Sveitarstjórn

293. fundur 20. júní 2017 kl. 08:15 - 09:51 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
 • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
 • Íris Hauksdóttir Varamaður
 • Haukur Gunnarsson Varamaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá
Heiða Hilmarsdóttir, forseti, boðaði forföll og varamaður hennar, Íris Hauksdóttir, mætti í hennar stað.
1. varaforseti, Valdemar Þór Viðarsson, boðaði forföll og varamaður hans, Haukur Gunnarsson, mætti í hans stað.
2. varaforseti, Valdís Guðbrandsdóttir, stýrði því fundi.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821, frá 11.05.2017

Málsnúmer 1705005FVakta málsnúmer

Til staðfestingar:
Liður 5
Liður 8
Liður 9
Liður 10
Liður 12
Liður 13
Liður 14
Liður 15
Liður 16, a).
Liður 17.

 • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.

  Á 800. fundi byggðaráðs þann 19. október 2016 var eftirfarandi bókað:
  "Á 797. fundi byggðaráðs þann 13. október 2016 var eftirfarandi bókað m.a.: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi undirritað minnisblað frá ofangreindum vinnuhópi, dagsett þann 11. október 2016, þar sem fram kemur að óskað er eftir að fjármagn verði sett í byggingar á þjónustuíbúðum fyrir fólk með fötlun í Dalvíkurbyggð. Gert er ráð fyrir að hönnun og útboð fari fram á árinu 2017 og framkvæmdir á árinum 2018 og 2019. Upphæðir í áætlun er byggðar á reynslutölum frá öðrum sveitarfélögum, en ekki liggur fyrir hvort og þá hversu mikil þátttaka ríkisins er í slíkri byggingu. Í meðfylgjandi tillögu að fjárfestingum er lagt til 20 m.kr árið 2017, 75 m.kr. árið 2018 og 75 m.kr árið 2019. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingar hvað varðar fjármögnun og rekstrarframlag."
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gert verði ráð fyrir 20 m.kr. kostnaði vegna ofangreinds verkefni inn á fjárhagsáætlun 2017 en óskar jafnframt eftir að fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Íbúðalánasjóði komi á fund byggðaráðs við fyrsta tækifæri til að fara yfir með hvaða hætti er gert ráð fyrir að fjármögnum á húsnæðisúrræðum fyrir fatlað fólk verði og skýra útfærsluna. "

  Á 203. fundi félagsmálaráðs þann 8. nóvember 2016 var eftirfarandi bókað:
  "Lagt er fyrir bréf frá foreldrum fatlaðara ungmenna í Dalvíkurbyggð, bréf dagsett þann 25.ágúst 2016, þar sem fram koma áhyggjur þeirra af búsetumálum ungmennanna sem fullorðnum einstaklingum í sveitarfélaginu.
  Félagsmálaráð tekur undir með foreldrum fatlaðra ungmenna um þörf á búsetuúrræði þeirra til framtíðar. Búið er að skipa vinnuhóp og vonandi fljótlega á nýju ári verði farið í gang með frekari undirbúningsvinnu vegna byggingar íbúðarkjarna. Félagsmálaráð mun óska eftir því við vinnuhópinn að vera upplýst um gang mála. "

  Vinnuhópinn skipa; sveitarstjóri, sviðstjóri félagsmálasviðs og sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs.

  Sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs og sveitarstjóri kynntu þá vinnu og upplýsingaöflun sem átt hefur sér stað hjá vinnuhópnum.

  Börkur Þór vék af fundi kl. 13.23.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 819. fundi byggðaráðs þann 27. apríl 2017 var eftirfarandi bókað:
  "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:15. Tekið fyrir erindi frá foreldrum fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð, dagsett þann 23. apríl 2017, þar sem þess er farið á leit við byggðaráð að sett verið fram hið fyrsta tímasett áætlun um hvernig sveitarfélagið hyggst mæta búsetuþörf fatlaðra ungmenna í byggðarlaginu. Óskað er eftir að tímasett áætlun verði tilbúin fyrir fjárhagsáætlunargerð 2018 og að foreldrum fatlaðra ungmenna veðri gert kleift að koma að þeirri áætlun. Einnig er þess farið á leit við byggðaráð að sveitarfélagið fari í fararbroddi fyrir atvinnurekendur í byggðarlaginu með því að sýna fordæmi og greiða götur fatlaðra ungmenna í atvinnuleit í byggðarlaginu. Til umræðu ofangreint. Á fjárhagsáætlun 2017 er gert ráð fyrir kr. 20.000.000 á fjárhagsáætlun Eignasjóðs vegna hönnunar og undirbúnings fyrir byggingu á íbúðum fyrir fatlað fólk í Dalvíkurbyggð. Sviðsstjóri félagsmálasviðs gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar vinnu vinnuhóps um ofangreint verkefni til að mæta búsetuþörf fatlaðs fólks í Dalvíkurbyggð en í þeim vinnuhópi eru sveitarstjóri, sviðsstjórar félagsmálasviðs og umhverfis- og tæknisviðs. Eyrún vék af fundi kl. 14:41
  Byggðaráð þakkar foreldrum fatlaðra ungmenna fyrir erindið. Sveitarfélagið hefur nú þegar hafið vinnu við þarfagreiningu og vinnan við verkefnið um búsetuþörf fatlaðs fólks er í farvegi. Byggðaráð mun fá vinnuhóp um búsetuúrræði á sinn fund þar sem næstu skref í vinnunni verða tímasett og hún formgerð. Markmiðið er að það verði komin drög að áætlun fyrir næstu fjárhagsáætlunargerð. Varðandi atvinnu fyrir fötluð ungmenni í byggðarlaginu þá hefur sveitarfélagið sýnt gott fordæmi og vilji er til að gera enn betur og fá fleiri fyrirtæki og atvinnurekendur í sveitarfélaginu með í lið. "
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Valdemar Þór Viðarsson, formaður menningaráðs, og Kristján E. Hjartarson, aðalmaður í menningarráði, kl. 13:24. Heiða Hilmarsdóttir, varamaður á fundi byggðaráðs, er einnig aðalmaður í menningaráði.

  Á 62. fundi menningaráðs þann 2. maí 2017 var eftirfarandi bókað:
  "Jóhann Antonsson kom á fundinn og ræddi framhald verkefnisins.
  Fram kom að Jóhann hefur á undanförnum misserum unnið að öflun heimilda. Nú er verkefnið komið á það stig að huga þarf að skipun þriggja manna ritnefndar sem heldur utan um verkefnið að rita sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar. Menningarráð óskar eftir að hitta Byggðaráð og ræða framhald verkefnisins. "

  Til umræðu ofangreint.

  Valdemar Þór og Kristján viku af fundi kl. 14:03.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ráðið muni koma með tillögu að fulltrúum í ritnefnd um sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar fyrir mánaðarmótin maí / júní 2017. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að leigusamningi um leigu á félagsheimilinu Rimum í Svarfaðardal.

  Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti ofangreind drög.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs komi með samningsdrögin aftur fyrir byggðaráð þegar búið er að skoða þær ábendingar sem fram komu á fundinum. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 811. fundi byggðaráðs þann 16. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað:
  "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Kristinn Ingi Valsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, Jón Ingi Sveinsson, varaformaður íþrótta- og æskulýðsráðs, og Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 8:15.

  Á 86. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað:
  "Umræður um útboð á rekstri tjaldsvæðis.
  Umræður um undirbúning á útboði á rekstri tjaldsvæðis og var niðurstaðan að formaður og varaformaður óski eftir að mæta á fund byggðaráðs þann 9. febrúar 2017 og í framhaldinu yrði gengið frá útboðsgögnum.'

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að rekstur á tjaldsvæðinu á Dalvík verði boðinn út. Byggðaráð felur sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sveitarstjóra að útbúa útboðsgögn."

  Auglýst var eftir rekstraraðila að tjaldvæði og var umsóknarfrestur til 3. maí s.l., sbr. heimasíða Dalvíkurbyggðar https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/category/1/auglyst-eftir-rekstraradila-ad-tjaldsvaedi

  Sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir þeim umsóknum sem bárust:´

  Ólafur P. Agnarsson, kt. 041070-5529 og Guðrún Sveinsdóttir, kt. 210677-5509.
  Draumablá ehf., kt. 500216-1660 (Agnes Ýr Sigurjónsdóttir og Gísli Rúnar Gylfason.
  Landamerki ehf., kt. 211273-5429.

  Til umræðu ofangreint. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir fundi íþrótta- og æskulýðsráðs sem haldinn var að morgni 11. maí. Niðurstaðan ráðsins var að samþykkt var samhljóða að ganga til samninga við Landamerki ehf.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs um að gengið verði til samninga við Landamerki ehf. Drög að samningi komi síðan fyrir byggðaráð. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu byggðaráðs með 7 atkvæðum.
 • 1.6 201705081 Trúnaðarmál
  Bókað í trúnaðarmálabók.

  Hlynur vék af fundi kl. 14:56.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821
 • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Frestað.
 • Tekið fyrir erindi frá Þjóðskjalasafni íslands, rafbréf dagsett þann 8. maí 2017, þar sem óskað er umsagnar um reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns. Í viðhengi er bréf þjóðskjalavarðar og reglugerðardrögin. Umsagnarfrestur er til og með 16. júní n.k. Þann 15. maí n.k. er kynningarfundur um reglugerðardrögin í Þjóðskjalasafni. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umsagnar menningaráðs í samráði við sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og forstöðumann Héraðsskjalasafns Svarfdæla í Dalvíkurbyggð.
  Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og forstöðumanni Héraðsskjalasafns að vera fulltrúar Dalvíkurbyggðar á kynningarfundinum þann 15. maí n.k. en fundurinn er einnig sendur yfir vefinn.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs
 • Tekið fyrir bréf frá Landskerfi bókasafna hf, dagsett þann 2. maí 2017, þar sem boðað er til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. miðvikudaginn 24. maí n.k. kl. 14:00 í Reykjavík. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns sæki fundinn, ef hún hefur tök á. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóðameð 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekið fyrir bréf frá stjórn Menningarfélagsins Bergs ses., dagsett þann 3. maí 2017, þar sem boðað er til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 17. maí n.k. kl. 16:00 í Menningarhúsinu í Bergi. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sæki fundinn f.h. Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Landsneti, dagsettur þann 3. maí 2017, þar sem fram kemur að Landsnet vinnur að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar sem er ætlað að gefa heildarsýn yfir þróun flutningskerfis raforku á næstu árum. Hér með er kynnt matslýsing áætlunarinnar með von um að sem flestir kynni sér efni hennar.Matslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Landsnets www.landsnet.is. Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við matslýsinguna er til og með 30. maí 2017.  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 1.12 201704025 Eigið eldvarnareftirlit
  Á fundi framkvæmdastjórnar þann 6. mars s.l. var samþykkt að taka þátt í verkefninu Eigið eldvarnareftirlit í gegnum VÍS. Fyrir liggja drög að samningi við Eldvarnarbandalagið um samstarf um auknar eldvarnir. Sjá nánar á heimasíðu Eldvarnarbandalagsins; http://eldvarnabandalagid.is/ Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka þátt í þessu verkefni og fyrirliggjandi samningsdrög. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 4. maí 2017 þar sem óskað er umsagnar um umsókn um rekstrarleyfi frá Hjallaseli ehf., kt. 410716-0460, forsvarsmaður Jónas Þór Leifsson, kt. 140385-2399, staðsetning er Ytri-Hagi, fnr. 215-6490. Heiti reksturs er Sólsetur og sótt er um flokk II.

  Fyrir liggur umsögn byggingafulltrúa.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara um umsögn slökkviliðsstjóra. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Á 807. fundi byggðaráðs þann 12. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:
  "Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 21. desember 2016 þar sem Ólafur D. Torfason sækir um sem forsvarsmaður fyrir Íslandshóteli hf. kt. 630169-2919 um endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu gistingar og veitingu veitinga fyrir Fosshótel Dalvík, Skíðabraut 18, 620. Dalvík, flokkur V.
  Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um afgreiðslur byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra, sem liggja ekki fyrir."

  Ofangreind afgreiðsla byggðaráðs var staðfest á fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar 2017.

  Með fundarboði byggðaráðs er bréf frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafbréf dagsett þann 8. maí 2017, þar sem fram kemur að búið var að gefa jákvæðar umsóknir vegna Fosshótels Dalvík en búið sé að selja reksturinn og nýr aðili er Aurora Leisure ehf, kt. 460307-0900, og forsvarsmaður Þórarinn Kristjánsson, kt. 0111245-4719. Óskað er eftir samþykki umsagnaraðila að nýr aðili taki við leyfinu.

  Fyrir liggur umsögn byggingafulltrúa.


  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara um umsögn slökkviliðsstjóra. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekin fyrir tillaga að Velferðarstefnu Dalvíkurbyggðar frá stýrihópi og rýnihópi sem yrði þá hluti af Mannauðsstefnu Dalvíkurbyggðar.
  Stýrihópurinn; Launafulltrúi, leikskólastjóri Krílakots, skólastjóri Dalvíkurskóla, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
  Rýnihópurinn;
  Veitu- og hafnasvið; Þorsteinn K. Björnsson.
  Dalvíkurskóli; Lovísa María Sigurgeirsdóttir.
  Árskógarskóli; Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
  Félagsmálasvið; Eyrún Rafnsdóttir.
  Leikskólinn Krílakot; Katrín Sif Ingvarsdóttir.
  Umhverfis- og tæknisvið; Ingvar Kristinsson.
  Tónlistarskólinn á Tröllaskaga; Magnús Guðmundur Ólafsson.
  Íþrótta- og æskulýðsmál; Gísli Rúnar Gylfason.

  Tilgangur Velferðarstefnunnar er:
  "Fjarvistir tengjast heilsu og líðan starfsmanna og þeim kröfum sem gerðar eru á mismunandi vinnustöðum og störfum. Gott skipulag á vinnustað, öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi, auk meðvitaðrar stjórnunar fjarvista og stuðnings við endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys, hafa áhrif á fjarveru frá vinnu. Slík stefna og skráning fjarvista, ásamt almennri umræðu um fjarvistir er mikilvæg til að stuðla að velferð einstaklingsins og vinnustaðarins."
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að Velferðarstefnu og að hún verði hluti að Mannauðsstefnu Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Á 765. fundi byggðaráðs þann 21. janúar 2016 var fjallað um málefni er varðar sölu og leigu á fasteignum í eigu Dalvíkurbyggðar og tillögur vinnuhóps sem byggðaráð og síðan sveitarstjórn samþykktu.

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga vinnuhópsins (vinnugögn) en fyrir liggur að flestar tillögur vinnuhópsins hafa verið framkvæmdar eða þær eru í vinnslu.

  Með fundarboði fylgdi einnig:
  Skýrsla vinnuhóps um nýtingu húsnæðis Gamla skóla. Málsnr. 201511067.
  Skýrsla vinnuhóps um framtíðarnýtingu Ungós. Málsnr. 201506051.
  Skýrsla vinnuhóps um eflingu og framtíð Árskógarskóla. Málsnr. 201512115.

  Til umræðu ofangreint.


  Eftirfarandi er lagt til:
  a) Hvað varðar "Gamla skóla" þá er ca. 70% húsnæðisins í eigu ríkisins og ca. 30% í eigu Dalvíkurbyggðar. Á fundi framkvæmdarstjórnar 08.05.2017 var rætt um að fá óháðan aðila til að gera viðhaldsáætlun, síðan yrði fasteignasali fenginn til að gera verðmat á eigninni og í framhaldinu þá yrði stefnt að því að óska eftir hugmyndum frá íbúum hvað varðar ráðstöfun á húsnæðinu.

  b) Hvað varðar Víkurröst þá er spurning hvort hægt væri að markaðssetja húsið og ná fram meiri nýtingu með því að gera húsið að Frístundahúsi. Hvað með t.d. klifurvegginn, nýtingu og ábyrgð á honum? Hægt er að skoða að markaðssetja afþreyingarpakka; t.d. golfhermir, klifurveggur. Vísað er til íþrótta- og æskulýðsráðs að haldið verði áfram með vinnu vinnuhóps um Frístundahús og eftirfarandi er hugmynd að vinnuhópi; íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, formaður barna- og unglingaráðs Golfklúbbsins, upplýsingafulltrúi ‚ einn aðili t.d. úr ferðaþjónustunni, s.s. starfsmaður frá Bergmönnum vegna tengingar við ferðaþjónustu og klifur.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu hvað varðar "Gamla skóla" að höfðu samráði við ríkið.
  b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu hvað varðar Víkurröst.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar a) lið, b) liður er til afgreiðslu í fundargerð íþrótta- og æskulýðsráðs.
 • Tekið fyrir erindi frá Samgöngustofu, dagsett þann 8. maí 2017, þar sem óskað er umsagnar samkvæmt 2 mgr. 3. gr. laga nr. 65/2015 um ökutækjaleigur vegna umsóknar Jóhanns Peter Andersen, kt. 101044-3199, um að reka ökutækjaleigu að Skíðabraut 18. 620. Dalvík. Sótt er um leyfi fyrir 1 ökutæki í útleigu. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 65/2015 um ökutækjaleigur skal starfsleyfi veitt að fenginni jákvæðri umsögn sveitarstjórnar í því umdæmi sem ökutækjaleiga mun hafa fasta starfsstöð. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreint starfsleyfi verði veitt. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir bréf frá Karlakór Dalvíkur, dagsett þann 29. apríl 2017, þar sem kórinn þakkar fyrir frábæra móttöku sem haldin var í Bergi laugardaginn 22. apríl fyrir Heklumót, samband norðlenskra karlakóra. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 5. maí 2017, þar sem allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarps til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 190. mál, eigi síðar en 19. maí n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls og aðrir liðir í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 822

Málsnúmer 1705008FVakta málsnúmer

Til staðfestingar.
Liður 1
Liður 2
Liður 5
Liður 7
 • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.

  Á 821. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2017 var eftirfarandi bókað:
  "Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að leigusamningi um leigu á félagsheimilinu Rimum í Svarfaðardal. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti ofangreind drög. Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs komi með samningsdrögin aftur fyrir byggðaráð þegar búið er að skoða þær ábendingar sem fram komu á fundinum."

  Hlynur fór yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á samningsdrögunum á milli funda.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 822 Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir með fyrirvara um að frekari breytingar verði gerðar á drögunum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Á 821. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2017 var m.a. eftirfarandi bókað:
  "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs um að gengið verði til samninga við Landamerki ehf. Drög að samningi komi síðan fyrir byggðaráð."

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi um rekstur og umsjón tjaldsvæðisins á Dalvík.

  Til umræðu ofangreint.

  Hlynur vék af fundi kl. 13:43.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 822 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir með þeim fyrirvörum sem ræddir voru á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Á 821. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2017 var m.a. eftirfarandi bókað:
  "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ráðið muni koma með tillögu að fulltrúum í ritnefnd um sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar fyrir mánaðarmótin maí / júní 2017."

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 822 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með fyrirmynd að erindisbréfi fyrir væntanlega ritnefnd. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir tilboðum sem hafa borist í Lokastíg 1, íbúð 0201 og íbúð 102.
  Málið er í vinnslu.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 822 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 2.5 201705115 Tilboð í Kirkjuveg 9
  Fyrir hönd Dalvíkurbyggðar óskaði fasteignasalan Hvammur í auglýsingu eftir tilboðum í fasteign sveitarfélagsins við Kirkjuveg 9. Tilboðsfrestur var til kl. 16:00 miðvikudaginn 10. maí s.l. Dalvíkurbyggð áskildi sér rétt til að taka hvaða kauptilboði sem er, eða hafna öllum.

  Alls bárust 3 tilboð í eignina:

  Kr. 8.000.000.
  Kr. 17.500.000.
  Kr. 18.600.000.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 822 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka hæsta kauptilboði í eignina að upphæð kr. 18.600.000 og samþykkir sölu á eigninni við Kirkjuveg 9.

  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti skil stjórnenda hvað varðar stöðumat janúar - mars 2017, þ.e. samanburður bókhalds í fjárhagsáætlun 2017. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 822 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir aðalfundarboð frá Greiðri leið ehf. dagsett þann 12. maí 2017, þar sem boðað er til aðalfundar mánudaginn 29. maí 2017 kl. 13:00 á Akureyri. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 822 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja fundinn. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 12. maí 2017, þar sem minnt er á aðalfundinn þriðjudaginn 16. maí s.l.

  Upplýst var á fundinum að Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, sótti fundinn f.h. Dalvíkurbyggðar.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 822 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 295 frá 15. maí 2017. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 822 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar,þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823

Málsnúmer 1705010FVakta málsnúmer

Til staðfestingar.
Liður 3
Liður 5
Liður 7
Liður 8
Liður 10.
 • 3.1 201705148 Trúnaðarmál
  Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823
 • 3.2 201705106 Trúnaðarmál
  Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823
 • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 10:12.

  Á 62. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12. maí 2017 var eftirfarandi bókað:
  "Á 55. fundi ráðsins var fjallað um „Farþegagjald, upplýsingaskylda aðila í ferðaþjónustu.“ Þar kom eftirfarandi fram:
  „Umræður hafa verið innan veitu- og hafnaráðs hvernig upplýsingaskyldu fyrirtækja í ferðaþjónustu sem nýta sér aðstöðu hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar er háttað.
  Veitu- og hafnaráð samþykkir að frá og með áramótum skal ferðaþjónustuaðilum sem greiða farþegagjald til Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar gert skylt að senda rafpóst við brottför skips þar sem fram kemur skipsnúmer ásamt fjölda farþega um borð.“
  Á 286. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var 22.11.2016 var eftirfarandi fært til bókar: 'Bjarni Th. Bjarnason, sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
  „Forsvarsfólk hvalaskoðunarfyrirtækja í Dalvíkurbyggð hefur mótmælt samþykkt veitu- og hafnaráðs frá 9. nóvember sl. og telur að það fyrirkomulag sem lagt er til um upplýsingaskyldu sé illframkvæmanlegt þ.e. að senda inn tölur um farþegafjölda fyrir hverja ferð. Sveitarstjórn leggur til að veitu- og hafnaráð taki málið upp að nýju og leiti leiða til að koma á fyrirkomulagi sem jafnt hafnasjóður og ferðaþjónustuaðilar geta sætt sig við.“
  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra.'

  56. fundi veitu- og hafnaráðs sem haldinn var 7. desember 2016 undir 3. tl. var farþegagjaldið einnig til umræðu.
  Á framangreindum fundi var eftirfarandi samþykkt. „Veitu- og hafnaráð samþykkir að formaður og sviðsstjóri boði hagsmunaaðila til fundar um ofangreint málefni og leggi fram tillögu að lausn málsins á næsta fund ráðsins.“

  Sveitarstjóri og sviðsstjóri áttu fund með hagsmunaaðilum 27. mars. Á þeim fundi var til umræðu hvernig best væri staðið að málum með tilkynningu á farþegafjölda hvalaskoðunarfyrirtækja. Fundarmenn urðu ásáttir um að leggja það til við veitu- og hafnaráð að sendur verði rafpóst, í síðasta lagi 5. dag hvers mánaðar, með farþegafjölda nýliðins mánaðar til yfirhafnavarðar.

  Veitu- og hafnaráð getur ekki samþykkt tillögu að fyrirkomulagi sem sett er fram eftir fund með hagsmunaaðilum þann 27. mars og samþykkir að óska eftir að þeir hagsmunaaðilar, sem um ræðir, mæti á næsta fund veitu- og hafnaráðs til umræðu um skráningu farþegagjalda.


  Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða þá túlkun á farþegagjaldi að greiða beri af öllum farþegum sem í ferð fara. Samantekt af fjölda farþega verði skilað í síðasta lagi 5. dag hvers mánaðar til yfirhafnavarðar þar sem sundurliðað verði fjöldi ferða og farþegafjöldi í hverri ferð. Sviðsstjóri mun senda til ferðaþjónustuaðila skema til útfyllingar."


  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Frey Antonssyni f.h. Arctic Sea Tours ehf., bréf móttekið með rafpósti þann 30.05.2017, þar sem bréfið er sent til byggðaráðs vegna umfjöllunar veitu- og hafnaráðs um farþegagjald og framkomu við hvalaskoðunarfyrirtækin í Dalvíkurbyggð. Fram kemur m.a. að það sé ósk framkvæmdastjóra Arctic Sea Tours ehf að byggðaráð og sveitarstjórn vindi ofan af þessari tortryggni og leiðindum sem koma ítrekað fram í veitu- og hafnaráði gagnvart frambærilegum, heiðarlegum og traustum fyrirtækjum í Dalvíkurbyggð. Það er von hans að Arctic Sea Tours geti byggt enn frekar upp starfsemi sína á Dalvík og fái til þess skilning og sanngirni frá sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar.

  Til umræðu ofangreint.

  Þorteinn vék af fundi kl. 10:22.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823 Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að höggva á þann hnút og ósætti sem ríkir um farþegagjald í hvalaskoðun í Dalvíkurbyggð vegna umfjöllunar og afgreiðslu veitu- og hafnarráðs á 62. fundi ráðsins þann 12. maí og bréf frá Frey Antonssyni framkvæmdastjóra Arctic Sea Tours ehf. þann 30. maí. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn eftirfarandi tillögu:

  Farþegagjald sé greitt af öllum borgandi farþegum og að samantekt af fjölda farþega verði skilað í síðasta lagi 5. dags hvers mánaðar til yfirhafnarvarðar. Ef þörf er á, af einhverjum ástæðum, getur yfirhafnavörður og sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs fengið nánari upplýsingar um fjölda farþega ákveðinn dag eða daga, samsetningu hvað varðar aldur eða hvað annað sem gæti þurft að nálgast vegna umferðar um höfnina.

  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Á 822. fundi byggðaráðs þann 18. maí 2017 var eftirfarandi bókað:

  "Á 821. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2017 var m.a. eftirfarandi bókað: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ráðið muni koma með tillögu að fulltrúum í ritnefnd um sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar fyrir mánaðarmótin maí / júní 2017." Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með fyrirmynd að erindisbréfi fyrir væntanlega ritnefnd."

