Landbúnaðarráð

123. fundur 13. desember 2018 kl. 09:00 - 11:45 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson formaður
  • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Freyr Antonsson mætti ekki og enginn kom í hans stað.

1.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 201709065Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 26. nóvember 2018 óskar Freydís Dana Sigurðardóttir eftir búfjárleyfi fyrir 12. hross samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að ganga frá búfjárleyfi fyrir 12 hross.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.

2.Endurskoðun á samþykkt um hundahald í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201508066Vakta málsnúmer

Til umræðu endurskoðun á samþykkt um hundahald í Dalvíkurbyggð frá 2013
Ráðið felur sviðsstjóra að útbúa drög að breytingum á samþykktinni fyrir næsta fund ráðsins. Ráðið leggur áherslu á að húsnæði sem ekki tilheyrir búrekstri og er til útleigu falli undir sömu kvaðir og húsnæði í þéttbýli, þar sem fram kemur í gr. 2 að hámarksfjöldi hunda eru tveir. Sama á við um íbúðahúsalóðir í dreifbýli.

3.Fundargerðir fjallskiladeilda 2018

Málsnúmer 201808102Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð fjallskilanefndar Svarfdæladeildar frá 21. ágúst 2018.
Tekin til umræðu fundargerð fjallskiladeildar Dalvíkurdeildar frá 29. ágúst 2018. Undir þessum lið kom inn á fundinn kl. 10:05 fjallskilastjóri Dalvíkurdeildar Sigurbjörg Einarsdóttir.
Sigurbjörg vék af fundi kl. 11:38
Ráðið gerir ekki athugasemdir við fundargerð Svarfdæladeildar.
Ráðið þakkar Sigurbjörgu fyrir umræðurnar og leggur áherslu á að klára samkomulag um fyrirkomulag gangaskila í Dalvíkurdeild.

4.Fjallgirðing Árskógsströnd 2017

Málsnúmer 201705139Vakta málsnúmer

Til umræðu samantekt á kostnaði við endurnýjun fjallgirðingar.
Umræðu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson formaður
  • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs