Landbúnaðarráð - 123, frá 13.12.2018

Málsnúmer 1812002F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 308. fundur - 18.12.2018

Til afgreiðlu:
1. liður.
  • Með innsendu erindi dags. 26. nóvember 2018 óskar Freydís Dana Sigurðardóttir eftir búfjárleyfi fyrir 12. hross samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Landbúnaðarráð - 123 Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að ganga frá búfjárleyfi fyrir 12 hross.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs um búfjárleyfi.
  • Til umræðu endurskoðun á samþykkt um hundahald í Dalvíkurbyggð frá 2013 Landbúnaðarráð - 123 Ráðið felur sviðsstjóra að útbúa drög að breytingum á samþykktinni fyrir næsta fund ráðsins. Ráðið leggur áherslu á að húsnæði sem ekki tilheyrir búrekstri og er til útleigu falli undir sömu kvaðir og húsnæði í þéttbýli, þar sem fram kemur í gr. 2 að hámarksfjöldi hunda eru tveir. Sama á við um íbúðahúsalóðir í dreifbýli. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð fjallskilanefndar Svarfdæladeildar frá 21. ágúst 2018.
    Tekin til umræðu fundargerð fjallskiladeildar Dalvíkurdeildar frá 29. ágúst 2018. Undir þessum lið kom inn á fundinn kl. 10:05 fjallskilastjóri Dalvíkurdeildar Sigurbjörg Einarsdóttir.
    Landbúnaðarráð - 123 Sigurbjörg vék af fundi kl. 11:38
    Ráðið gerir ekki athugasemdir við fundargerð Svarfdæladeildar.
    Ráðið þakkar Sigurbjörgu fyrir umræðurnar og leggur áherslu á að klára samkomulag um fyrirkomulag gangaskila í Dalvíkurdeild.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu samantekt á kostnaði við endurnýjun fjallgirðingar. Landbúnaðarráð - 123 Umræðu frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.