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að erindisbréfi fyrir ritnefndina.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá Jóhann Antonsson og menningaráð á fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint verkefni. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 3.5 201705170 Listi yfir birgja 2016
  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yfir helstu birgja ársins 2016 til upplýsingar með ársreikningi 2016, sbr. fyrri ár. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum listann eins og hann liggur fyrir og að hann verði birtur á heimasíðu sveitarfélagsins með ársreikningi 2016. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Á 815. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2017 var eftirfarandi bókað:
  "Til umfjöllunar endurskoðun á Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar en gildandi samþykkt er frá júlí 2008.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórn að koma með tillögur að breytingum í samræmi við umræður á fundinum. Einnig er óskað eftir umsögn frá lögreglu."

  Upplýst var á fundinum að framkvæmdastjórn hefur lokið yfirferð sinni og fyrir liggur umsögn frá Lögreglunni sem búið er að taka tillit í þeim drögum sem liggja fyrir fundi byggðaráðs.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögur að breytingum á Lögreglusamþykkt fyrir Dalvíkurbyggð eins og þær liggja fyrir og vísar lögreglusamþykktinni til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Tekið fyrir erindi frá Eyþóri Björnssyni, dagsett þann 17. maí 2017, þar sem hann sem leigjandi að Öldugötu 27, Árskógssandi, óskar eftir að fá að gera kauptilboð í fasteignina.


  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leigjanda er heimilt að gera kauptilboð á grundvelli forkaupsréttar þegar 2ja ára leigutími er liðinn (ágúst 2017) í samræmi við gildandi reglur Dalvíkurbyggðar um sölu íbúða. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Á 816. fundi byggðaráðs þann 30. mars 2017 var eftirfarandi bókað:
  "Á 815. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2017 voru til umfjöllunar og afgreiðslu samningsdrög vegna beitilands í tengslum við kauptilboð í Árskóg lóð 1. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi leigusamninga með þeirri breytingu að sett verði í samningana ákvæði um að ef sveitarfélagið þurfi á þessu landi að halda til mannvirkjagerðar eða af annarri ástæðu er varðar almannahag þá sé hægt að segja þessum samningum upp með 6 mánaða fyrirvara. Sveitarfélagið muni leitast við að finna sambærilegt land í staðinn í næstu grend að höfðu samráði við leigutaka. Upplýst var á fundinum um stöðu mála.
  Lagt fram til kynningar. "


  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framlengt gagntilboð sveitarfélagsins til tilboðsgjafa verði framlengt að hámarki til og með 30.06.2017. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Varasjóði húsnæðismála, dagsettur þann 30. maí 2017, þar sem kynnt er skýrsla um könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2016. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsettur þann 18. maí 2017 þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Eydísi Ósk Jónsdóttur, kt. 121082-5359, sem ábyrgðarmaður fyrir Kristjönu Lóu Sölvadóttur, kt. 270190-3169, vegna tímabundins tækifærisleyfi til skemmtanahalds vegna dansleiks laugardaginn 10. júní n.k. frá kl. 23:00 til kl. 03:00 í Höfða Svarfaðardal.

  Fyrir liggja umsagnir frá slökkviliðsstjóra og byggingafulltrúa.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823 Byggðaráð gerir ekki athugasemd við ofangreinda umsókn. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 24. maí 2017, þar sem fram kemur að meðfylgjandi er erindi sem sent hefur verið til ráðuneytis sveitarstjórnarmála og fjallar um breytingar á reglugerðum, svo tryggt verði að meðferð skuldbindinga vegna uppgörs þeirra við A-deild Brúar verði í samræmi við kynningar og umfjöllun framkvæmdastjóra sambandsins undanfarin ár, um þau fjárhagslegu áhrif sem samkomulag um breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna með tilheyrandi lagabreytingum um LSR, og breyttar samþykktir fyrir A-deild Brúar, fela í sér. Tillagan er unnin í samvinnu sambandsins, KPMG, o.fl. sérfræðinga. Stjórn sambandsins hefur einnig gert bókun um þetta mál sem er í samræmi við framangreint.


  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá forsætisráðuneytinu, dagsett þann 19. maí 2017, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið skili ráðuneytinu greinargerð fyrir árið 2016, staðfestri af endurskoðanda sveitarfélagsins, um tekjur og ráðstöfun tekna sem fallið hafa til vegna nýtingar lands og landsréttinda innan þjóðlendna í sveitarfélagsinu, eigi síðar en 1. september n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að svara erindinu.
 • Tekið fyrir bréf frá Málræktarsjóði, dagsett þann 12. maí 2017, þar sem boðað er til aðalfundar þriðjudaginn 13. júní n.k. kl. 15:30 á Hótel Sögu. Dalvíkurbyggð hefur rétt á að tilnefna einn aðila í fulltrúaráðið þar sem Dalvíkurbyggð lagði sjóðnum til fé fyrir árslok 1992. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenska sveitarfélaga nr. 850 frá 19. maí 2017. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 823 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 824, frá 08.06.2017.

Málsnúmer 1706006FVakta málsnúmer

Til staðfestingar.
Liður 1
Liður 3
Liður 4.a)
Liður 6
Liður 10
 • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.

  Fimmtudaginn 1. júní s.l. voru opnuð tilboð í breytingar og viðhald í Víkurröst.

  Tvö tilboð bárust frá einum aðila:

  Tréverk ehf. kr. 11.216.000
  Tréverk ehf. frávikstilboð kr. 9.890.000 með skiladegi 15. desember 2017.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 824 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að ganga til samninga við Tréverk á grundvelli hærra tilboðsins með afhendingardegi í ágúst. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekið fyrir erindi frá Vistorku, dagsett þann 29. maí 2017, til sveitarstjórna sem tengjst umsókn Vistorku í Orkusjóði um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Norðurlandi.

  Til umræðu ofangreint.

  Börkur vék af fundi kl. 13:32.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 824 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku, mæti á fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekin fyrir umsókn frá Ungmennafélaginu Atla, dagsett þann 04.06.2017, um styrk á móti fasteignaskatti vegna samkomuhússins Höfða í Svarfaðardal.

  Samkvæmt reglum sveitarfélagsins þá eiga umsóknir að liggja fyrir fyrir 1. júní.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 824 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að afgreiða ofangreinda umsókn samkvæmt reglum sveitarfélagsins um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 og skv. 7 gr. reglugerðar um fasteignaskatt nr. 1160/2005. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekið fyrir bréf frá stjórn Skíðafélags Dalvíkur, dagsett þann 5. júní 2017, þar sem farið er yfir fjárhagsstöðu Skíðafélags Dalvíkur, viðhaldsmál og fleira. Fram kemur m.a. að Skíðafélagið á eftir að fá 2,0 m.kr. af styrk frá sveitarfélaginu og stjórnin sér ekki annað í stöðunni en að félagið verði að fá þessa peninga greidda út strax.

  Til umræða ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 824 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Skíðafélag Dalvíkur fái greitt strax það sem eftir stendur af styrkveitingu ársins.
  b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá stjórn Skíðafélags Dalvíkur á fund byggðaráðs í ágúst ásamt íþrótta- og æskulýðsráði, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tóku:
  Guðmundur St. Jónsson.
  Valdís Guðbrandsdóttir.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum a) lið, b) liður er lagður fram til kynningar.
 • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti mánaðarlegar stöðuskýrslur janúar - apríl, bókfært í samanburði við fjárhagsáætlun 2017. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 824 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Bjarni Jóhann Valdimarsson, tölvuumsjónarmaður, kl. 14:03.

  Tekið fyrir minnisblað frá tölvuumsjónarmanni þar sem fram kemur m.a. að á fjárhagsáætlun 2017 er gert ráð fyrir endurnýjun á eldvegg og vinnu tengdri henni, kr. 600.000. Við úttekt og hönnun á innra neti sveitarfélagsins samhliða endurnýjun eldveggjarins og færslu netþjóna komu í ljós ákveðnir annmarkar á núverandi kerfi hvað varðar hraða og umferð á milli stofnana. Ef á að bregðast við þessu þá fylgir óhjákvæmlega aukinn kostnaður. Heildarkostnaður er áætlaður um kr. 1.263.000. Óskað er því eftir kr. 663.000 viðauka við fjárhagsáætlun 2017 til að bregðast við þessu á deild 21400.

  Það er tillaga tölvuumsjónarmanns og ráðgjafa að farið verði í þessar breytingar á nethöguninni, hvort sem það verður gert nú eða síðar.

  Til umræðu ofangreint.

  Bjarni Jóhann vék af fundi kl. 14:08.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 824 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2017, kr. 663.000 við deild 21400. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar ofangreindan viðauka við fjárhagsáætlun 2017. Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé.
 • Samkvæmt fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar er eftirfarandi til umfjöllunar í byggðaráði í apríl - maí eða þegar ársreikningur liggur fyrir:

  a)
  Framkvæmdastjórn og byggðaráð ræða um og koma með hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum og stefnu.
  b)
  Umræða í byggðaráði um verklag, áherslur, markmið og tímaramma.
  d)
  Byggðaráð tekur formlega ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og setur fram stefnu.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 824 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 4.8 201706022 Trúnaðarmál
  Bókað í trúnaðarmálabók Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 824
 • Tekið fyrir aðalfundarboð frá Veiðifélagi Svarfaðardalsár, dagsett þann 31. maí 2017, þar sem boðað er til aðalfundar 2017 að Rimum miðvikudaginn 7. júní s.l.

  Upplýst var á fundinum að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs sótti fundinn.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 824 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir aðalfundarboð frá stjórn Gáskakaupstaðar ses., dagsett þann 30. maí 2017, þar sem boðað er til aðalfundar þriðjudaginn 13. júní 2017 kl. 15:00 á Akureyri. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 824 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að senda ekki fulltrúa á fundinn að þessu sinni fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

5.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 825, frá 15.06.2017.

Málsnúmer 1706013FVakta málsnúmer

Til staðfestingar.
Liður 1
Liður 6
 • Á 824. fundi byggðaráðs þann 8. júní 2017 var tekið fyrir erindi frá Vistorku, dagsett þann 29. maí 2017, til sveitarstjórnar sem tengjst umsókn Vistorku í Orkusjóði um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Norðurlandi.

  Til umræðu ofangreint.

  Börkur vék af fundi kl. 13:32.

  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku, mæti á fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint.

  Guðmundur kynnti fyrir ráðinu fyrirtækið Vistorku ehf. sem og vörur frá Vistorku notaðar til endurvinnslu. Einnig kynnti Guðmundur samstarfsverkefni við einn skóla á Akureyri, blævænginn. Vistorka sótti um styrk til Orkusjóðs fyrir Norðurland til að setja upp hraðhleðslustöðvar á Norðurlandi og fengu úthlutun upp á 26 milljónir. Rætt var um rafbíla og hleðslustöðvar á svæðinu. Í dag eru 3 stöðvar á Akureyri. Gert er ráð fyrir að sett verði upp ein millihleðslustöð í Dalvíkurbyggð.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 825 Byggðarráð felur Berki Þór Ottóssyni, sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs í samvinnu við Guðmund Hauk Sigurðsson framkvæmdastjóra Vistorku að vera í samskiptum við Orku náttúrunnar að setja upp hraðhleðslustöð á Dalvík í stað millihleðslustöðvar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Lögð fram til kynningar umsóknargögn og farið yfir stöðu máls varðandi búsetuúrræði fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 825 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 296 frá 7. júní 2017. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 825 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi ÍLS þar sem óskað er eftir viðræðum um möguleg kaup sveitarfélagsins á fasteignum í eigu sjóðsins innan sveitarfélagsins. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 825 Byggðarráð felur Bjarna Th. Bjarnasyni sveitarstjóra að vera í samskiptum við Íbúðalánasjóð um eignir sjóðsins í Dalvíkurbyggð. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 5.5 201706058 Skýrsla RHA
  Lögð fram skýrsla RHA um kosti og galla sameiningar Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna í samræmi við samþykkt aðalfundar 2016. Skýrslan var kynnt á stjórnarfundi Eyþings 7. júní og var til umfjöllunar á fundi fulltrúaráðs 8. júní 2017. Hún mun síðan verða til frekari umræðu á aðalfundi Eyþings í haust að lokinni umfjöllun í sveitarstjórnum innan Eyþings.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 825 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 5.6 201706059 Aðalfundarboð 2017
  Tekið fyrir aðalfundarboð BHS ehf. sem haldinn verður þriðjudaginn 20. júní 2017 kl. 20 að Fossbrún 2 á Árskógsströnd. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 825 Byggðarráð tilnefnir Bjarna Th. Bjarnason sveitarstjóra sem fulltrúa Dalvíkurbyggðar á aðalfundi BHS ehf. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.

  Enginn tók til máls og annað þarfnast ekki afgreiðslu; þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

6.Atvinnumála- og kynningarráð - 26, frá 07.06.2017

Málsnúmer 1706003FVakta málsnúmer

 • 6.1 201407048 Heimsóknir í fyrirtæki; Erlent hef.
  Atvinnumála- og kynningarráð hefur það að stefnu sinni að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu eða að fá hópa fyrirtækja í heimsókn til sín.

