetra húss. (var fast gjald 36.495,03- kr. pr. eign og 330,53 - kr. pr. fermetra húss.)
c)
Árlegt rotþróargjald verði, fast gjald kr. 16.270,66 kr. pr. losunarstað og þar sem tæming á sér stað þriðja hvert ár er kr. 12.621,72 (var kr. 15.828,71 og kr. 12.278,89).
d)
Álagning skv. a og b. málsl. skal þó aldrei vera hærri en 0,47% eða lægra en 0,25% af fasteignarmati allra húsa og lóða (var 0,47% og 0,25%).

Gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda
Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu talsins og eru gjöldin innheimt frá 5. febrúar til 5. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er 30 dögum eftir gjalddaga.

Enginn tók til máls.






Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda 2019.