Atvinnumála- og kynningarráð

39. fundur 05. desember 2018 kl. 08:15 - 10:55 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Valdemar Þór Viðarsson formaður
 • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
 • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
 • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
 • Heiðrún Villa Ingudóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir / Heiðrún Villa Ingudóttur Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs / Þjónustu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019

Málsnúmer 201810001Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, kl. 8.15.

Á 888. fundi byggðaráðs þann 29.11.2018 var eftirfarandi bókað:
"Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 09:10 vegna vanhæfis og tók ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu. Tekið fyrir bréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 23. nóvember 2018, þar sem vísað er til umsóknar sveitarfélagsins um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019. Niðurstaða úthlutunar er eftirfarandi: Hauganes 19 þorskígildistonn Árskógssandur 240 þorskígildistonn. Athygli bæjar- og sveitarstjórna er vakin á því að engar efnislegar breytingar hafa verið gerðar frá reglugerð síðasta fiskveiðiárs, aðrar en magntölur og dagsetningar hafa breyst. Engar efnislegar breytingar hafa verið gerðar á reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa aðrar en dagsetningar hafa breyst. Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 21. desember 2018. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til atvinnumála-og kynningaráðs, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis. "

Til umfjöllunar ofangreint og hvort leggja eigi til að gerð verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga.

Tryggvi Kristjánsson kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 8:52.
Katrín vék af fundi kl. 8:52.

Eftir að hafa farið yfir málið eru niðurstöður atvinnumála- og kynningarráðs um tillögur Dalvíkurbyggðar um breytingar á reglugerð nr.685/2018 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2018/2019 eftirfarandi:

1. Viðmiðanir um úthlutun aflamarks.

4. gr. breytist þannig að í stað þess að miðað sé við landaðan afla innan viðkomandi byggðarlags á tímabilinu 1. sep. 2017 til 31. ágúst 2018 verði miðað við landaðan afla innan sveitarfélags á sama tímabili.

Rökstuðningur:
Þessi ósk um breytingu á reglugerðinni byggir á því að bátar skráðir í byggðarlögum Dalvíkurbyggðar hafa þurft að landa afla til vinnslu í sveitarfélaginu til að uppfylla ákvæði um úthlutun byggðakvóta. Í einhverjum tilfellum hafa bátar landað þeim afla í því byggðarlagi þar sem vinnslan er, þó þeir séu ekki þar skráðir. Ekki er talið rétt að það vinni síðan gegn aðilum þegar kemur að úthlutun á byggðakvóta að nýju.


2. Annað viðmið um úthlutun.

Auk þeirrar breytingar sem fram kemur hér að ofan um 4. gr. breytist reglugerðin einnig þannig:
30% af úthlutuðum byggðakvóta skiptist jafnt á alla þá báta úr viðkomandi byggðarlagi sem sækja byggðakvóta og uppfylla að öðru leyti ákvæði 1. gr.
Ef einhver óskar eftir tilteknu magni kvóta, sem er minna en hann á rétt á samkvæmt þessu ákvæði, þá skiptast eftirstöðvar þess hluta byggðakvótans jafnt á milli hinna umsækjendanna.
70% af því sem eftir stendur að þeirri úthlutun lokinni verði síðan úthlutað miðað við landaðan afla í sveitarfélaginu, þó ekki hærra en 35% af kvótaúthlutun miðað við landaðan afla hvers báts.

Rökstuðningur:
Rökin fyrir þessari breytingu eru einkum þau að löndunarreynsla báta í Dalvíkurbyggð er mjög mismunandi, m.a. vegna þess að að jafnaði hefur ekki komið byggðakvóti til Dalvíkur. Það þótti því rétt, að þessu sinni, að reyna að tryggja það að allir þeir sem sækja um byggðakvóta fái eitthvað í sinn hlut þó niðurstaðan verði sú að þeir sem eru með mestu löndunarreynslu fái meira á grundvelli þess.


3. Vinnsluskylda í sveitarfélagi.

Upphaf 6. gr. reglugerðar nr.685/2018 breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitafélagsins (í stað byggðarlaga). . . o.s.frv.

Rökstuðningur:
Þessi ósk um breytingu er sama efnis og undanfarin ár, þ.e. að í stað þess að fiskiskipum í Dalvíkurbyggð sé skylt að landa afla til vinnslu í því byggðarlagi sem þau eru skráð, þá sé þeim skylt að landa þessum afla til vinnslu í sveitarfélaginu. Þetta er vegna þess að ekki er fiskvinnsla í öllum byggðarlögum sveitarfélagsins þó þar sé úthlutað byggðakvóta og er til þess að byggðakvótinn nýtist sem best til að efla atvinnu í sveitarfélaginu.


