Sveitarstjórn

293. fundur 20. júní 2017 kl. 08:15 - 09:51 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
 • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
 • Íris Hauksdóttir Varamaður
 • Haukur Gunnarsson Varamaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá
Heiða Hilmarsdóttir, forseti, boðaði forföll og varamaður hennar, Íris Hauksdóttir, mætti í hennar stað.
1. varaforseti, Valdemar Þór Viðarsson, boðaði forföll og varamaður hans, Haukur Gunnarsson, mætti í hans stað.
2. varaforseti, Valdís Guðbrandsdóttir, stýrði því fundi.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821, frá 11.05.2017

1705005F

Til staðfestingar:
Liður 5
Liður 8
Liður 9
Liður 10
Liður 12
Liður 13
Liður 14
Liður 15
Liður 16, a).
Liður 17.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 822

1705008F

Til staðfestingar.
Liður 1
Liður 2
Liður 5
Liður 7

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823

1705010F

Til staðfestingar.
Liður 3
Liður 5
Liður 7
Liður 8
Liður 10.
 • 3.1 201705148 Trúnaðarmál
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823
 • 3.2 201705106 Trúnaðarmál
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823
 • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823 Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að höggva á þann hnút og ósætti sem ríkir um farþegagjald í hvalaskoðun í Dalvíkurbyggð vegna umfjöllunar og afgreiðslu veitu- og hafnarráðs á 62. fundi ráðsins þann 12. maí og bréf frá Frey Antonssyni framkvæmdastjóra Arctic Sea Tours ehf. þann 30. maí. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn eftirfarandi tillögu:

  Farþegagjald sé greitt af öllum borgandi farþegum og að samantekt af fjölda farþega verði skilað í síðasta lagi 5. dags hvers mánaðar til yfirhafnarvarðar. Ef þörf er á, af einhverjum ástæðum, getur yfirhafnavörður og sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs fengið nánari upplýsingar um fjölda farþega ákveðinn dag eða daga, samsetningu hvað varðar aldur eða hvað annað sem gæti þurft að nálgast vegna umferðar um höfnina.

  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá Jóhann Antonsson og menningaráð á fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint verkefni. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 3.5 201705170 Listi yfir birgja 2016
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum listann eins og hann liggur fyrir og að hann verði birtur á heimasíðu sveitarfélagsins með ársreikningi 2016. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögur að breytingum á Lögreglusamþykkt fyrir Dalvíkurbyggð eins og þær liggja fyrir og vísar lögreglusamþykktinni til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leigjanda er heimilt að gera kauptilboð á grundvelli forkaupsréttar þegar 2ja ára leigutími er liðinn (ágúst 2017) í samræmi við gildandi reglur Dalvíkurbyggðar um sölu íbúða. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framlengt gagntilboð sveitarfélagsins til tilboðsgjafa verði framlengt að hámarki til og með 30.06.2017. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823 Byggðaráð gerir ekki athugasemd við ofangreinda umsókn. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að svara erindinu.
 • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 824, frá 08.06.2017.

1706006F

Til staðfestingar.
Liður 1
Liður 3
Liður 4.a)
Liður 6
Liður 10
 • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 824 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að ganga til samninga við Tréverk á grundvelli hærra tilboðsins með afhendingardegi í ágúst. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 824 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku, mæti á fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 824 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að afgreiða ofangreinda umsókn samkvæmt reglum sveitarfélagsins um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 og skv. 7 gr. reglugerðar um fasteignaskatt nr. 1160/2005. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 824 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Skíðafélag Dalvíkur fái greitt strax það sem eftir stendur af styrkveitingu ársins.
  b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá stjórn Skíðafélags Dalvíkur á fund byggðaráðs í ágúst ásamt íþrótta- og æskulýðsráði, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tóku:
  Guðmundur St. Jónsson.
  Valdís Guðbrandsdóttir.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum a) lið, b) liður er lagður fram til kynningar.
 • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 824 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 824 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2017, kr. 663.000 við deild 21400. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar ofangreindan viðauka við fjárhagsáætlun 2017. Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé.
 • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 824 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 4.8 201706022 Trúnaðarmál
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 824
 • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 824 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 824 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að senda ekki fulltrúa á fundinn að þessu sinni fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

5.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 825, frá 15.06.2017.

1706013F

Til staðfestingar.
Liður 1
Liður 6
 • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 825 Byggðarráð felur Berki Þór Ottóssyni, sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs í samvinnu við Guðmund Hauk Sigurðsson framkvæmdastjóra Vistorku að vera í samskiptum við Orku náttúrunnar að setja upp hraðhleðslustöð á Dalvík í stað millihleðslustöðvar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 825 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 825 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 825 Byggðarráð felur Bjarna Th. Bjarnasyni sveitarstjóra að vera í samskiptum við Íbúðalánasjóð um eignir sjóðsins í Dalvíkurbyggð. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 5.5 201706058 Skýrsla RHA
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 825 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 5.6 201706059 Aðalfundarboð 2017
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 825 Byggðarráð tilnefnir Bjarna Th. Bjarnason sveitarstjóra sem fulltrúa Dalvíkurbyggðar á aðalfundi BHS ehf. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.

  Enginn tók til máls og annað þarfnast ekki afgreiðslu; þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

6.Atvinnumála- og kynningarráð - 26, frá 07.06.2017

1706003F

 • 6.1 201407048 Heimsóknir í fyrirtæki; Erlent hef.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 26 Atvinnumála - og kynningarráð þakkar Þorsteini fyrir móttökuna og kynningu á fyrirtækinu.
 • 6.2 201401050 Ímynd Dalvíkurbyggðar, skv. starfsáætlun 2014
  Atvinnumála- og kynningarráð - 26
 • 6.3 201702003 Nýr ferðamannavegur á Norðurlandi
  Atvinnumála- og kynningarráð - 26
 • 6.4 201602037 Ný heimasíða
  Atvinnumála- og kynningarráð - 26
 • 6.5 201706017 Hvatasamningar, endurskoðun
  Atvinnumála- og kynningarráð - 26
 • 6.6 201406138 Efling atvinnulífs og fjölgun starfa í Dalvíkurbyggð
  Atvinnumála- og kynningarráð - 26
 • 6.7 201706023 Fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 2017
  Atvinnumála- og kynningarráð - 26
 • 6.8 201706024 Fundargerðir stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2017
  Atvinnumála- og kynningarráð - 26 Bókun fundar Til máls tók:
  Guðmundur St. Jónsson.

  Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Félagsmálaráð - 208,frá 09.05.2017.

1704004F

8.Félagsmálaráð - 209

1706011F

Til staðfestingar.
Liður 7
 • 8.1 201705141 Trúnaðarmál
  Félagsmálaráð - 209 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 8.2 201705177 Trúnaðarmál
  Félagsmálaráð - 209 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 8.3 201706048 Trúnaðarmál
  Félagsmálaráð - 209 Bókað í trúnaðarmálabók • 8.4 201706049 Trúnaðarmál
  Félagsmálaráð - 209 Bókað í trúnaðarmálabók
 • Félagsmálaráð - 209 Félagsmálaráð lýsir yfir ánægju sinni yfir stöðu mála og að búsetumál fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð séu komin í þennan farveg. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Félagsmálaráð - 209 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Félagsmálaráð - 209 Félagsmálaráð leggur til að samningur við Dalbæ verði endurnýjaður með hliðsjón af eldri samningi. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tóku:
  Guðmundur St. Jónsson,
  Bjarni Th. Bjarnason.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu félagsmálaráðs, þ.e. tillögu um að samningur við Dalbæ verði endurnýjaður en samningsdrögin verði lögð fyrir félagsmálaráð og síðan fyrir sveitarstójórn.

  Fleiri tóku ekki til máls og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

9.Fræðsluráð - 216, frá 10.05.2017.

1705002F

 • Fræðsluráð - 216 Lagt fram til kynningar og umræðu. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Fræðsluráð - 216 Lagt fram til kynningar og umræðu. Fræðsluráð tekur undir ályktun ungmennaráðsins og hvetur til að fjármál og réttindi og skyldur á atvinnumarkaði séu tryggð í skólanámskrá grunnskólanna. Tryggja þarf sálfræðing sem hefur viðveru í skólum Dalvíkurbyggðar og er sviðsstjóra falið að vinna að því máli. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Fræðsluráð - 216 Lagt fram til kynningar og umræðu. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Fræðsluráð - 216 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Fræðsluráð - 216 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Fræðsluráð - 216 Lagt fram til kynningar. Nokkrar umræður urðu um niðurstöðurnar og leiðir til úrbóta. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 9.7 201503209 Námsárangur
  Fræðsluráð - 216 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 9.8 201705019 Trúnaðarmál
  Fræðsluráð - 216 Bókað í trúnaðarmálabók.
 • 9.9 201705029 Trúnaðarmál
  Fræðsluráð - 216 Bókað í trúnaðarmálabók. Bókun fundar Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

10.Fræðsluráð - 217

1706007F

Til staðfestingar.
Liður 5
Liður 6
 • Fræðsluráð - 217 Lagt fram til kynningar. Engar athugasemdir komu fram. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Fræðsluráð - 217 Fræðsluráð þakkar Gunnþóri og Dóróþeu fyrir kynningarnar. Engar athugasemdir komu fram. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Fræðsluráð - 217 Lagt fram til kynningar og umræðu. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Fræðsluráð - 217 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Fræðsluráð - 217 Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna að gerð samnings við Blágrýti ehf á grundvelli tilboðs þeirra og í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu á þessum lið kl. 8:43.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu fræðsluráðs, Gunnþór Eyfjörð tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
 • Fræðsluráð - 217 Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að ganga frá samningi á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu á þessum lið kl. 8:43.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu fræðsluráðs, Gunnþór Eyfjörð tekur ekki þátt í atkvæða greiðslu vegna vanhæfis. • 10.7 201503209 Námsárangur
  Fræðsluráð - 217 Lagt fram til kynningar og umræðu. Bókun fundar Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju kl.
  08:45 undir þessum lið.