  Að þessu sinni fór ráðið og heimsótti fyrirtækið Erlent ehf sem er í eigu Þorsteins Más Aðalsteinssonar.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 26 Atvinnumála - og kynningarráð þakkar Þorsteini fyrir móttökuna og kynningu á fyrirtækinu.
 • 6.2 201401050 Ímynd Dalvíkurbyggðar, skv. starfsáætlun 2014
  Frestað. Atvinnumála- og kynningarráð - 26
 • 6.3 201702003 Nýr ferðamannavegur á Norðurlandi
  Frestað. Atvinnumála- og kynningarráð - 26
 • 6.4 201602037 Ný heimasíða
  Frestað. Atvinnumála- og kynningarráð - 26
 • 6.5 201706017 Hvatasamningar, endurskoðun
  Frestað. Atvinnumála- og kynningarráð - 26
 • 6.6 201406138 Efling atvinnulífs og fjölgun starfa í Dalvíkurbyggð
  Frestað. Atvinnumála- og kynningarráð - 26
 • 6.7 201706023 Fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 2017
  Frestað. Atvinnumála- og kynningarráð - 26
 • 6.8 201706024 Fundargerðir stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2017
  Frestað. Atvinnumála- og kynningarráð - 26 Bókun fundar Til máls tók:
  Guðmundur St. Jónsson.

  Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Félagsmálaráð - 208,frá 09.05.2017.

Málsnúmer 1704004FVakta málsnúmer

 • 7.1 201703141 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál - 201703141 Félagsmálaráð - 208 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 7.2 201704065 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál - 201704065 Félagsmálaráð - 208 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 7.3 201705039 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál - 201705039 Félagsmálaráð - 208 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 7.4 201705006 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál - 201705006 Félagsmálaráð - 208 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 7.5 201705040 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál - 201705040 Félagsmálaráð - 208 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 7.6 201705041 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál - 201705041 Félagsmálaráð - 208 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 7.7 201705038 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál - 201705038
  Félagsmálaráð - 208 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 7.8 201705037 Trúnaðarmál
  Rúna Kristín Sigurðardóttir og Jóhannes Tryggvi Jónsson véku af fundi undir þessum lið kl 9:15. Þau komu aftur inn á fundinn að afgreiðslu lokinni kl. 9:28

  Trúnaðarmál - 201705037
  Félagsmálaráð - 208 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 7.9 201610024 Húsnæðismál
  Félagsmálaráði Dalvíkurbyggðar barst bréf dags. 23.apríl 2017 frá foreldrum fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð þar sem þau óska eftir tímasettri áætlun búsetuúrræða og atvinnumála fatlaðra einstaklinga í Dalvíkurbyggð. Félagsmálaráð - 208 Félagsmálaráð er meðvitað um þörf fyrir búsetuúrræði fyrir fatlaða í Dalvíkurbyggð. Nú þegar er starfandi vinnuhópur á vegum sveitarfélagsins til að kortleggja þörf og hvaða möguleikar eru í stöðunni. Á þessu ári er gert ráð fyrir 20 milljónum í undirbúningsvinnu og er gert ráð fyrir að við gerð fjárhagsáætlunar 2018 liggi fyrir frekari áætlun.

  Félagsmálaráð bendir á að undanfarin ár hefur Dalvíkurbyggð verið í fararbroddi með atvinnu fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu og eru eða hafa verið starfandi einstaklingar með skerta starfsgetu á flestum starfsstöðum sveitarfélagsins. Á undanförnum árum hefur félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar útvegað börnum með fötlun á aldrinum 16-18 ára sumarvinnu og greitt launin þeirra þrátt fyrir að ekki sé lagaskylda þar um.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekin fyrir erindi frá Hagstofu Íslands dags. 6. febrúar 2017 um árlega skýrslu sveitarfélaga um félagsþjónustu á árinu 2016. Einnig var skýrsla lögð fram sem skilað hefur verið fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Fram kemur í skýrslunni að alls er veitt heimilisþjónusta á 51 heimili í sveitarfélaginu og alls fengu 42 heimili fjárhagsaðstoð á árinu.
  Félagsmálaráð - 208 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Þórhalla Franklín Karlsdóttir þroskaþjálfi vék af fundi.

  Tekið fyrir erindi frá Nefndasviði Alþingis dags. 10.mars 2017. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna), 117.mál. Óskað er umsagnar sveitafélaga.
  Félagsmálaráð - 208 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Nefndasviði Alþingis dags. 3.maí 2017. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 438.mál. Óskað er umsagnar sveitarfélaga. Félagsmálaráð - 208 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Nefndasviði Alþingis dags. 3.maí 2017. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar fumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (innleiðing samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 439.mál. Óskað er umsagnar sveitafélaga. Félagsmálaráð - 208 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Nefndasviði Alþingis dags. 28.apríl 2017. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaráætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021, 434.mál. Óskað er umsagnar sveitarfélaga. Félagsmálaráð - 208 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Nefndarsviði Alþingis dags. 28.apríl 2017. Allsherjar - og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar fumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, 436.mál. Óskað er umsagnar sveitarfélaga. Félagsmálaráð - 208 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 7.16 201705061 Segulspjöld
  Þann 1. maí 2017 breytist útivistartími barna og unglinga samkvæmt lögum um barnavernd 92.gr. nr. 80/2002 en þar segir að börn, 12 ára og yngri, megi ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir.
  Félagsmálaráð - 208 Félagsmálaráð Dalvíkurbyggðar hefur tekið ákvörðun um að gefa öllum grunnskólabörnum í Dalvíkurbyggð segulspjöld um útivistareglurnar. Bókun fundar Vantar að vísa á lið í fjárhagsáætlun.
 • Tekið fyrir erindi frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar dags. 8. maí 2017 þar sem Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, Öldrunarheimili Akureyriar og Velferðarráðuneytið bjóða til málþings um Connect verkefnið. Félagsmálaráð - 208 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Velferðarráðuneytinu dags. 8. maí 2017 þar sem Félags- og jafnréttismálaráðherra beinir því til sveitarfélaga að taka tillit til leiðbeinandi reglna Velferðarráðuneytisins um sérstakan húsnæðisstuðning um að meta skuli þörf fyrir slíkan stuðning á grundvelli framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna í stað þess að byggja einungis á hlutlægum tekju- og eignaviðmiðum.
  Nú hefur komið í ljós að framkvæmd sumra sveitarfélaga við ákvörðun sérstaks húsnæðisstuðnings er með þeim hætti að sérstakar húsnæðisbætur lífeyrisþega almannatrygginga eru lægri en áður og lækka jafnvel umtalsvert samanborið við þann stuðning sem sveitarfélagið veitti þeim áður með sérstökum húsaleigubótum.

  Velferðarráðuneytið bendir á að samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga þarf ákvörðun um sérstakan húsnæðisstuðing að byggjast á heildarmati á aðstæðum umsækjanda, en ekki einungis á hlutlægum tekju- og eignaviðmiðum. Meta þarf hvort um sé að ræða sérstaklega þunga framfærslubyrði eða aðrar félagslegar aðstæður sem leitt geta til þess að þörf fyrir stuðning sé meiri eða minni en hlutlæg viðmið gefa til kynna. Ef þessir þættir eru ekki metnir verður vandséð að sveitarfélag hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni við töku ákvörðunar um sérstakan húsnæðisstuðning. Félags- og jafnréttismálaráðherra beinir því þess vegna til sveitarfélaganna að tekið verði til leiðbeinandi reglna velferðarráðuneytisins hvað þetta varðar til þess að þessum markmiðum um heildarmat verði náð.

  Félagsmálaráð - 208 Lagt fram til kynningar. Félagsmálaráð Dalvíkurbyggðar setti sér reglur í upphafi árs um sérstakan húsnæðisstuðning og sér félagsmálaráð ekki ástæðu til að breyta þeim reglum að svo stöddu. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu, eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

8.Félagsmálaráð - 209

Málsnúmer 1706011FVakta málsnúmer

Til staðfestingar.
Liður 7
 • 8.1 201705141 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál 201705141 Félagsmálaráð - 209 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 8.2 201705177 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál - 201705177 Félagsmálaráð - 209 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 8.3 201706048 Trúnaðarmál
  Rúna Kristín Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið kl. 08:45

  Trúnaðarmál - 201706048


  Rúna Kristín Sigurðardóttir kom inn á fundinn kl. 8:50
  Félagsmálaráð - 209 Bókað í trúnaðarmálabók • 8.4 201706049 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál - 20170649 Félagsmálaráð - 209 Bókað í trúnaðarmálabók
 • Félagsmálastjóri kynnti hvaða vinnu vinnuhópur er byggðarráð skipaði fyrr á árinu hefur unnið varðandi húsnæðismál fyrir fötluð ungmenni, kynningarfund með foreldrum og umsókn um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs. Félagsmálaráð - 209 Félagsmálaráð lýsir yfir ánægju sinni yfir stöðu mála og að búsetumál fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð séu komin í þennan farveg. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lögð var fram hagstofuskýrsla vegna málefna fatlaðra fyrir Dalvíkurbyggð árið 2016. Félagsmálaráð - 209 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið var fyrir erindi frá forstjóra Dalbæjar dags. 9. júní 2017 varðandi endurnýjun á samningi vegna aðkomu félagsþjónustu að félags- og tómstundastarfi á Dalbæ. Árið 2014 gerði Dalvíkurbyggð og Dalbær með sér samstarfssamning um að Dalbær býður upp á félags- og tómstundastarf fyrir aldraða íbúa sveitarfélagsins. Til að tryggja þessa starfssemi sbr. lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/91 greiðir félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar til Dalbæjar ákveðna vísitöluuppfærða upphæð árlega. Samningur þessi rann út í byrjun árs 2017. Félagsmálaráð - 209 Félagsmálaráð leggur til að samningur við Dalbæ verði endurnýjaður með hliðsjón af eldri samningi. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tóku:
  Guðmundur St. Jónsson,
  Bjarni Th. Bjarnason.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu félagsmálaráðs, þ.e. tillögu um að samningur við Dalbæ verði endurnýjaður en samningsdrögin verði lögð fyrir félagsmálaráð og síðan fyrir sveitarstójórn.

  Fleiri tóku ekki til máls og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

9.Fræðsluráð - 216, frá 10.05.2017.

Málsnúmer 1705002FVakta málsnúmer

 • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs, kynnti stöðu fjármála Krílakots, Árskógarskóla og Dalvíkurskóla við lok fyrsta ársfjórðungs 2017. Fræðsluráð - 216 Lagt fram til kynningar og umræðu. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Fundarboði fylgdi ályktun frá unmennaráðstefnu UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, sem haldin var á Laugarbakka 5.-7. apríl 2017. Mál sem varða fræðsluráð eru ábending um nauðsyn þess að sálfræðiþjónusta standi til boða í öllum grunn- og framhaldsskólum landsins, krafa um meiri fræðslu um fjármál og um réttindi og skyldur á atvinnumarkaði og farið er fram á að fulltrúar ungmennaráða fái að sitja fundi hjá sem flestum nefndum innan sveitarfélaga. Fræðsluráð - 216 Lagt fram til kynningar og umræðu. Fræðsluráð tekur undir ályktun ungmennaráðsins og hvetur til að fjármál og réttindi og skyldur á atvinnumarkaði séu tryggð í skólanámskrá grunnskólanna. Tryggja þarf sálfræðing sem hefur viðveru í skólum Dalvíkurbyggðar og er sviðsstjóra falið að vinna að því máli. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, gerði grein fyrir tveimur styrkjum sem skólinn fékk úthlutað úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla. Annars vegar eru það 424.000 kr. til að standa straum af leiðsögn á námskeiði sem verður á haustönn undir yfirskriftinni Samvirkt nám í fjölbreyttum nemendahópi og hins vegar 216.000 kr. vegna kostnaðar við Menntabúðir Eymennt í upplýsingatækni sem Dalvíkurskóli stendur að ásamt fimm öðrum skólum á Eyjafjarðarsvæðinu.
  Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, kynnti styrk upp á 144.000 kr. sem skólinn fékk úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla til að þróa áfram kennsluhætti(smiðjur)í list- og verkgreinum í aldursblönduðum hópum.
  Fræðsluráð - 216 Lagt fram til kynningar og umræðu. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, gerði grein fyrir styrk að upphæð kr. 675.000 sem Sprotasjóður úthlutaði skólanum í verkefnið Hugarþjálfun er líkamsrækt hugans og stýrt verður af Gunnhildi Birnisdóttur, verkefnastjóra sérkennslu í 1.-8. bekk. Verkefnið gengur út á markvissa þjálfun vinnsluminnis nemenda í 1.-4. bekk og gerð námsgagna í þeim tilgangi. Fræðsluráð - 216 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lagt var fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 25. apríl 2017 þar sem tilkynnt er að stjórn Námsleyfasjóðs hafi úthlutað Sólveigu Lilju Sigurðardóttur, smíða- og íþróttakennara við Dalvíkurskóla, námsleyfi í 12 mánuði næsta skólaár. Námsleyfasjóður endurgreiðir sveitarfélögunum mánaðarlega þau laun sem kennurum eru greidd í námsleyfi. Fræðsluráð - 216 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, og Guðríður Sveinsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, gerðu grein fyrir niðurstöðum samræmdra prófa í 9. og 10. bekk Dalvíkurskóla sem nemendur þreyttu í byrjun mars s.l. Fræðsluráð - 216 Lagt fram til kynningar. Nokkrar umræður urðu um niðurstöðurnar og leiðir til úrbóta. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 9.7 201503209 Námsárangur
  Með fundarboði fylgdi fundargerð 38. fundar vinnuhóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla. Fræðsluráð - 216 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 9.8 201705019 Trúnaðarmál
  Fræðsluráð - 216 Bókað í trúnaðarmálabók.
 • 9.9 201705029 Trúnaðarmál
  Fræðsluráð - 216 Bókað í trúnaðarmálabók. Bókun fundar Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

