Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 81, frá 05.12.2018

Málsnúmer 1812001F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 308. fundur - 18.12.2018

Til afgreiðslu:
7. liður.
  • Fyrir fundinum lá fundargerð 407. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var miðvikudaginn 24. október 2018 kl. 12:00. Fundurinn var haldinn í Hlaðbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 81 Lögð fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Fyrir fundinum lá fundargerð 408. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var föstudaginn 23. nóvember 2018 kl. 11:00. Fundurinn var haldinn í Hlaðbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 81 Lögð fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sveitarstjóri sendi bréf sem dagsett er 12. september 2018, til Samgönguráðs og ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnar en efni þess var "Beiðni um leiðréttingu á mótframlagi vegna hafnaframkvæmda á Dalvík".

    Í inngangi bréfsins segir „Þann 26.apríl 2016 ritaði Dalvíkurbyggð Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis bréf og óskaði eftir að framkvæmdir vegna gerðar nýs viðlegukants í Dalvíkurhöfn kæmust á samgönguáætlun. Í bréfinu var mynd af framkvæmdunum og kostnaðargreining verkþátta upp á 469,1 milj.kr., af því 60% þátttaka ríkisins um 227 milj.kr. Framkvæmdinni var skipt upp á 3 ár, 2016-2018.

    Í samgönguáætlun fyrir árin 2016-2018 í kafla um hafnarframkvæmdir kemur fram að nefndin leggur til að framkvæmdir við höfnina á Dalvík verði í áætluninni en fyrir nefndinni kom fram að úthlutað yrði lóð undir fiskvinnsluhús við höfnina sem muni hafa mikil áhrif á atvinnumál bæjarins.

    Í samantekt á breytingartillögum nefndarinnar var lagt til að til hafnarinnar á Dalvík yrði veitt 4,4 millj. kr. árið 2016, 132,6 millj. kr. árið 2017 og 90 millj. kr. árið 2018. Samtals voru þetta 227 miljónir eða 60% af heildaráætlun framkvæmdanna, samhljóða ósk Dalvíkurbyggðar.“ Ennfremur segir:

    "Framkvæmdir við verkið fóru fram samkvæmt áætlunum og undir eftirliti og stjórn Siglingasviðs Vegagerðarinnar. Löngu eftir að verk var hafið kom fyrst fram af hendi Siglingasviðsins að Vegagerðin myndi ekki taka þátt í endurgreiðslu vegna verkþátts „Tilflutningur á brimvörn, ytri mannvirkjum“. Rökin væru þau að verið væri að flytja til varnargarð sem þegar væri til staðar. Þetta koma aldrei fram í ferlinu fram að því og enginn fyrirvari af hendi ríkisins að það stæði ekki við sinn hlut verksins að fullu. Þetta hefur sett fjárhagsáætlun vegna verksins á hliðina og jafnframt fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins og lántökuþörf.

    Dalvíkurbyggð óskar hér með eftir leiðréttingu á mótframlagi vegna hafnaframkvæmda á Dalvík. Óskað er eftir því að Vegagerðin standi við sitt fjárframlag í verkið eins og gert var ráð fyrir í upphafi, þ.e. 60% af kostnaði við verkþætti 1 og 2 skv. framlögðum reikningum samþykktum af Vegagerð. Samtals kr. 42.642.969 sbr. sundurliðun hér að ofan.“

    Ráðherra framsendi framangreint bréf til Vegagerðar ríkisins sem svarar því með bréfi sem er dagsett 2. október 2018 en ber móttökustimpil 11. nóvember 2018.

    Í framangreindu bréfi frá Vegagerðinni er lagt til að fundað verði um viðbótarkröfu verktaka.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 81 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að fela formanni, sveitarstjóra og sviðsstjóra að fylgja málinu eftir hjá viðeigandi stjórnvaldi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur tekið saman yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga, skv. 1. mgr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Yfirlitinu er ætlað til leiðbeiningar fyrir sveitarfélög við stefnumótun og áætlanagerð ásamt því að auðvelda umræðu og yfirsýn yfir skyldur og hlutverk sveitarfélaga. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 81 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Landsnet vinnur að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar fyrir tímabilið 2019-2028, sem er ætlað að gefa heildarsýn yfir þróun flutningskerfis raforku á næstu árum. Landsnet mun vinna umhverfismat fyrir kerfisáætlun í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Landsnet kynnir hér með verkefnis- og matslýsingu áætlunarinnar með von um að sem flestir kynni sér efni hennar. Í verkefnis- og matslýsingu er m.a. gerð grein fyrir:

    - Meginforsendum kerfisáætlunar.
    - Efnistökum umhverfisskýrslu.
    - Hverjir eru helstu áhrifaþættir áætlunarinnar.
    - Hverjir eru helstu umhverfisþættir sem kunna að verða fyrir áhrifum.
    - Valkostum til skoðunar.
    - Gögnum sem lögð verða til grundvallar.
    - Matsspurningum og viðmiðum við mat á
    vægi og umfangi umhverfisáhrifa.

    Verkefnis- og matslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Landsnets www.landsnet.is. Ábendingar og athugasemdir við verkefnis- og matslýsinguna skal senda til Landsnets á póstfangið landsnet@landsnet.is eða á heimilisfangið Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, merkt athugasemdir við verkefnis- og matslýsingu kerfisáætlunar.

    Landsnet vonar að sem flestir kynni sér matslýsinguna. Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við matslýsinguna er til og með 19. desember 2018.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 81 Lögð fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á stjónarfundi hafnasambandsins sem haldinn var 23. nóvember sl. var fjallað um ályktun hafnasambandsþings um umhverfsmál og landtengingar. Á fundinum lagði Gísli Gíslason formaður hafnasambandsins fram minnisblað um stöðu landtenginga sem ákveðið var að senda á aðildarhafnir til upplýsingar.

    Þessu minnisblaði er hér með komið á framfæri.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 81 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Fyrir fundinum liggur útreikningur á jöfnun húshitunarkostnaðar fyrir árið 2018. Í honum er tekið tillit til breytinga á gjaldskrám veitufyrirtækja og er gjaldið nú 229,19 kr/m3 húss. Heildarkostnaður Hitaveitu Dalvíkur er því um kr. 2.474.330,-. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 81 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagðan útreikning. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tóku:
    Katrín Sigurjónsdóttir.
    Guðmundur St. Jónsson.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um jöfnun húshitunarkostnað 2018 og felur sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að yfirfara úthlutunina í samræmi við reglur sveitarfélagsins.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru lagðir fram til kynningar.