4. Undanþága frá tvöföldunarskyldu.

Óskað er undanþágu frá tvöföldunarskyldunni, samkvæmt 6.grein reglugerðar, fyrir þau 30% sem úthlutað er jafnt samkvæmt 2. lið og 2. mgr. hér að ofan.

Rökstuðningur:
Þetta ákvæði er sett inn til að koma til móts við kvótalitlar útgerðir og til að efla nýliðun í greininni.


5. Jöfn skipti verði heimil.

Næsta ákvæði 6. gr. um skriflegan samning við fiskkaupanda um magn sem landað verður hjá viðkomandi vinnsluaðila, þar sem fram komi að vinnsluaðili skuldbindi sig til að vinna aflann, með áritun bæjar- eða sveitarstjórnar, breytist þannig að eftir þá setningu komi ný setning svohljóðandi: Þó eru vinnsluaðila heimil jöfn skipti á tegundum við annan vinnsluaðila og komi þá slík fyrirætlan fram í þeim samningi sem eigandi fiskiskips gerir við fiskkaupanda.

Rökstuðningur:
Þetta ákvæði hefur verið til umfjöllunar í atvinnumála- og kynningarráði. Fiskvinnslum hefur fækkað undanfarin ár. Eftir standa sérhæfðari fiskvinnslur og vinnsla Samherja sem er bundin stærðartakmörkunum og tegundatakmörkunum. Einnig smávinnsla á Hauganesi sem hefur takmarkaða vinnslu. Nefndarmenn sjá fyrir sér mikil tormerki á að vinnsla geti í öllum tilfellum tekið við blönduðum byggðakvótaafla án þess að eiga þess kost að skipta á tegundum við annan vinnsluaðila. Ekki hvað síst á þetta við um litlar vinnslur sem hafa sérhæft sig. Jöfn skipti hljóta því að stuðla að því að auðveldara verði að halda úti vinnslu í byggðarlaginu í stað þess að útgerðir þurfi að horfa til þess að selja aflann á fiskmarkaði sem væri þá eina leiðin til að losna við aflann ef jöfn skipti verða ekki leyfð.


Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir ofangreint samhljóða með 5 atkvæðum.

Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela sveitarstjóra að óska eftir aðgengi að upplýsingum um úthlutun byggðakvóta og nýtingu.

2.Kynningarmyndband um Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201802020Vakta málsnúmer

Á 38. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs þann 7. nóvember 2018 var eftirfarandi bókað:
"Upplýsingafulltrúi fór yfir stöðu verkefnsins. Þann 16. og 17. október fóru fram upptökur vegna kynningarmyndbandsins. Alls komu 11 aðilar í upptökur. Stefnt er að því að myndböndin verði tilbúin undir mánaðarmót nóvember/desember.
Til kynningar. "

Með fundarboði ráðsins fylgdi drög að fyrsta myndbandinu.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi upplýsti á fundinum að gert er ráð fyrir að myndböndin verði öll tilbúin til sýningar í næstu viku. Gert er ráð fyrir frumsýningu þann 16. desember n.k. í 20 ára afmæliskaffi Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

3.20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201801076Vakta málsnúmer

Á 38. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs þann 7. nóvember 2018 var samþykkt að stefna að því að halda 20 ára afmæliskaffi Dalvíkurbyggðar sunnudaginn 9. desember 2018 kl. 14-16 og upplýsingafulltrúa var falið að kanna hvort að salurinn í Bergi sé laus.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi gerði grein fyrir að niðurstaðan er sunnudagurinn 16. desember n.k. vegna annarra viðburða í sveitarfélaginu frá kl. 14:30 - kl. 16:30.
Lagt fram til kynningar.

4.Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201601026Vakta málsnúmer

Á 38. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs þann 7. nóvember 2018 var samþykkt að halda opinn vinnufund um aðgerðahluta Atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar og var sá fundur haldinn þriðjudaginn 27. nóvember s.l. frá kl. 14 - 16. Þátttaka fulltrúa úr atvinnulífinu var með ágætum og er þeim sem höfðu færi á að mæta og leggja lóð á vogarskálarnar þakkað fyrir mætinguna.

Með fundarboði ráðsins fylgdi samantekt tveggja vinnuhópa um drög að aðgerðaáætluninni og á fundinum var farið yfir þær samantektir.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela Þjónustu- og upplýsingafulltrúa að vinna áfram að aðgerðaáætluninni að teknu tilliti til niðurstaðna vinnuhópanna ásamt tillögum ráðsins að afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 10:55.

Nefndarmenn
 • Valdemar Þór Viðarsson formaður
 • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
 • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
 • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
 • Heiðrún Villa Ingudóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir / Heiðrún Villa Ingudóttur Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs / Þjónustu- og upplýsingafulltrúi