10.Fræðsluráð - 217

Málsnúmer 1706007FVakta málsnúmer

Til staðfestingar.
Liður 5
Liður 6
 • Leikskólastjóri Krílakots, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, lagði fram endurskoðaða umbótaáætlun Krílakots. Þeirri fyrri var skilað til Menntamálastofnunar þegar ytra mat þeirra á leikskólanum lá fyrir. Breytingar taka mið af ábendingum sem bárust frá Menntamálastofnun í kjölfarið. Fræðsluráð - 217 Lagt fram til kynningar. Engar athugasemdir komu fram. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, lagði fram innra mat skólans fyrir skólaárið 2016-2017. Innra mat Dalvíkurskóla og Krílakots verður lagt fram á næsta fundi ráðsins. Dóróþea, kennsluráðgjafi, kynnti nýjar leiðbeiningar um innra mat sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út í nóvember 2016. Fræðsluráð - 217 Fræðsluráð þakkar Gunnþóri og Dóróþeu fyrir kynningarnar. Engar athugasemdir komu fram. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hlynur Sigursveinsson, kynnti niðurstöðu könnunar sem lögð var fyrir grunnskólakennara í Dalvíkurbyggð tengt Vegvísi 1 og tillögur til úrbóta sem byggja á niðurstöðunni. Niðurstöðurnar hafa verið sendar Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

  Fræðsluráð - 217 Lagt fram til kynningar og umræðu. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti niðurstöður úr rannsókn Vífils Karlssonar og Sveins Agnarssonar sem barst fyrri hluta árs 2017 á því hvaða þættir útskýra kostnaðaruppbyggingu íslenskra grunnskóla. Fræðsluráð - 217 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs kynnti tilboð sem barst í skólamat í Árskógarskóla og Dalvíkurskóla næstu þrjú árin, 2017 - 2020. Eitt tilboð barst frá Blágrýti ehf. Frestur skólaskrifstofu til að yfirfara gögnin og ljúka samningagerð rennur út 24. júlí. Fræðsluráð - 217 Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna að gerð samnings við Blágrýti ehf á grundvelli tilboðs þeirra og í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu á þessum lið kl. 8:43.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu fræðsluráðs, Gunnþór Eyfjörð tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
 • Sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs kynnti tilboð sem barst í skólaakstur í Dalvíkurbyggð næstu þrjú árin, 2017 - 2020. Eitt tilboð barst frá Ævari og Bóasi ehf. Skólaskrifstofa hefur frest til 24. júní til að yfirfara gögn og ljúka samningsgerð. Fræðsluráð - 217 Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að ganga frá samningi á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu á þessum lið kl. 8:43.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu fræðsluráðs, Gunnþór Eyfjörð tekur ekki þátt í atkvæða greiðslu vegna vanhæfis. • 10.7 201503209 Námsárangur
  Með fundarboði fylgdu fundargerðir 39. og 40. fundar starfshóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla. Fræðsluráð - 217 Lagt fram til kynningar og umræðu. Bókun fundar Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju kl.
  08:45 undir þessum lið.

  Lagt fram til kynningar.
 • 10.8 201706032 Trúnaðarmál
  Bókað í trúnaðarmálabók Fræðsluráð - 217 Bókun fundar Til máls tók:
  Valdís Guðbrandsdóttir, um fundargerðina.


  Fleiri tóku ekki til máls og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

11.Íþrótta- og æskulýðsráð - 90

Málsnúmer 1706002FVakta málsnúmer

Til staðfestingar.
Liður 1.
 • 11.1 201705080 Tjaldsvæði - Rekstrarsamningur 2017 - 2027
  Tekin voru fyrir þau þrjú tilboð sem bárust í rekstur á tjaldsvæðinu á Dalvík.

  Íþrótta- og æskulýðsráð - 90 Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að ganga að hagstæðasta tilboðinu sem er frá Landamerkjum ehf. og farið verði í skjalagerð á leigusamningi. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu.

12.Íþrótta- og æskulýðsráð - 91, frá 06.06.2017.

Málsnúmer 1706004FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
5. liður.

 • 12.1 201408097 Framkvæmdir og viðhald við sundlaug Dalvíkur
  Ingvar Kristinsson umsjónarmaður fasteigna, kom inn á fundinn kl. 8:55. Íþrótta- og æskulýðsráð - 91 Ingvar og Gísli Rúnar kynntu stöðu mála varðandi framkvæmdir við sundlaugina á Dalvík.
  Ingvar Kristinnson vék af fundi kl. 9:10
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 12.2 201706004 Hjólabraut
  Íþrótta- og æskulýðsráð - 91 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti fyrir ráðinu Modular Pump track hjólabrautir frá Lex Games. Íþrótta-og æskulýðsráð tekur jákvætt í að fá slíka braut á Dalvík. Ákveðið að taka málið upp í haust við vinnu við fjárhagsáætlun. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 12.3 201703034 Ársreikningar íþróttafélaga 2016
  Íþrótta- og æskulýðsráð - 91 Rætt um ársreikninga íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 12.4 201705129 Auglýsingar á sundlaugarsvæði
  Tekið fyrir erindi frá Sundfélaginu Rán. Sundfélagið óskar eftir því að fá að selja auglýsingar á sundlaugarsvæðinu og óskar eftir aðkomu Dalvíkurbyggðar við að koma upp standi á svæðinu. Íþrótta- og æskulýðsráð - 91 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að kanna með hvaða hætti aðrir sundstaðir eru að gera þetta. Einnig þarf samhliða að skoða hvort og þá með hvaða hætti slíkar auglýsingar yrðu seldar í íþróttasalnum. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 12.5 201511067 Vinnuhópur vegna nýtingu á húsnæði Víkurrastar, sbr. hugmyndir um Frístundahús.
  Íþrótta- og æskulýðsráð - 91 Með fundarboði fylgdi bókun Byggðaráðs, en þar var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi tillögu hvað varðar Víkurröst.

  "Hvað varðar Víkurröst þá er spurning hvort hægt væri að markaðssetja húsið og ná fram meiri nýtingu með því að gera húsið að Frístundahúsi. Hvað með t.d. klifurvegginn, nýtingu og ábyrgð á honum? Hægt er að skoða að markaðssetja afþreyingarpakka; t.d. golfhermir, klifurveggur. Vísað er til íþrótta- og æskulýðsráðs að haldið verði áfram með vinnu vinnuhóps um Frístundahús og eftirfarandi er hugmynd að vinnuhópi; íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, formaður barna- og unglingaráðs Golfklúbbsins, upplýsingafulltrúi ‚ einn aðili t.d. úr ferðaþjónustunni, s.s. starfsmaður frá Bergmönnum vegna tengingar við ferðaþjónustu og klifur."

  Íþrótta- og æskulýðsráð tekur jákvætt í hugmyndir um Frístundahús og er sammála því að slíkur vinnuhópur yrði myndaður. Íþrótta- og æskulýðsráð hafði álíka hugmyndir um slíkt frístundahús, en telur að með því að leggja niður starf forstöðumanns Víkurrastar sl. haust, hafi forsendur þeirrar vinnu brostið. Mikilvægt er að vinnuhópurinn verði myndaður sem fyrst, þannig að hægt verði að skoða þær tillögur sem upp koma samhliða gerð fjárhagsáætlunar í haust.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

13.Landbúnaðarráð - 111, frá 08.06.2017.

Málsnúmer 1705009FVakta málsnúmer

Til staðfestingar.
Liður 2
Liður 4
Liður 5
Liður 6
Liður 7
 • Til umræðu mánaðarleg stöðuskýrsla. Landbúnaðarráð - 111 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Með innsendu erindi dags. 5. maí 2017 óskar Zophonías Jónmundsson eftir breytingu á gangnadögum. Landbúnaðarráð - 111 Vegna beiðni frá Zophoníasi Jónmundssyni um að fá að framkvæma fyrstu göngur 26. til 27. ágúst eða 2.-3. september 2017, samþykkir landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar að veita frávik um viku frá auglýstum gangnadögum og þá með þeim skilyrðum að leggja til gangnamenn helgina 8-10 september á Ytra- Holtsdal samhliða áður auglýstum gangnadögum.

  Landbúnaðarráð vill benda á að ekki hafa verið gerðar athugasemdir við að bændur smali sín heimaupprekstarlönd á sína ábyrgð vegna sumarslátrunar óháð auglýstum gangnadögum, en taka skal fram að ef komi fram ókunnugt fé við þannig smölun þá skal því komið aftur á fjall.

  Samþykkt með þremur atkvæðum.

  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.
 • Með innsendu erindi dags. 16. maí 2017 óskar María Rakel Pétursdóttir eftir beitarhólfi fyrir hross við Lynghóla, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi erindi. Landbúnaðarráð - 111 Landbúnaðarráð frestar afgreiðslu þar sem ekki liggur fyrir búfjárleyfi frá umsækjanda.

  Samþykkt með þremur atkvæðum.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 13.4 201705165 Sláttu tún
  Með innsendu erind dags. 27. apríl 2017 óskar Elvar Reykjalín um beitiland samkvæmt meðfylgjandi erindi. Landbúnaðarráð - 111 Landbúnaðarráð samþykkir að veita umbeðið leiguland og felur sviðsstjóra að ganga frá leigusamningi.
  Samþykkt með þremur atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.
 • 13.5 201703100 Umsókn um beitiland
  Á 110. fundi landbúnaðarráðs var tekið fyrir innsendur rafpóstur dag. 20. mars 2017 óskar Regína Bjarnveig Agnarsdóttir fyrir hönd Páls Inga Pálssonar eftir beitarhólfi í nágrenni Hauganes. Afgreiðslu frestað. Landbúnaðarráð - 111 Eftir yfirferð á þeim beitilöndum sem eru í eigu Dalvíkurbyggðar sér landbúnaðarráð sér ekki fært að verða við umbeðinni ósk um beitiland.
  Ráðið telur að ekki sé laust beitiland í eigu Dalvíkurbyggðar sem henta myndi fyrir stóðhesta eins og fram kemur í umsókn.
  Samþykkt með þremur atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðaráðs.
 • 13.6 201703137 Umsókn um búfjárleyfi
  Á 110 fundi landbúnaðarráðs þann 19. apríl síðastliðinn var umsókn Páls Inga Pálssonar um búfjárleyfi fyrir tólf hross frestað Landbúnaðarráð - 111 Þar sem umsækjandi hefur ekki fullnægt skilyrðum sem sett eru við umsókn um búfjárleyfi sér ráðið sér ekki fært að verða við umbeðinni ósk um búfjárleyfi.
  Samþykkt með þremur atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.
 • Til umræðu refa og minkaeyðing í sveitarfélaginu. Landbúnaðarráð - 111 Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar leggur til að óskað verði eftir viðbótarframlagi frá Umhverfisstofnun vegna minkaveiða í sveitarfélaginu.
  Eftir átak sem gert var í minkaveiðum í Dalvíkurbyggð og nágrenni hefur aftur orðið vart við mink á svæðinu svo mikilvægt er að halda átakinu áfram, og það verður ekki gert nema með auknu fjármagni til málaflokksins.
  Samþykkt með þremur atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu landbúnaðarráðs.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

14.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3, frá 03.05.2017

Málsnúmer 1705004FVakta málsnúmer

Til staðfestingar.
Liður 1
 • 14.1 201705063 Skóladagatal TÁT, 2017 - 2018
  Skóladagatal lagt fram til kynningar og umræðu. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3 Skólastjórar sveitarfélagana Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar hittust til að samhæfa skóladagatöl sín á milli og samþykkir skólanefnd framlagt skóladagatal TÁT. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga.
 • 14.2 201705064 Starfsmannahald næsta skólaár og breytingar/ráðningar
  Magnús skólatjóri TÁT fór yfir starfsmannahald fyrir næsta skólaár. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3 Fyrri liggur fæðingarorlof hjá tveimur kennurum sem leyst verður með innanhúss tilfæringum. Þá hefur einn kennari óskað eftir að fara úr 100% stöðugildi í 50% stöðugildi og hefur skólinn brugðist við því með að auglýsa 50% stöðugildi. Að öðru leyti er starfsmannahald í góðum farvegi. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 14.3 201705065 Foreldrakönnun 2017
  Niðurstöður foreldrakönnunar 2017 kynntar. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3 Niðurstöður foreldrakönnunar eru jákvæðar og tóku 72 foreldrar þátt í henni en í TÁT eru 207 nemendur. Fram komu ábendingar um aukið samspil og mun skólinn verða við því. Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • 14.4 201705066 Starfsþróunarsamtöl - TÁT 2017
  Staðan á starfsþróunarsamtölum 2017 lögð fram til kynningar. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3 Búið er að taka starfsþróunarviðtöl við alla kennara og er niðurstaðan að kennarar eru almennt ánægðir og líður vel í starfi. Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • 14.5 201705067 Gjaldskrá og afslættir - TÁT 2017
  Lagt fram til umræðu. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3 Umræðu frestað og frekari útfærslu óskað. Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • 14.6 201705068 Fjárhagsáætlun (stöðuskýrsla, kjarasamningar 2017 og launaskrið
  Rekstraniðurstaða TÁT fyrir tímabilið janúar til og með mars kynnt. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3 Lögð fram bókfærð staða samkvæmt aðalbók fyrir tímabilið janúar til og með mars 2017. Þar kemur fram að laun tímabilsins eru 5,6 millj. umfram áætlun en skýringuna má rekja til launaskriðs sem eftir er að bókfæra fyrir tímabilið. Hvað aðra þætti rekstrarins varðar þá eru þeir á áætlun.

  Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • 14.7 201705070 Reglur um þátttöku sveitarfélaga um áframhaldandi tónlistarnám nemenda
  Lagt fram til kynningar Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3 Umræðu frestað Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • 14.8 201705071 Lokahátíð Nótunnar 2017 í Hörpu
  Lagt fram til kynningar Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3 Hljómsveit á vegum TÁT fór á lokakhátíð Nótunnar í Hörpu 2. apríl s.l. og stóð sig vel. Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • 14.9 201705074 Próf í vor, söngpróf og munnleg próf
  Lagt fram til kynningar Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3 Átta nemendur TÁT hafa lokið fyrsta stigs prófi í söngnámi á yngra stigi. Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • 14.10 201705072 Samæfingar og samspil
  Lagt fram til kynningar Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3 Ákveðið hefur verið að allir kennarar TÁT taki þátt í samspili eða hljómsveitarstarfi til að bregðast við ábendingum úr foreldrakönnun og vegna áhuga nemenda. Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • 14.11 201705073 Nýtt húsnæði TÁT á Dalvík - staðan
  Lagt fram til kynningar Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3 Ráðist verður í breytingar á húsnæði Víkurrastar nú í sumar og frá og með næsta hausti mun starfsemi TÁT á Dalvík verða þar til húsa. Bókun fundar Lagt fram til kynningar

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

15.Umhverfisráð - 290, frá 15.05.2017.

Málsnúmer 1705007FVakta málsnúmer

Til staðfestingar.
Liður 4
Liður 5
Liður 8
Liður 9
Liður 10, sérliður á dagskrá.
Liður 11
Liður 12
Liður 13
Liður 14
Liður 15.
 • Til kynningar fyrirhuguð bygging Samherja á hátæknifrystihúsi við Dalvíkurhöfn.
  Á fundinn komu kl. 16:00 þau Birkir Baldvinsson, Gestur Geirsson, Atli Dagsson og Fanney Hauksdóttir.
  Umhverfisráð - 290 Ráðið þakkar kynninguna.
  Birkir Baldvinsson, Gestur Geirsson, Atli Dagsson og Fanney Hauksdóttir véku af fundi kl. 16:30.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til umræðu umhirða á lóðum við Sandskeið og nærliggjandi svæði.
  Undir þessum kom á fundinn Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri kl. 16:32.
  Umhverfisráð - 290 Umhverfisráð felur umhverfisstjóra að hrinda í framkvæmd hreinsunarátaki við Sandskeið í samráði við Heilbrigðiseftirlitið.
  Fjarlægð verði númerslaus ökutæki og aðrir lausamunir sem ekki eru í almennri notkun.
  Einnig óskar ráðið eftir að lausamunir á lóð sveitarfélagsins milli Sandskeiðs 21 og 27 verði fjarlægðir.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Bókun fundar Til máls tók:
  Guðmundur St. Jónsson.

  Lagt fram til kynningar
 • Með innsendum rafpósti dags 5. apríl 2017 óskar Gunnar Aðalbjörnsson fyrir hönd eigenda að Sognstúni 2 og Hafnarbraut 4 eftir aðkomu sveitarfélagsins vegna umgengni á nærliggjandi lóðum. Umhverfisráð - 290 Umhverfisstjóri upplýsti ráðið að lóðarhafa að Hafnarbraut 2a hafi þegar verið sent bréf þar sem honum er veittur 15 daga frestur til aðgerða. Verði ekkert að gert mun umhverfisstjóri framkvæma hreinsun á kostnað eiganda. Einnig hefur verið rætt við lóðarhafa nærliggjandi lóða sem þegar hafa gripið til aðgerða.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • 15.4 201705116 Umferðarmerkingar_2017
  Umhverfis- og tæknideild leggur til eftirfarandi breytingar á umferð á Dalvík til að auka umferðaröryggi í bænum.

  Skíðabraut: sett verði þrenging í Skíðabraut til móts við Mímisveg. Markmiðið er að draga úr hraða ökutækja sem koma inn í bæinn og jafnframt til að auka öryggi íbúa við hús sem næst standa götu. Meðfylgjandi eru tillögur Vegagerðar um þrengingu.

  Mýrargata: afnuminn verði hægri réttur úr Mýrargötu inn á Grundargötu og sett biðskylda inn á Grundargötu.

  Flæðarvegur: afnuminn verði hægri réttur af Flæðavegi inn á Grundargötu og sett biðskylda inn á Grundargötu.

  Stórhólsvegur: afnuminn verði hægri réttur úr Stórhólsvegi inn á Svarfaðarbraut og sett biðskylda á Stórhólsveg inn á Svarfaðarbraut.
  Umhverfisráð - 290 Ráðið leggur til að við Skíðabraut verði sett þrenging til móts við Mímisveg. Við Mýrargötu afnuminn verði hægri réttur úr Mýrargötu inn á Grundargötu og sett biðskylda inn á Grundargötu.
  Við Flæðarveg verði afnuminn hægri réttur af Flæðavegi inn á Grundargötu og sett biðskylda inn á Grundargötu.
  Sviðsstjóra falið að auglýsa breytingarnar lögformlega.
  Einnig óskar ráðið eftir því að lögreglan verði boðuð á næsta fund ráðsins til frekari yfirferðar um umferðarmerkingar í sveitarfélaginu.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.

  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tóku:
  Guðmundur St. Jónsson.
  Haukur Gunnarsson.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu umhverfisráðs.
 • Með innsendu erindi dags. 15. nóvember 2016 óskar Freyr Antonsson fyrir hönd Artic Sea Tours eftir leyfi til starfrækja kayak ferði á Svarfaðardalsá samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
  Á 285. fundi ráðsins þann 2. desember 2016 var eftirfarandi bókað.
  Umhverfisráði líst vel á hugmyndina en áður en leyfi er gefið út óskar ráðið eftir að umsækjandi afli umsagna frá friðlandsnefnd Friðlands Svarfdæla og Veiðifélagi Svarfaðardalsár.
  Einnig óskar ráðið eftir upplýsingum um hvort fyrirhugað sé að vera með aðstöðu á svæðinu og ef svo er, hvar verður hún þá staðsett?
  Lög fram umsögn veiðifélags Svarfaðardalsár dags. 27. febrúar 2017 og friðlandsnefndar dags. 21. apríl 2017 vegna umsóknar Artic Sea Tours.
  Umhverfisráð - 290 Umhverfisráð leggur til að umrætt leyfi verði ekki veitt þar sem umsagnir voru samhjóða um að hafna umsókninni.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Guðmundur St. Jónsson.
  Haukur Gunnarsson.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • 15.6 201705135 Framkvæmdir U&T 2017
  Til umræðu framkvæmdir sumarsins 2017 Umhverfisráð - 290 Til umræðu og frekari útfærslu breytingar á framkvæmdaráætlun 2017.
  Samþykkt með fimm atkvæðum

  Valur Þór vék af fundi kl. 18:16
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • 15.7 201703070 Fundargerðir 2017
  Til kynningar fundargerð HNE frá 1. febrúar og 8. mars ásamt ársreikningi. Umhverfisráð - 290 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • Með innsendu erindi dags. 09.maí 2017 óskar leikhópurinn Lotta eftir leyfi til sýningarhalds þann 1. ágúst 2017 og eins er sótt um styrk samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 290 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi, en vísar styrkumsókn til byggðarráðs.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Með innsendu erindi dags.11. maí 2017 óskar Guðrún Marinósdóttir eftir byggingarleyfi fyrir fjós að Búrfelli, Svarfaðardal. Umhverfisráð - 290 Ráðið gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Deiliskipulagstillagan var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 29. mars 2017 með athugasemdafresti til 10. maí 2017. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma. Umhverfisráð - 290 Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Með innsendu erindi dags. 24. apríl 2017 óskar Jón Geir Árnason eftir lóðinni Aðalbraut 14, Árskógssandi. Umhverfisráð - 290 Ráðið gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur svisstjóra að veita umbeðið leyfi.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Guðmundur St. Jónsson.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Með innsendu erindi dags. 20. apríl 2017 óska þau Kjartan Hjaltason og Nanna Hinriksdóttir eftir lóðinni Hringtún 25, Dalvík. Umhverfisráð - 290 Ráðið gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur svisstjóra að veita umbeðið leyfi.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Með innsendu erindi dags. 15. maí 2017 sækir Óskar Þór Óskarsson eftir lóðinni Hringtún 32, Dalvík. Umhverfisráð - 290 Ráðið gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Með innsendur erindi dags. 8. maí 2017 óskar Guðmundur A Sigurðsson eftir lóðinni Böggvisbraut 20, Dalvík. Umhverfisráð - 290 Þar sem tvær umsóknir bárust um lóðina Böggvisbraut 20 var dregið úr spilastökk samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Báðir umsækjendur voru boðaðir á fundinn, en Guðmundur A Sigurðsson mætti ekki og dró nefndarmaður í hans stað. Einar Ísfeld Steinarsson dró hærra spil og hlýtur því lóðina.
  Haukur A Gunnarsson og Guðrún Anna Óskarsdóttir véku af fundi kl. 18:50.
  Samþykkt með þremur atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók;
  Haukur Gunnarsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu undir þessum lið kl. 08:55.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs, Haukur Gunnarsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
 • Með innsendu erindi dags. 11. maí 2017 óskar Einar Ísfeld Steinarsson eftir lóðinni Böggvisbraut 20, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 290 Þar sem tvær umsóknir bárust um lóðina Böggvisbraut 20 var dregið úr spilastökk samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins.Báðir umsækjendur voru boðaðir, en Guðmundur A Sigurðsson mætti ekki og dró nefndarmaður í hans stað. Einar Ísfeld Steinarsson dró hærra spil og hlýtur því lóðina.
  Samþykkt með þremur atkvæðum.

  Haukur A Gunnarsson og Guðrún Anna Óskarsdóttir komu aftur inn á fundinn kl. 19:15.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók;
  Haukur Gunnarsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu undir þessum lið.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs, Haukur Gunnarsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

  Haukur Gunnarsson kom inn á fundinn að nýju kl. 08:56.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðini þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnat afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

16.Umhverfisráð - 291, frá 16.06.2017.

Málsnúmer 1706014FVakta málsnúmer

Til staðfestingar.
Liður 3
Liður 4
Liður 6
Liður 7
Liður 8
Liður 9
Liður 12, sér liður á dagskrá.
Liður 13, Ath.
Liður 14
 • 16.1 201705116 Umferðarmerkingar_2017
  Til umræðu umferðarmerkingar í sveitarfélaginu.
  Felix Jósafatsson varðstjóri lögreglunnar og Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri komu inn á fundinn kl. 08:16.
  Umhverfisráð - 291 Ráðið leggur til að fenginn verði sérfræðingur í umferðaröryggi ásamt Felix Jósafatsyni varðstjóra á næsta fund ráðsins þar sem farið verður heilstætt yfir umferðarmerkingar í öllu sveitarfélaginu.

  Felix vék af fundi kl. 09:04

  Samþykkt með fimm atkvæðum
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til umræðu umhirða á lóðum við Sandskeið og nærliggjandi svæði eftir átak sem gert var í samvinnu við HNE í vor.
  Undir þessum lið situr Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri.
  Umhverfisráð - 291 Ráðið felur umhverfisstjóra að fjarlægja þá muni sem límt var á um miðjan maí í samráði við HNE fyrir lok júní 2017.
  Tekið skal fram eigendur þessara muna hafa haft rúman tíma til að bregðast við.
  Samþykkt með fimm atkvæðum
  Bókun fundar Til máls tók:
  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.


  Lagt fram til kynningar.
 • Með innsendu erindi dags. 1. júní 2017 óskar Jökull Bermann eftir að settar verði upp hraðahindranir í Svarfaðarbraut. Umhverfisráð - 291 Ráðið þakkar Jökli fyrir innsent erindi og felur umhverfisstjóra að setja upp hraðahindrun milli Svarfaðarbrautar 8 og 10. Einnig óskar ráðið eftir að þrengingu verði komið upp milli Bjarkarbrautar 13 og 15 og leggur áherslu á að þær þreningar sem gert var ráð fyrir á Hafnarbraut verði settar upp sem fyrst.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Guðmundur St. Jónsson.
  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • 16.4 201705135 Framkvæmdir U&T 2017
  Til umræðu framkvæmdir sumarsins. Umhverfisráð - 291 Ráðið leggur til eftirfarandi breytingar á áður samþykktri framkvæmdaráætlun.
  Gangstétt frá Aðalgötu að Hafnargötu á Hauganesi verði sett upp.
  Gangstétt milli Öldugötu og Ægisgötu á Árskógssandi verði löguð ásamt því að farið verði fram á það við Vegagerðina að hraðahindrun á Árskógssandsvegi verði lagfærð.
  Gangstéttir verði endurnýjaðar samkvæmt umræðum á fundinum.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Guðmundur St. Jónsson.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Með innsendu erindi dags. 14. júní 2017 óska þau Valdís Erla, Ingi Valur, Anna Guðrún og Agnes Anna fyrir hönd íbúasamtaka á Árskógssandi að koma á framfæri tilmælum samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 291 Ráðið þakkar fyrir innsent erindi og felur sviðsstjóra að ræða við verktaka skólaaksturs hvað varðar aðkomu að skýlinu ásamt því að ræða við vegagerðina vegna hraðahindrunar á Árskógssandsvegi.
  Gangstétt milli Öldugötu og Ægisgötu verður lögð í sumar.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Með rafpósti dags. 12. júní 2017 óskar Kári Hólm eftir framkvæmdarleyfi fyrir hönd Mílu vegna lagningar á ljósneti á Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 291 Ráðið gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • 16.7 201706062 Umsókn um lóð
  Með innsendu erindi dags. 7. júní 2017 óskar Ronnachain Khamsa-Ing og Phaksumohang Khogcharoen eftir lóðinni Böggvisbraut 14, Dalvík. Umhverfisráð - 291 Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að úthluta þeim Ronnachain Khamsa-Ing og Phaksumohang Khogcharoen lóðinni. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Tekið fyrir erindi dags. 2. júní frá Einari Ísfeld þar sem hann skilar inn lóð að Böggvisbraut 20. Umhverfisráð - 291 Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að verða við erindinu. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • 16.9 201705083 Umsókn um lóð
  Með innsendu erindi dags. 8. maí 2017 óskar Guðmundur A Sigurðsson eftir lóðinni Böggvisbraut 20, Dalvík.
  Umhverfisráð - 291 Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að úthluta Guðmundi lóðinni.
  Undir þessu lið lýsti Haukur Arnar Gunnarsson sig vanhæfan og vék af fundi kl. 10:36
  Haukur Arnar kom aftur inn á fundin kl 10:40
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Haukur Gunnarsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 09:00.
  Íris Hauksdóttir.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs, Haukur Gunnarsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
 • 16.10 201706065 Umsókn um lóð
  Með innsendu erindi dags. 13. júní 2017 óskar Gunnlaugur Svansson eftir lóðinni Sæbraut 5 til leigu. Umhverfisráð - 291 Ráðið leggur til að málinu verði frestað til næsta fundar og sviðsstjóra falið að greina umsækjanda frá ástæðu þess.
  Samþykkt með fjórum atkvæðum.
  Karl Ingi Atlason lýsti sig vanhæfan undir þessum lið og vék af fundi kl 10:40
  Karl Ingi kom aftur inn á fundinn 10:45
  Bókun fundar Haukur Gunnarsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 09:01.

  Lagt fram til kynningar.
 • Til umræðu endurskoðun á úthlutunarreglum byggingarlóða í Dalvíkurbyggð. Umhverfisráð - 291 Ráðið felur sviðsstjóra að leggja fyrir ráðið tillögur að breytingum fyrir næsta fund.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til kynningar lýsing dags. 12. maí 2017 á fyrirhugaðri breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og vinnslu deiliskipulags vegna laxaseiðaeldisstöðvar við Árskógssand. Umhverfisráð - 291 Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um lýsinguna hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar, sér liður á dagskrá.
 • Til umræðu innsent erindi frá Ísorku móttekið 15. febrúar 2017 vegna uppsetningar og tengingar á rafhleðslustöð sem sveitarfélaginu barst að gjöf frá Orkusölunni ehf. Umhverfisráð - 291 Á 288. fundi umhverfisráð Dalvíkurbyggðar þann 10. mars síðastliðinn var lagt til að setja hleðslustöðina á bílastæði vestan við Ráðhús Dalvíkurbyggðar. Eftir nánari skoðun er staðsetning talin hentugri við íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar. Sviðsstjóra falið að útfæra staðsetningu innan lóðar íþróttamiðstöðvarinnar í samráði við forstöðumann hennar. Ráðið bendir á að ekki var gert ráð fyrir fjármagni til uppsetningar á stöðinni í fjárhagsáætlun 2017.

  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Með innsendu erindi dags. 15. júní 2017 óskar Agnes Anna Sigurðardóttir eftir leyfi til uppsetningar á auglýsingaskilti fyrir Kalda og Bjórböðin við þjóðveg samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 291 Ráðið gerir ekki athugasemd við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi í samráði við Vegagerðina.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir í fundargerðinni sem þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar.

17.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 62, frá 12.05.2017.

Málsnúmer 1705006FVakta málsnúmer

Til staðfestingar.
Liður 1, afgreiddur í fundargerð byggðaráðs.
Liður 5
 • Á 55. fundi ráðsins var fjallað um „Farþegagjald, upplýsingaskylda aðila í ferðaþjónustu.“ Þar kom eftirfarandi fram:
  „Umræður hafa verið innan veitu- og hafnaráðs hvernig upplýsingaskyldu fyrirtækja í ferðaþjónustu sem nýta sér aðstöðu hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar er háttað.
  Veitu- og hafnaráð samþykkir að frá og með áramótum skal ferðaþjónustuaðilum sem greiða farþegagjald til Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar gert skylt að senda rafpóst við brottför skips þar sem fram kemur skipsnúmer ásamt fjölda farþega um borð.“
  Á 286. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var 22.11.2016 var eftirfarandi fært til bókar: 'Bjarni Th. Bjarnason, sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
  „Forsvarsfólk hvalaskoðunarfyrirtækja í Dalvíkurbyggð hefur mótmælt samþykkt veitu- og hafnaráðs frá 9. nóvember sl. og telur að það fyrirkomulag sem lagt er til um upplýsingaskyldu sé illframkvæmanlegt þ.e. að senda inn tölur um farþegafjölda fyrir hverja ferð. Sveitarstjórn leggur til að veitu- og hafnaráð taki málið upp að nýju og leiti leiða til að koma á fyrirkomulagi sem jafnt hafnasjóður og ferðaþjónustuaðilar geta sætt sig við.“
  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra.'

  56. fundi veitu- og hafnaráðs sem haldinn var 7. desember 2016 undir 3. tl. var farþegagjaldið einnig til umræðu.
  Á framangreindum fundi var eftirfarandi samþykkt. „Veitu- og hafnaráð samþykkir að formaður og sviðsstjóri boði hagsmunaaðila til fundar um ofangreint málefni og leggi fram tillögu að lausn málsins á næsta fund ráðsins.“

  Sveitarstjóri og sviðsstjóri áttu fund með hagsmunaaðilum 27. mars. Á þeim fundi var til umræðu hvernig best væri staðið að málum með tilkynningu á farþegafjölda hvalaskoðunarfyrirtækja. Fundarmenn urðu ásáttir um að leggja það til við veitu- og hafnaráð að sendur verði rafpóst, í síðasta lagi 5. dag hvers mánaðar, með farþegafjölda nýliðins mánaðar til yfirhafnavarðar.

  Veitu- og hafnaráð getur ekki samþykkt tillögu að fyrirkomulagi sem sett er fram eftir fund með hagsmunaaðilum þann 27. mars og samþykkir að óska eftir að þeir hagsmunaaðilar, sem um ræðir, mæti á næsta fund veitu- og hafnaráðs til umræðu um skráningu farþegagjalda.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 62 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða þá túlkun á farþegagjaldi að greiða beri af öllum farþegum sem í ferð fara. Samantekt af fjölda farþega verði skilað í síðasta lagi 5. dag hvers mánaðar til yfirhafnavarðar þar sem sundurliðað verði fjöldi ferða og farþegafjöldi í hverri ferð. Sviðsstjóri mun senda til ferðaþjónustuaðila skema til útfyllingar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Með rafpósti sem sendur var 2. maí 2017, til allra aðildarsveitarfélaga að Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, er ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga fyrir árið 2016. Samkvæmt 2. mgr. 12. gr. samþykkta samtakanna skal stjórn samþykkja ársreikninga eftir að þeir hafa verið kynntir aðildarsveitarfélögum.

  Athugasemdir, ef einhverjar eru, sendist vinsamlega til undirritaðs fyrir fimmtudaginn 24. maí nk.

  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 62 Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagðan ársreikning. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Með rafpósti sem sendur var, 2. maí 2017, til allra aðildarhafna að Hafnasambandi Íslands barst ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2016. Samkvæmt 5. mgr. 5. gr. laga Hafnasambands Íslands skal stjórn samþykkja ársreikninga eftir að þeir hafa verið kynntir aðildarhöfnunum.

  Athugasemdir, ef einhverjar eru, sendist vinsamlega til undirritaðs fyrir þriðjudaginn 16. maí nk.

  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 62 Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagðan ársreikning. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 17.4 201702027 Fundargerðir 2017
  Fyrir fundinum lá fundargerð 394. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 28. apríl sl. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 62 Lögð fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Með rafpósti sem barst 2. maí 2017 voru kynntar niðurstöður útboðs í stálefni vegna Austurgarðs.
  Vegagerðin og Ríkiskaup hafa yfirfarið tilboð sem opnuð voru þann 28. apríl s.l. í verk „20467 Steel sheet piling and Achorage material for several harbours in Iceland“.

  Yfirferðin leiddi í ljós að lægst gildandi tilboð fyrir Dalvík er frá Meever & Meever (Hollandi) að upphæð 492.003 EUR eða 57.096.948 kr án vsk og afhend á Dalvík.

  Fram kemur að lagt sé til að gengið verði til samninga við Meever & Meever á grundvelli tilboðsins.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 62 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tillögu Vegagerðarinnar og leggur til við sveitarstjórn að hún heimili Vegagerðinni að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.
 • Í bréfi dags. 24. mars 2017 sendi ráðuneytið Vegagerðinni til afgreiðslu erindi frá Dalvíkurbyggð frá 3. febrúar 2017. Í erindi sveitarfélagsins kom fram ósk um leyfi til framkvæmda við hafnargerð sem skv samgönguáætlun 2015-2018 átti að fá 132,6 m.kr. framlag frá ríkinu 2017 og 90 m.kr. 2018. Þetta fjárframlag skilaði sér hins vegar ekki í fjárlögum 2017. Hafnarsjóður Dalvíkurbyggðar bíðst hins vegar til að taka lán fyrir framlagi ríkisins gegn þeirri tryggingu að framlag ríkisins vegna framkvæmda á árinu 2017 verði greitt á árinu 2018.

  Vegagerðin telur sér ekki heimilt að samþykkja flýtingu framkvæmdar á samgönguáætlun sem eru ekki fjármagnaðar á fjárlögum. Vegagerðin telur sig ekki getað skuldbundið ríkissjóð umfram lagaheimildir en tekur undir að framkvæmdirnar eru mikilvægar fyrir sveitarfélagið.

  Símafundur með fulltrúum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis þann 10. maí 2017. og var eftirfarandi minnisblað tekið saman að sveitarstjóra eftir símafundinn og sent til fundarmanna, en þar segir:

  "Eftir samræður á fundinum er sameiginlegur skilningur á því að með þessu bréfi er vegamálastjóri einungis að segja að Vegagerðin geti ekki flýtt framkvæmd með því að leggja til fé sem ekki hefur verið samþykkt á fjárlögum. Vegagerðin segir hins vegar ekkert um það hvort Hafnarsjóður Dalvíkurbyggðar geti fjármagnað framkvæmdina þar til fé fæst á fjárlögum. Ljóst er að stjórnsýslulega er málflutningur vegamálastjóra réttur þó svo að fulltrúar Dalvíkurbyggðar á fundinum vilji meina að það hefði mátt orða næst síðustu setningu skýrar en gert er í bréfinu. Öllum er ljóst að hvorki Vegagerðin né ráðuneytið geta bundið hendur ríkissjóðs umfram lagaheimildir.
  Af samræðum að dæma og það sem Vigdís Ósk hefur eftir ráðherra er ljóst að ríkur vilji er til þess að sveitarfélagið fái stuðning við framkvæmdina í næstu fjárlagagerð enda lögformlega viðurkennd framkvæmdinni á samgönguáætlun 2015-2018."
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 62 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 17.7 201705110 Austurgarður, ný vigt
  Nú eru hafnar framkvæmdir við Austurgarð, það kallar á að endurskoða þurfi framkvæmd vigtunar afla sem landaður verði frá skipum sem nýta sér framangreindan löndunarkant. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 62 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

18.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 63, frá 14.06.2017.

Málsnúmer 1706008FVakta málsnúmer

Til staðfestingar.
Liður 4
 • Í janúar óskaði Fiskistofa eftir að Hafnasamband Íslands myndi tilnefna fulltrúa til að sitja samráðsfundi Fiskistofu og hafnasambandsins. Fulltrúar hafnasambandsins í hópnum eru Lúðvík Geirsson, Björn Arnaldsson og Guðmund Kristjánsson.

  Fiskistofa vill með þessu reyna að efla samstarf og samskipti stofnunarinnar við hafnaryfirvöld.

  Fyrsti fundurinn var haldinn 23. mars sl. en hér að neðan má sjá samantekt um umfjöllunarefni fundarins:

  1. “Afladagbók: Rætt var um möguleika á fjölbreyttari rafrænni afladagbók, sem auðveldaði skráningar á tegundum. Upplýst var, að von væri á nýrri, sem tengd væri Gafli og nýtti þar með þá skráningarmöguleika, sem þar væru.

  2. Fjarvigtun: Samkomulag var um að skipa hóp til kanna möguleika á fjarvigtun, kynna sér búnað og möguleika, og undirbúa erindi til hlutaðeigandi stjórnvalda, Neytendastofu og ráðuneytis, sem og hagsmunaaðila til að athuga hljómgrunn fyrir slíku tilraunaverkefni.

  3. Rafræn vöktun: Samþykkt var að skipa hóp til kanna möguleika til rafrænnar vöktunar/myndeftirlits á höfnum í tilraunaskyni. Fallist á, að samlegðaráhrif kynnu að vera með fjarvigtun og rafrænni vöktun, en reyna ætti á hvort tilraunaverkefni um sig án tillits til afdrifa hins.

  4. Birting hlutfalls íss/kælimiðils í afla við vigtun: Almenn ánægja var með nýtt verkefni í þessa veru.

  5. Eftirlitshlutverk hafnarvigtarmanna og ábyrgð: Rætt var um möguleika til aukinnar samvinnu milli FS og HS við að styrkja eftirlit við löndun af hálfu hafnarvigtarmanna. Vilji til þess er af hálfu beggja aðila. Ekkert ákveðið í þeim efnum.

  6. Hæfisreglur vigtarmanna: HS hafi samband við Neytendastofu til að leita skýringa á aldursviðmiði vigtarmanna samkvæmt lögum.

  Stjórn hafnasambandsins óskar eftir ábendingum frá aðildarhöfnum um mál sem þarfnast umfjöllunar í starfshópnum.

  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 63 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Með rafpósti, sem dagsettur er 16. maí sl.,sendir Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis yður til umsagnar frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 408. mál.
  Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. júní nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
  Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.

  Á 395. fundi stjórnar Hafnasambansins 2. tl. kemur fram að framangreint frumvarp hafi verið til umfjöllunar en þar segir:
  "Lögð fram drög að umsögn hafnasambandsins um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða.
  Samþykkt að fela formanni að lagfæra umsögnina m.v. umræður á fundinum og senda á nefndarsvið Alþingis."
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 63 Veitu- og hafnaráð mun ekki senda inn athugasemdir en mun kynna sér athugasemdir Hafnasambands Íslands. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 18.3 201702027 Fundargerðir 2017
  Fyrir fundinum lá fundargerð 395. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 23. maí sl. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 63 Lögð fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Miðvikudaginn 7. júní 2017 kl 14:15 voru á skrifstofu Vegagerðarinnar og skrifstofu Dalvíkurbyggðar opnuð tilboð í ofangreint verk.
  Útboðið var opið og auglýst á útboðsvef hins opinbera og útboðsvef Vegagerðarinnar.
  Engar athugasemdir við framkvæmd útboðs bárust fyrir opnun tilboða.
  Eftirtalin tilboð bárust:

  Bjóðandi

  Tilboðsupphæð í kr.
  Hlutfall af
  kostnaðaráætlun %

  Björgun ehf
  38.971.707,-

  52,8%
  Jan De Null n.v.
  43.514.521,-

  59,0%
  Kostnaðaráætlun
  73.800.000,-

  100%

  Tilboðin hafa verið yfirfarin og leiðrétt eftir því sem við á. Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og að bindandi samningur verði gerður innan 10 daga frá dagsetningu þessa bréfs.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 63 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tillögu Vegagerðarinnar og leggur til við sveitarstjórn að hún heimili Vegagerðinni að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Bjarni Th. Bjarnason.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.
 • Farþegagjald hefur verið til umfjöllunar hjá veitu- og hafnaráði, sjá 62. fund ráðsins, 1. tl. þar sem málið er ítarlega reifað. Hér fyrir neðan er inngangur og bókun 823. fundar byggðarráðs.

  "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Frey Antonssyni f.h. Arctic Sea Tours ehf., bréf móttekið með rafpósti þann 30.05.2017, þar sem bréfið er sent til byggðaráðs vegna umfjöllunar veitu- og hafnaráðs um farþegagjald og framkomu við hvalaskoðunarfyrirtækin í Dalvíkurbyggð. Fram kemur m.a. að það sé ósk framkvæmdastjóra Arctic Sea Tours ehf að byggðaráð og sveitarstjórn vindi ofan af þessari tortryggni og leiðindum sem koma ítrekað fram í veitu- og hafnaráði gagnvart frambærilegum, heiðarlegum og traustum fyrirtækjum í Dalvíkurbyggð. Það er von hans að Arctic Sea Tours geti byggt enn frekar upp starfsemi sína á Dalvík og fái til þess skilning og sanngirni frá sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar.

  Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að höggva á þann hnút og ósætti sem ríkir um farþegagjald í hvalaskoðun í Dalvíkurbyggð vegna umfjöllunar og afgreiðslu veitu- og hafnarráðs á 62. fundi ráðsins þann 12. maí og bréf frá Frey Antonssyni framkvæmdastjóra Arctic Sea Tours ehf. þann 30. maí. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn eftirfarandi tillögu:

  Farþegagjald sé greitt af öllum borgandi farþegum og að samantekt af fjölda farþega verði skilað í síðasta lagi 5. dags hvers mánaðar til yfirhafnarvarðar. Ef þörf er á, af einhverjum ástæðum, getur yfirhafnavörður og sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs fengið nánari upplýsingar um fjölda farþega ákveðinn dag eða daga, samsetningu hvað varðar aldur eða hvað annað sem gæti þurft að nálgast vegna umferðar um höfnina."
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 63 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða eftirfarandi bókun:
  Veitu- og hafnaráð mótmælir harðlega þeirri fullyrðingu framkvæmdastjóra Arctic Sea Tours ehf að við afgreiðslu ráðsins hafi gætt "tortryggni og leiðinda".

  Veitu- og hafnaráð telur að eðlilegt hefði verið að það leiddi þessi mál til lykta, en þar sem framkvæmdastjóri Arctic Sea Tours ehf og byggðarráð hafa náð samkomulagi um framkvæmd upplýsinga um farþegafjölda mun veitu- og hafnaráð ekki gera athugasemd við það.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Eftirleiðis munu verkfundagerðir verða kynntar í veitu- og hafnaráði, en fyrirhugað er að halda þá á tveggja vikna fresti og munu fundargerðirnar verða kynntar eftir að þær hafa verið staðfestar af fundarmönnum. Fyrir fundinum liggur verkfundargerð nr. 1 frá 8. maí 2017. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 63 Lögð fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir fundargerðarinnar sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

19.Frá stjórn Dalbæjar; fundargerð stjórnar frá 16.05.2017.

Málsnúmer 201701042Vakta málsnúmer

Enginn tók til máls.
Lögð fram til kynningar.

20.Frá 290. fundi umhverfisráðs þann 15. maí 2017; Skipulag í landi Snerru, Svarfaðardal

Málsnúmer 201701034Vakta málsnúmer

Á 290. fundi umhverfisráðs þann 15. maí 2017 var eftirfarandi bókað:

"Deiliskipulagstillagan var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 29. mars 2017 með athugasemdafresti til 10. maí 2017. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma.
Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Samþykkt með fimm atkvæðum. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs hvað varðar deiliskipulagstilöguna í landi Snerru.

21.Frá 291. fundi umhverfisráðs þann 16.06.2017; Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand.

Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer

Á 291. fundi umhverfisráðs þann 16. júní 2017 var eftirfarandi bókað:
"Til kynningar lýsing dags. 12. maí 2017 á fyrirhugaðri breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og vinnslu deiliskipulags vegna laxaseiðaeldisstöðvar við Árskógssand.
Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um lýsinguna hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs hvað varðar lýsingu dags. 12. maí 2017 á fyrirhugaðri breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og vinnslu deiliskipulags vegna laxaseiðaeldisstöðvar við Árskógssand.

22.Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar. Fyrri umræða.

Málsnúmer 201606115Vakta málsnúmer

Á 223. fundi byggðaráðs Dalvíkurbygðar þann 1. júní 2017 voru samþykktar samhljóða með þremur atkvæðum tillögur að breytingum á Lögreglusamþykkt fyrir Dalvíkurbyggð og vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Til máls tóku:
Bjarni Th. Bjarnason.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögu að breytingum á lögreglusamþykkt fyrir Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu.

23.Frá Óskari Óskarssyni; Úrsögn úr veitu- og hafnaráði.

Málsnúmer 201706071Vakta málsnúmer

Með tölvupósti dagsettum 14. júní 2017 tilkynnir Óskar Óskarsson að hann hafi ákveðið að segja sig frá störfum í veitu- og hafnaráði frá og með dagsetningu bréfsins.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Óskari Óskarssyni lausn frá störfum sem aðalmaður í veitu- og hafnaráði.
Sveitarstjórn þakkar Óskari fyrir störf í þágu sveitarfélagins.

24.Frá Lilju Björk Ólafsdóttur; Úrsögn úr nefndum og ráðum

Málsnúmer 201706070Vakta málsnúmer

Með tölvupósti dagsettum 14. júní 2017 tilkynnir Lilja Björk Ólafsdóttir að hún hafi ákveðið að segja sig frá störfum í nefndum og ráðum fyrir Dalvíkurbyggð frá og með 14.06.2017.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Lilju Björk lausn frá störfum úr nefndum og ráðum á vegum Dalvíkurbyggðar.
Sveitarstjórn þakkar Lilju Björk störf í þágu sveitarfélagsins.

25.Kosningar í nefndir og ráð samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 206./2013, 46. gr. með síðari breytingum.

Málsnúmer 201706092Vakta málsnúmer

Til máls tók:
Bjarni Th. Bjarnason sem leggur fram eftirfarandi tillögur:

a)
Varaformaður í fræðsluráði Þórunn Andrésdóttir í stað Lilju Bjarkar Ólafdóttur. Varamaður í fræðsluráði Eva Björg Guðmundsdóttir, Skógarhólum 4, 620 Dalvík í stað Þórunnar Andrésdóttur.
Varamaður í félagsmálaráði Eva Björg Guðmundsdóttir í stað Lilju Bjarkar Ólafsdóttir.
Aðalmaður í stjórn Dalbæjar Eva Björg Guðmundsdóttir í stað Lilju Bjarkar Ólafsdóttur. Varaformaður í stjórn Dalbæjar Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson í stað Lilju Bjarkar Ólafsdóttur.
Aðalmaður í Eyþingi Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson í stað Lilju Bjarkar Ólafasdóttur. Varamaður í Eyþingi Haukur A. Gunnarsson í staðinn fyrir Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Annar varamaður í sveitarstjórn Silja Pálsdóttir í stað Lilju Bjarkar Ólafsdóttur.

b)
Varaformðaur í veitu- og hafnaráði Ásdís Jónasdóttir í stað Óskars Óskarssonar. Aðalmaður í veitu- og hafnaráði Gunnar Aðalbjörnsson Sognstúni 2, Dalvík, í stað Óskars Óskarssonar.

c) Kosningar í byggðaráð- 3 aðalmenn og 3 varamenn.
Formaður: 
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson (D)  
Varaformaður: 
Kristján Guðmundsson (B) 
Guðmundur St. Jónsson (J)  
 
Varamenn:   
Heiða Hilmarsdóttir (B)
Valdemar Þór Viðarsson (D)
Valdís Guðbrandsdóttir (J)
a) Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreind réttkjörin í samræmi við ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar.
b) Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreind réttkjörin í samræmi við ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar.
c) Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreind réttkjörin í samræmi við ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar.

26.Tillaga að frestun funda sveitarstjórnar vegna sumarleyfa 2017. Til afgreiðslu.

Málsnúmer 201706088Vakta málsnúmer

Til máls tók 2. varaforseti sveitarstjórnar og leggur fram eftirfarandi tillögu:

Tillaga um frestun funda sveitarstjórnar

Með vísan til 8.gr. í Samþykktum um stjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir sveitarstjórn að fresta fundum sínum í júlí og ágúst 2017.

Jafnframt er byggðaráði Dalvíkurbyggðar falin fullnaðarafgreiðsla þeirra mála sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu, sbr. 31.gr. V. kafla Samþykkta um stjórn Dalvíkurbyggðar, frá og með 21. júní 2017 til og með 31. ágúst 2017.


Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu 2. varaforseta um sumarleyfi sveitarstjórnar.

27.Sveitarstjórn - 292

Málsnúmer 1705003FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:51.

Nefndarmenn
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
 • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
 • Íris Hauksdóttir Varamaður
 • Haukur Gunnarsson Varamaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.