Umhverfisráð

313. fundur 14. desember 2018 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson Formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Snæþór Vernharðsson varamaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Lilja Bjarnadóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Snæþór Vernhardsson.

1.Gjaldskrár Dalvíkurbyggðar 2019

Málsnúmer 201808068Vakta málsnúmer

Til kynninga og umræðu klippikort og kynningargögn vegna breytinga á móttöku á sorpi á móttökustöðinni við Sandskeið.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að kynningargögn verði send út með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Lögð er áhersla á að ásamt dreifibréfi verði auglýst í staðarblaði, samfélagsmiðlum og heimasíðu.

2.Fundargerðir Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar 2018-2022

Málsnúmer 201811066Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerð almannavarnarnefndar Eyjafjarðar frá 1. nóvember 2018
Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerðir stjórnar

Málsnúmer 201811065Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar flokkunar Eyjafjarðar frá 7. nóvember 2018
Lagt fram til kynningar.

4.Gjaldskrár Dalvíkurbyggðar 2019

Málsnúmer 201808068Vakta málsnúmer

Til kynningar og umræðu gjaldskrá slökkviliðs Dalvíkur 2019
Ráðið gerir ekki athugasemdir við framlagða gjaldskrá slökkviliðs Dalvíkur.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

5.Friðland Svarfdæla - Vegna fjárhagsáætlunar 2019

Málsnúmer 201808076Vakta málsnúmer

Á 311. fundi umhverfisráðs þann 19. október 2018 var eftirfarandi bókað " Umhverfisráð óskar eftir lista frá umhverfisstjóra yfir forgangsröðun verkefna fyrir árið 2019 miðað við þá fjármuni sem ætlaðir eru í Friðlandið. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Frestað til næsta fundar.

6.Kerfisáætlun 2019-2028. Verkefnis- og matslýsing

Málsnúmer 201811147Vakta málsnúmer

Landsnet vinnur að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar fyrir tímabilið 2019-2028, sem er ætlað að gefa heildarsýn yfir þróun flutningskerfis raforku á næstu árum. Landsnet mun vinna umhverfismat fyrir kerfisáætlun í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Landsnet kynnir hér með verkefnis- og matslýsingu áætlunarinnar með von um að sem flestir kynni sér efni hennar. Í verkefnis- og matslýsingu er m.a. gerð grein fyrir:

- Meginforsendum kerfisáætlunar.
- Efnistökum umhverfisskýrslu.
- Hverjir eru helstu áhrifaþættir áætlunarinnar.
- Hverjir eru helstu umhverfisþættir sem kunna að verða fyrir áhrifum.
- Valkostum til skoðunar.
- Gögnum sem lögð verða til grundvallar.
- Matsspurningum og viðmiðum við mat á
vægi og umfangi umhverfisáhrifa.

Verkefnis- og matslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Landsnets www.landsnet.is. Ábendingar og athugasemdir við verkefnis- og matslýsinguna skal senda til Landsnets á póstfangið landsnet@landsnet.is eða á heimilisfangið Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, merkt athugasemdir við verkefnis- og matslýsingu kerfisáætlunar.

Landsnet vonar að sem flestir kynni sér matslýsinguna. Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við matslýsinguna er til og með 19. desember 2018.
Lagt fram til kynningar.

7.Ósk um lóð fyrir verbúð á Hauganesi

Málsnúmer 201811153Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 29. nóvember 2018 ósk þeir Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson og Haukur Bermann Gunnarsson eftir lóð fyrir verbúð á Hauganesi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Ráðið getur að svo stöddu ekki afgreitt umsóknina þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu. Á starfsáætlun 2019 er gert ráð fyrir að deiliskipuleggja svæðið og er því erindinu vísað áfram til þeirrar vinnu.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

8.Hreinsunarátak á iðnaðarlóðum í Dalvíkurbyggð.

Málsnúmer 201807010Vakta málsnúmer

Til umræðu staða hreinsunarátaks ofl. Undir þessum lið kom inn á fundinn Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri kl.09:40
Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri kom inn á fundinn kl. 10:15 og vék af fundi 10:25
Valur vék af fundi k. 10:34.
Valur upplýsti um stöðu verkefnisins og hvað aðilar fengu ítrekunarbréf.
Ákveðið að Valur hafi samband við þá aðila sem ekki hafa brugðist við ábendingum á fullnægjandi hátt.

9.Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna malartöku í landi Grundar, Svarfaðardal

Málsnúmer 201812057Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu umsókn dags. 12. desember 2018 frá Friðrik Þórarinssyni um framkvæmdarleyfi vegna 4.000 m3 malartöku í landi Grundar, Svarfaðardal
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Ráðið felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn Fiskistofu.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

10.Erindi frá íbúasamtökum á Árskógssandi 13.12.2018

Málsnúmer 201812060Vakta málsnúmer

Til umræðu innsent erindi frá íbúasamtökunum á Árskógssandi frá 12. desember 2018.
Ráðið þakkar íbúasamtökunum fyrir ábendinguna og ráðið felur umhverfisstjóra að ræða moksturinn við verktakann og ítreka hvernig honum skal háttað.

11.Breyting á byggingarreglugerð vegna orkuskipta í samráðsferli

Málsnúmer 201812013Vakta málsnúmer

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingu á byggingarreglugerð. Megintilefnið eru orkuskipti í samgöngum og þær breytingar sem samþykktar voru síðastliðið vor á lögum um mannvirki hvað varðar stjórnsýslu mannvirkjamála.
Lagt fram til kynningar

12.Erindi vegna deiliskipulags við Mýrargötu

Málsnúmer 201812017Vakta málsnúmer

Tl umræðu innsent erindi frá Birni Má Björnssyni og Níelsi Kristni Benjamínssyni dags. 4. desember 2018 þar sem skorað er á skipulagsyfirvöld að taka til endurskoðunar gildandi skipulag við Mýrargötu.
Ráðið vísar erindinu til endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem hefst á árinu 2019.

13.Samráðsfundir með umdæmisskrifstofu Vegagerðarinnar á Akureyri

Málsnúmer 201812020Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerð frá samráðsfundi með umdæmisskrifstofu Vegagerðarinnar þann 23. nóvember síðastliðinn.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson Formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Snæþór Vernharðsson varamaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs