Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 889, frá 06.12.2018

Málsnúmer 1812003F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 308. fundur - 18.12.2018

Til afgreiðslu:
3. liður.
4. liður; sér liður á dagskrá.
5. liður; sér liður á dagskrá.
8. liður.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.

    Á 305. fundi umhverfisráðs þann 11. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Til umræðu framkvæmdir sumarsins.
    Undir þessum lið kom á fund ráðsins Valur Þór Hilmarsson kl. 10:40.
    Valur Þór vék af fundi kl. 11:38.
    Umhverfisráði líst vel á framlagðar hugmyndir umhverfisstjóra til að draga úr snjósöfnun við Hringtún. Ráðið felur umhverfisstjóra að kynna þessar hugmyndir fyrir hagsmunaaðilum.
    Ráðið leggur til að þeir fjármunir sem áætlaðir eru í viðgerðir á kantsteinum og gangstéttum verði að hluta nýttir til frágangs við Kirkjuveg 1-8, Dalvík.
    Ráðið leggur til að vinna við deiliskipulag Laugahlíðarhverfis verði hafin sem fyrst.
    Ráðið leggur til að skipulagsráðgjafi verði fenginn á næsta fund ráðsins vegna skipulagslýsingar Fólkvangsins. Í framhaldinu verði síðan haldinn íbúafundur vegna deiliskipulags Fólkvangsins.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum."

    Á 303. fundi sveitarstjórnar þann 15. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Til máls tóku:
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem leggur til að 11. lið a) verði vísað til byggðaráðs.
    Guðmundur St. Jónsson.

    a) Ráðið leggur til að þeir fjármunir sem áætlaðir eru í viðgerðir á kantsteinum og gangstéttum verði að hluta nýttir til frágangs við
    Kirkjuveg 1-8, Dalvík.

    Til máls tóku:
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem leggur til að 11. lið a) verði vísað til byggðaráðs.
    Guðmundur St. Jónsson.

    Afgreiðsla sveitarstjórnar:
    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Gunnþórs Eyfjörðs Gunnþórssonar um að vísa þessum lið til byggðaráðs.

    b) Ráðið leggur til að vinna við deiliskipulag Laugahlíðarhverfis verði hafin sem fyrst.

    Bókun sveitarstjórnar:
    Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og tæknisvið þá er deiliskipulagið á starfs- og fjárhagsáætlun 2018. Lagt fram til kynningar.

    c) Ráðið leggur til að skipulagsráðgjafi verði fenginn á næsta fund ráðsins vegna skipulagslýsingar Fólkvangsins. Í framhaldinu verði síðan haldin íbúafundur vegna deiliskipulags Fólkvangsins.

    Bókun sveitarstjórnar:
    Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og tæknisviði þá er deiliskipulagið á starfs- og fjárhagsáætlun 2018. Lagt fram til kynningar."


    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs varðandi stöðu framkvæmda samkvæmt fjárhagsáætlun málaflokks 32, dagsett þann 05.12.2018. Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 889 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar meðfylgjandi sameiginleg greinargerð og árangursmat um samstarf Dalvíkurbyggðar og Eldvarnarbandalagsins um auknar eldvarnir, dagsett í nóvember 2018. Það er sameiginleg niðurstaða að undirbúningur verkefnisins hafi gengið vel, báðir aðilar hafa staðið við sinn hluta samkomulagsins og samskipti samstarfsaðilanna hafa verið með ágætum. Fram kemur að það er eindreginn vilji slökkviliðsstjóra að halda verkefninu áfram, það hafi gengið vel fyrir og sig og skili tilætluðum árangri. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 889 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Hafnshóli ehf., rafbréf dagsett þann 28.11.2018, þar sem óskað er eftir samstarfi við Dalvíkurbyggð um uppbyggingu íbúðahúsnæðis, eða annars húsnæðis, sem þörf er á í sveitarfélaginu.

    Til umræðu ofangreint.

    Börkur vék af fundi kl.14:00.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 889 Byggðaráð getur ekki orðið við erindi frá Hrafnshóli ehf. þar sem ekki eru nú á döfinni áform hjá sveitarfélaginu að koma að uppbyggingu á íbúðahúsnæði. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Á 885. fundi byggðaráðs þann 25.10.2018 var eftirfarandi bókað:
    "Sveitarstjóri kynnti og lagði fram tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2019.

    Lagt er til að álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt á milli ára og álagning fasteignagjalda verði samkvæmt fyrirliggjandi tillögum að gjaldskrám vatnsveitu og fráveitu. Gjaldskrár vegna sorphirðu er í vinnslu.

    Lagt er til að fjöldi gjalddaga verði áfram 10.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."

    Á 306. fundi sveitarstjórnar þann 30.10.2018 var samþykkt að fresta afgreiðslu á ofangreindri tillögu.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga þar sem búið er að bæta inn gjaldskrá vegna sorphirðu.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 889 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Á 888. fundi byggðaráðs þann 29.11.2018 voru gjaldskrár veitu- og hafnasviðs og umhverfis- og tæknisviðs teknar fyrir til umfjöllunar og afgreiðslu.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur að gjaldskrám frá fræðslu- og menningarsviði og félagsmálasviði:
    a) Árskógur félagsheimili.
    b) Bóka- og héraðsskjalasafn.
    c) Byggðasafnið Hvoll.
    d) Dalvíkurskóli.
    e) Frístund.
    f) Skólamatur.
    g) Mjólkuráskrift.
    h) Leikskólar.
    i) Tónlistarskólinn á Tröllaskaga.
    j) Íþróttamiðstöð.
    k) Félagsmiðstöðin Týr.
    l) Reglur um útleigu á Íþróttamiðstöð fyrir aðra starfsemi en íþróttaviðburði ásamt gjaldskrá.
    m) Heimilsþjónustu.
    n) Lengd viðvera.
    o) Dagmæður, leiðbeinandi gjaldskrá.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 889 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur að gjaldskrám a) - o) eins og þær liggja fyrir og vísar þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðumat stjórnenda vegna janúar - september 2018, þ.e. staða bókhalds í samanburði við gildandi fjárhagsáætlun 2018 með viðaukum.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 889 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafbréf dagsett þann 4. desember 2018, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið fari yfir og endurnýji kjarasamningsumboð sitt til samræmis við núverandi stöðu og sendi kjarasviði Sambandsins fyrir 20. janúar 2019.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 889 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela ráðningarnefnd að yfirfara kjarasamningsumboðið og leggja fyrir byggðaráð til afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 306. fundi sveitarstjórnar þann 30. október 2018 var samþykkt stefna Dalvíkurbyggðar gegn einelti, áreitni og ofbeldi.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að erindisbréfi fyrir eineltisteymi Dalvíkurbyggðar.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 889 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindisbréf eins og það liggur fyrir og vísar því til sveitarstjórnar til afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að erindisbréfi fyrir eineltisteymi Dalvíkurbyggðar.
  • Á 874. fundi byggðaráðs þann 23. ágúst 2018 var samþykkt að fela KPMG áframhaldandi vinnu við skipulagsskrá fyrir Dalbæ og skráningu þannig að KPMG annist allt ferlið hvað varðar skráningu á Dalbæ sem sjálfseignarstofnun, m.a. alla skjalagerð, og gerð nýrra samþykkta fyrir Dalbæ.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar og yfirferðar gögn er varðar ofangreint. Upplýst var á fundinum að næsti fundur stjórnar Dalbæjar er á mánudaginn og verður þetta mál þá tekið fyrir þar. Markmiðið er að hægt sé að taka tillögu að skipulagsskrá Dalbæjar fyrir á fundi sveitarstjórnar þann 18. desember n.k.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 889 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að rýna í meðfylgjandi gögn. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 30.11.2018, þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að reglugerð um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins um málefni sveitarfélaga. Í reglugerðinni er kveðið á um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra leggi fram tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga fyrir Alþingi, að minnsta kosti á þriggja ára fresti til fimmtán ára í senn. Í stefnumótandi áætlun skal jafnframt mörkuð aðgerðaáætlun til næstu fimm ára.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 889 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 341 frá 23.11.2018. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 889 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .12 201811146 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 889 Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar.