Málsnúmer 201811083Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri sendi bréf sem dagsett er 12. september 2018, til Samgönguráðs og ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnar en efni þess var "Beiðni um leiðréttingu á mótframlagi vegna hafnaframkvæmda á Dalvík".
Í inngangi bréfsins segir „Þann 26.apríl 2016 ritaði Dalvíkurbyggð Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis bréf og óskaði eftir að framkvæmdir vegna gerðar nýs viðlegukants í Dalvíkurhöfn kæmust á samgönguáætlun. Í bréfinu var mynd af framkvæmdunum og kostnaðargreining verkþátta upp á 469,1 milj.kr., af því 60% þátttaka ríkisins um 227 milj.kr. Framkvæmdinni var skipt upp á 3 ár, 2016-2018.
Í samgönguáætlun fyrir árin 2016-2018 í kafla um hafnarframkvæmdir kemur fram að nefndin leggur til að framkvæmdir við höfnina á Dalvík verði í áætluninni en fyrir nefndinni kom fram að úthlutað yrði lóð undir fiskvinnsluhús við höfnina sem muni hafa mikil áhrif á atvinnumál bæjarins.
Í samantekt á breytingartillögum nefndarinnar var lagt til að til hafnarinnar á Dalvík yrði veitt 4,4 millj. kr. árið 2016, 132,6 millj. kr. árið 2017 og 90 millj. kr. árið 2018. Samtals voru þetta 227 miljónir eða 60% af heildaráætlun framkvæmdanna, samhljóða ósk Dalvíkurbyggðar.“ Ennfremur segir:
"Framkvæmdir við verkið fóru fram samkvæmt áætlunum og undir eftirliti og stjórn Siglingasviðs Vegagerðarinnar. Löngu eftir að verk var hafið kom fyrst fram af hendi Siglingasviðsins að Vegagerðin myndi ekki taka þátt í endurgreiðslu vegna verkþátts „Tilflutningur á brimvörn, ytri mannvirkjum“. Rökin væru þau að verið væri að flytja til varnargarð sem þegar væri til staðar. Þetta koma aldrei fram í ferlinu fram að því og enginn fyrirvari af hendi ríkisins að það stæði ekki við sinn hlut verksins að fullu. Þetta hefur sett fjárhagsáætlun vegna verksins á hliðina og jafnframt fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins og lántökuþörf.
Dalvíkurbyggð óskar hér með eftir leiðréttingu á mótframlagi vegna hafnaframkvæmda á Dalvík. Óskað er eftir því að Vegagerðin standi við sitt fjárframlag í verkið eins og gert var ráð fyrir í upphafi, þ.e. 60% af kostnaði við verkþætti 1 og 2 skv. framlögðum reikningum samþykktum af Vegagerð. Samtals kr. 42.642.969 sbr. sundurliðun hér að ofan.“
Ráðherra framsendi framangreint bréf til Vegagerðar ríkisins sem svarar því með bréfi sem er dagsett 2. október 2018 en ber móttökustimpil 11. nóvember 2018.
Í framangreindu bréfi frá Vegagerðinni er lagt til að fundað verði um viðbótarkröfu verktaka.