  Lagt fram til kynningar.
 • 10.8 201706032 Trúnaðarmál
  Fræðsluráð - 217 Bókun fundar Til máls tók:
  Valdís Guðbrandsdóttir, um fundargerðina.


  Fleiri tóku ekki til máls og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

11.Íþrótta- og æskulýðsráð - 90

1706002F

Til staðfestingar.
Liður 1.
 • 11.1 201705080 Tjaldsvæði - Rekstrarsamningur 2017 - 2027
  Íþrótta- og æskulýðsráð - 90 Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að ganga að hagstæðasta tilboðinu sem er frá Landamerkjum ehf. og farið verði í skjalagerð á leigusamningi. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu.

12.Íþrótta- og æskulýðsráð - 91, frá 06.06.2017.

1706004F

Til afgreiðslu:
5. liður.

 • 12.1 201408097 Framkvæmdir og viðhald við sundlaug Dalvíkur
  Íþrótta- og æskulýðsráð - 91 Ingvar og Gísli Rúnar kynntu stöðu mála varðandi framkvæmdir við sundlaugina á Dalvík.
  Ingvar Kristinnson vék af fundi kl. 9:10
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 12.2 201706004 Hjólabraut
  Íþrótta- og æskulýðsráð - 91 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti fyrir ráðinu Modular Pump track hjólabrautir frá Lex Games. Íþrótta-og æskulýðsráð tekur jákvætt í að fá slíka braut á Dalvík. Ákveðið að taka málið upp í haust við vinnu við fjárhagsáætlun. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 12.3 201703034 Ársreikningar íþróttafélaga 2016
  Íþrótta- og æskulýðsráð - 91 Rætt um ársreikninga íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 12.4 201705129 Auglýsingar á sundlaugarsvæði
  Íþrótta- og æskulýðsráð - 91 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að kanna með hvaða hætti aðrir sundstaðir eru að gera þetta. Einnig þarf samhliða að skoða hvort og þá með hvaða hætti slíkar auglýsingar yrðu seldar í íþróttasalnum. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 12.5 201511067 Vinnuhópur vegna nýtingu á húsnæði Víkurrastar, sbr. hugmyndir um Frístundahús.
  Íþrótta- og æskulýðsráð - 91 Með fundarboði fylgdi bókun Byggðaráðs, en þar var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi tillögu hvað varðar Víkurröst.

  "Hvað varðar Víkurröst þá er spurning hvort hægt væri að markaðssetja húsið og ná fram meiri nýtingu með því að gera húsið að Frístundahúsi. Hvað með t.d. klifurvegginn, nýtingu og ábyrgð á honum? Hægt er að skoða að markaðssetja afþreyingarpakka; t.d. golfhermir, klifurveggur. Vísað er til íþrótta- og æskulýðsráðs að haldið verði áfram með vinnu vinnuhóps um Frístundahús og eftirfarandi er hugmynd að vinnuhópi; íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, formaður barna- og unglingaráðs Golfklúbbsins, upplýsingafulltrúi ‚ einn aðili t.d. úr ferðaþjónustunni, s.s. starfsmaður frá Bergmönnum vegna tengingar við ferðaþjónustu og klifur."

  Íþrótta- og æskulýðsráð tekur jákvætt í hugmyndir um Frístundahús og er sammála því að slíkur vinnuhópur yrði myndaður. Íþrótta- og æskulýðsráð hafði álíka hugmyndir um slíkt frístundahús, en telur að með því að leggja niður starf forstöðumanns Víkurrastar sl. haust, hafi forsendur þeirrar vinnu brostið. Mikilvægt er að vinnuhópurinn verði myndaður sem fyrst, þannig að hægt verði að skoða þær tillögur sem upp koma samhliða gerð fjárhagsáætlunar í haust.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

13.Landbúnaðarráð - 111, frá 08.06.2017.

