Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 17

Málsnúmer 1811011F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 308. fundur - 18.12.2018

Til kynningar.
  • .1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
    Á 16. fundi stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses þann 29. október 2018 var meðal annars bókað eftirfarandi:
    "Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Ágústi Hafsteinssyni hjá Form ráðgjöf áframhaldandi vinnu að samningagerð við Kötlu ehf. með því markmiði að stjórnin taki til umfjöllunar á næsta fundi drög að samningi við Kötlu ehf. um verkið."

    Á fundinum var farið yfir stöðu mála hvað varðar ofangreint og upplýsingar frá Form ráðgjöf ásamt samningsdrögum við Kötlu ehf.

    Ágúst Hafsteinsson kom inn á fundinn kl. 10:17 í gegnum síma þar sem til umræðu var ofangreint. Ágúst vék af fundi kl. 10:30.

    Jón Ingi Sveinsson frá Kötlu ehf. kom inn á fundinn kl. 10:57 þar sem farið var yfir nokkur útistandandi atriði í tengslum við verkið og samningagerðina.

    Jón Ingi vék af fundi kl. 11:20.


    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 17 a) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Berki Þór Ottóssyni að senda minnispunkta af fundinum eftir fund með Jóni Inga Sveinssyni frá Kötlu ehf. og senda á Ágúst Hafsteinsson hjá Form Ráðgjöf ehf. til upplýsingar og skoðunar.
    b) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir við Kötlu ehf. að það muni liggja fyrir svar frá Kötlu ehf varðandi verksamning fyrir mánudaginn 3. desember 2018 þannig að það liggi sem fyrst fyrir niðurstaða um hvort að samningar muni nást.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:
    Jóni Ingi Sveinsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað varðar 12. og 13. lið á dagskrá og vék af fundi kl. 16:44.

    Lagt fram til kynningar.
  • .2 201810099 Fjármögnun framkvæmda og rekstrarform
    Á 16. fundi stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses þann 29. október s.l. var framkvæmdastjóra félagsins falið að fylgja eftir möguleikum á lánveitingum til dæmis frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.

    Guðrún Pálína gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað á milli funda frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

    Til umræðu ofangreint.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 17 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra að senda erindi til Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem óskað verði eftir svari frá sjóðnum um hvort að félagið eigi möguleika á lánafyrirgreiðslu þar sem um er að ræða húsnæðisjálfseignarstofnun en félagið starfi samt í umboði sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina.