Framlög Jöfnunarsjóðs 2018; tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 201812040

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 890. fundur - 13.12.2018

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti samantekt í samræmi við upplýsingar af vef Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna úthlutunar framlaga 2018 til Dalvíkurbyggðar.

Gera má því ráð fyrir að áætlað framlag í fjárhagsáætlun 2018 hækki um 38.645.764 nettó, aðallega vegna hækkunar á þjónustuframlagi og framlagi vegna málefna fatlaðra.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 44 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 38.645.764 við deild 00100,áætluð hækkun tekna er mætt með hækkun á handbæru fé.

Sveitarstjórn - 308. fundur - 18.12.2018

Á 890. fundi byggðaráðs þann 13.12.2018 var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti samantekt í samræmi við upplýsingar af vef Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna úthlutunar framlaga 2018 til Dalvíkurbyggðar. Gera má því ráð fyrir að áætlað framlag í fjárhagsáætlun 2018 hækki um 38.645.764 nettó, aðallega vegna hækkunar á þjónustuframlagi og framlagi vegna málefna fatlaðra. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 44 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 38.645.764 við deild 00100, áætluð hækkun tekna er mætt með hækkun á handbæru fé."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs á viðauka nr. 44 við fjárhagsáætlun 2018 sem er svo hljóðandi: Hækkun á áætluði framlagi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að upphæð kr. 38.645.764 við deild 00100 samkvæmt fyrirliggjandi sundurliðun,áætluð hækkun tekna er mætt með hækkun á handbæru fé.