1705009F

Til staðfestingar.
Liður 2
Liður 4
Liður 5
Liður 6
Liður 7
 • Landbúnaðarráð - 111 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Landbúnaðarráð - 111 Vegna beiðni frá Zophoníasi Jónmundssyni um að fá að framkvæma fyrstu göngur 26. til 27. ágúst eða 2.-3. september 2017, samþykkir landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar að veita frávik um viku frá auglýstum gangnadögum og þá með þeim skilyrðum að leggja til gangnamenn helgina 8-10 september á Ytra- Holtsdal samhliða áður auglýstum gangnadögum.

  Landbúnaðarráð vill benda á að ekki hafa verið gerðar athugasemdir við að bændur smali sín heimaupprekstarlönd á sína ábyrgð vegna sumarslátrunar óháð auglýstum gangnadögum, en taka skal fram að ef komi fram ókunnugt fé við þannig smölun þá skal því komið aftur á fjall.

  Samþykkt með þremur atkvæðum.

  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.
 • Landbúnaðarráð - 111 Landbúnaðarráð frestar afgreiðslu þar sem ekki liggur fyrir búfjárleyfi frá umsækjanda.

  Samþykkt með þremur atkvæðum.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 13.4 201705165 Sláttu tún
  Landbúnaðarráð - 111 Landbúnaðarráð samþykkir að veita umbeðið leiguland og felur sviðsstjóra að ganga frá leigusamningi.
  Samþykkt með þremur atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.
 • 13.5 201703100 Umsókn um beitiland
  Landbúnaðarráð - 111 Eftir yfirferð á þeim beitilöndum sem eru í eigu Dalvíkurbyggðar sér landbúnaðarráð sér ekki fært að verða við umbeðinni ósk um beitiland.
  Ráðið telur að ekki sé laust beitiland í eigu Dalvíkurbyggðar sem henta myndi fyrir stóðhesta eins og fram kemur í umsókn.
  Samþykkt með þremur atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðaráðs.
 • 13.6 201703137 Umsókn um búfjárleyfi
  Landbúnaðarráð - 111 Þar sem umsækjandi hefur ekki fullnægt skilyrðum sem sett eru við umsókn um búfjárleyfi sér ráðið sér ekki fært að verða við umbeðinni ósk um búfjárleyfi.
  Samþykkt með þremur atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.
 • Landbúnaðarráð - 111 Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar leggur til að óskað verði eftir viðbótarframlagi frá Umhverfisstofnun vegna minkaveiða í sveitarfélaginu.
  Eftir átak sem gert var í minkaveiðum í Dalvíkurbyggð og nágrenni hefur aftur orðið vart við mink á svæðinu svo mikilvægt er að halda átakinu áfram, og það verður ekki gert nema með auknu fjármagni til málaflokksins.
  Samþykkt með þremur atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu landbúnaðarráðs.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

14.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3, frá 03.05.2017

1705004F

Til staðfestingar.
Liður 1
 • 14.1 201705063 Skóladagatal TÁT, 2017 - 2018
  Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3 Skólastjórar sveitarfélagana Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar hittust til að samhæfa skóladagatöl sín á milli og samþykkir skólanefnd framlagt skóladagatal TÁT. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga.
 • 14.2 201705064 Starfsmannahald næsta skólaár og breytingar/ráðningar
  Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3 Fyrri liggur fæðingarorlof hjá tveimur kennurum sem leyst verður með innanhúss tilfæringum. Þá hefur einn kennari óskað eftir að fara úr 100% stöðugildi í 50% stöðugildi og hefur skólinn brugðist við því með að auglýsa 50% stöðugildi. Að öðru leyti er starfsmannahald í góðum farvegi. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 14.3 201705065 Foreldrakönnun 2017
  Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3 Niðurstöður foreldrakönnunar eru jákvæðar og tóku 72 foreldrar þátt í henni en í TÁT eru 207 nemendur. Fram komu ábendingar um aukið samspil og mun skólinn verða við því. Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • 14.4 201705066 Starfsþróunarsamtöl - TÁT 2017
  Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3 Búið er að taka starfsþróunarviðtöl við alla kennara og er niðurstaðan að kennarar eru almennt ánægðir og líður vel í starfi. Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • 14.5 201705067 Gjaldskrá og afslættir - TÁT 2017
  Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3 Umræðu frestað og frekari útfærslu óskað. Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • 14.6 201705068 Fjárhagsáætlun (stöðuskýrsla, kjarasamningar 2017 og launaskrið
  Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3 Lögð fram bókfærð staða samkvæmt aðalbók fyrir tímabilið janúar til og með mars 2017. Þar kemur fram að laun tímabilsins eru 5,6 millj. umfram áætlun en skýringuna má rekja til launaskriðs sem eftir er að bókfæra fyrir tímabilið. Hvað aðra þætti rekstrarins varðar þá eru þeir á áætlun.

  Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • 14.7 201705070 Reglur um þátttöku sveitarfélaga um áframhaldandi tónlistarnám nemenda
  Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3 Umræðu frestað Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • 14.8 201705071 Lokahátíð Nótunnar 2017 í Hörpu
  Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3 Hljómsveit á vegum TÁT fór á lokakhátíð Nótunnar í Hörpu 2. apríl s.l. og stóð sig vel. Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • 14.9 201705074 Próf í vor, söngpróf og munnleg próf
  Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3 Átta nemendur TÁT hafa lokið fyrsta stigs prófi í söngnámi á yngra stigi. Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • 14.10 201705072 Samæfingar og samspil
  Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3 Ákveðið hefur verið að allir kennarar TÁT taki þátt í samspili eða hljómsveitarstarfi til að bregðast við ábendingum úr foreldrakönnun og vegna áhuga nemenda. Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • 14.11 201705073 Nýtt húsnæði TÁT á Dalvík - staðan
  Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3 Ráðist verður í breytingar á húsnæði Víkurrastar nú í sumar og frá og með næsta hausti mun starfsemi TÁT á Dalvík verða þar til húsa. Bókun fundar Lagt fram til kynningar

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

15.Umhverfisráð - 290, frá 15.05.2017.

1705007F

Til staðfestingar.
Liður 4
Liður 5
Liður 8
Liður 9
Liður 10, sérliður á dagskrá.
Liður 11
Liður 12
Liður 13
Liður 14
Liður 15.
 • Umhverfisráð - 290 Ráðið þakkar kynninguna.
  Birkir Baldvinsson, Gestur Geirsson, Atli Dagsson og Fanney Hauksdóttir véku af fundi kl. 16:30.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Umhverfisráð - 290 Umhverfisráð felur umhverfisstjóra að hrinda í framkvæmd hreinsunarátaki við Sandskeið í samráði við Heilbrigðiseftirlitið.
  Fjarlægð verði númerslaus ökutæki og aðrir lausamunir sem ekki eru í almennri notkun.
  Einnig óskar ráðið eftir að lausamunir á lóð sveitarfélagsins milli Sandskeiðs 21 og 27 verði fjarlægðir.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Bókun fundar Til máls tók:
  Guðmundur St. Jónsson.

  Lagt fram til kynningar
 • Umhverfisráð - 290 Umhverfisstjóri upplýsti ráðið að lóðarhafa að Hafnarbraut 2a hafi þegar verið sent bréf þar sem honum er veittur 15 daga frestur til aðgerða. Verði ekkert að gert mun umhverfisstjóri framkvæma hreinsun á kostnað eiganda. Einnig hefur verið rætt við lóðarhafa nærliggjandi lóða sem þegar hafa gripið til aðgerða.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • 15.4 201705116 Umferðarmerkingar_2017
  Umhverfisráð - 290 Ráðið leggur til að við Skíðabraut verði sett þrenging til móts við Mímisveg. Við Mýrargötu afnuminn verði hægri réttur úr Mýrargötu inn á Grundargötu og sett biðskylda inn á Grundargötu.
  Við Flæðarveg verði afnuminn hægri réttur af Flæðavegi inn á Grundargötu og sett biðskylda inn á Grundargötu.
  Sviðsstjóra falið að auglýsa breytingarnar lögformlega.
  Einnig óskar ráðið eftir því að lögreglan verði boðuð á næsta fund ráðsins til frekari yfirferðar um umferðarmerkingar í sveitarfélaginu.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.

  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tóku:
  Guðmundur St. Jónsson.
  Haukur Gunnarsson.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu umhverfisráðs.
 • Umhverfisráð - 290 Umhverfisráð leggur til að umrætt leyfi verði ekki veitt þar sem umsagnir voru samhjóða um að hafna umsókninni.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Guðmundur St. Jónsson.
  Haukur Gunnarsson.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • 15.6 201705135 Framkvæmdir U&T 2017
  Umhverfisráð - 290 Til umræðu og frekari útfærslu breytingar á framkvæmdaráætlun 2017.
  Samþykkt með fimm atkvæðum

  Valur Þór vék af fundi kl. 18:16
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • 15.7 201703070 Fundargerðir 2017
  Umhverfisráð - 290 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • Umhverfisráð - 290 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi, en vísar styrkumsókn til byggðarráðs.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Umhverfisráð - 290 Ráðið gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Umhverfisráð - 290 Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Umhverfisráð - 290 Ráðið gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur svisstjóra að veita umbeðið leyfi.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Guðmundur St. Jónsson.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Umhverfisráð - 290 Ráðið gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur svisstjóra að veita umbeðið leyfi.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Umhverfisráð - 290 Ráðið gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Umhverfisráð - 290 Þar sem tvær umsóknir bárust um lóðina Böggvisbraut 20 var dregið úr spilastökk samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Báðir umsækjendur voru boðaðir á fundinn, en Guðmundur A Sigurðsson mætti ekki og dró nefndarmaður í hans stað. Einar Ísfeld Steinarsson dró hærra spil og hlýtur því lóðina.
  Haukur A Gunnarsson og Guðrún Anna Óskarsdóttir véku af fundi kl. 18:50.
  Samþykkt með þremur atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók;
  Haukur Gunnarsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu undir þessum lið kl. 08:55.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs, Haukur Gunnarsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
 • Umhverfisráð - 290 Þar sem tvær umsóknir bárust um lóðina Böggvisbraut 20 var dregið úr spilastökk samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins.Báðir umsækjendur voru boðaðir, en Guðmundur A Sigurðsson mætti ekki og dró nefndarmaður í hans stað. Einar Ísfeld Steinarsson dró hærra spil og hlýtur því lóðina.
  Samþykkt með þremur atkvæðum.

  Haukur A Gunnarsson og Guðrún Anna Óskarsdóttir komu aftur inn á fundinn kl. 19:15.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók;
  Haukur Gunnarsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu undir þessum lið.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs, Haukur Gunnarsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

  Haukur Gunnarsson kom inn á fundinn að nýju kl. 08:56.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðini þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnat afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

16.Umhverfisráð - 291, frá 16.06.2017.

1706014F

Til staðfestingar.
Liður 3
Liður 4
Liður 6
Liður 7
Liður 8
Liður 9
Liður 12, sér liður á dagskrá.
Liður 13, Ath.
Liður 14
 • 16.1 201705116 Umferðarmerkingar_2017
  Umhverfisráð - 291 Ráðið leggur til að fenginn verði sérfræðingur í umferðaröryggi ásamt Felix Jósafatsyni varðstjóra á næsta fund ráðsins þar sem farið verður heilstætt yfir umferðarmerkingar í öllu sveitarfélaginu.

  Felix vék af fundi kl. 09:04

  Samþykkt með fimm atkvæðum
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Umhverfisráð - 291 Ráðið felur umhverfisstjóra að fjarlægja þá muni sem límt var á um miðjan maí í samráði við HNE fyrir lok júní 2017.
  Tekið skal fram eigendur þessara muna hafa haft rúman tíma til að bregðast við.
  Samþykkt með fimm atkvæðum
  Bókun fundar Til máls tók:
  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.


  Lagt fram til kynningar.
 • Umhverfisráð - 291 Ráðið þakkar Jökli fyrir innsent erindi og felur umhverfisstjóra að setja upp hraðahindrun milli Svarfaðarbrautar 8 og 10. Einnig óskar ráðið eftir að þrengingu verði komið upp milli Bjarkarbrautar 13 og 15 og leggur áherslu á að þær þreningar sem gert var ráð fyrir á Hafnarbraut verði settar upp sem fyrst.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Guðmundur St. Jónsson.
  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • 16.4 201705135 Framkvæmdir U&T 2017
  Umhverfisráð - 291 Ráðið leggur til eftirfarandi breytingar á áður samþykktri framkvæmdaráætlun.
  Gangstétt frá Aðalgötu að Hafnargötu á Hauganesi verði sett upp.
  Gangstétt milli Öldugötu og Ægisgötu á Árskógssandi verði löguð ásamt því að farið verði fram á það við Vegagerðina að hraðahindrun á Árskógssandsvegi verði lagfærð.
  Gangstéttir verði endurnýjaðar samkvæmt umræðum á fundinum.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Guðmundur St. Jónsson.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Umhverfisráð - 291 Ráðið þakkar fyrir innsent erindi og felur sviðsstjóra að ræða við verktaka skólaaksturs hvað varðar aðkomu að skýlinu ásamt því að ræða við vegagerðina vegna hraðahindrunar á Árskógssandsvegi.
  Gangstétt milli Öldugötu og Ægisgötu verður lögð í sumar.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Umhverfisráð - 291 Ráðið gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • 16.7 201706062 Umsókn um lóð
  Umhverfisráð - 291 Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að úthluta þeim Ronnachain Khamsa-Ing og Phaksumohang Khogcharoen lóðinni. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Umhverfisráð - 291 Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að verða við erindinu. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • 16.9 201705083 Umsókn um lóð
  Umhverfisráð - 291 Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að úthluta Guðmundi lóðinni.
  Undir þessu lið lýsti Haukur Arnar Gunnarsson sig vanhæfan og vék af fundi kl. 10:36
  Haukur Arnar kom aftur inn á fundin kl 10:40
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Haukur Gunnarsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 09:00.
  Íris Hauksdóttir.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs, Haukur Gunnarsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
 • 16.10 201706065 Umsókn um lóð
  Umhverfisráð - 291 Ráðið leggur til að málinu verði frestað til næsta fundar og sviðsstjóra falið að greina umsækjanda frá ástæðu þess.
  Samþykkt með fjórum atkvæðum.
  Karl Ingi Atlason lýsti sig vanhæfan undir þessum lið og vék af fundi kl 10:40
  Karl Ingi kom aftur inn á fundinn 10:45
  Bókun fundar Haukur Gunnarsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 09:01.

  Lagt fram til kynningar.
 • Umhverfisráð - 291 Ráðið felur sviðsstjóra að leggja fyrir ráðið tillögur að breytingum fyrir næsta fund.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Umhverfisráð - 291 Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um lýsinguna hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar, sér liður á dagskrá.
 • Umhverfisráð - 291 Á 288. fundi umhverfisráð Dalvíkurbyggðar þann 10. mars síðastliðinn var lagt til að setja hleðslustöðina á bílastæði vestan við Ráðhús Dalvíkurbyggðar. Eftir nánari skoðun er staðsetning talin hentugri við íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar. Sviðsstjóra falið að útfæra staðsetningu innan lóðar íþróttamiðstöðvarinnar í samráði við forstöðumann hennar. Ráðið bendir á að ekki var gert ráð fyrir fjármagni til uppsetningar á stöðinni í fjárhagsáætlun 2017.

  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Umhverfisráð - 291 Ráðið gerir ekki athugasemd við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi í samráði við Vegagerðina.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir í fundargerðinni sem þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar.

17.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 62, frá 12.05.2017.

1705006F

Til staðfestingar.
Liður 1, afgreiddur í fundargerð byggðaráðs.
Liður 5
 • Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 62 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða þá túlkun á farþegagjaldi að greiða beri af öllum farþegum sem í ferð fara. Samantekt af fjölda farþega verði skilað í síðasta lagi 5. dag hvers mánaðar til yfirhafnavarðar þar sem sundurliðað verði fjöldi ferða og farþegafjöldi í hverri ferð. Sviðsstjóri mun senda til ferðaþjónustuaðila skema til útfyllingar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 62 Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagðan ársreikning. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 62 Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagðan ársreikning. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 17.4 201702027 Fundargerðir 2017
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 62 Lögð fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 62 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tillögu Vegagerðarinnar og leggur til við sveitarstjórn að hún heimili Vegagerðinni að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.
 • Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 62 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 17.7 201705110 Austurgarður, ný vigt
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 62 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

18.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 63, frá 14.06.2017.

1706008F

Til staðfestingar.
Liður 4
 • Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 63 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 63 Veitu- og hafnaráð mun ekki senda inn athugasemdir en mun kynna sér athugasemdir Hafnasambands Íslands. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 18.3 201702027 Fundargerðir 2017
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 63 Lögð fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 63 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tillögu Vegagerðarinnar og leggur til við sveitarstjórn að hún heimili Vegagerðinni að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Bjarni Th. Bjarnason.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.
 • Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 63 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða eftirfarandi bókun:
  Veitu- og hafnaráð mótmælir harðlega þeirri fullyrðingu framkvæmdastjóra Arctic Sea Tours ehf að við afgreiðslu ráðsins hafi gætt "tortryggni og leiðinda".

  Veitu- og hafnaráð telur að eðlilegt hefði verið að það leiddi þessi mál til lykta, en þar sem framkvæmdastjóri Arctic Sea Tours ehf og byggðarráð hafa náð samkomulagi um framkvæmd upplýsinga um farþegafjölda mun veitu- og hafnaráð ekki gera athugasemd við það.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 63 Lögð fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir fundargerðarinnar sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

19.Frá stjórn Dalbæjar; fundargerð stjórnar frá 16.05.2017.

201701042

Enginn tók til máls.
Lögð fram til kynningar.

20.Frá 290. fundi umhverfisráðs þann 15. maí 2017; Skipulag í landi Snerru, Svarfaðardal

201701034

Á 290. fundi umhverfisráðs þann 15. maí 2017 var eftirfarandi bókað:

"Deiliskipulagstillagan var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 29. mars 2017 með athugasemdafresti til 10. maí 2017. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma.
Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Samþykkt með fimm atkvæðum. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs hvað varðar deiliskipulagstilöguna í landi Snerru.

21.Frá 291. fundi umhverfisráðs þann 16.06.2017; Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand.

201608099

Á 291. fundi umhverfisráðs þann 16. júní 2017 var eftirfarandi bókað:
"Til kynningar lýsing dags. 12. maí 2017 á fyrirhugaðri breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og vinnslu deiliskipulags vegna laxaseiðaeldisstöðvar við Árskógssand.
Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um lýsinguna hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs hvað varðar lýsingu dags. 12. maí 2017 á fyrirhugaðri breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og vinnslu deiliskipulags vegna laxaseiðaeldisstöðvar við Árskógssand.

22.Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar. Fyrri umræða.

201606115

Á 223. fundi byggðaráðs Dalvíkurbygðar þann 1. júní 2017 voru samþykktar samhljóða með þremur atkvæðum tillögur að breytingum á Lögreglusamþykkt fyrir Dalvíkurbyggð og vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Til máls tóku:
Bjarni Th. Bjarnason.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögu að breytingum á lögreglusamþykkt fyrir Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu.

23.Frá Óskari Óskarssyni; Úrsögn úr veitu- og hafnaráði.

201706071

Með tölvupósti dagsettum 14. júní 2017 tilkynnir Óskar Óskarsson að hann hafi ákveðið að segja sig frá störfum í veitu- og hafnaráði frá og með dagsetningu bréfsins.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Óskari Óskarssyni lausn frá störfum sem aðalmaður í veitu- og hafnaráði.
Sveitarstjórn þakkar Óskari fyrir störf í þágu sveitarfélagins.

24.Frá Lilju Björk Ólafsdóttur; Úrsögn úr nefndum og ráðum

201706070

Með tölvupósti dagsettum 14. júní 2017 tilkynnir Lilja Björk Ólafsdóttir að hún hafi ákveðið að segja sig frá störfum í nefndum og ráðum fyrir Dalvíkurbyggð frá og með 14.06.2017.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Lilju Björk lausn frá störfum úr nefndum og ráðum á vegum Dalvíkurbyggðar.
Sveitarstjórn þakkar Lilju Björk störf í þágu sveitarfélagsins.

25.Kosningar í nefndir og ráð samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 206./2013, 46. gr. með síðari breytingum.

201706092

Til máls tók:
Bjarni Th. Bjarnason sem leggur fram eftirfarandi tillögur:

a)
Varaformaður í fræðsluráði Þórunn Andrésdóttir í stað Lilju Bjarkar Ólafdóttur. Varamaður í fræðsluráði Eva Björg Guðmundsdóttir, Skógarhólum 4, 620 Dalvík í stað Þórunnar Andrésdóttur.
Varamaður í félagsmálaráði Eva Björg Guðmundsdóttir í stað Lilju Bjarkar Ólafsdóttir.
Aðalmaður í stjórn Dalbæjar Eva Björg Guðmundsdóttir í stað Lilju Bjarkar Ólafsdóttur. Varaformaður í stjórn Dalbæjar Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson í stað Lilju Bjarkar Ólafsdóttur.
Aðalmaður í Eyþingi Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson í stað Lilju Bjarkar Ólafasdóttur. Varamaður í Eyþingi Haukur A. Gunnarsson í staðinn fyrir Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Annar varamaður í sveitarstjórn Silja Pálsdóttir í stað Lilju Bjarkar Ólafsdóttur.

b)
Varaformðaur í veitu- og hafnaráði Ásdís Jónasdóttir í stað Óskars Óskarssonar. Aðalmaður í veitu- og hafnaráði Gunnar Aðalbjörnsson Sognstúni 2, Dalvík, í stað Óskars Óskarssonar.

c) Kosningar í byggðaráð- 3 aðalmenn og 3 varamenn.
Formaður: 
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson (D)  
Varaformaður: 
Kristján Guðmundsson (B) 
Guðmundur St. Jónsson (J)  
 
Varamenn:   
Heiða Hilmarsdóttir (B)
Valdemar Þór Viðarsson (D)
Valdís Guðbrandsdóttir (J)
a) Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreind réttkjörin í samræmi við ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar.
b) Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreind réttkjörin í samræmi við ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar.
c) Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreind réttkjörin í samræmi við ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar.

26.Tillaga að frestun funda sveitarstjórnar vegna sumarleyfa 2017. Til afgreiðslu.

201706088

Til máls tók 2. varaforseti sveitarstjórnar og leggur fram eftirfarandi tillögu:

Tillaga um frestun funda sveitarstjórnar

Með vísan til 8.gr. í Samþykktum um stjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir sveitarstjórn að fresta fundum sínum í júlí og ágúst 2017.

Jafnframt er byggðaráði Dalvíkurbyggðar falin fullnaðarafgreiðsla þeirra mála sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu, sbr. 31.gr. V. kafla Samþykkta um stjórn Dalvíkurbyggðar, frá og með 21. júní 2017 til og með 31. ágúst 2017.


Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu 2. varaforseta um sumarleyfi sveitarstjórnar.

27.Sveitarstjórn - 292

1705003F

Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:51.

Nefndarmenn
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
 • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
 • Íris Hauksdóttir Varamaður
 • Haukur Gunnarsson Varamaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.